Morgunblaðið - 12.01.1974, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.01.1974, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JANUAR 1974 • • Markús Orn Antonsson borgarfulltrúi: SALTVÍK kjörinn fjölskulduvettvangur SJÁLFSTÆÐISMENN í borgarstjórn Reykjavíkur fluttu ítarlega tillögu um framkvæmdir í æskulýðsmál- um í borginni, þegar fjárhagsáætlun ársins 1974 var afgreidd í desember. I tillögunni er vakin athygli á þeirri stefnu borgarinn- ar að veita hinum frjálsu æskulýsðfélögum sem mesta og bezta aðstoð við starf þeirra. Jafnframt þvf sem borgin reki sjálf umfangsmikla tómstundastarfsemi til dægrastyttingar og þroskaauka fyrir ungt fólk. Æsku- lýðsráð Revkjavíkur hefur umsjón með æskulýðsstarfi borgarinnar og á þess vegum eru m.a. siglingaklúbbur inn í Nauthólsvík, Saltvík á Kjalarnesi og Tónabær sem er vínlaus staður fyrir æskufólk. Þá hefur ráðið og mikið samstarf við skóla borgarinnar hvað varðar húsnæði og leiðbeiningastörf. Þá vinnur borgin og að því að koma upp miðstöðvum fyrir æskulýðsstarf úti í hinum nýju borgarhverfum. Tillögur sjálfstæðis- manna í æskulýðsmálum Þau atriði sem sjálfstæðismenn vilja leggja mesta áheyrzlu á í æskulýðsmálum og komu fram í tillögu þeirra í borgarstjón og ræða Markús Arnar Antons- sonar eru þessi: Áhugamönnum verði auðveldaður rekstur æsku- lýðsfélaga. Húsnæðisvandi æskulýðsstarfs í nýju hverfunum verði leystur. Fræðslu- og leiðbeiningastörf Æskulýðsráðs verði aukin. Unnið verði af krafti við skipulag og frágang Saltvíkur. Utgerð Skólabátsins, Reykvíkings RE 76, verði hafin næsta vor. Markús Örn Antonsson (S): Til- lögur okkar sjálfstæðismanna eru svohljóðandi: 1. að gengið verði frá skipulagi nýs styrkjakerfis fyrir félög og klúbba, er vinna að æskulýðs- málum. Undirbúningur þess verks er þegar langt kominn og er fyrst og fremst miðað við að auðvelda áhugamönnum rekstur æskulýðsfélaga. 2. að uppbyggingu félagsaðstöðu úti I hverfunum verði haldið áfram og gerðar tillögur um lausn á húsnæðisvanda félags- starfsins í yngstu borgar- hverfunum, þar sem þörfin er brýnust. 3. að ráðið efli útgáfu á ritum með leiðbeiningum um félags- og tómstundastörf. Aukið verði námskeiðahald fyrir væntanlega leiðbeinendur í starfi félags og kiúbba. Starfs- menn ráðsins verði eins og hingaðtil búnir til aðstoðar f leiðbeiningastarfi fyrir félögin. 4. að skipulagi Saltvfkur á Kjalarnesi verði lokið á næsta ári og stefnt að því, að þar verði vettvangur fyrir reykvískar fjölskyldur, sem fái þar ákjósanleg tækifæri til útivistar og leikja. I fyrsta áfanga verði skipulögð leik- svæði f nágrenni við staðar- húsin, svo sem smáhúsaborg, litill golfvöllur, leiktækjavöll- ur, boltavöllur og starfsvöllur. Þá verði veitingaaðstaðan og frágangur á tjaldstæði með f fyrsta áfanga skipulagsins. 5. að útgerð skólabáts æskulýðs- ráðs, Reykjavfkings RE 76, verði hafin á næsta vori og reykvfskum unglingum kennd undirstöðuatriði sjómennsku þar um borð. Báturinn verði enn fremur notaður til stuttra veiðiferða um helgar og foreldrum með börn sín gefinn kostur á þátttöku f þeim. Ég mun nú gera nokkra grein fyrir þessum tillögum. í frumvarpi að fjárhagsáætlun 1974 er gerð ráð fyrir, að heildar- fjárveitingar til þeirra félaga og samtaka, er að æskulýðsmálum vinna, nemi alls um 42 milljónir kr. Eru þá meðtaldar fjárveit- ingar til íþróttahreyfingarinnar í borginni, bæði til reksturs og mannvirkjagerðar, auk sams kon- ar framlaga til einstakra félaga annarra. Þannig má nefna sem dæmi, aðtil skátahreyfingarinnar renna tæpar 4 milljónir, þar af 2,5 mílljónir til uppbyggingar að- stöðu þeirra að Ulfljótsvatni. Jafnframt því, að aðstoð borgar- innar við hin frjálsu félög hefur stóreflzt, eru Æskulýðsráði Reykjavíkur ætlaðar rúmar 18 milljónir króna til reksturs sinnar starfsemi og um 24 millj. kr. til framkvæmda. Ekki tel ég ástæðu til að tíunda einstaka starfsþætti á vegum ráðsins. Þó vil ég leggja sérstaka áherzlu á hlutverk ráðs- ins í þjónustu við aðra, sem að FRÁ BORGAR- STJÓRN æskulýðsmálum vinna. Starfs- menn ráðsins eru jafnan reiðu- búnir til að veita hvers konar fyrirgreiðslu í þeim efnum auk þess sem þegar er fyrir hendi vísir að útgáfu leiðbeiningarita fyrir tómstundastarf. 1 vetur ljúka námi í Gautaborg tveir ungir menn, sem ráðið styrkti sér- stakiega til tveggja ára náms í leiðsögn í æskulýðsstarfi. Þeir munu inna af hendi störf með félögum og klúbbum út um borg- ina eftir því sem þess verður óskað, og ennfremur annast viss verkefni fyrir ráðið. Þjálfun leið- toga, sem hyggjast hefja leiðsögn í æskulýðsstarfi er Ifka á starfs- skrá ráðsins. Þá höfunj við í Æskulýðsráði hvatt félögin sér- staklega til nýjunga í starfi sínu með því að bjóða þeim fjárhags- lega aðstoð í þeim tilgangi, og nutu íslenzkir ungtemplarar góðs af því á þessu ári. Síðast en ekki sízt hefur Æsku- lýðsráð Reykjavíkur til umráða húsnæði, sem opið er félögum-og samtökum til notkunar fyrir starfsemi sína. Þetta á við um Fríkirkjuveg 11, Tónabæ, Saltvík á Kjalarnesi, og í félagsmiðstöðv- um, sem i framtíðinni eiga að starfa úti í hverfunum, verður vettvangur fyrir hið frjálsa félagsstarf. Framkvæmdir hófust i desem- ber við félagsmiðstöðina í Fella- skóla og verður þeim hraðað svo sem kostur er, enda brýn þörf fyrir samkomustað af því tagi í Breiðholtshverfi III. Húsnæðið verður um 1100 fermetrar og gert ráð fyrir að þar rýmist margháttað félagsstarf hverfisbúanna. i Bústaðakirkju verða framkvæmdir hafnar á árinu við félagsmiðstöð fyrir Fossvogs- Bústaða- og Smáíbúða- hverfi samkvæmt sérstöku sam- komulagi við sóknarnefndina, sem verið hefur á undirbúnings- stigi um skeið. Þó væntum við framhalds á mjög ánægjulegu samstarfi við skólayfirvöld í Breiðholtshverfi I. um nýtingu á skólahúsnæðinu þar fyrir æsku- lýðsstarfsemi, svo sem verið hefur í rúmt ár. Þá er líka vert að taka fram í þessu sambandi, að Æskulýðsráð hefur farið fram á það við borgar- ráð og fræðsluráð, að við hönnum skólahúsnæðis í Seljahverfi verði gert ráð fyrir vissri álmu til félagslegra nota. i Árbæjarhverfi er um þessar mundir alls engin aðstaða til félagsstarfs, þó að hverfið sé full- byggt. Senn Ifður að því, að byggð rfsi í Seláshverfi og er auðsætt að ekki verður lengur við þetta að- stöðuleysi unað. Samtök hafa tekizt milli sóknarnefndar, kven- félags, framfarafélags og iþrótta- félags í Árbæjarhverfi um að vinna sameiginlega að byggingu safnaðarheimilis, sem komi þá til með að verða félagsmiðstöð hverfisins. Er þess að vænta, að framlög borgarsjóðs til kirkju- byggingarsjóðs á næsta ári stuðli verulega að hröðun framkvæmda við safnaðarheimilið í Árbæjar- hverfi. Ef annað kemur í ljós verða borgaryfirvöld að mínu mati að grípa til sérstakra ráð- stafana, svo að þetta úthverfi Reykjavíkur verði ekki lengur af- skipt hvað aðstöðu til samkomu- halds og félagsstarfsemi viðvíkur. Hér i Reykjavík er einsýnt að leysa þarf úr aðsteðjandi vanda, sem við blasir í nýju hverfunum. Þar sem það er unnt með við- byggingum við skóla ber að sjálf- sögðu að vinna þannig að heppi- legri lausn. Gott samstarf við skólayfirvöld um nýtingu á parti af skólahúsnæði, sem fyrir er, til þessa starfs, kemur líka mjög vel til greina eins og reynslan úr Breiðholti I sannar. Þó skal játað, að sú ráðstöfun gildir ekki fyrir allt hið almenna félagsstarf hverfisbúa. Tel ég f því sambandi langeðlilegast, að viðkomandi félög myndi með sér samtök um að reisa eina myndarlega félags- miðstöð fyrir sig, svo sem áform eru uppi um í Árbæjarhverfi, og ber þá vissulega að kanna hverja skyldu ríkisvaldið hefur varðandi fjármögnun þeirra framkvæmda, því að sáfnaðarheimili í fjöl- mennustu hverfum Reykjavíkur eða önnur félagsaðstaða til al- mennra nota þar á ekki siður rétt á stuðningi úr félagsheimilasjóði rikisins en sams konar byggingar, sem risið hafa hver annarri myndarlegri úti í dreifbýlinu. Árið 1967 fékk Æskulýðsráð jörðina Saltvík á Kjalarnesi til afnota fyrir starfsemi sina. Hafa íþróttafélög, skátar, skólafélög og fleiri aðilar fengið tækifæri til að dveljast þar i lengri og skemmri ferðum, en Æskulýðsráð hefur á sumrin efnt til dagsferða barna í Saltvík og tvö síðarstliðin sumur haft þar reiðskóla í samvinnu við Hestamannafélagið Fák. Húsin á staðnum hafa verið endurbætt verulega þannig að þau þjóna nú betur en áður því hlutverki að vera heppilegur gisti- og dvalar- staður fyrir æskulýðshópa. Land- rými er mikið í Saltvík, alls um 200 hektarar, þar af ræktuð tún 70-80 hektarar. Staðurinn er í mjög hæfilegri fjarlægð frá borg- inni, þannig að með nokkrum framkvæmdum má fastlega gera ráð fyrir, að hann yrði vinsæll helgardvalarstaður fyrir foreldra með börn sín, sem kæmu til að tjalda yfir helgi eða í stutta sunnudagsheimsókn. Fjölbreytilegt landslag er í Salt- vík og nágrenni hennar. Þar er stutt að fara í fjallgöngur, fjaran er líka áhugaverð til skoðunar og á vorin er fuglalíf fjölskrúðugt við sjávarhamrana. Veitingaað- stöðu má koma fyrir i húsum, sem fyrir eru í Saltvík, og hreinlætis- aðstaða er þar þegar fyrir hendi. Oft hefur verið minnzt á nauð- syn þess að brúa kynslóðabilið svonefnda og haga aðgerðum borgaryfirvalda í félagsmálum þannig, að grundvöllur væri fyrir meiri samgangi aldursflokka en verið hefur. Með skipulagi Salt- víkur ætti að verða unnt að skapa þessi skilyrði. Þá þarf staðurinn að sjálfsögðu að hafa upp á eitthvað meira að bjóða en nú er. í því sambandi tel ég að leikvellir ýmiss konar með tiltölulega einföldum búnaði, en þó nýstárlegum, hefðu mikla þýðingu. Lítill golfvöllur, bolta- völlur og starfsvöllur koma líka sterklega til greina. Þá fyndist mér athugandi að reistur yrði í Saltvík smáhúsabær, sem ég hygg að myndi vekja mikinn áhuga yngri sem eldri, sérstaklega ef hægt yrði að byggja þannig eftir- likingu af Reykjavík eins og hún var fyrir 200 árum eða svo, með lítilli tjörn og torfbæjum við hana. Hestaleiga myndi vel eiga héima á útivistarstað í Saltvík og margt fleira mætti nefna. Með styttri vinnutíma og aukn- um frístundum er nauðsynlegt, að við Reykvíkingar vinnum skipu- lega að mótun aðstöðu fyrir fjöl- skylduna alla til að njóta samveru í starfi og leik, og þetta er þeim mun brýnna verkefni hér en erlendis vegna þess að veðrátta vill verða harla óblíð og spilla tækifærum fólks til að skoða sig um á ferðalögum innanlands, og að auki er rekstur skemmtigarða og leiktækja ýmiss konar ekki á sama stigi hér og gerist víða í borgum erlendis. Eg hygg að skipulag Saltvikur sem fjölskylduvettvangs yrði merkur áfangi hjá borgaryfir- völdum i Reykjavik í viðleitni þeirra til að skapa reykviskum fjölskyldum enn aukin tækifæri til að verja saman tómstundum sínum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.