Morgunblaðið - 09.01.1974, Page 31
/ » I
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 1974
31
Valssigur — eða koma
Þórsarar enn á óvart?
Valur og Þór leika í Laugar-
dalshöllinni f kvöld i 1. deild
karla og kvenna. Hefst kvenna-
leikurinn klukkan 19.40, en
karlaleikurinn strax á eftir.
Varla verða Þórsstúlkurnar val-
kyrjunum úr Val erfiður ljár í
þúfu, til að svo megi verða þarf að
verða breyting á leik beggja liða
frá því, sem verið hefur í vetur. í
1. deild kai'la getur vissulega allt
gerzt, en þó er Valsliðið sigur-
stranglegt. Þór hefur þó fyrr kom-
ið á óvárt í leikjum sinum f vetur
og hvi skyldu þeir ekki gera það i
kvöld? Ekki er annað vitað en
bæði lið verði með sína sterkustu
menn í kvöld, nema hvað Stefán
Gunnarsson leikur ekki með Val.
Stefán hefur ekki getað æft upp á
síðkastíð og mun ekki geta hafið
æfingar af krafti fyrr en i lok
keppnistímabilsins.
Að loknum leikjum Vals og
Þórs ieika KH og Fylkir i 2. deild
karla og ætti hið unga lið ekki að
verða KR-ingum erfiður andstæð-
ingur.
Blikarnir
ráða Reyni
ÍBK heiðrar
íþróttamann
ársins
ALLS urðu þær 12 viðurkenn-
ingarnar, sem íþróttabandalag
Keflavíkur og einstakir leik-
rnenn hlutu fyrir frammistöðu
sina siðasta keppnistímabil.
Meðfylgjandi mund er tekin i
hófi, sem ÍBK hélt síðastliðinn
sunnudag til heiðuis iþrótta-
manni áfsins 1973, Guðna
Kjartanssyni. Það er Hafsteinn
Guðmundsson formaður ÍBK,
sem heldur á bikarnum, sem
Guðni og Einar Gunnarsson
fengu í viðurkenningarskyni
frá Morgunblaðínu, en þeir
voru leikmenn sfðasta islands-
móts að mati blaðamanna
Morgunblaðsins. Guðni Kjart-
ansson er til hægri á
myndinni ásamt Arna Þor-
grímssyni formanni KRK. Til
vinstri eru þeir Jóhann Ein-
varðsson bæjarstjóri í Kefiavik
og Tómas Tómasson forseti
bæjarstjórnar.
íþróttahöll rísi
í Eyjum
Allar líkur eru nú á því, að
íþróttahöll verði risin í Vest-
mannaeyjum í árslok, íþrótta-
salur, inni- og útisundlaug. Bæj-
arstjórn Vestmannaeyja, íþrótta-
bandalag Vestmannaeyja og
fleiri aðilar eru nú að láta kanna,
hvaða hús er hentugast.
Búið er að skrifa öllum sendi-
ráðum Norðurlandanna og biðja
Tony Knapp til KR
Mjög líklegt er, að KR-ingar
skrifi undir samning við enska
þjálfarann Tony Knapp í dag —
hafi þeir þá ekki gert það í gær-
kvöldi eftir að Morgunblaðið fór í
prentun. Knapp kom til landsins í
gær til viðræðna við KR-inga um
þjálfun og einnig til að kynna sér
starfsemi félagsins og aðstöðu.
Knapp þessi er áhugamönnum
um enska knattspyrnu eflaust að
góðu kunnur, en hann var í mörg
ár miðvörður með nokkrum af
fremstu atvinnumannaliðum
Lnglands, t.d. Leicester,
Southampton og Coventry. Eftir
að atvinnumannsferli hans lauk
gerðist hann þjálfari hjá
Norwich. Þar var hann til
skamms tima, eða þar til Ron
AÐ CEFNIJ TILEFNI
Að undanförnu hafa staðið yfir í
dagblöðunum deilur um íþrótta-
afrek, sem Gústaf Agnarsson
lyftingamaður vann í keppni, sem
fram fór í sjónvarpssal skömmu
fyrir jól, og hafa öll dagblöðin, að
Morgunblaðinu undanteknu, haft
af þeim afskipti. Hafði það verið
von okkar að geta staðið utan við
deilur þessar, þar sem þær eru
augljóslega engum til ávinnings,
en lyftingaiþróttinni sem slíkri til
tjóns. En að gefnu tilefni er þó
óhjákvæmilegt að upplýsa eftir-
farandi:
Óskað var eftir þvi, að Morgun-
blaðið birti bréf það, sem tæpiega
100 iþróttamenn og konur höfðu
undirritað, þar sem skrif eins dag-
blaðsins, Vísis, um umrætt
iþróttaafrek voru fordæmd.
Fylgdi bréfi því, er Morgunblað-
inu barst, Ijósrit af undirskriftum
þeirra, er undir það höfðu ritað.
Af hálfu Morgunblaðsins var
þeim, er að bréfinu stóðu, bent á,
að eðlilegast væri, að það yrði birt
i Vísi, þar sem það blað hafði
verið aðalvettvangur deilnanna
og bréfið einnig stilað til ritstjóra
þess. Jafnframt var þeim tjáð, að
vildi Visir ekki birta það, myndi
málið horfa öðru visi við af hálfu
Morgunblaðsins, sem jafnan hef-
ur verið opið til skoðanaskipta,
jafnt um íþróttamál sem önnur
mál, og að mati þess óeðlilegt, að
þeir, sem rituðu undir umrætt
bréf, fengju hvergi að koma
skoðunum sinum á framfæri.
Forráðamenn bréfsins fóru
einnig með það til Timans og
óskuðu eftir birtingu þess þar.
Þykir rétt, vegna þeirra eftir-
mála, sem orðið liafa, að greina
frá þvi, að ritstjóri íþróttafrétta
Timans, Alfreð Þorsteinsson,
hafði samband við undirritaðan
eftir að honum hafði borizt bréf-
ið. Kom einmg fram hjá honum
sú skoðun, að Vísir væri rétti vett-
vangurinn fyrir birtingu bréfsins
og kvaðst hann ekki myndu Inrta
það í blaði sínu fyrr en á það
hefði reynt, hvort Vísir birt það.
Það, að bréfið birtist síðan í
Timanum sl. laugardag, án þess
að ritstjórn Vísis hefði borizt það
í hendur, mun eiga sér sina skýr-
ingu, sem ég hirði ekki að ræða
um.
Það er skoðun undirritaðs, að
það eigi að vera sameiginlegt
verkefni forystumanna fþrótta-
mála, íþróttablaðanna og íþrótta-
manna að byggja upp íþröttirnar
og auka veg þeirra. Því miður
hafa umræddar deilur ekki orðið
til þess, og er vonandi, að þeim
linni. Af hálfu Morgunblaðsins
mun ekki verða meira um mál
þetta fjallað.
Steinar J. Lúðvfksson.
Saunders framkvæmdastjóri fór
til Manchester City og John
Bond tók við Norwich.
Það er fyrir -nilligöngu enska
knattspyrnusambandsins að KR-
ingar komust í samband við
Knapp. En eftir að Hooley ákvað
að taka við þjálfun norska liðsins
Molde urðu forystumenn enskra
knattspyrnumála KR-ingum mun
hjálplegri.
Verði Tony Knapp ráðinn til
KR, sem allar líkur eru á, verður
hann sjötti erlendi þjálfarinn,
sem þjálfar liðin í 1. deild. Sá
sjöundi gæti enn bætzt í hópinn.
þar sem Akureyringar eru á hött-
unum eftir þýzkum þjálfara.
Aðeins Fram verður örugglega
með innlendan þjálfara,
Jóhanner Atlason.
um fyrirgreiðslu og upplýsingar i
snatri, til þess að hægt sé að
ganga rösklega til framkvæmda.
Þá er einnig búið að hafa sam-
band við íslenzku sendiráðin á
Norðurjöndunum í sama skyni.
Þegar fyrir liggur, hvaða hús er
hentugást og hvað það kostar er
hægt að ákveða inálið endanlega
og ætti það að vera hægt á næstu
vikum.
Vestmannaeyingar eru nýbyrj-
aðir að endurbæta malarvöllinn,
en á hann á að setja nýtt lag. Við
nýja grasvöllinn við Hástein ættu
framkvæmdir að geta hafist
innan skamms. Allir leikmenn
meistaraflokks ÍBV eru komnir
heim eða á leiðinni þangað, nema
hvað þeir Snorri Rútsson og Krist-
ján Sigurgeirsson koma ekki
heim fyrr en í vor, en þeir eru
báðir við nám. Það er enginn upp-
gjafatónn í Eyjamönnum þó ýmis-
legt hafi blásið á móti þeim und-
anfarið, þeir ætla sér stóran hlut í
næsta Islandsmóti og hófu æfing-
ar strax i nóvember undir stjórn
Hermanns Jónssonar. i byrjun
marz er svo Skotinn Duncan Mc
Dowell væntanlegur til Eyja.
Reynir Karlsson,
nýráðinn þjálfari Breiðabliks.
BREIÐABLIK hefur nú ráðið
Reyni Karlsson til að þjálfa
ineistaraflokkslið félagsins næsta
keppnistfmabil. Reynir er knatt-
spyrnumönnum að góðu kunnur,
hann hefur þjálfað Fram, ÍBK og
landsliðið og svo Breiðablik, en
þeim kom hann upp í 1. deild árið
1970.
Verkefni Reynis verður það
sama nú, því að Biikarnir féllu
sem kunnugt er niður i aðra deild
á siðasta hausti. Blikarnir eru
byrjaðir æfingar og þó að þeir Þór
Hreiðarsson, Helgi Helgason og
Friðþjófur Helgason hafi skipt
um félag — Þór er kominn í Val,
hinir í KR — eru Breiðabliks-
menn ákveðnir í að endurheimta
sæti sitt i 1. deild og það strax
næsta sumar.
FH hefur hvergi tapað
ÞAÐ er ekki aðeins í meistara-
flokki karla, sem FH-ingum geng-
ur vel þessa stundina — það er i
öllum flokkum Það sem af er
bessu íslandsmóti hafa FH-piltar
og FH-stúlkur ekki tapað leik.
Allir flokkar hafa leikið ein-
hverja leiki, jafntefli hafa orðið
nokkur, en annars sigrar og þeir
oftast sætir, eins og er 2. flokkur
kvenna í FH vann andstæðinga
sina 11—0 um síðustu helgi.
Getraunatafla númer20 4C' •H 4V co 1—1 & f-l o •H 40 CÚ cH ,0 P 40 i—1 TÍminn Vísir •H 'Ö PJ •H 40 VH -P CÖ Q Q) P § 4C 3 co Sunday Mirror Sunday Exnress Sunday Peonle News of the World P <C e <1) rH a> eh * CÚ § ca SAMTALS
I X 2
Arsenal - Norwich i 1 1 1 1 _ _ _ _ ? 0 0
Coventr.v - Chelsea i 1 1 I 2 2 1 1 2 X 6 1 ?.
Derby County - Burnley i 1 X X 2 1 X X 1 1 ? 4 1
Inswich - Stoke X 1 1 1 X _ _ _ _ _ ? 2 0
Leeds - Southamnton i 1 1 1 1 _ _ _ _ _ ? 0 0
Liverpool - Birmingham i 1 1 1 2 _ _ _ _ 4 0 1
Manchester City - Leicester X 1 2 1 2 1 2 2 1 l •? 1 4
OPR - Everton 1 1 X X 2 X X 1 X X ? 6 1
Sheffield United - Tottenham X 1 2 1 X X 1 1 2 1 ? 5 2
West Ham - Manchester United 1 X X 2 X X X 1 2 1 ? ? 2
Wolves - Newcastle X X X 1 2 1 X X 2 X 2 6 2
Aston Villa - Middlesbrough X X 2 2 1 X 2 X 2 X 1 ? 4