Morgunblaðið - 09.01.1974, Page 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. JANUAR 1974
5LAG-
i'lBAN
r r
ætt við Amunda Amundason umboðsmann með meiru
Ámundi Ámundason hefur um 10 ára skeið verið
einhver umdeildasti og sérstæðasti persónuleiki
í íslenzkum skemmtanaiðnaði. Flestir hafa
heyrt hans getið, en þeir eru færri, sem
hafa haft tækifæri til að kynnast
manninum sjálfum, hugmyndum
hans og starfsemi. Persóna
Ámunda hefur löngum verið
hjúpuð einhvers konar
huliðshjálmi þjóðsögunnar
og hugmyndir manna um
hann hafaoftast verið
byggðar á sleggjudómum og
söguburði. Þess vegna var
þaðeinn laugardaginn,
rétt eftir nýár, að við
Kristinn Ben. Ijósmyndari, knúðum dyra hjá
Ámunda, í því skyni að freista þess, að
varpa Ijósi á þessa dularfullu persónu og
gefa lesendum SLAGSÍÐUNNAR einhverjar
gleggri hugmyndir um þennan mjög svo um-
deilda mann.
Þess ber að geta, að Ámundi setti það sem
algjört skilyrði fyrir viðtalinu, að hann
fengi alls ekki að lesa það yfir áður
en það birtist í blaðinu.
— Ég er búinn að sjá það út, að
það þýðir ekkert að taka lífið of
alvarlega, segir Amundi um leið
og hann hlammar sér niður í sóf-
ann. — Það sem gildir er að vera
bara maður sjálfur og reyna ekki
að vera neitt annað. Sjáðu þessa
menn, sem alltaf eru að reyna að
spila sig stóra, þessa gæja sem
vilja vera eitthvert föðurlegt eða
alvarlegt andlit á þjóðfélaginu, —
þingmenn, stjórnmálamenn eða
einhvað annað. Þeir miða allar
athafnir sínar viðaðrar og lifa
lífinu eins og aðrir vilja að þeir
lifi því, — svo drepast þeir úr
stressi og leiðindum vegna þéss
að þeir fengu aldrei að vera þeir
sjálfir, — það voru alltaf ein-
hverjir aðrir, sem toguðu í spott-
ana.
Ámundi slær um sig með hönd-
unum og það er greinilegt að
hann meinar hvert einasta orð...
— Nei, mætti ég þá heldur biðja
um Amunda Ámundason. Égskal
segja þér, að ég er mjög hress yfir
sjálfum mér, jafnvel þótt margir
álíti mig fífl og fábjána. Raunar
hefur þessi „vitleysingastimpill“
gert mér margt gott í sambandi
við viðskipti mín. Eg næ hagstæð-
ari samningum vegna þess að sá
sem ég er að tala við er granda-
laus og óvarkárari en hann mundi
vera, ef ég hefði á mér eitthvert
gáfuorð. En á meðan hann er að
Á þessari
mynd ætlaði Ámundi
að sína okkur síðasta
eintakið af plötunni með „Lítið eitt“
en platan var uppseld, svo að hann varð að halda í tómið.
hugsa um hvað ég sé vitlaus, hef
ég tima til að spekúlera i þvi
hvernig ég komi sem bezt út úr
viðskiptunum. Svo er útlitið mér
einnig í hag. Ég er oft ógreiddur
og ekki alltaf klæddur samkvæmt
nýjustu tízku og það hefur sitt að
segja.
Yes sir, svona er lifið, ekkert
nema sálfræði.
Umboðsbransinn
Á meðan viðtalinu stóð hringdi
síminn í sifellu og alltaf var það
eitthvað í sambandi við hljóm-
sveitir eða dansleiki, þvi að í um-
boðsbransanum er aldrei frí, jafn-
vel ekki heima í stofu á laugar-
dagseftirmiðdegi og þar sem um-
boðsmennskan er rikasti þáttur-
inn í lífi Amunda hlaut talið að
berast að þeirri starfsemi.
— Þegar ég byrjaði 1963 eða 4
var þetta bara í fíflagangi, joke,
þú skilur. Ég fór með Hljóma út á
land og ætlaði aðallega að nota
tækifærið og skemmmta mér. Mig
grunaði ekki þá, að ég ætti eftir
að fara út í þetta fyrir alvöru. A
næstu árum var ég að dútla við
þetta og fór að ganga illa, senni-
lega vegna þess, að ég gaf mig
ekki nógu mikið i starfið.
Þú fórst á hausinn, var það ekki?
— Ég var í lægð í tvö ár og var
svo tilbúinn að gefa þetta upp á
bátinn, skilurðu. En svo fór ég að
taka hlutina alvarlega og einbeita
mér og þá fór allt að ganga betur.
Þetta er töff bisness og maður
verður að vinna eins og skepna, ef
það á að borga sig.
Og svo opnaðir þú skrifstofu?
— Já, þetta varorðið það mikið,
að ég varð að gera eitthvað, og
opnaði skrifstofu með einum að-
stoðarmanni, símum og næs. Þú
skilur, málverk á veggjum og svo-
leiðis. Já væni minn, heldurðu að
ég sé ekki flott mann, — og Á-
mundi glottir þegar hann hugsar
um skrifstofuna sína. En svo verð-
ur hann aftur alvarlegur:
— Skrifstofan er þjónustufyr-
irtæki og það hefur sannazt að
hún er alveg nauðsynleg sem
slík. Hugsaðu þér bara hagræðið
fyrir samkomuhúsin, að þurfa
ekki að eltast við hljómsveitir út
um hvippinn og hvappinn, —
bara hringja í Ama, þá kemur
það. Svo er þetta líka meira en
bara umboð fyrir hljómsveitir. Ég
hef skipulagt skemmtanir fyrir
félög og séð um skemmtikrafta og
ýmislegt i sambandi við árshátíð-
ir, þorrablót og þess háttar. Svo er
nú plötuútgáfan og allt það.
Nú er það staðreynd, að margir
hafa reynt að fara út í umboðs-
mennsku, en allir gefizt upp
nema þú. Hver er skýringin?
Eg er séní og nota alveg sér-
staka taktik. Það er ekki sama
hvort þú ert að tala við Jón á
Blönduósi, Guðmund á Norðfirði
eða Magga í Klúbbnum. Menn eru
misjafnir og það þarf jafnvel að
breyta um málróm eftir því hver
maðurinn er, svo maður tali nú
ekki um hvernig hlutirnir eru
sagðir. Það hefur t.d. komið fyrir,
að sumir úti á landi halda að ég sé
yfir fertugt þegar þeir tala við
mig í síma. Svo eru þeir stein-
hissa þegar. ég mæti á staðinn, —
skítugur strákur með úfið hár.
Annars byggist þetta upp á því
að standa við það sem maður seg-
ir, hljómsveitirnar mæti á réttum
tíma o.s.frv. En af hverju svona
margir hafa gefizt upp held ég að
sé vegna þess að þeir ætluðu sér
of mikið í upphafi. Þetta eru yfir-
leitt ungir og áhugasamir menn,
sem ætla sér að taka markaðinn á
einu bretti, — svona (og Ámundi
smellir með fingrunum). Þeir
halda að þetta sé leikur og vilja
græða mikla peninga á no time.
En þetta er bara ekki svona auð-
velt eins og þú veizt sjálfur. Nei
enginn verður óbarinn biskup
þótt fyrr hefði verið (???).
(Fyrir þá, sem ekki þekkja A-
munda skal þess getíð, að hann er
meistari i að raða saman ólíkum
máltækjum, sem ekki eru alltaf í
samhengi innbyrðis).
Stríðið við FÍH og
hljómsveitirnar 5
— I dag er ég mjög ánægður að
þetta fór svona. Ég' var
orðinn þreyttur og álagið var ofsa-
legt. Ég hafði aldrei tima til að
gera hluti, sem ég gjarnan vildi
gera, en nú get ég farið að
fríka á ýmsu, sem mig hef-
ur lengi langað til að gera. Já
nú get ég farið að „ha’det lidt
hugguligt". (Hann hall-
ar sér aftur í sófanum og klór-