Morgunblaðið - 12.01.1974, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JANUAR 1974
7
Verður 1974
ár friðarins?
Með árinu 1974 hefst annar
aldarfjórðungurinn frá því
grátið var krókódílatárum hjá
Sameinuðu þjóðunum og við-
kvæmar ræður haldnar þar um
þjáningar Gyðinga i Evrópu,
en þeir siðan látnir um það að
heyja styrjöld fyrir stofnun
ísraelsrikis á kostnað Palest-
ínu-Araba. Þessi auvirðilega
framkoma er svo löngu liðin,
að mönnum er gjarnt að
gleyma því að síðan hefur vax-
ið upp ný kynslóð Araba og
Gyðinga.
Þótt hún vilji gleymast, get-
ur þessi staðreynd reynzt þýð-
ingarmeiri á árinu 1974 en
auðurinn og áhrifin, sem
fylgja olíu Araba, eða trú ísra-
ela á hernaðarmátt sinn. Rétt
er að nýja kynslóðin býr enn
við kenningar þeirrar eldri, en
lífsgleði yngri kynslóðarinnar
fylgir vonin um að flýja óhjá-
kvæmileika styrjalda.
ísraelar. óttast eyðileggingu
ríkis síns og nýjar blóðfórnir.
Palestínu-Arabarnir bera hat-
ur í brjósti tii þeirra, sem hafa
hertekið land þeirra. Á meðan
þetta hugarfar ríkir er erfitt
að fullyrða að vítahringurinn
verði rofinn, en æ fleiri þeirra,
sem þjást, varpa nú fram
þeirri spurningu, hvort þeir
verði um alla framtíð að búa i
skugga dauðans.
mikil áhrif á gang friðarráð-
stefnunnar, því bæði ríkin
vilja ryðja úr vegi hættunni á
árekstrum þeirra i milli á þess-
um slóðum. Ef til vill gefur
þessi afstaða stórveldanna
öðru fremur ástæðu til að vona
að unnt reynist að ná friðar-
samningum á þessu ári, en
hvort sá friður verður varan-
legur byggist á breyttri fram-
komu ungu kynslóðarinnar hjá
deiluaðilunum.
Það er rétt að sum Arabaríki
og öfgasamtök Palestínu-
Araba verða ekki aðilar að
neinum friðarsamningum. Af
þeim aðilum, sem hafa beitt
sér gegn Genfarráðstefnunni,
er Sýrland áhrifamest, en Sýr-
land getur ekkert gegn ísrael,
ef Egyptaland og Jórdania
halda gerða samninga. Palest-
ínu-Arabar eru róstusamir, en
geta ekki staðið einir og verða
því að fylgja fordæmi Egypta.
írak og Líbýa eru of fjarri
ísra^l til að geta haft nokkur
bein afskipti. Innbyrðiságrein-
ingur Araba getur því aðeins
haft truflandi áhrif á hugsan-
lega friðarsamninga, en ekki
spillt þeim.
Dr. Kissinger er það full-
ljóst, að deilur Araba og ísra-
ela hafa öllu öðru fremur
stuðl'að að auknum áhrifum
Sovétríkjanna í Mið-Austur
forum
world features
Eftir Tom
Little
lands fyrir árið 1974, hve
slæmt efnahagsástand lands-
ins er órðið. Herkostnaður er
þar reiknaður nærri 500 millj-
ónir sterlingspunda, en heild-
arupphæð fjárlaga er fjórir
milljarðar punda. Þessi her-
kostnaður á einna mesta sök á
því, að viðskiptajöfnuður við
útlönd verður verri en nokk-
urn tfma fyrr: innflutningur
nemur 1.266 milljónum punda,
en útflutningur 596 milljón-
um. Staða ísraels er jafnvel
verri. Ef bæði löndin geta
dregið verulega úr herkostnað-
. flyMk * 4% * Wj|
1 * 9m K- j 1.
Palestfnu-Arabar við flóttamannabúðir sfnar.
Þessi spurning ungu kyn-
slóðarinnar getur stuðlað að
málamiðlunarlausn í MiðAust-
urlöndum, sem til þessa hefur
verið svo erfitt að finna, en
aðeins örlaði á í lok nýliðins
árs. Orðstír Sadats forseta í
Arabalöndunum stóð af sér þá
augljósu sáttastefnu, sem fram
kom í viðræðum hans við
Henry Kissinger, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, og í ísr-
ael bentu úrslit skoðanakönn-
unar til þess, að biturleikinn
vegna manntjónsins í október-
styrjöldinni væri aðvíkja fyrir
mildari hugsunum um framtíð-
ina.
Merkasti fyrirboðinn var
upphaf friðarviðræðnanna í
Genf, þó ekki væri fyrir annað
en það, að ísraelar og Arabar
settust saman að samninga-
borðinu, en það hefðu þeir
varla gert nema vegna vonar
um að einhvers staðar fram-
undan væri að finna leið til
friðar. Þótt framkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna skipaði
forsæti á ráðstefnunni, og
Bandaríkin og Sovétrfkin ættu
þar bæði fulltrúa, breytir það
ekki þeirri staðreynd, að loks-
ins höfðu Arabar og Israelar
tekið upp beinar viðræður.
Eiginhagsmunir Bandaríkj-
anna og Sovétríkjanna hafa
löndum. An efa stefnir hann
að því draga úr þessari þróun á
árinu 1974 með því að þvinga
ísraela til samninga við Araba,
sem fela í sér tryggingu fyrir
framtíð ísraels, en gefa einnig
Bandaríkjunum tækifæri til
bættra samskipta við Araba-
ríkin.
Takist að finna leið til friðar
hefjast umbótatímar i þessum
heimshluta. Vegna styrjalda
og styrjaldahættu hafa bæði
Egyptaland og ísrael verið
fjárhagslega háð öðrum rikj-
um; ísrael vegna þess að það
getur ekki greitt bæði fyrir
styrjaldarrekstur og kostnað
við að koma fyrir öllum þeim
innflytjendum, sem streyma
til landsins, og Egyptaland
vegna þess að efnahagsþróun-
in í landinu hefur hvergi
nærri undan fólksfjölguninni,
sem nemur nærri milljón á ári.
ísrael nýtur stuðnings Gyðinga
um heim allan, en byggir þó
mest á fjárframlögum Banda-
rikjanna. Um langt skeið var
Egyptaland háð gjöfum og lán-
um — aðallega lánum — frá
Sovétríkjunum, eða þar til
Feisal konungur veitti Egypt-
um aðgang að olíuauði Saudi-
Arabíu.
Tíu dögum fyrir lok ársins
1973 sýndu fjárlög Egypta-
inum á árinu 1974, breytist
efnahagsstaða þeirra verulega,
og þeirra breytinga gætir einn-
ig í öðrum Arabaríkjum. Sem
betur fer fyrir Arabaríkin
halda fjármálaáhrif olíu-
vinnsluríkjanna áfram að þró-
ast á árinu 1974. Talið er, að
verð á olíu hækki upp í að
meðaltali 10—12 dolíara á
tunnu, og að eignarhlutur við-
komandi rikisstjórna hækki
upp í um 50%. Meira verður
um beina samninga milli ríkis-
stjórna framleiðenda og neyt-
enda, og mun það breyta mjög
áhrifum alþjóða olíufélaganna
á þessum slóðum. Olíuauður
Arabaríkjanna gerir þeim
kleift að kaupa sig inn í ýmis
alþjóða fyrirtæki — og búa sig
þannig undir þann dag, þegar
að þvt kemur, að iðnaðarríkin
hafa komið sér upp nýjum
orkugjöfum, eða aðganga ferá
birgðir framleiðsluríkjanna.
Alltaf er hætta á þvi að spá-
I dómar fram í tímann standist
I ekki, jafnvel þegar spáð er um
næstu framtíð. Fari friðarum-
leitanir Araba og ísraela út um
þúfur, gjörbreytast framtíðar-
horfurnar. Gerist það, má
vera, að árið 1974 verði skráð i
söguna sem ólánsárið mikla
fyrir allan umheiminn ekki
síður en fyrir Mið-Austurlönd.
SILKISPÆLFLAUEL 1 5 litir Hannyrðabúðin, Linnetstíg 6, Hafnarfirði, sími 51959 TILSÖLU MERCURY COMET 1973 Ekinn 6 þús km Útvarp Sn)ódekk Upplýsingar í simum 86894 og 14662
VIÐ ERUM UNGT og barnlaust par. Okkur vantar alveg tilfinnanl. 1 — 2ja herb ibúð. Vinnum bæði úti. Þeir, sem geta einhv. hjálp veitt, vinsaml hringið í s. 35709 eða 32865 18ÁRA STÚLKA í 1 . bekk i tækniteiknun óskar eftir vinnu á teiknistofu Annað kemur til greina Hef vélritunarkunnáttu Vinsamlegast hringið í sima 1 2867 í dag og næstu daga
TEKAÐMÉR að prjóna barnaföt Uppl. í sima 521 60 BIFREIÐ BMW — 1800 smiðaár 1967 Ekinn 65 þús km til sölu. Upplýsingar í sima 13685
ÍBÚÐ ÓSKAST Óskum eftir 2ja til 3ja herb. ibúð strax. Fyrirframgreiðsla. Uppl. i sima 71 476 SKIPSTJÓRI Skipstjóra vantar á góðan BÁT Upplýsmgar i simum 14120 og 93-6253, Ólafsvik
KEFLAVÍK — SUOURNES Nýkomin efni i samkvæmiskjóla, pilsog peysufatasett Verzlun Sigríðar Skúladóttur, Keflavik. VANTAR MÚSIK? Kaktus Trio leikur borðmúsik. gömlu dansana, nýju dansana á árshátiðum, þorrablótum eða hvers konar dansleikjum Pantið í síma 42832
TILLEIGU nýleg 3ja herb. ibúð I Norðurbæ i Hafnarfirði Tilboð er greini fjöl- skyldustærð og fyrirframgreiðslu sendist afgr Mbl. fyrir 1 5 jan merkt: „3070" ÓSKA EFTIR ÍBÚÐ Kona i góðri stöðu með stálpaðan dreng óskar eftir ibúð á leigu Einhver fyrirframgreiðsia mögu- leg. Simi 4 3 3 9 1
Til leigu 4ra herb. ibúð á 3ju hæð i Breið- holti I Laus ca 1 5 janúar Tilboð sendist þriðjudagskvöld á afgr. Mbi. merkt: „X-Y-4739." BIFREIÐAVIÐGERÐIR Getum bætt við okkur verkefnum Bíla- og búvélaverkstæði A Mich- elsen, Hveragerði Simi 99-4166 Heimasimi 4180
BEZT að auglýsa í Morgunblaðinu
RÍKISSPÍTALARNIR
lausar stöður
HJÚKRUNARKONUR óskast til starfa við
deildir KLEPPSSPÍTALANS að Hátúni 10, R.
Vinna hluta úr starfi kemur til greina. Upp-
lýsingar veitir forstöðukonan, sími 38160.
BÍLSTJÓRI óskast til starfa við ÞVOTTAHÚS
ríkisspítalanna nú þegar. Upplýsingar veitir
forstöðukonan, sími 81714.
Umsóknir, er greini aldur, menntun og fyrri
störf berað skila til skrifstofu ríkisspítalanna.
Umsóknareyðublöð fyrirliggjandi á sama
stað.
Reykjavík, 10.jan. 1974
SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA
EIRÍKSGÖTU 5,SÍM111765
Útboð
Tilboð óskast í by^gincju íþróttahússí Hveragerði, 1.
áfanga. Útboðsgagna má vitja á verkfræðsstofu Sigurðar
Thoroddsen s.f., Ármúla 4, Reykjavík og á aðalskrifstofu
sveitarstjóra Hveragerðishrepps, Breiðamörk 18, Hvera-
gerði, gegn 5.000 kr. skilatryggingu.
Tilboð verða opnuð 1. febrúar á skrifstofu sveitarstjóra í
Hveragerði.
Bygginganefnd.