Morgunblaðið - 12.01.1974, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.01.1974, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JANUAR 1974 ÁRIMAO HEILLA OnCBÓK 1 dag er laugardagurinn 12. janúar, 12. dagur ársins 1974. Eftir lifa 353 dagar. 12. vika vetrar hefst. Ardegisháflæði er kl. 09.05, síðdegishá flæði kl. 21.29. Legg kapp á að sýna sjálfan þig fullreyndan fyrir Guði, verkamann, er ekki þarf að skammast sín, sem fer rétt með orð sannleikans. (II. Tímóteusarbréf 2. 15). | ÁHEIT 0(3 C3JAFIR Aheit og gjafir afhent Morgun- blaðinu. Strandkirkja: H.M. 1.000,— S.M. 500,— K.H. 500,— N.N. 100,— G.G. 200,— Á. Jónasson 300,— Ömerkt 200 — J.K 100,— Andrés 1.000 — H.t. 1.000,— H.I. 1.000,— S.S. 100 — S.Þ. 200 — N.N. 330,— Ónefndur 200,— V.E. 100,— A.B. 200,— F.E. 2.000,— G.ogE. 1.000,— Teitur Sveinbjörnsson tvö áheit 1.000,— N.N. 200,— Helga 200,— G.P. 10,— H.G. 1.000,— Guðmundur Þorlákur 200,— M.H.E 800,— B.G. 100 — Frá konu 1.000,— G.S. 1.000,— N.N. 400,— S.Þ. 300 — Gógó 1.000,— B.V. 100,— A.G. 500,— A.Þ.S. 200,— K.V. 1.100,— S.N. 200,— N.N. 100,— I.E. 500,— S.S. 500,— M.S. 100,— G.G. 100,— Eyjakona 1.000,— F.L. 1.000,— A.V. 1.500,— D.S. 100,— J.Þ. 200 — S.G.I. 200,— N.N. 1.000,— Inga 200,— N.N. 200,— T.S. 400,— B.H. 500,— A.G. 600,— A.Þ.S. 200,— Júlíana 300 — Kona 200,— Guðmundur góði: M.G. 500,— A.P. 1.000,— E.S. 150 — M.P. 1.000,— Ómerkt 2.000 — S.E. 100,— Hallgrímskirkja, Saurbæ: T.S. 250 — Dýraspítalinn: R.I 1.000,— Minngasjóður Hauks Hauksson- ar: N.N. 200 — Heljarslóð- arorusta í Iðnó Síðdegisstund Leikfélags Reykjavíkur í janúarmánuði er helguð skáldskap Benedikts Gröndals. S.l. fimmtudag voru fluttir þættir úr Heljarslóða- orustu, en sagan var sett saman fyrir um það bil 120 árum af mikilli kátínu um menn og málefni 19. aldarinnar. Þessir þættir eru endurtekn- ir í Iðnó kl. 17 í dag, en flutningnum stjórnar Helga Bachmann. Leikendur eru þau Jón Hjartarson, Karl Guð- mundsson, Valdemar Helgason. Sólveig Hauksdóttir og Kjartan Ragnarsson. Þann 17. nóvember gaf séra Sig- urður H. Guðjónsson saman í hjónaband í Langholtskirkju Eygló Magnúsdóttur og Jón Gunnarsson. Heimili þeirra verð- ur að Baldursgötu 6, Reykjavík. (Ljósm. Gunnar Ingimarsson.) Þann 17. nóvember gaf séra Sig- urður H. Guðjónsson saman í hjónaband Kolbrúnu Björnsdótt- ur og Sæþór Skarphéðinsson.. Heimili þeirra verður að Hátúni 6, Reykjavík. (Ljósm. Gunnars Ingimarss.) Þann 17. nóvember gaf séra Sig- urður H. Guðjónsson saman í hjónaband í Langnoltskirkju Elínu Önnu Sigurjónsdöttur og Óttar Eggertsson. Heimili þeirra verður að Álftahólum 8, Reykja- vík. (Ljósm. Gunnars Ingimarsson.) Þann 24. nóvember gaf séra Gunnar Árnason saman i hjóna- band í Kópavogskrikju Herdísi Einarsdóttur og Odd Grímsson. Heimili þeirra verður að Lundar- brekku 10, Kópavogi. (Ljóm. Gunnar Ingimarss). ást er... . . . . . að láta hjónabandið endast í 75 ár TM Reg. U.S. Pat. OfT—All rightt reterved 1973 by los Angeles Times Hér fer á eftir skemmtilegt spil frá leiknum milli Bretlands og Póllands í Evrópumótinu 1973. Norður ,.s.- H. Á-D-10-6-4 T. Á-5-4-2 . L. 8-6-3-2 Vestur S. Á-8-7-3 H. 8 T. D-G-10-8-3 L.G-10-4 Suður S. D-10-9-6-4-2 H 7-5-3 T. K-9-7-6 L. — Austur S. K-G-S H. K-G-9-2 T. — L. Á-K-D-9-7-5 Við annað borðið sátu pólsku spilararnir A-V og sögðu 3 grönd. Spilið vannst og pólska sveitin fékk 400 fyrir. — Við hitt borðið sátu brezku spilararnir A-V og sögðu þannig: Austur Vestur 1 L 1 G 2 L 2 H 3 L 3 T 3 G 4 L 4 T 4 H 6 L P rður doblaði og austur redoblaði. Með2ja hjartasögninni segist vestur eiga 4 spaða og 4 tígla og4 hjörtu eru sprunarsagn- ir. Suður lét út hjart 5, norður drap með ási. lét laufa 2, sagnhafi drap með laufa 5, lét úr hjarta 9, trompaði í borði og lét út tígul drottningu. Nú lék norður af sér. Hann drap með ási, þótt hann ætti að vita, að sagnhafi hefði ekki sagt slemmu nema hafa eyðu í tígli og því síður að redobla nema svo væri. Sagnhafi trompaði lét enn hjarta, trompað var í borði, tígull látinn út og trompað heima. Næst tók sagnhafi slagi á ás, kóng og drottningu í trompi og lét siðan út hjarta kóng. Suður var nú í vandræðum, því hann átti á hendi D-lÖ-9 i spaða og tigul kóng. Sama er hvað hann lætur í hjarta kóng, sagnhafi vinnur alltaf spilið. PEIMIMAVIIMIR | Brasilía Henrique Pnto Filho Rua Silvestre Ferraz 129 — Apto. 102 Itajuba, Minas Gerais 37500 Brazil Hann er 14 ára, langar til að fræðast um ísland og þá, sem hér búa — sérstaklega þar sem verið getur, að hann komi hingað siðar á árinu. Hann safnar frímerkjum, póstkortum og tímaritum. Nígería Praneis Njokv Izi High School P.M.B. 16 Abakaliki E.C.S Nigeria og Irechukwn Jarper Cnwehrmadn Izi High School P.M.B. 16 Abaliki E.C.S. Nigeria Þeir eru báðir 17 ára að aldrí, skrifa á ensku, og langar til að eignast íslenzka pennavini. Áhugamál beggja eru sund, söfn- un frímerkja og lestur skáld- sagna. Vestur-Þýzkaland Monica Post 4434 Ochtrup Westwall 7 West-Germany Monica gengur í síðasta bekk menntaskóla, og óskar hún eftir bréfaskiptum við fslenzka jafn- aldra sina. Bandaríkin Jim Huffman 820 N. LaSalle St. Apt. C-915-A Chicago II 60610 U.S.A. Hann er við nám, hefur áhuga á tón- mynd- og Ijóðlist; einnig tungumálum, bréfaskriftum, lifn- aðarháttum hinna ýmsu þjóða og íþróttum. ||MÝIR BORGARAR A Fæðangarheimili Reykjavík- ur fæddist: Valgerði Bjarnadóttur og Kristni Sveinbjörnssyni, Traðar- landi 12, Reykjavík, dóttir þann 5. janúar, kl. 17.15. Hún vó rúmar 14 merkur og var 49 sm að lengd. Þóru Björk Jóhannesdóttur og Baldri Halldörssyni, Eyjabakka 10, Reykjavík, dóttir þann 6. janú- ar, kl. 07.50. Hún vó 1214 mörk og var 50 sm að lengd. Ellen Pétursdóttur og Pétri Jónssyni, Laugarnesvegi 81, Reykjavík, sonur þann 5. janúar, kl. 02.50. Hann vó rúmar 16 merk- ur og var 52 sm að lengd. IKROSSGÁTA L’árétt: I. laups 6. vesæl 7. púkum 9. forfaðir 10. Kappsamur 12. 2 eins 13. framkváenia 14. fugl 15. fitl Lóðrétt: 1. verslun 2. lasinn?. kindum 4. hægfara 5. gljáhúðar 8. neyði 9. elska 11. viðskeyti 14. drykkur Lausn á siðustu krossgátu Lárétt: 2. oka 5. AG 7. gá 8. gras 10 ál 11. saðsamt 13. in 14. Atli 15. ná 16. án 17. ónn Lóðrétt: 1. lagsins 3. kassann 4. saltinu 6. grána 7. gamla 9. áð 12. át Hvítabandskonur halda fund n,- k. mánudag að Hallveigarstöðum og hefst hann kl. 20.30. Spilað verður bingó. Kvenfélag Grensássóknar held- ur afmælisfund sinn mánudaginn 14. janúar, og hefst hann kl. 20.30 stundvíslega. Tapað — fundið Brúnt peningaveski úr leðri með nafngyllingu tapaðist fyrir utan Veitingahúsið Lækjarteigi 2, aðfararnótt s.l. mánudags. Finnandi vinsaml. hringi í síma 11038. Fundarlaun. Brúnýrótt læða með svart trýni hvarf frá Álfheimum 27 s.l. mið- vikudag. Er með gula hálsól. Uppl. í síma 30106. | SÁ NÆSTBESTI — Jæja, Tommi, sagði kennar- inn, ef níu kindur væru í hagan- um og þrjár færu upp í fjall, hvað væru þá margar eftir? — Engin, sagði Tommi. — Það er greinilegt, að þú hef- ur ekki lært heima fyrir þennan reikningstíma, sagði kennarinn. — Þú veizt ekki hvernig kindur eru innrættar, sagði Tommi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.