Morgunblaðið - 09.01.1974, Side 15

Morgunblaðið - 09.01.1974, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. JANUAR 1974 15 Spassky ákafur að hitta Fischer á nýjan leik Philadelfia, 8. janúar, AP. BORIS Spassky fyrrverandi heimsmeistari í skák er mjög gramur yfir því, að skákreglur leyfa ekki, að hann fái sjálfkrafa tækifæri til að endurheimta titil sinn úr höndum Bobby Fischers. Spassky er nú í Puerto Rieo, þar sem h'ann býr sig undir keppni við stórmeistarann Rober Byrne frá Bandarík.junum. i símaviðtali við fréttamann AP sagðí Spassky: „Reglurnar eru óraunhæfar. Nú verð ég að berj- ast fyrir réttinum til að mæta Bobby Fischer á nýjan leik." Þrjátíu og níu förust, þegar þessi Fokker F-28 farþegaþota rakst á hús í lendingu á flugvellinum í Turin á ítalíu. Þrír farþegar komust af. Skyggni var mjög slæmt, þegar vélin var að lenda, og fór hún of lágt í aðfluginu, með þessum afleiðingum. Einvígi þeirra Spasskys og Byrnes er eitt af fjórum, sem öll hefjast á sama tíma í næstu viku (14. janúar). Sigurvegarinn mun keppa við Bobby um heims- meistaratitilinn. Spassky kvaðst ekki búast við, að Byrne verði auðveldur viðureignar. Solzhenitsyn hefði átt að skrifa um metuppskeruna ’73 segir franskur ritst jóri, sem tekur þátt í herferðinni gegn honum Varsjá, 8. jan., AP. 0 Pólsk og tékknesk dagblöð hafa nú tekið undir árásirnar á sovézka rithöfundinn Alexander Solzhenitsyn, sem sovézkir fjöl- miðlar hófu fyrir nokkru. Saka þau hann um að vinna gegn bættri samvinnu austurs og vesturs og segja, að skoðanir hans veki furðu meðal framfara- sinnaðra manna á Vesturlöndum. 0 Þá hefur Charles Laroche rit- stjóri „Franee Nouvelle*', tíma- rits kommúnista I París, komið fram í sjónvarpi í Moskvu, þar sem hann gagnrýndi Solzhenitsyn harðlega fyrir sömu sakir og sagði, að sýnilega hefði rithöf- undurinn ekki mikinn áhuga á sovézkum raunveruleika „ella hefði hann skrifað um metupp- skeruna í Sovétríkjunum á síðasta ári í stað þess að vekja upp drauga fortíðarinnar til að vekja nútímafólki ótta“. Þetta kvað ritstjórinn og sýna, að Solzhenits.vn ætti vel heima í hópi afturhaldssinnaðra andstæðinga bættra samskipta austurs og vesturs. Tass sagði í dag frá rit- stjórnargrein í tékkneska blaðinu „Rudo Pravo", þar sem hafðiverið skrifað, að útgáfa hinnar nýju bókar Solzhenitsyns," Archipelag Gulag, hefði verið til þess ætluð að draga athygli frá þeim vanda- málum, sem nú steðjuðu að kapitalískum rikjum. Hefur Tass eftir „Rudo Pravo ', að kommún- istaríkin geti verið hreykin af framgangi sinum á si. ári, en kapi- talistaríkin hafi þau ráð ein til að vinna gegn stnum margvíslegu vandamálum að „traðka á mannréttindum, stuðla að drápi beztu sona Chile, þegja um hern- aðareinræði í Grikklandi og styðja fasista í S-Afríku ", eins og þar var komizt að orði, samkvæmt frétt AP. Loks segir, að handrit Solz- henitsyns hafi lengi verið hjá útgefendum á Vesturlöndum, en þeir hafi beðið eftir heppi- legum tíma til að gefa bókina út. Pólska blaðið „Trybunu Ludu'* hefur farið hörðum orðum um rithöfundinn og er það í fyrsta sinn, sem þar birtist persónuleg gagnrýni á hann af blaðsins hálfu. Til þessa hafa fjölmiðlar í Pól- landi látið við sitja að endurtaka gagnrýni sovézkra fjölmiðla á Solzhemtsyn, en ekki bætt við frá eigin brjósti. Talið er, að árás blaðsins nú bendi til samræmdrar herferðar kommúnistaríkjanna í heild gegn Solzhenitsyn, en ekki er mönnum ljóst, hvert endanlegt markmið herferðarinnar er, hvort til stendur að stefna honum fyrir rétt eða grípa til annarra aðgerða gegn honum. Meðal annars, sem Trybunu Ludu telur Solzhenitsyn til ávirð- ingar, er, að hann hafi haft samúð með nasistum. Blaðið segir og, að enginn fari í grafgötur um hatur Solzhenit- syns á Sovétrikjunum og þeirri stefnu stjórnarinnar í Moskvu að hafa friðsamlega sambúð við aðr ar þjóðir — því að hann hafi ekki gert minnstu tilraun til að halda því leyndu. „Hann hefur sýnt þetta hatur í ýmsum bókum, greinum ogyfirlýsíngum, sem birrzt hafa nýiega í vestrænum blöðum," segir: Trybunu Ludu“ og bætir við, að framfarasinnaðir menn á Vesturlöndum hafi lesið það, sem hann hefur látið frá sér fara, með vaxandi undrun og hneysklun. „Hann hefur gert allt, sem i hans valdi stendur til að sýna land sitt og þjóð í sem verstu ljósi ..." heldur blaðip áframogsegiraðlokum: „Jafnvel stríðsglæpamenn nasista geta reitt sig á hjartagæzku hans." Persónufrelsi skert í Suður- Seoul, S-Kóreu, 8. jan., AP. CHUNG Hee Park forseti S- Kóreu, gaf I dag út neyðartilskip- an, þar sem lagt var blátt bann við hvers konar tilraunum til að „afneita, vinna gegn, mistúlka eða ófrægja" stjórn hans. Sam- stundis hættu öll s-kóreönsk bliið að segja frá þeim kröfum, sem uppi hafa verið hafðar í landinu að undanförnu, um aukið lýðræði og persónufrelsi. Innifalið I þessum ráðstöfunum forsetans, — sem jaðra við herlög — var, að engum skyldi leyfilegt að gagnrýna þær. Sömuleiðis var bannað að breiða út eða birta fréttir um þá, sem gerzt hefðu brotlegir við tilskipan forsetans. Talsmaður stjórnarinnar sagði, að bann þetta næði einnig til erlendra fréttamanna og ráðlagði þeim að fara varlega í fréttaflutn- ingi sinum. Viðurlög við broti gegn tilskipan forsetans geta orð- ið allt að fimmtán ára fangelsi. Verður þeim, sem sakaðir eru um slík bort, stefnt fyrir herrétt. Þess er sérstaklega getið, að í tilskipan stjórnarinnar eru ekki nákvæmar upplýsingar um, hvað bannað sé, svo að hún getur lagt býsna breiðan skilning í, hvað til brota telst. Með þessari tilskipan Parks er bundinn endi á mánaðarþíðu, sem verið hefur í stjórnmálalífi S- Kóreu ogfylgdií kjölfar meirihátt- ar breytingar í stjórn landsins. Samkvæmt stjórnarskránni, sem Park setti landinu meðan herlög voru þar í gildi 1972, hefur hann víðtækt vald yfir öllum greinum stjórnarinnar og ríkisins og getur með tilskipan takmarkað grund- vallarréttindi landsmanna. Nokkrum klukkustundum áður en tilkynnt var um tilskipan for- setans hafði aðalandstöðuflokkur stjórnarinnar. Nýi lýðræðisflokkurinn, til- kynnt, að hann mundi taka þátt í Boris Spassky Robert Byrne fer til Puerto Rico á þriðjudaginn til keppn- innar við Spassky. Hann hefur sagt við fréttamenn, að hann telji, að Spassky sé undir miklum þrýstingi til að fá titilinn aftur til Sovétrikjanna. Hann gaf í skyn, að í Sovét- rtkjunum hefði verið lagt hart að Spassky að fylgja harðari leik- reglum en hann gerði í Reykja- vik. Skáksérfræðingar hafa haft orð á því, að þjálfari Spasskys, sem nú er með honum á Puerto Rico, Egor Bondarevsky var ekki með honum i heimsmeistarakeppninni í Reykjavík. Þykir það m.a. benda til, að Spassky verði nú að hlíta meiri „aga”. „Ég held, að það sé mjög óheppilegt," sagði Byrne „ekki fyrir Spassky heldur fyrir mig.“ aftur Kóreu meiriháttar herferð, þar sem kröfur yrðu frambornar um nýja og lýðræðislegri stjórnarskrá. Ýmsir trúarleiðtogar og aðrir tals- menn aukinna persónuréttinda höfðu haft forgöngu um, að slík herferð yrði farin, án þess að baki þeim stæðu nokkur skipulögð samtök. Charles Bohlen látinn NÝLEGA lézt í Washington fyrrverandi sendiherra Banda- ríkjanna víða um lönd, Charles Eustis Bohlen, kunnur sérfræð- ingur utn málefni Sovétrfkj- anna og starfsmaður banda- rfska utanríkisráðuneytisins (. fjörutíu ár. Bohlen var ráðgjafi fjögurra forseta á starfsferli sínum, en átti í vök að verjast á sínum tíma gegn öldungadeildarþing- manninum Joseph McCarthy, sem tortryggði hann mjög sök- um tengsla hans við sovézk mál- efni, og John Foster Dulles gekkst fyrir því, að Bohlen yrði sendur i eins konar útlegð til Filippseyja, þar sem hann var sendiherra á árunum 1957—59. Bohlen var fæddur árið 1904. Háskólanám stundaði hann m.a. í Harvard og hóf störf í utanríkisþjónustunni árið 1929. Hann afréð snemma að sérhæfa sig i máléfnum Sovétrikjanna og þar að lútandi og þegar sam- skipti Bandaríkjanna og Sovét- rikjanna jukust að marki með heimsstyrjöldinni síðari, var hann einn af fáum starfs- mönnum utanríkisráðuneytis- ins, sem undir þá þróun mála voru búntr. Hann varð túlkur og ráðgjafi Roosevelts forseta og tók með honum þátt í ráð- stefnunni á Yalta — og siðar með Truman í ráðstefnunni í Potsdam. Á árunum 1953—’57 var Boh- len sendiherra Bandaríkjanna í Sovétríkjunum og á árunum 1962—'68 í Frakklandt. Einnig starfaði hann í ýmsum emb- ættum í sendisveitum Banda- ríkjanna og sendiráðum i Prag, Berlin, London, Brússel, Te- heran og víðar. Bohlen, sem jafnan gekk undir gælunafninu „Chip", var tiðum kallaður til skrafs og ráðagerða í Hvíta húsinu, þegar mikið var í húfi. í ritstjórnar- grein, sem Washington Post skrifar um hann, er þess minnzt, þegar Kennedy forseti kallaði hann á sínum tíma til að lita á loftmyndirnar, sem Sovét- menn höfðu komið til Kúbu. Er þess getið, að engu hafi skipt, hvorum flokki forsetar til- heyrðu. Bohlen hafi gefið öll- um sín ráð jafn heilshugar, byggð á rækilegri þekkingu og reynslu. Þess má að lokum geta, að Charles Bohlen kom til Islands vorið 1970 i boði félaganna Varðbergs og Samtaka um vest- ræna satnvinnu. Hélt hann fyr- irlestur á þeirra vegum og dvaldist hér á landi nokkra daga ásamt konu sinni. Ibl'llVIll je.tjlll IgC)/lI H-) ,’J.rM III' lca-j/ jger i ngu *ibv mq m muru on.r tbv mtoi ío/u 'isiiiiniiiiuii'ii

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.