Morgunblaðið - 09.01.1974, Síða 29

Morgunblaðið - 09.01.1974, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MÍÐVIKUDAGUR 9. JANUAR 1974 29 NIAIGRET OG SKIPSTJÓRINN Framhaldssagan eftir Georges Simenon Jóhanna Kristjónsdóttir þýddi sakamálafræði. . . Sum atriði þeirra fræða ræddi hún við Duclos. Þau ræddu meðal annars um glæp, sem fremja mætti, og reiknuðu á stærðfræðilegan hátt út hvernig komast mætti hjá refs- ingu. . . Any stóð þráðbein. Hún var ná- föl, en hélt stillingu sinni. — Ég verð að skjóta inn athuga- semd. Ég er sá eini ykkar, sem þekkti ekki Popinga, og hef sjálf- ur orðið að mynda mér skoðun á honum eftir lýsingum. Hann var lífsglaður maður og þó var hann hikandi við að taka á sig ábyrgð, og hann forðaðist að valda hneykslun, enda þótt hann gæti ekki alltaf haft hemil á sér.. . Einn góðan veðurdag, þegar vel lá á honum, kyssir hann Beetje.. .og svo varð hún ástkona hans... fyrst og fremst af því að hún vildi það! Ég hef yfirheyrt vinnustúlk- una... Hann hafði líka kysst hana. . . svona í leiðinni. En hann fór ekki lengra... því að hún var ekki á þeim buxunum, að neitt samband yrði þeirra á millí. — Með öðrum orðum, hann hafði lyst á öllum konum. .. Hann er stundum óvarkár, stelur kossi. . . en fyrst og fremst vakir hann yfir sínu eigin öryggi. .. —Hann hefur verið í siglingum um öll heimsins höf.. . og þekkir af eigin raun, hversu lítil og sak- laus ástarævintýri geta verið skemmtileg. En hann er em- bættismaður í þjónustu Hennar hátignar og hann vill fyrst og fremst halda stöðu sinni, heimili sínu og eiginkonu sinni.. . — Hann var margskiptur persónuleiki. . hjá honum skipt ust á skynsemi og fljótfærni... — Beetje, sem er aðeins átján ára, skildi hann ekki og hélt, að hann væri fús að fara burt með sér... — Any bjó hjá þeim hjónum... Hvaða máli skipti það, þótt hún væri ekki falleg? Hún var kona... Hún var leyndardómur.. . Einn góðan veðurdag... Þögnin í herberginu var ógnverkjandi. — Ég staðhæfi ekki, að hann hafi verið elskhugi .hennar, en hann var einnig ógætinn í fram- komu við hana.. Hún treysi hon um. .. Hún varð gagntekinn af ást til hans... ást, sem var ekki jafn blind og kærleikur frú Popinga til manns síns... — Svona bjuggu þau saman þrjú.. . Frú Popinga var ánægð og viss um, að allt væri I sóma og prýði. .. Any hlédræg og ástþurfi úr hófi fram, en einnig skarp- skyggnari. . . — Hún komst að þvi, að hann hafði samskipti við Beetje. . . hún fann, að unga stúlkan var ógnun við hana. .. Kannski hefur hún leitað og fundið bréfin.. . — Any gat hugsað sér að deila honum með systur sinni.. en hún getur ekki sætt sig við, að þessi unga, gjörvilega stúlka setji strik í reikninginn. .. svo að hún ákvað að drepa hann.. . Og Maigret lauk máli sínu með því að segja: — Þar hafið þið allan sannleik- ann! Ást, sem breytist í óslökkv- andi hatur. Ást og hatur! Flókin og mjög sterk tilfinning, sem hlaut að hafa einhverjar afleið- ingar.. . Hún ákvað að myrða hann. .. myrða hann með köldu blóði.. . en án þess að nokkur gæti lagt sökina á herðar henni! —vOg einmitt þarna um kvöldið hafði prófessorinn talað um óupp- lýst glæpamál og visíndalega framda glæpi. . . Hún er stolt af greind sinni.. . Hún taldi sig hafa framið hinn fullkomna glæp... glæp, sem áreiðanlega yrði komið á einhvern flæking, en að minnsta kosti aldrei á hana sjálfa.. . — Kaskeitið.. . Vindlastubbur- inn.. . Og sú algera fjarvistar- sönnun, sem hún taldí sig hafa: þar á ég v.ið, að hún komst ekki úr herbergi sínu nema fara annað- hvort um herbergi systur sinnar eða prófessorsins.. . — Meðan á fyrirlestrinum stóð sá hún hendur, sem mættust... Á heimleiðinni gekk Popinga við hlið Beetje.. . þau dönsuðu og .. .sfðan fylgdi hann henni heim.. . — Nú reið aðeins á að fá frú Popinga til að standa kyrra við gluggann til að vekja grunsemdir hjá henni. . . — Og á meðan varð að álykta, að hún væri inni í herbergi sínu. En þá stund notaði hún einmitttil að læðast inn í baðhberbergið... Hún hleypti af. .. Lokið á baðkar- inu var yfir og niðri í því var kaskeitið. Hún þreif kaskeitið upp og smeygði sér undir lúg- una... — Þegar skothvellurinn kvað við, kom Duclos inn I bað- herbergið og sá byssuna í glugg- anum, hann þreif hana, fór út og hitti þá fyrir frú Popinga og sam- an gengu þau niður stigann... — Any var tilbúin, hún hafði haft vit á því að fækka fötum og hún elti þau niður... hverjum gat dottið í hug, að hún væri ekki að koma úr herbergi sinu, að hún væri ekki skelfingu lostin. . . hún, sem var svo tepruleg, að það var andstætt eðli hennar að sýna sig fáklædda. — Hjá henni var hvorki að finna meðaumkun né hræðslu. Þetta ástarhatur, ef ég má kalla það svo, drepur allar aðrar til- finningar! Fyrir henni vakti það eitt að sigra. . . — Oosting hafði séð, að kaskeit- inu hafði verið stolið, en hann þagði. . . bæði vegna þess hlýhugs, sem hann bar til þess látna, og einnag vegna þess, að honum var umhugað um, að fjölskyldan yrði ekki flækt i málið. Hann skipaði Barens að fara til lögreglunnar, þar sem skuldinni væri skellt á óþekktan sjómann. .. — Liewens hafði séð dóttur sína koma heim eftir að Popinga hafði fylgt henni heim og daginn eftir las hann bréfin, svo að hann hélt, að Beetje þefði framið ódæð- ið og lokaði hana inni, en var jafnframt staðráðinn í að fá að vita hið sanna i málinu.. . — Þegar hann óttaðist, að ég ætlaði að handtaka hana, fyrr í dag, reyndi hann að fremja sjálfs- morð.. . — Og ekki má gleyma Barens. Barens, sem grunaði alla, barðist á móti öllu, sem honum fannst óskiljanlegt, og á endanum fannst honum, að hann lægi sjálfur undir grun. . . — Barens hafði séð frú Popinga standa við gluggann.. . skyldi hún þá ekki hafa hleypt af, þegar hún varð þess vísari, að maður hennar hafði dregið hana á tálar? — Allir höfðu komið vel fram við hann. Og í frú Popinga hafði hann fundið aðra móður.. . — Hann ætlaði að fórna sér... Hann vildi bjarga henni... Eng- inn hafði tekið hann með í reikn- inginn, þegar hlutverkum var út- hlutað... Svo að hann fór upp og náði í byssuna.. . læddist inn í baðherbergið.. . Hann ætlaði að skjóta þann, sem vissi sannleik- ann, ogsfðan hefur hann ugglaust ætlað að fremja sjálfsmorð. >— Veslings drengurinn, fullur af hetjumóði. .. svona göfugur og fórnfús er maður aðeins á þessum aldri. — Þetta er allt og sumt! Hvenær fer næsta lest til Frakk- lands? Enginn mælti orð af vörum. All- ir stóðu sem stirðnaðir af furðu, af sorg, af skelfinau. Að lokum sagði Jean Duclos: — Þér hafið svei mér verið snar í snúningum. Frú Popinga gekk út úr herberginu undarlega stíf í fasi og skömmu síðar fannst hún liggj- andi á rúmi sínu með alvarlegt hjartakast. Any hafði ekki bært á sér. Pijpekamp reyndi að fá hana til aðtala: — Hafið þér eitthvað að segja? — Ég skal tala, þegar ég kem fyrir dómstólana. j Talstöðvar j trufla útvarp J MORGUNBLAÐINU hefur borizl • eftirfarandi fréttatilk.vnning frá | Bæjarstjórn Ilúsavíkur: I I Bæjarstjórn Húsavikur átelur harðlega ríkjandi ástand í út- varpssendingum frá endurvarps- stöðinni á Húsavik. Um langan tima hafa fjarskipti Húsavíkurradiós við talstöðvar- bila komið inn á dagskrá rikisút- varpsins og yfirgnæft útvarps- efnið. Þetta ástand hefir orðið þess valdandi, að flestir útvarps- notendur stilla tæki sín á endur- varpsstöðina i Skjaldarvik, enda þótt útsending þaðan sé of kraft- Hún var nábleik og undir aug- I lítil fyrir veikari viðtæki um hennar voru dökkir baugar. Oosting var sá eini, sem virtist eins og hann átti að sér að vera,, en hann leit þó ásakandi á Maigret. Og lyktir málsins urðu þær, að þegar Maigret tók lestina heim morguninn eftir, klukkan fimm minútur yfir fimm, fór hann ein- samall til stöðvarinnar. Enginn hafði fylgt honum. Enginn hafði látið í ljós þakklæti. Meira að segja hafði Duclos sagt, að hann gæti ekki farið fyrr en meðnæstu lest. Það var tekið að birta af degi, þegar lestin fór yfir brúna á skurðinum. Bátarnir lágu við fest- ar og seglin héngu niður. Brúar- vörður stóð tilbúinn að setja brúna upp, jafnskjótt og lestin væri komin yfir. Tveimur árum síðar hitti Maigret Beetje I París. Hún hafði gifzt umboðssala í hollenzku raf- tækjafyrirtæki og hún hafði fitn- að. Hún roðnaði, þegar hún sá Maigret. Hún sagðist eiga tvö börn, en það var á henni að skilja, að mað- ur hennar gerði hana ekki ýkja hamingjusama. — En Any? spurði hann — Vitið þér það ekki?... Það var í öllum hollenzkum blöðum.. . Hún framdi sjálfsmorð daginn, sem málið skyldi koma fyrir dóm- stóla... fáeinum mínútum áður en átti að leiða hana í salinn. Svo bætti hún við: — Þér ættuð nú að koma og heimsækja okkur.. . Við búum á Avenue Victor Hugo númer 28.. Almannavarnir komu á sl. sumri upp útbúnaði til að útvarpa tilkynningum til bæjarbúa beint í gegnum endurvarpsstöð ríkisút- varpsins á Húsavík. Meðan flestir hlusta á endurvarpsstöðina í Skjaldarvik kemur þessi mikil- vægi og dýri útbúnaður að litlu | gagni í neyðartilfellum. IÞví má að lokum bæta við, að núverandi móttökuskilyrði fyrir | sjónvarpsefni eru mjög léleg á | Húsavík. Virðist lítil von um úr- J bætur meðan ekki tekst að hefja I útsendingu frá endurvarpsstöð- |inni á Húsavíkurfjalli, sem reist var sl. sumar. — Hringsjá Framhald af bls. 24 var það gert. Fljótlega rákust kóngsmenn á konu eina, fagra og I skrautbúna mjög, sat hún á eyði- | stað og greiddi hár sitt með gull- kambi, kvaðst hún vera ekkja konungs úr næsta ríki, er veginn hafði verið. Þetta svikakvenndi var systir Rauðs ráðgjafa. Kvæntist konungur henni, og réðu þau systkinin öllu i ríkinu. Komu nú æ fleiri þursar til sög- unnar og fengu feit embætti, þar á meðal þursameyjar tvær, er þeir bræður tóku sér til aðstoðar. Kóngur hafði átt tvö börn með fyrri konu sinni. Hurfu þau skömmu eftir að kóngur kvæntist I systur ráðgjafa. Bræður kóngs, er | önnuðust landvarnir, voru gerðir útlægir, að ráði Rauðs ráðgjafa. Öðru landvarnarliðinu voru og | sköpuð sömu örlög. Hirðmenn | köngs og lífverðir voru beittir og gerið það fyrr en síðar, því að í | töfrabrögðum. svo Þeir vissu ekk. „it„ vift tii Svi« á ! s'tt rjukandi rað, hlyddu flogðun- I um í einu og öllu. Horfði nú svo, I næstu viku förum við til Sviss á skíði. .. Þennan dag var ekki, sá undir- maður Maigrets, sem ekki var húðskammaður. SÖGULOK. I VELVAKAIMDI 0 íslenzk medalía? Danskur maður, sem hér er á ferð, kom að máli við Velvakanda. Hafði hann meðferðis medalíu þá, sem hér sést á meðfylgjandi mynd, og hafði hann keypt hana i myntverzlun í Kaupmannahöfn á sínum tíma. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að komast að því, hvar þessi medalía er upprunnin, hefur hon- um ekki takizt að afla sér upp- lýsingar um það. Hann sagði, að flestir, sem hann hefði sýnt gripinn teldu, að hann væri íslenzkur, t.d. hefði það ver- ið fullyrt hjá Nationalmuseum í Höfn. Hérlendis hefur hann leitað sér upplýsinga hjá ýmsum aðilum, en árangurslaust. Medalían er úr silfri með fálka- mynd á bláum skildi. Hún er á stærð við fimmkrónupening, en ílöng, eins og sjá má. Ef lesendur kanriast við að hafa séð slíka medalíu áður eða þekkja deili á henni, ættu þeir að hafa samband við Velvakanda, og yrði eigandinn þeim þakklátur fyrir. 0 Hvar stöndum við í orkumálum? Ingjaldur Tómasson skrifar: „Hvar værum vér staddir nú ef úrtöluöflunum hefði tekizt að stöðva hina stórmyndarlegu Búr- fellsvirkjun með öllu sínu is- hræðsluþvaðri og öðru álíka gáfu- legu? Búrfellsvirkjun er óvefengjan- lega eitthvert glæsilegasta tákn um framtak, dugnað og víðsýni fyrrverandi stjórnar í orkumál- um. Ég sé ekki betur en að nú- verandi stjórn hafi sofið nokkuð fast á verðinum, hvað orkumál áhrærir. Sumarið 1972 fór ég ásamt fleiri til að skoða Sigölduvirkjun. Einn ágætur verkfræðingur sýndi okkur staðinn og útskýrði virkjunina mjög vel. Hann sagði okkur, að allt væri að verða til- búið svo hægt væri að byrja á sjálfu verkinu eins fljótt og tið leyfði eftir áramót 1972-73. Nú rétt fyrir jól er fyrst til- kynnt í fjölmiðlum, að lán sé fengið, eða ári síðar en eðlilegt getur talizt. % Skammsýni og öngþveiti ráða ferðinni í raf- orkumálum síðan núverandi stjórn komst á laggirnar Það er sannarlega ömurlegt að heyra sífellt um neyðarástand i raforkumálum viðsvegar að af landinu. Hætt er við, að ástandið batni ekki, þegarvertíð byrjar, og allar fiskvinnslustöðvar eiga að fara í gang. Ég sé ekki betur en að ferill rikisstjórnarinnar sé ömurlegur. Hún hætti við Svartárvirkjun. Hún þorir ekki að afskrifa Sig- ölduvirkjun, en i stað þess dregur hún hana á langinn eins og mögu- legt er. Heyrzt hefur lika, að seinkað hafi ýmissi fyrirgreiðslu vegna Lagarfossvirkjunar. Nú þegar allt er að komast i hönk vegna raforkuleysis, er farið hamförum utanlands og innan til að safna saman olíurafstöðvum, sem brenna rándýrri oliu, sem mun hækka rafmagnsverð mjög mikið. Það, sem þarf að gera sem fyrst, er að flýta vatnsvirkjunum eins og mögulegt er og undirbúa byggingu nýrra. Það þarf að beizía jarðgufuna sem viðast og hafa hana til vara, þegar ísmynd- un truflar vatnsvirkjanir eða stór- bilanir verða eins og dæmin sanna. Hvenær verður virkjuð hin gífurlega hitaorka í Krísuvík? Eru árnar víðsvegar um land ekki búnar að renna nögu lengi og orkan úr hitasvæöunum búin að streyma nóg út í loftið engum til gagns? 0 Beizlun nýrra orkugjafa á næsta leiti? Brezkur visindamaður, David Williams að nafni, spáir þvi, að ísland geti orðið ríkara en Kuvait með orkusölu til annarra landa með þvi að framleiða vetni, því að það verði notað mikið í fram- tíðinni. Það var stórmennið Hannes Hafstein, sem sá í anda það, sem nú er sem óðast að koma fram. (Sé ég i anda knörr og vagna knúða/krafti, sem vannst úr fossa þinna skrúða). Ef til vill verður oliubann Arab- anna til þess að flýta fyrir beizlun fjölmargra orkugjafa, sem þjóð- irnar eiga og ráða yfir, en hafa ekki haft menningu til að nýta. Arabarnir ættu innan tíðar að sitja einir uppi með sinar olíu- lindir. Ingjaldur Tómasson.“ að skammt væri að bíða algerðar valdátöku þursanna, eftir að I hneppa kónginn í fjötra, og koma | kóngsbörnunum fyrir kattarnef, Ien þau voru geymd i fúlli dýflissu." Spásögnin i ævintýrinu er að ■ nokkru komin fram hér á voru J landi. Við vonum, að hollvættum I þjóðarinnar takist að afstýra | framhaldinu. Spásögnin þarf ekki ■ skýringu, þó má taka fram, að J kóngsríkið i ævintýrinu táknar I frjálst þjóðfélag, og sem er í | hættu. Hina þættina er svo auð- ■ velt að ráða. Höfundar ævintýranna þráðu, I að hið góða sigraði í heiminum, | þess vegna létu þeir ævintýrin fá ■ góðan endi. Svo er einnig í fyrr ■ sagðri sögu. En ævintýrið má I finna í Þjóðsögum J.Á. Biðjum þess: að ævintýri okkar ■ íslendinga ljúki þann veg, að til * farsældar verði fyrir aldna I óborna. I 26.11.1973 Stgr. Davíðsson. I -------------— og I 76 nemendur I í tónlistarskóla I V-Hiínavatnssýslu Tónlistarskóli V-Húnavatns- | sýslu hóf starfsemi sína í lok ■ október og eru 76 nemendur við J skólann. Kennt er á Hvamms- I tanga, i Reykjaskóla, á Lauga- | bakka og Þorfinnsstöðum i V- ■ Hópi. Kennt er á píanó, orgel, gítar, I trompet og blokkflautu. Skóla- | stjóri er Einar Logi Einarsson en ■ i stjórn skólans eru Egill Gunn- J laugsson, Ingibjörg Pálsdóttir og I Sigríður Kolbeins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.