Morgunblaðið - 09.01.1974, Side 1

Morgunblaðið - 09.01.1974, Side 1
32 SIÐUR 6. tbl. 61. árg. MIÐVIKUDAGUR 9. JANUAR 1974 Prentsmiðja Morgunblaðsins Enginn vill dæma morðingjana frá Rómarflugvelli Beirut, 8, janúar, AP Skoðanaágreiningur meðal Araha virðist hafa komið í veg fyrir, að hryðjuverkamennirnir fimm, sem myrtu 32 menn á flug- vellinum í Róm, yrðu dregnir fyrir rétt. Þeir gáfust upp í Ku- wait, en í þetta skipti gat stjórnin þar ekki lætt þeim hlóðlega úr landi. Fjórir embættismenn frá Marokkó voru meðal fórnardýra þeirra í Róm, og stjórn Marokkó krafðist þess öskureið, að þeim vrði harðlega refsað. Kuwait sinnti engu kröfu ftölsku stjórnarinnar um að fá Arabana framselda, en Yasser Arafat sá sér leik á borði að vega að öfgamönnum, sem gera honum erfitt fyrir, og bað um að fá þá framselda til að byltingardóm- stóll gæti dæmt þá. Stjórn Kuwait samþykkti það þegar, en nú virð- ast samtök Arafats hvergi geta fundið land, sem vili leyfa réttar- höldin innan sinna landamæra. Stjórn Sýrlands hefur þvertek- ið fyrir að leyfa réttarhöldin í Sýrlandi og stjórn Libyu vill að hryðjuverkamennirnir verði látn- ir lausir. Ekki er heldur eimng innan A1 Fatah og vilja margir þar, að fimmmenningarnír fái að fara frjáslir ferða sinna. Viku- blaðið ,,A1 Diyar" í Beirut hefur skýrt frá því að þeir hafi verið i þjálfun i Libyu f þi-já mánuði áður en þeir héldu til Rómar, i gegnum Maiokkó, Spán og Bret- land. Hryðjuverkamennirnir eru nú í haldi á flugvelli einhvers staðar í Kuwait, og yfirvöld þar f landi hafa lýst því yfir, að Arafat geti sent menn eftir þeim, hvenær sem hann vilji. Frá Heathrow-flugvelli í London. Stór farþegaflugvél hefur sig til flugs og fer þá yfir tvo brezka skriðdreka, sem ásamt öðrum brynvögnum og hundruðum hermanna eiga að vernda flugvöllinn og flugvélarnar fyrir hryðjuverkamönn- um. Bretland: Þrjár millj. manna atvinnu- lausar um næstu mánaðamót London, S.janúar, AP. NU ER hafin önnur vikan, sem aðeins hefur þrjá vinnudaga, í Bretlandi og útlitið er drungalegt svo ekki sé meira sagt. Um 885 þúsund manns hafa misst vinnuna tvo daga í viku, til viðbótar við þá 490 þúsund, sem eru algerlega atvinnu- lausir. Efnahagssérfræð- ingar telja, að tala atvinnu- lausra verði komin upp í þrjár milljónir í lok þessa mánaðar. Launþegar, sem starfa við lífsnauðsynlegar atvinnugreinar, sem eru undanþegnar tak- mörkunum ríkisstjórnarinnar, eru um níu milljónir og þeir Arabar hóta Fiat Rabat, Marokkó, 8. jan., AP. Skrifstofa Araba í Marokkó, sem hefur yfirumsjón gegn hvers konar þvingunaraðgerðum gegn tsrael, tilkynnti í dag, að það myndi bitna mjög al- varlega á hagsmunum Fiat- verksmiðjanna í öllum Arabaríkjum ef ekki yrði orð- ið við þeirri kröfu Araba að reka ritstjóra blaðsins La Stampa, sem er af Gyðingaættum. Arabar settu fram þessa kröfu í síðustu viku og hefur hún verið forsæmd alls staðar, þar sem prentfrelsi ríkir. La Stampa hef- ur tilkynnt, að ekki komi til mála að verða við þessari kröfu. halda áfram störfum, en í Bretlandi eru alls um 25 milljónir launþegar og hlutskipti þeirra misjafnt. Fyrir utan þá, sem starfa að nauðsynlegum atvinnugreinum, eru um átta milljónir, sem hafa tryggðar tekjur, sem þeir fá Olíuríkin ræða, hvernig kreista skal sítrónuna Genf, 8. janúar, AP. SAMTÖK olíuframleiðslurfkja héldu áfram ráðstefnu sinni í Genf I dag, en þar er verið að ræða, hvernig þau geta haft mest út úr olíunni án þess þó að leggja landa, sem verða að k'aupa hana. Það er ekki hlutverk ráðstefnunn ar á ákveða endanlegt verð á olíu, heldur er einkum verið að ræða ýmsar hliðaverkanir ástandsins í olíumálum heimsins í dag. Áreiðanlegar heimildir herma, að Saudi Arabía og jafnvel Vene- zuela séu þeirrar skoðunar, að olíuverð sé þegar orðið of hátt, en ekki hafa samt borizt neinar fregnir um, að þessi lönd hafi beðið um endurskoðun eða lækk- un á olíuverði. í samtökum olíuframleiðslu- ríkja eru 14 lönd, þar eru Alsír, Libýa, Saudi Arabía, Kuwait, í- rak, Abu Dhabi, Qatar, Venezú- ela, Equador, Iran, Indónesía, Nígería, Gabon og Trinidad og Tobago. Þessi lönd framleiða um 50 prósent af allri olíu i heimin- um og um 85 prósent þeirrar oliu, sem önnur lönd flytja inn. Það hefur nú verið staðfest, að Frakkland hafði gert sérsamning við Saudi Arabíu um kaup á 200 milljónum lesta af hráolíu á næstu tveim árum. Ekki hefur verið skýrt frá því, hvernig þessi olia verður greidd, en líklégast er talið, að það verði bæði með reiðufé og hernaðaraðstoð. greiddar, hvort sem þeir vinna eða ekki. En í flestum tilvikum eru þær tryggingar tímabundnar og gilda fæstar í meira en mánuð. Eftir það eru þessir launþegar á sama báti og þeir, sem verða að standa eða falla með atvinnu- greinum sínum og fyrirtækjum. Ymsir framámenn í iðnaði og atvinnulifi hafa lýst því yfir, að Bretland geti hjarað með þessum hætti í nokkrar vikur í viðbót, en eftir það verði um að ræða bar- áttu upp á líf og dauða. Jafnvel þótt samið yrði við náma- verkamenn strax á morgun tæki nokkra mánuði að koma kolaframleiðslunni og öðru, sem stöðvazt hefur, í nokkurn veginn samt lag og á meðan héldu fyrir- tæki áfram að verða gjaldþrota. Skilað eftir 44 klst. UNGL'M brezkum hermanni, sem rænt var í Belfast á laugardag, var sleppt í dag, 44 klst. síðar, heílum á húfi. V’ar honum fleygt út úr bifreið í námunda við Antrim. tæplega 30 km frá Bel- fast. Hermaðurinn, Billy Horner að nafni, er átján ára að aldri. Hann var í orlofi i Belfast, þegar hópur vopnaðra manna réðst á hann úti fyrir lítilli veitingastofu og neyddi hann í bifreið, er þar stóð hjá. Snemma á sunnudag var hringt til eins dagbiaðanna í Bel- fast og sagt, að hópur mótmæl- enda hefði rænt honum og yrði honum ekki sleppt fyrr en hegnt hefði verið hermanni þeim, sem skaut til bana mótmælanda, að nafni Alexander Howell, i óeirð- unum 28. des. sl. Hvorki lögregla né stjórn brezka hersins i Belfast hafa fengizt til að gefa upplýsingar um mál þetta og Horner fær ekki að tala við blaðamenn fyrst um sinn. Réttarhöldin eru hafin vegna morðsins í Lillehammer Osló, 8. janúar, AP.—NTB. GYÐINGARNIR sex, sem sakaðir eru um að hafa myrt Marokkó- manninn Ahmed Bouehiki í Lille- hammer í Noregi í fyrra, eru nú fyrir rétti, og í dag visaði sak- sóknarinn öllum fréttamönnum og öðrum áheyrendum úr réttar- salnum meðan hann yfirheyrði eitt vitnanna. Gerði hann það á þeim forsendum, að vitnisburður þess gæti haft áhrif á samskipti Noregs við annað rfki. Ýmislegt hefur kornið fram i yfirheyrslum, sem þykir benda til þess, að israelska leyniþjónustan sé viðriðin þennan atburð. Ekki hefur tekizt að finna neina ákveðna og sannanlega ástæðu fyrir því, að ætlunin hafi verið að myrða Bouchiki, sem vann sem þjónn í Lillehammer. Ymsir hafa látið að því liggja, að ruglazt hafi verið á mönnum. Vitað er, að ísraelsk yfirvöld óttuðust um það leyti, sem morðið var framið, að fyrir dyrurn stæði árás á eitt af sendiráðum þeirra á Norðurlöndum, eða þá árás á ísraelska flugfélagið E1 Al. Þykir ekki óliklegt, að israelar hafi hugsað sér að stöðva þá árás áður pn hún yrði hafin með því að taka lykilmanninn úr umferð. Ekkert hefur komið í ljós sem bendir til þess, að fórnardýrið í Lillehammer hafi v.erið for- sprakki einhvers hryðjuverka- hóps og styður það þær sögur, sem hafa verið á lofti um, að rangur maður hafi verið felldur. Hins vegar eru svo aðrir sem telja að israelska leyniþjónustan hafi hvergi komið nærri. Þeir benda á, að morðið og eftirleikurinn hafi verið einstaklega viðvanings- leg, en fsraelska leyniþjónustan sé þekkt að allt öð'ru. Vitað er, að hún hefur staðið að baki morðum á ýmsum leyniþjónustu- og hryðjuverkamönnum Araba víða um heim og aldrei hefur verið farið jafn klaufalega að því og i Lillehammer.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.