Morgunblaðið - 12.01.1974, Blaðsíða 1
9. tbl. 61. árg.
LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 1974
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Enn óvissa
í Bretlandi
Sjaldan hefur annáluðu rólyndi Breta verið raskað jafn rækilega og f orkukreppunni og verkfalla-
öngþveitinu að undanförnu. En menn laga sig að breyttum aðstæðum og reyna að láta lifið ganga
sinn vanagang eftir því sem unnt er. Hér sjáum við hvernig rakarar f Lundúnum leysa Ijúsleysis-
vandann með gaslukt. SkyIdi einhver viðskiptavinurinn hafa fengið skeinu fyrir bragðið?
London 11. janúar AP—NTB
BREZKUR almenningur komst í
dag klakklaust og tiltölulega
greiðlega leiðar sinnar í og úr
vinnu eftir að lestarstjórar höfðu
samþykkt að hætta „hægagangs"-
aðgerðum sínum, sem staðið
höfðu f fimm vikur og valdið
miklu öngþveiti. Og um leið
leyfðu menn sér að vera ofurlítið
bjartsýnir um að ríkisstjórnin og
verkalýðsfélögin væru nú að
mjakast nær lausn á alvarlegustu
verkfallsdeilu f Bretlandi undan-
farna áratugi. Hins vegar var að
sjá sem brezkir atvinnurekendur
væru lftt vongóðir um viðunandi
lausn, þvi á fundi fulltrúa þeirra
með Heath forsætisráðherra í dag
kröfðust þeir, að rfkisstjórnin léti
ekki undan neinum verðbólgu-
aukandi launakröfum náma-
manna.
Sir Michael Chapman, forseti
sambands brezkra atvinnurek-
enda, sagði að viðræðunefndin
hefði ráðlagt Heath að hopa
hvergi fyrir námamönnum. Nýr
fundur með fulltrúum náma-
manna hefur verið boðaður á
mánudag.
Lestir voru hins vegar komnar í
fullan gang, og allt að 80% þeirra
í eðlilegri notkun. En friðurinn
við lestarstjóra hangir á bláþræði,
því þeir hafa hótað því, að hefja
jafnvel harkalegri verkfallsað-
gerðir i næstu viku ef viðræður
hefjist ekki þegar um launakröf-
ur þeirra, sem eru hærri en þau
7%, sem Heath telur aðgengileg
vegna verðbólgu.
Hófleg bjartsýni um ár-
angur af ferð Kissingers
Aswan, Kairó, Madrid
11. janúar, AP—NTB
□ Henry Kissinger, utanrfk-
isráðherra Bandarfkjanna, kom f
kvöld til borgarinnar Aswan suð-
ur af Kairó, og hóf þegar f stað
viðræður við Anwar Sadat, for-
seta Egyptalands um hvern-
ig finna mætti lausn á
vandamálinu um brott-
flutning herja deiluaðila frá
Suez-skurðinum. Herma heim-
ildir meðal stjórnarerindreka í
Kairó, að Egyptar hafi fengið til-
lögur Kissingers til athugunar
fyrirfram í meginatriðum, og sé
ætlunin að ræða þær til hlftar í
kvöld, en á morgun, laugardag
flýgur Kissinger áfram til Tel
Aviv til samsvarandi viðræðna
við fsraelska ráðamenn.
£] Kissinger kom til Egypta-
lands frá Madrid þar sem hann
ræddi við hinn nýja utanríkisráð- (
herra Spánar, Pedro Cortina.
Snerust viðræður þeirra að sögn
einkum um framtíð bandarískra .
herstöðva á Spáni, en núgildandi
samningur um þær rennur út á ,
næsta ári. Hefur Cortina nú verið
boðið til Washington í vor, en |
viðræður um herstöðvarnar eiga
að hef jast innan tveggja vikna.
l| Og í þann mund er Kissinger
var að leggja af stað til Egypta-
lands með friðartillögur sínar, til-
kynnti talsmaður Sameinuðu
þjóðanna i Kairó, að vopnavið-
skipti Israela og Egypta suður af
borginni Suez hefðu færzt öll f
aukana í gær. fsraelar segja að
einn fsraelskur hermaður hafi
beðið bana í skothríðinni. Á mið-
vikudag segja S.Þ. að 34 vopna-
hlésbrot hafi verið framin við
Suez-skurð.
• í Egyptalandi var einnig lítil
bjartsýni ríkjandi um að Kissing-
er muni hafa árangur sem erfiði
af þessari þriðju ferð sinni til
Miðausturlanda síðan deilurnar
byrjuðu i haust, þótt sjálfur sé
hann sagður vera mjög vongóður.
Kunnasti fréttaskýrandi
Egyptalands, Mohammed Heikal
ritstjóri hins hálfopinbera mál-
gagns, A1 Ahram, segir í dag, að
Sadat muni hafna tillögum Kiss-
ingers um brottflutning herja frá
Suez. Segir Heikal, að tillögurnar
séu þess eðlis, að kljúfa einingu
Arabarikjanna, auk þess sem þær
myndu fela i sér lausn, sem hefði
verið fyrir hendi strax áður en
stríðið hófst i október. Þá myndu
þær láta líta svo út gagnvart
Sovétrikjunum, að Egyptar hefðu
fallizt á „bandarisku lausnin".
Kissinger fer svo á morgun til
ísraels. Heimildir meðal embætt-
ismanna í Tel Aviv herma, að
ísrael hafi gert samkomulagsdrög
fyrir sitt leyti og feli það i sér
áætlun ifimm liðum:
1. ísraelar dragi heri sína til
baka, sem nemur linu í um 18
mílna fjarlægð austur af Suez-
skurði.
2. Fækkun í herliði Egypta á
austurbakka skurðsins, ásamt
banni við nærveru skriðdreka og
annarra árásarvopna.
3. Að setja liðssveitir Samein-
uðu þjóðanna mitt á milli herja
deiluaðila.
4. Opnun skurðarins á ný og
fiutningur óbreyttra borgara
þangað til þess að draga úr stríðs-
hættu.
5. Nánari skilgreining á atrið-
um endanlegs friðarsamnings.
Þá segir dagblaðið Maariv í Tel
Aviv, sem er talið hafa aðgang að
Franihald á bls. 20
Fá Færeying-
ar ekki frest?
Karl
Gústaf að
ganga út?
Stokkhólmi 11. janúar — AP
Karl Gústaf, hinn 27 ára
gamli konungur Svía, mun
á afmælisdegi sínum 30.
apríl næstkomandi trú-
lofast 25 ára gamalli þýzkri
stúlku, Silviu Sommer-
lath, dóttur vestur-þýzks
verzlunarmanns, að því er
dagblaðið Expressen segir f
dag. Hirðin hefur ekki fengizt
til að segja af eða á um sann-
leiksgildi fréttar þessarar í
dag, en dagblaðið hefur þetta
eftir „áreiðanlegum heim-
ildum".
Sjálfur fór kónungur síð-
degis f dag til Bretlands f
einkaerindum, og að sögn
Expressen mun ungfrú
Sommerlath vera þar einnig.
Henni er lýst sem grannri og
dökkhærðri, gáfaðri og hrif-
andi. Hún hefur hlotið mennt-
un í mörgum góðum einkaskól-
um, og talar portúgölsku,
spænsku, frönsku, ensku og
þýzku. Telja þeir, sem til
þekkja, að hér yrði á ferð hinn
ákjósanlegasti lífsförunautur
fyrir hinn hlédræga, unga kon-.
ung.
Blóðugar óeirðir
vegna fæðuskorts
Nýju Delhi 11. janúar
AP—NTB
10 MANNS hafa nú fallið og 80
særzt í blóðugum óeirðum í ind-
verska fylkinu Gujarat, vegna
mikils matvælaskorts og hung-
ursneyðar.
Hefur verð á matvælum
hækkað gífurlega á undanförnum
vikum og fyrir tveimur dögum
sauð upp úr, er æstur múgur réðst
rænandi og rúplandi inn i mat-
vöruverzlanir. Lögreglumenn
beittu társgasi og kylfum gegn
fólkinu og gripu síðar til skot-
vopna, er þeir réðu ekki við neitt.
Fylkisstjórinn, Chimanbhai
Tel, f höfuðborg fylkisins
Ahmedabad hefur fyrirskipað út-
göngubann og herlið hefur verið
kvatt hl fylkisins. I gær skall svo
á allsherjarverkfall i fylkinu og
er ástandið í höfuðborginni, þar
sem tvær milljónir manna búa,
sagt mjög alvarlegt. Útgöngu-
bannið í borginni er algert og á að
gilda til sunnudagskvölds.
Kaupmannahöfn 11. janúar.
Frá fréttaritara Mbl.
Jörgen Harboe.
SJÖ af Efnahagsbandalagslönd-
unum nfu eru fullkomlega mót-
fallin því, að Færeyingar fái að
bíða með að taka afstöðu til Efna-
hagsbandalagsins þangað til
niðurstöður hafréttarráðstefnu
Sameinuðu þjóðanna liggja fyrir,
að þvf er heimildir innan við-
ræðunefnda sögðu fréttamanni
Ritzau-fréttastofunnar dönsku f
Briissel í dag. Löndin sjöeru sögð
vera þess uggandi, að slík undan-
þága til handa Færeyjum kynni
að leiða til fleiri slíkra sérkrafna.
Aðeins Danmörk og Bretland sjá
ekkert slfkum fresti til fyrir-
stöðu.
„Löndin sjö kæra sig ekki um,
að komið sé á efasemdum um
gildi og endingu EBE-sáttmál-
ans með því að taka sérstakt tillit
til Færeyja," segja heimildirnar i
Brussel. Núverandi frestur til að
ákveða um inngönguna í
bandalagið er til 1. janúar 1975,
en fyrrverandi ríkisstjórn
jafnaðarmanna i Danmörku kom
þessum óskum Færeyinga á fram-
færi á toppfundi EBE-ráðherra í
Höfn nýlega. Ráðherraviðræðum
í Brussel nú eftir helgina er ætlað
að leysa þetta vandamál, en lítil
bjartsýni er ríkjandi um að það
takist þá.
Heinrich Böll:
Archipelago Gulag
komi út í Sovét
Hamborg 11. janúar NTB
V-ÞÝZKA nóbelsskáldið Hein-
rich Böll, sem er forseti alþjóða
Pen-klúbbsins, skoraði í dag
á sovézk yfirvöld að gefa út í
Sovétríkjunum bók Alexanders
Solzhenitsyn, Archipelago Gulag
sem gefin var út f París nú fyrir
skömmu og fjallar um hinar iII-
ræmdu
Stalins.
fangabúðir á límuin
Þetta kom fram í viðtali við Biill
í þýzka blaðinu Zeit i dag og þar
segir hunn einnig, að allir þeir,
sem styðji Solzhenilsyn i og utan
Sovétrikjanna fari á svarta lista
hjá ráðamönnum i Kreml.