Morgunblaðið - 09.01.1974, Page 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. JANUAR 1974
Bárður Halldórsson:
Mér varð stundum hugsað til
þess 1 sumar — á lognværum
ágústkvöldum — hvort sá siður
tíðkaðist nokkurs staðar í eins rík-
um mæli og á ísafirði að
„spásséra" úti á kvöldin. Þessi
skemmtilegi og notalegi siður set-
ur sérstætt og geðfellt yfirbragð á
bæjarlífið og sennilega eru fáar
minningar brottfluttum Isfirðing-
um eins kærar og minningar um
lognkyrr sumarkvöld, þegar
Eyrarfjall og Kubburinn spegla
ásýnd sína í Pollinum í bland við
gömul hús og skip. Fáir staðir hér
á landi komast nærri ísafirði í
sérstæðum töfrum sumarblíðunn-
ar — einkum eftir að skyggja
tekur og sumri hallar. Há fjöllin á
báða bóga, sem skjóta ókunnug-
um skelk i bringu, færa innfædd-
um öryggis- og vellíðunarkennd.
Eyrin
og Pollurinn.
Ernir — Eyrarfjall — Kubbur
— Eyrin og Pollurinn eru öllum
ísfirðingum — eða ættu að vera
þeim — heilög nöfn. Eyðing
þessarar sérkennilegu umgjarðar
kaupstaðarins — þar sem hvert
fyrir sig er i rauninni ekki ýkja
merkilegt — en verður þeim mun
merkara í sameiningu — ætti að
stugga við sérhverjum Isfirðingi
til varnar þeim. Sem brottfluttum
ísfirðingi fannst mér ég hálfpart-
inn vera að sletta mér fram í
þeirra mál — enda treysti ég því
fyrst, þegar ég heyrði um þau
áform, að fylla ætti upp í stóran
hluta af Pollinum, að ekki þyrfti
að kviða þvi, að Isfirðingar risu
upp sem einn maður — enda
legðist þá lítið fyrir pólitíska
fóstru Skúla — Hannesar —
Finns og Hannibals — ef ekki
væru þar lengur til menn, sem til
sin gætu látið heyra. Þegar mér
virtist sjálf bæjarstjórn ísafjarð-
ar ekki aðeins ætla að láta af-
skiptalaust heldur jafnvel leggja
blessun sína yfir, að eitt einkenni
og reyndar aðalsmerki kaup-
staðarins yrði eyðilagt — gat ég
ekki orða bundizt.
skrifa ég þetta bréf.
Þess vegna
Sameining
við Eyrarhrepp.
Þegar Isafjörður og Eyrar-
hreppur með Hnífsdal voru
sameinaðir í eitt sveitarfélag
fyrir skömmu, var það gert á þeim
forsendum, að með þessu móti
fengi ísafjörður dýrmætt land
inni i Tungudal og Engidal og
melana þar fram af, en kaupstað-
urinn er í landþrengslum og var
skortur á byggingarlóðum farinn
að há vexti hans og eðlilegum
þroska. Vafalitið náðu
sameiningarmenn svo miklum
meirihluta -ekki hvað sízt vegna
vona fólks um aukið landrými —
enda eygðu nú Isfirðingar
fallegar byggingarlóðir inni í
Firði. Mörgum fannst nú rofa til i
húsnæðismálum, en enginn vafi
er á því, að húsnæðisekla stendur
bænum stórlega fyrir þrifum, en
þá húsnæðiseklu má að verulegu
leyti rekja til þess, að ekki hefur
verið skipulagt svæði undir
Bréf til ísf irðinga
ibúðarhús og hrýs mörgum hugur
við að teygja byggðina upp í Stór-
urð, sem þó reyndar hefur í
nokkrum mæli verið gert.
Inni á melunum undan
Dagverðardal og Tungudal í landi
Fagrahvamms, Tungu og Selja-
lands eru víðáttur miklar á vest-
firzkan mælikvarða og tilvalið að
setja þar niður ibúðarhús — enda
er þar engin snjóflóða- né skriðu-
hætta eins og víðast undir Eyrar-
fjalli og þyrfti þá ekki að hrófla
við sjálfri Eyrinni. Benda má á,
að ekki er lengra þaðan og fram á
Eyri (hið gamla heiti prestseturs-
ins við Skutilsfjörð) heldur en til
að mynda frá Glerárhverfi inn í
Fjöru á Akureyri eða eins og úr
Bústaðahverfi og niður á Lækjar-
torg — svo einhverjar viðmiðanir
séu teknar.
Lífhöfn.
ísafjörður er mesti útgerðar-
bær á Vestfjörðum og býr frá
náttúrunnar hendi við einhverja
beztu höfn landsins — lífhöfn i
nær öllum veðrum. Eyrin teygir
sig í hálfhring utan um Pollinn —
þennan spegil bæjarins — og
skapar sjómönnum ákjósan-
legustu höfn, sem hugsazt getur.
A næstunni er augljóst, að gera
verður mikið átak í hafnarmálum
ísfirðinga. Er þá nokkuð aug-
ljósara en það, að framtíðarhöfn
Isfirðinga verði reist á þeim
grunni, sem náttúran sjálf hefur
lagt? Pollurinn verði með öðrum
orðum höfn ísfirðinga eins og
hann hefur verið öldum saman —
enda má segja; að Pollurinn sé
grundvöllur byggðar á Eyri við
Skutilsfjörð. Þótt Isfirðingar hafi
unnið sér land á undanförnum
árum með því að dæla upp sandin-
um og nota hann til uppfyllingar
má ekki lita á slíkt sem algilda
lausn. Ekki ætla ég að taka af-
stöðu til þess, hvort það hafi á
sínum tíma verið hyggilegt að
fylla upp í „Dokkuna — en ekki
get ég neitað þvi, að ég sakna
hennar — en játa þó fúslega, að
þar ráði ef til vill mestu bernsku-
minningar.
Spegill — spegill
— herm þú mér...
Þegar ég fyrst heyrði á það
minnzt, að Pollurinn væri í hættu,
treysti ég því, eins og áður segir,
að ísfirðingar sjálfir yrðu til þess
að slá um hann skjaldborg. Nú
sýnist mér það borin von, en ég
særi þá samt við allt, sem þeim er
heilagt, að standa nú upp og mót-
mæla kröftuglega — minnugir
þess, að þótt þeir eigi ekki
laufgaðar hlíðar og grösuga bala,
eiga þeir eitthvert fegursta
bæjarstæðið hér á landi og verði
spegill þess — Pollurinn —
brotinn — er fegurð þess að eilífu
glötuð.
Hringsjá:
Horft of víða vegu
Steingrímur Davíðsson.
„Níðhöggr gnagar neðan rót-
ina.“ Hvort tveggja líkingarnar
merkja eitt og sama. Holaðir
hornsteinar molna, byggingin
hrynur. Þegar þjóðmeiðurinn
missir rætur sinar visna greinarn-
ar, bolurinn feyskist og fellur.
Þessi lögmál þekkja kommúnist-
ar, og því haga þeir sókn sinni,
svo sem nú er gert. Kommúnistar
hafa lengi átt ítök í Ríkisútvarp-
inu, en þó aldrei svo mikil sem
nú; er sem þeir ráði þar öllu, er
þeim þóknast, enda starfar nú
fjöldi þeirra í háum sem lágum
stöðum við hljóðvarpið. Formaður
útvarpsráðs, er kennir sig við
Njarðvík, sjálfsagt í óþökk flestra
annarra Njarðvikinga, ræður
mestu um flutning sorans, í þágu
skoðanabræðra sinna, kommún-
istanna. Á tímum viðreisnar-
stjórnarinnar þóttist Njarðvíkur-
inn vera jafnaðarmaður og naut
góðs af, en var eldrauður. Ljóst er
innræti mannsins. Kommúnistar
hafa náð ákjósanlegri vígstöðu,
þar sem hljóðvarpið er, ná eyrum
allra landsmanna með sitt „fagn-
aðarerindi ', og geta þann veg sótt
að lýðræðinu úr öllum áttum, sáð
illgresinu, úr „lofti'* yfir þjóðar-
akurinn, grafið og gnagað rætur
meiðsins: Jafnvel ágætismenn,
heilskyggnir, hafa verið blekktir
og dottað á verðinum.
Skulu hér rök færð fyrir þeim
fullyrðingum, er fyrr greinir: í
skjóli verandi ríkisstj. sækja
kommúnistar hvarvetna fram og
beita sínum alkunnu vopnum, að
dæmi Jesúítanna forðum. Ríkis-
stjórnin kaupir sér líf fyrir fé og
frelsi þjóðarinnar. Þá skulu dæm-
in nefnd: Kommúnistar henda
hvert mál á lofti, sem lítilla vin-
sælda nýtur, helga sér, blása út
sem ferlegan loftdreka, ógnvald,
þótt málið sé annars lftilfjörlegt
og skipti þjóðarheildina engu.
Svo var t.d. með fyrirhugaða
byggingu við Arnarhól. yinsæll
leikari er sendur í útvarpið,
kveinandi yfir véladyn frá grunni
fyrirhugaðs húss, hann hefði eng-
an frið til þenkinga í þágu alþjóð-
ar, sem þó mestu skipti, og einnig
mátti skilja, að heyrnhimna hans
gæti beðið varanlegt tjón. Leik-
meistarinn kvað það og helgi-
spjöll og þjóðar smán að reisa
bankahús á Arnarhóli. En grunn-
urinn er nú reyndar norðan við
Arnarhólstúnið á bflastæði þeirra I
útvarpsmanna. Það er ekki í |
horfandi að víkja lítið eitt frá
sannleikanum, þegar gott mál er
um að tefla. Þá er útifundurinn
enn í fersku minni, þar komu
fram sumar sterkustu málpípur
komma, lýstu hryggð sinni yfir
fyrirhuguðum helgispjöllum, aug-
lýstu fagurlega ættjarðarást sína,
svo sem vandi er kommúnista. Að
eigin áliti er þeir einu ættjarðar-
vinirnir á landi hér, Svo var skin-
helgin vel falin undir helgigrím-
unni, að mestu ágætismenn vör-
uðust ekki gildruna. Það er við-
eigandi að skjóta því hér milli
sviga (að líklega hefur leikmeist-
arinn orðið fyrir eins konar trufl-
un vegna vélaskröltsins, m.k. hafa
útvarpsleikritin verið mesti sori,
allt síðan þetta var. Vonandi nær
meistarinn sér aftur innan tíðar).
Kommúnistar leggja mikla
stund á fræðslu barna, tefla fram
sinum ágætustu kennurum, og
það ókeypis, nema hvað nokkur
greiðsla kemur í afnotagjöldum
útvarpsins. Stúlka sú, er annast
barnafræðsluna, virðist vera vel
lærð, rétt eins og hún hefði tekið
próf austur í Kreml. Rauðstakkar
vita sem er, að auðveldast er að
móta mjúkan leir. Bezt er þvi að
byrja snemma að kenna barninu
boðorðin, er það skal rækja þá
það þroskast, svo að það geti „tek-
ið til sinna ráða“. Olga Guðrún,
eða bara Guðrún, er kjörin hefur
verið af útvarpsráði og dag-
skrárstj. til að uppfræða litlu
börnin, stundar sitt starf af mik-
illi kostgæfni, enda liggur mikið
við. Það má ekki lengur svo til
ganga, að börnum sé kennt að
heiðra föður sinn og móður, hlýða
viðvörunum föður síns og hlusta
áminningar móður sinnar. Þess-
um andkommúnísku kreddum
ber að útrýma úr hugum barn-
anna, öll boð og bönn, sem ekki
þjóna „stefnunni", skal virða að
vettugi. „Það eru vondir menn,
sem eru að innræta ykkur úreltar
dyggðir," segir kennslukonan við
börnin. Hlýðið á söguna mína,
hún er sannleikur. Þar er ykkur
kennt, að vondu mennirnir, er
eiga hús og heimili, arðræna alla,
sem þeir geta, þeir hafa raun-
verulega stolið því, er þeir þykj-
ast eiga. Það á að taka af þeim
Kommúnistar
holahornsteina
þjóðfélagsins
eignirnar, en til þess þarf bylt-
ingu, já, bylting er svoleiðis, að
góða fólkið, eins og þið verðið
hópast saman, kýs sér foringja,
eins og þegar þið kjósið foringja i
leikjum ykkar. Svo útvegar for-
inginn vopn, byssur og sprengjur.
Svo er ráðizt á vonda fólkið, það
svipt völdum og eignum, eignun-
um skipt milli okkar fátæka fólks-
ins, þá verður gaman að lifa.
„Meiðir sig þá kannski einhver?“
spyr þá einhver. Jú, segir
kennslukonan, og meira en það.
Þeir eiga það skilið. Þetta er bylt-
ing, börnin mín. Hún kemur bráð-
um hérna á okkar landi, ef þið
verðið næm. — Þetta er hugsana-
flutningur að nokkru 'leyti, því
ekki geta börnin spurt kennarann
I útvarpstíma nema þau séu hjá
honum stödd. Við borgum kennsl-
una möglunarlaust.
Það mun hafa verið sl. sumar,
að kommúnistar grófu upp gamla
sögu eftir Jóhannes úr Kötlum,
sem þeir létu lesa í hljóðvarpið
„sitt“. Þetta leynivopn, þótt sljóvt
væri orðið, átti vel við að sýna,
þegar varnarmálin voru komin á
dagskrá. Hyggindi, sem í hag
koma. Allt skal nýtt i þágu „stefn-
unnar".
Kommúnistar hafa mörg járn í
eldinum. Ymis samtök vinna við
útbreiðsluna, boðun „friðarins“,
helzt eru: Fyikingin, Friðarsam-
tök kvenna, rauðsokkur, Vietnam-
hreyfingin og Stúdentaráð.
Ekki skortir kommúnista lið við
að plægja og sá í akurinn. Svo
kemur uppskeruhátiðin, þá mun
öllum hjálparkokkum ríkulega
launað. Þangað mun boðið vara-
liðsflokkunum: Hannibalistum,
ungum jafnaðarmönnum, ungum
framsóknarm. þ.e. Möðruvalla-
hreyfingunni. Þá má ekki gleyma
sjálfum höfðingjunum Einari og
Ólafi, sem reyndust svo vel i
varnarmálunum. Þeir verða settir
við háborðið, hjá þeim einu út-
völdu. Þegar rauðliðar hafa tekið
algert völdin, veltur á ýmsu,
hvort dáleikar þeirra á fyrri leik-
bræðrum i stjórnarráðinu standa
lengi. Hollast mun þeim að gagn-
rýna gerðir valdhafanna gætilega,
annars mun þeim búin vist i geð-
sjúkrahúsi. Slík hús munu þá
verða mörg byggð, svo ekki skorti
rými, ef þessi sjúkdómsfaraldur
magnast eins og nú í Rússlandi.
Vel mun eiga við að enda þessa
grein með einni af mörgum gull-
vægum perlum í fornum al-
þýðuskáldskap þjóðar vorrar, þó
ekki sé með þeim glæsilegustu, en
hún er spásgön. Sumir höfundar
ævintýranna hafa verið sjáendur,
séð fyrir óorðna hluti, sem er um
höfund þessarar sögu. Því miður
er ekki hægt að skrá hér söguna í
heild, aðeins kjarna hennar. Sag-
an byrjar eins og margar hennar
líkar: Einu sinni var kóngur og
drottning í ríki sínu. Skammt frá
bjó þursaþjóð. Þursarnir ásettu
sér að svæla undir sig ríki
mennsku mannanna, eyða sumum
en gera aðra að þýjum sínum.
Voru nú lævís ráð á lögð. Þursa-
kóngurinn og bróðir hans breyttu
sér í mannalíki, fóru í kóngsríki,
komu sér brátt í kærleika við
mennska konunginn, gerði hann
þá að ráðgjöfum sínum. Annar
bræðranna, sá slóttugri, kallaður
Rauður ráðgjafi, réð þegar öllu er
hann vildi. Rauðurvarð vatdurað
dauða drottningar. Ráðlagði hann
kóngi, að senda menn úr landi til
að leita uppi drottningarefni, og
Framhald ð bls. 29.