Morgunblaðið - 09.01.1974, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. JANUAR 1974
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthias Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Styrmir Gunnarsson.
horbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, simi 10-100.
Aðalstræti 6, simi 22-4-80.
Áskriftargjald 360,00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 22,00 kr. eintakið.
lþýðubandalagsmenn
hafa að undanförnu
haft í hótunum við sam-
starfsflokka sína og haft á
orði, að þeir inyndu hætta
þátttöku í ríkisstjórninni,
ef ekki verði gengið að ein-
dreginni kröfu þeirra
um brottför varnarliðsins
af Keflavíkurflugvelli.
Ástæðulaust er fyrir sam-
starfsflokka Alþýðubanda-
lagsins í ríkisstjórninni að
taka þessar hótanir komm-
únista alvarlega. Reynslan
sýnir, að þeir eru tilbúnir
til að taka hvaða heljar-
stökk sem er, til þess að
halda sæti í ríkisstjórn.
Raunar er það sýnt, að
kommúnistum er svo mikið
í mun að halda völdunum,
að samstarfsflokkarnir
geta sett þeim kosti í stað
þess að láta þá setja sér
afarkosti. Kokhreysti
kommúnista hefur valdið
því, að Framsóknarmenn
hafa hvað eftir annað látið
þá kúga sig. En sá undan-
sláttur er óþarfi, eins og
hér verður rakið.
Dæmin sanna, að þessar
staðhæfingar eru réttar. í
marzmánuði 1956 tóku
vinstri flokkarnir á Alþingi
ákvörðun um að láta varn-
arliðið hverfa af landi
brott. Hálfu ári síðar töldu
framsóknarmenn og Al-
þýðuflokksmenn, sem þá
áttu sæti í fyrri vinstri
stjórn, ekki óhætt að fram-
fylgja þessari ákvörðun
vegna ófriðarástands í
heiminum. Kommúnistar
voru þessari afstöðu Fram-
sóknarflokksins og Alþýðu-
flokksins andvígir, en sátu
áfram í ríkisstjórn eins og
ekkert hefði í skorizt og
gerðu brottför varnarliðs-
ins aldrei að úrslitaatriði í
þeirri ríkisstjórn. í maf-
mánuði 1958 stóðu deilur
innan vinstri stjórnarinnar
gömlu um útfærslu fisk-
veiðilögsögunnar í 12 míl-
ur. Lúðvík Jósepsson hót-
aði þá að gefa út reglugerð
um útfærslu upp á sitt ein-
dæmi. Hermann Jónasson
kvaðst þá mundu biðjast
lausnar fyrir Lúðvík
Jósepsson og nægði sú hót-
un Hermanns til þess að
Lúðvík lyppaðist niður.
Kommúnistar hafa sýnt
það í núverandi ríkis-
stjórn, að þeir eru tilbúnir
til að kyngja hverju sem
er, nú, eins og á tímum
fyrri vinstri stjórnar. Það
kom í Ijós í nóvembermán-
uði s.l., er þeir tóku slíkt
heljarstökk í landhelgis-
málinu, að þess munu eng-
in hliðstæð dæmi í íslenzkri
stjórnmálasögu. Þá réttu
þingmenn Alþýðubanda-
lagsins upp hendur á Al-
þingi til þess að samþykkja
samninga, sem þeir höfðu
kallað „óaðgengilega úr-
slitakosti Breta“. Þá niður-
lægingu þoldu þeir til þess
að halda sætum sínum í
ríkisstjórninni. Og ekki má
gleyma flugbrautarmálinu,
er kommúnistar létu nægja
að bóka mótmæli sín við
lengingu flugbrautar á
kostnað Bandaríkjamanna,
en sátu eftir í ríkisstjórn,
þótt þeir hefðu lýst yfir, að
samkvæmt þessu gætu ís-
lendingar ekki rekið sjálf-
stæða utanríkisstefnu.
Nú eru varnarmálin
mjög á dagskrá og ýmislegt
bendir til þess, að miklar
umræður fari nú í fyrsta
sinn fram innan stjórnar-
flokkanna um þau. Síðasti
viðræðufundur með full-
trúum Bandaríkjastjórnar
var í nóvembermánuði s.l.
og hafði verið ætlað að
næsti fundur yrði í desem-
bermánuði, en þeim fundi
var frestað að ósk Einars
Ágústssonar utanríkisráð-
herra til 7. janúar. I byrjun
janúar óskaði utanríkisráð-
herra enn eftir frestun
fram í miðjan janúar og
nú er komið í ljós, að
enn hefur íslenzka rík-
isstjórnin óskað eftir
frestun viðræða fram
til næstu mánaðamóta.
Bersýnilegt er, að stjórn-
arflokkarnir eru að
reyna að koma sér saman
um ákveðna stefnu í varn-
armálunum, þannig að ut-
anríkisráðherra geti á
næsta viðræðufundi með
Bandaríkjamönnum sagt
eitthvað, en það hefur ekki
verið á hans færi hingað
til.
Magnús Kjartansson iðn-
aðarráðherra hefur lýst
því yfir, að eftir jólaleyfi
þingmanna verði lögð fyrir
Alþingi þingsályktunartil-
laga um heimild til upp-
sagnar varnarsamningsins.
Ragnar Arnalds, formaður
Alþýðubandalagsins, ítrek-
aði það sama í áramóta-
gr'ein sinni í Þjóðviljanum.
En ekki er allt sem sýnist.
Hinir svokölluðu herstöðv-
arandstæðingar í Alþýðu-
bandalaginu ættu að rifja
upp fyrir sjálfum sér þau
dæmi, sem hér hafa verið
nefnd um, að Alþýðu-
bandalagið sé reiðubúið til
að kyngja hverju sem er
fyrir völdin. Og þeir ættu
að leita eftir ákveðnum
svörum frá forystumönn-
um Alþýðubandalagsins
um það, hvers konar loforð
þeir eru að gefa þessa dag-
ana f hinu svonefnda her-
stöðvarmáli í von um að
halda völdunum.
Kommúnistar kyngja
hver ju sem er —
líka í varnarmálum
i / \ s #///
1 1 •
\ V -.>-!•// /
JíeUrJJorkStmes
\ * • \
Eftir
James
Reston
Osam-
lyndi
þjóða
heims
Washington — Varla getur
nokkur maður litið yfir fyrir-
sagnir blaðanna nú á dögum
án þess að honum detti í hug
að spyrja sjálfan sig, hvert
heimurinn stefni. Lítum á þau
vandamál, sem eru öllu mann-
kyni sameiginleg, og einnig á
þau, sem skipta þjóðum í and-
stæðar fylkingar. Við skuluin
einnig hlusta á boðskap leið-
toga hinna ýmsu þjóða, og þá
sjáum við hvað gerist, þegar
einstaklingar, stofnanir og
þjóðir setja eiginhagsmuni
sína ofar iillu öðru.
Nú nýlega kom í Ijós, að
síðustu tveir mánuðir voru
hinir óhagstæðustu i sögu
brezkrar utanríkisverzlunar á
þessari öld, og þá taka stjórn-
völd þá ákvörðun aðfyrirskipa
þriggja daga vinnuviku í
iðnaðinum, Hvers vegna? Jú,
til þess að spara eldsneyti.
Brezkir námaverkamenn og
lestarstjórar hafa heyrt um
orkuskortinn í heiminum og
dregið þá ályktun, að nú sé
rétti tíminn til þess að koma
kröfum sínum fram.
Arabar geta ekki unnið lönd
sín aftur í stríði og þá grípa
þeir til þess ráðs, að beita olíu-
vopninu. Þeir þurfa á hjálpa
að halda og eiga olíu. Þess
vegna hugsa þeir svo: Iðnaðar-
veldin þarfnast olíu og þess
vegna er bezt að láta Bandarík-
in, V-Evrópuríkin og Japani
halla sér að ísrael og fjandinn
hafi svo hinar efnahagslegu
afleiðingar.
Evrópumenn og Japanir
þarfnast aðstoðar Bandaríkja-
manna í varnarmáium og
Bandaríkjamenn þarfnast að-
stoðar þeirra í efnahagsmál-
um. Samt sem áður geta þessi
ríki ekki orðið sammála,
hvorki í peninga-, verzlunar-
eða varnarmálum.
Hver einasti maður, sem á
annað borð dirfist að opna
munninn á opinberum fund-
um, talar nú fjálglega um
nauðsynina á samvinnu þjóða
heims, um þörfina á þvi gjör-
breyta þeim viðhorfum, sem
ríkja i alþjóðasamskiptum.
Enn sem komið ,er virðast þó
allir, þjóðir, stofnanir og þjóð-
leiðtogar, lifa í stöðugum ótta.
ísraelsmenn óttast, að ef
þeir dragi herlið sitt til baka
frá þeim svæðum, sem þeir
hertóku í sex daga striðinu
árið 1967, muni þeim verða
gjöreytt af herjum Araba eða
arabískum skæruliðum. Þar
gildir einu þótt Bandaríkja-
menn bjóði ísraelsmönnum
tryggingu.
Arabaleiðtogarnir óttast
hins vegar, að tæknikunnátta
og velsæmd ísraelsmanna
kunni að hafa slæm áhrif á
hina fátæku ibúa Arabaland-
anna. Þeir kynnu að gerast
harðari í kröfum sínum. Söinu-
leiðis óttast leiðtogar Araba
mjög, að israelsmenn muni ef
til vill koma sér upp birgðum
kjarnorkuvopna.
V-Evrópumenn óttast, að ef
þeir leggi Bandaríkjamönnum
lið í stuðningi þeirra við ísrael
muni þeir ekki fá olíu frá
Arabaríkjunum og af þeim
sökum leggist iðnfyrirtækja
þeirra niður. Ef þeir hins veg-
ar beita sér gegn Bandaríkja-
mönnum munu þeir ekki leng-
ur njóta varnarkerfis Banda-
ríkjanna og verða ofurseldir
herveldi Sovétríkjanna.
Og Sovétmenn eru ekki al-
veg óttalausir heldur. Þeir
óttast að hina bætta sambúð
Bandaríkjanna og Kína feli í
sér einhvers konar samsæri.
Evrópumenn eru svo aftur
hræddir um að Bandaríkja-
menn hafi fremur samráð við
Rússa en NATO eins og raun
bar vitni í styrjöldinni fyrir
botni Miðjarðarhafs á síðast-
liðnu hausti.
Að sumu leyti eru allar þess-
ar grunsemdir skiljanlegar.
Samskipti stórveldanna eru að
taka grundvallarbreytingum.
Kína er að byrja að taka þátt í
alþjóðasamskiptum. Bretar
eru að færast nær Evrópu og
Evrópa sem heild er i þann
veginn að verða stórveldi, stað-
reynd, sem veldur Sovétmönn-
um, og á stundum Bandaríkja-
mönnum, nokkrum áhyggjum.
Þetta er það, sem dr. Kising-
er var að reyna að færa í mál á
fundunum f Brússel og Lond-
on á dögunum. Gallínn var
bara sá, að breytingarnar voru
svo örar, að Kissinger vannst
ekki tími til að skýra út, hvað
varð um „Evrópuárið" áður en
hann varð að hraða sér til Mið-
austurlanda til þess að fást við
þau vandamál, sem sköpuðust
vegna olíusölubannsins.
Síðan síðari heimsstyrjöld-
inni lauk hafa fremstu ríki
heims aldrei staðið frammi
fyrir svo geigvænlegum vanda-
málum og nú. Á það jafnt við á
öllum sviðum. í blaðinu „The
Economisr* var þetta orðað
svo: „Við eigum nú við að fást
alþjóðakreppu á sviði efna-
hagsmála, forystu og orku.'“
Það versta er, að enginn virðist
vita með vissu, hvernig
bregðast skuli við vandamál-
unum. Þau eru flókin og þar
við bætist, að forystan er ekki í
öruggum höndum, hvorki i
Bandaríkjunum, Evrópu,
Sovétríkjunum né Kína.
Nixon Bandaríkjaforseti er
ágætt tákn þessa vandamáls.
Hann býr einnig við stöðugan
ótta og veit ekki hvað það verð-
ur, sem kemur til með að ógna
embætti hans næst. Hvað
gerist nú ef hljóðritanirnar,
þ.e.a.s. það, sem enn er til af
þeim, sanna sakleysi forsetans
en fletta ofan af samstarfs-
mönnum hans, sem tala ógæti-
lega og vita ekki, að orð þeirra
eru hleruð? Verða þessir menn
þá dæmdir og þeir settir í fang-
elsi án þess að þeir ljóstri
nokkru upp. Þetta og olíu-
skorturinn eru þau mál, sem
Nixon þarf helzt að óttast á
næstunni.
Handan alls þessa er svo
stóra spurningin, sem Kissing-
er var að reyna að spyrja í
Brússel og Lundúnum á dög-
unum. Hvenær linnir orku-
skortinum, og hvenær hætta
menn að setja eiginhagsmuni
sína ofar öllu öðru, og hvenær
verður farið að ræða alheims-
vandamálin i fullri hrein-
skilni?
Röksemdir Kissingers höfðu
ekki mikil áhrif vegna þess, að
hann hefur sjálfur barizt fyrir
hagsmunum þjóðar sinnar.
Hins vegar átti spurning hans
fullan rétt á sér. Hvernig get-
um við komizt út úr þessum
vandræðum öllum án þess að
þjóðarleiðtogar hittist og ræði
vandamálin í alvöru og hætti
að skammast úr af olíu og efna-
hagsmálum.
Staðreyndin er einfaldlega
sú, að þjóðernisrembingur og
eiginhagsmunabarátta á varla
rétt á sér. Kjör námuverka-
manna og lestastjóra batna
ekki ef efnahagur Bretlands
versnar enn. Arabar bera ekki
hærra hlut með því að skapa
efnahagslegan glundroða og
ísraelsmenn munu ekki hljóta
öryggi með því að meta sína
eigin hagsmuni meira en hags-
muni bandamannasinna.
Hvað sem hagsmunum ein-
staklinga og þjóða líður verður
að gera grundvallarbreytingu,
Aröbum og ísraelsmönnum má
ekkí líðast að leggja efnahags-
kerfí iðnaðarríkjanna í rúst og.
Nixon forseta má ekki heldur
líðast að setja sína eigin hags-
muni ofar hagsmunum flokks
síns eða hagsmunum þjóðar-
innar.