Morgunblaðið - 09.01.1974, Side 28

Morgunblaðið - 09.01.1974, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUÐAGUR 9. JANUAR 1974 Þýtur í skóginum 12. kafli A „Odysseifur snýr heim” Hávaðinn varð yfirþyrmandi um leið og þau komu upp úr göngunum. En þegar loks dró svolítið úr hrópunum og stappinu, gátu þau greint rödd, sem sagði: „Jæja, ég mun nú ekki tefja ykkur miklu lengur,“ — (enn meiri fagnaðarlæti) — „en áður en ég fæ mér sæti á ný“ — (enn meiri fagnaðarlæti)— Eftir Kenneth Grahame „langar mig að víkja nokkrum orðum að hinum ágæta gestgjafa okkar, herra froski. Við þekkjum öll frosk“ — (dynjandi hlátur) — „hinn ágæta frosk, frosk hinn hógværa og sannsögula" — (hláturshví ogskellir). „Ég skal jafna um hann!“ tautaði froskur og gnísti tönnum. „Bíddu við,“ sagði greifinginn og átti fullt í fangi með að halda aftur af honum. „Verið viðbúin, — öll' __ a „. . .nú ætla ég að syngja svolitla vísu,“ hélt röddin áfram, „sem ég hef samið um fyrirbrigðið, sem kallastfroskur...“ —(langvarandi fagnaðarlæti). Svo upphóf marðarforinginn skræka og hjáróma rödd sína, því að þetta var hann, sem talaði: „Froskur fór í skemmtifer í farartæki merku...“ Greifinginn rétti úr sér, greip báðum framlöppun- um um lurkinn, leit aftur fyrir sig á hin og kallaði: „Stundin er komin! Fylgiðmér!“ Og reif upp dyrnar. Mikil skelfing og býsn! Óp og óhljóð kváðu við, svo allt ætlaði um koll að keyra. Og ætli merðirnir hafi ekki þotið í ofboði undir borðið og upp í gluggana viti sínu fjær af hræðslu? Og ætli frændur þeirra og vinir hafi ekki ruðzt inn í arininn svo algert öng- þveiti varð í skorsteininum? Og borðum og stólum var vissulega velt, svo diskar og glös brotnuðu f þúsund mola. Jú allt þetta gerðist á því ógnþrunga augnabliki, þegar hetjurnar fjórar geystust inn í salinn, greifinginn, stór og stæðilegur með veiðihár- in stríð, beint út í loftið og sveiflandi lurkinum, svo hvein í, — moldvarpan, illúðug á svip, mundaði sitt prik, gólandi heróp sitt: Fóðurkassi fuglanna Fuglarnir eru oft matarþurfi á veturna og við erum oft beðin um að hugsa til þeirra. Hér er snjöll hugmynd að skemmtileg- um „föðurkassa“, sem sérhver laghent manneskja getur búið til. Hugmyndin hér er að kassinn sé hengdur í trjágrein, en þvf má fyrir koma á margan hátt eftir aðstæðum. Sterklegur vindlakassi getur dugað eitthvað, en fara þarf varlega, þegar krókarnir eru festir í hornin. Bezt er ef hægt er að koma fyrir þakskjóli yfir kassanum. En við vonum að þið finnið ráð út úr því. £JVonni ogcTManni eftir Jón Sveinsson Freysteinn Gunnarsson þýddi „Og heldurðu ekki, að guð bænheyri okkur?“ „Jú, Manni, áreiðanlega“. „Mamma segir líka“, sagði Manni, „að guð bæn- heyri okkur alltaf, þegar við biðjum af alhug og í fullu trausti. Og það gerðum við núna. Við þurfum ekkert að óttast, Nonni. Guð og englarnir eru með okkur“. Þó að ég væri vanur barnslegu tali bróður míns, þá höfðu þessi orð hans nú slík áhrif á mig, að tárin runnu niður vanga mína. Og Manni hélt áfram: „Nú skulum við halla okkur út af aftur, Nonni. Við hljótum að sofna. Og guð frelsar okkur áreiðanlega úr þessari hættu“. Eg svaraði ekki, en þrýsti honum fast að mér. Mér fannst guð hafa talað fyrir munn hans, því að ég var viss um, að sál hans var nær guði en mín eig- in sál. Hann var líka góður og saklaus drengur, og öllum þótti vænt um hann, sem hann þekktu. Hann var verndarengill minn, því að það var hon- um að þakka, að við lásum bænirnar okkar, og barns- leg orð hans og einlægni breytti vonleysi mínu í trún- aðartraust. Við hjúfruðum okkur hvor að öðrum og sofnuðum báðir vært. Og þarna lágum við í þokunni. En góðir englar héldu vörð yfir okkur. Við sváfum áhyggjulausir úti á djúp- inu í bátskelinni, sem straumur Eyjafjarðar bar til hafs. / hvalaþröng Ekki veit ég, hvað við sváfum lengi. En það endaði með því, að við hrukkum upp með andfælum við það, að við hentumst af þóftunni og duttum niður í bát- inn. fgunkaffinu & .. . hik... engum þykir vænt um mig... hik...

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.