Morgunblaðið - 29.12.1973, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 29.12.1973, Blaðsíða 32
JttovgmtMðHft nUGLVSinCRR ^-»22480 'ÆNGIRf SÍMAR: 26060 OG 26066 AÆTLyNARSTAOIR LKRANES. ■LATEYRI, HÓLMAVÍK, GJOGUR. STYKKISHÓLMUR. TIF, SIGLUFJORÐUR, BLONDUÓS. HVAMMSTANGI LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 1973 Myndina tók Ól. K. M. af Valhúsahæðinni á Seltjarnarnesi yfir að Esjunni. I forgrunninum eru gamlar skotgrafir brezkra hermanna frá því á stríðsárun- um. Hægfara Skaftárhlaup hófst í fyrrakvöld Hlaup var aö byrja í Skaftá í gær og lagði mikinn brennisteinsfn.vk um Suðurland og fannst hann jafnvel f Reykjavík. Þegar þessi fnykur fannst kom upp kvittur um að Katla væri byrjuð að gjósa, en þegar málið var kannað nánar, kom í Ijós, að engar hræringar höfðu átt sér stað á landinu. Skaftárhlaup eru hin síðustu ár orðin alltíð, en sfðast kom hlaup f ána 20. júlf 1972. Er Mbl. hafði síðast spurnir af vexti árinnar í gærkvöldi, var sagt, að vöxturinn væri hægur og að öllum líkindum væri langt f hámark hlaupsins. Bændur efst í Skaftártungu urðu fyrst varir við breytingu á ánni síðdegis í fyrradag og jókst vatnsmagn hennar talsvert og af ATVR opin á gamlárs- dagsmorgun ÚTSÖLUR Áfengis- og tóbaks- verzlunar ríkisins verða opnar í dag fyrir hádegi og eins fyrir hádegi á gamláífsdagsmorgun. Verzlanirnar voru hins vegar lokaðar fyrir hádegi á aðfanga- dag, og munu ýmsir hafa misst af jólamiðinum af þeim sök- henni lagði megnan brennisteins- fnyk. Neðarlega i Tungunni var áin í gærkvöldi orðin steingrá og var f vexti, en vöxturinn var þó mjög hægur. Töldu kunnugir, að langt væri í hámark hlaupsins. Sigurjón Rist vatnamaælinga- máður fór í gær austur til þess að kanna hegðan og ástand árinnar. Um sjöleytið í gærkvöldi var hann aðeins kominn austur i Vík í Mýrdal, þótt hann hefði lagt af stað austur laust upp úr hádegi. Sóttist honum svo seint ferðin vegna hríðarkófs. Bjóst Sigurjón ekki við að komast að ánni fyrr en um miðnætti. Eins og áður sagði varð Skaftár- hlaup síðast í júlí 1972 og heldur hefur tími milli hlauþa stytzt hin síðustu ár. Áður fyrr var alvana- legt að 5 ár liðu milli hlaupa, en nú hefur tíminn stytzt í um 2 ár. Hlaup þessi hafa verið um 1.500 til 2.000 teningsmetrar á sekúndu, en á þessum árstíma er rennslí Skaftár um 50 tenings- metrar á sekúndu. Til viðmiðunar má t.d. geta þess, að Skaftá er alltaf vatnsmeiri en Laxá í Þing- eyjarsýslu, en áður en Skaftá skiptir sér er hún að sumarlagi um 100 til 150 tengingsmetrar á sekúndu. Hlaupið 1972 var mjög snöggt, gagnstætt því sem það nú virðist vera. Hlaupin koma úr ketilsigi, sem er norðvestan við Grímsvötn. Myndast þar við hlaup tvær kvos- ir og er hin stærri um 2 km í þvermál. Er hún jafnframt grynnri, en dýpt þeirra er á annað hundrað metra. Haustið 1970 var farið með þyngdarmælitæki í ketilsigið og kom þá í Ijós að jökullinn var mjög þunnur á þessum stað og að fjall var undir. Er ekki talið útí- lokað, að fjall sé að hrannast upp undir ísnum, enda hlýtur hið mikla vatnsmagn með svo stuttu millibili að benda til mikils jarð- hita undir jöklinum. Sigurður Þórarinsson hefur varpað fram þeirri kenningu, að þegar jökul- fargið losnaði gæti gos brotizt upp í hlauplok. Júní í viðgerð til Færeyia NU hefur verið afráðið, að við- gerð á Júnf, hinum nýja skut- togara Bæjarútgerðar Hafnar- fjarðar, skuli fara fram í Þórs- höfn í Færeyjum. Mun togarinn sigla utan á nýársdag. Einar Sveinsson, fram- kvæmdarstjóri BH, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að Enginn samn- ingafundur ENGINN samningafundur hefur verið boðaður í þjónadeilunni, og taldi Öskar Magnússon, formaður Félags framreiðslumanna, að úr þessu myndi sáttasemjari naum- ast boða deiluaðila á fund fyrr en í fyrsta lagi 3. janúar. Hann kvað ekkert hafa miðað i samkomulags- átt á siðustu samningafundum. Verkfall þjóna hófst hinn 9. nóvember sl. og hefur það þvi staðið hátt á annan mánuð. skemmdirnar á togarnum væru töluverðar, og kvaðst hann eiga von á því, að meiri hluti janúar- mánaðar færi f viðgerðina. Hann kvað Bæjarútgerðina hafa gert ítrekaðar tilraunir til að fá gert við togarann hjá verkstæðum hér heima, en ekkert þeirra treysti sér til þess vegna anna. Sem kunnugt er urðu skemmdirnar á Júní er togarinn lenti á bryggju í Hafnarfjarðar- höfn eftir bilun í skrúfu. Sjópróf hafa farið fram vegna þessa atviks og virðist allt benda til þess, að ástæðan fyrir óhappinu hafi verið, að skrúfuskiptir stóð á sér. Skrúfan og annar búnaður henni meðfylgjandi er af þýzkri gerð, og er því ekki við spænsku skipasmiðastöðina að sakast í þessu tilfelli. Tjónið á togaranum hefur enn ekki verið metið endan- lega, og mun ekkert hafa verið ákveðið um skaðabótakröfu á hendur verksmiðjunni. Viðræður um kjarasamninga hjá ÍSAL Samningaviðræður eru nú hafnar milli forráðamanna ís- lenzka álfélagsins og fulltrúa hinna 10 verkalýðsfélaga, sem eiga aðildarfélaga á starfsmanna- skrá álverksmiðjunnar. Samning- ar álverksmiðjunnar renna hins vegar ekki út fyrr en þriðjudag- inn 1. janúar. Nokkrir viðræðu- fundii hafa farið fram að undan- förnu og m.a. var slíkur sámn- ingafundur haldinn í gær. Auglýsend- ur athugið Þær auglýsingar sem birlast eiga í Morgunblaðinu 28. desember þurfa að hafa bor- ist auglýsingadeild blaðsins fyrir kl. 12.00 á hádegi 24. desember n.k. 19 sovézkar flugvélar hafa farið hér um t gær höfðu 19 sovézkar flutningavélar haft viðkomu á Keflavíkurflugvelli af þeim 22 flugvélum, sem hcimild höfðu fengið til við- komu hér á leið sinni til Kúbu. Ein þessara véla bil- aði á Keflavíkurflugvelli í gær. og gat því ekki haldið leiðar sinnar strax og hún hafði tekið hér eldsneyti. Var unnið að viðgerð f gær, en bilunin mun hafa orðið í hallastýri vélarinnar. Þess má geta, að þegar ein sovézku vélanna hafði við- komu i Keflavik á miðviku- dag, óskuðu Rússar eftir því að fá hér aðstoð við að afísa vélina. Keflavíkurflugvöllur á sjálfur engin slík tæki, og varð því að Ieita til varnar- liðsins um slíka aðstoð. Brást yfirstjórn varnarliðs- ins vel við þessum tilmælum og lánaði bæði tæki og menn til verksins. Samningar tókust við lögreglumenn SAMKOMULAG náðist milli samninganefndar lögreglumanna og rfkisins sfðdegis í gær, og er þvf ekki útlit fyrir, að landið verði lögreglulaust um áramótin, eins og óttast var. Samkomulagið var kynnt fyrir lögreglumönnum á félagsfundi seint í gærkvöldi, og hafi það hlotið samþykki þar, má gera ráð fyrir að samkomu- lagið verði formlega undirritað í dag. Að sögn Jónasar Jónassonar, að- stoðarvarðstjóra og formanns Landssambands lögreglumanna, náðist í þessum samningum sam- komulag um breytingar á flokka- röðun og starfsheitum, sem hann kvað hafa verið talsvert ábóta- vant hjá rfkinu miðað við það sem gilti hjá borginni. Hann vildi að öðru leyti ekki fjölyrða mikið um efni samkomu- lagsins, þar sem það hefði enn ekki verið formlega undirritað. „Að mínum dómi náðum við þó þarna nokkuð góðum samningum, og ég vonast eftir því að starfsfé- lagar mínir innan lögreglunnar verði sama sinnis," sagði Jónas. „Þvi er ekki að neita, að þessi sérstæða aðstaða okkar vegna húsbóndaskiptanna nú um ára- mótin hefur valdið þvi, að við náðum betri samningum en ella hefði orðið, og eru okkar samn- ingar því ekki fyllilega sambæri- legir við aðra samninga starfs- manna ríkisins. En ég vil þó taka fram, að margt af því sem nú fékkst, teljum við aðeins leiðrétt- ingu á ýmsum atriðum, þar sem við höfum verið að dragast aftur úr á undanförnum árum.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.