Morgunblaðið - 12.01.1974, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.01.1974, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JANUAR 1974 15 Sakaðir um getn- aðarvörn! Dublin 11. janúar — AP DÓMSMÁLARAÐHERRA írska lýðveldisins hefur nú stefnt stofnun þeirri, sem ann- ast fjölskyldu- og féiagsráð- gjöf, fyrir meint brot á lög- gjöfinni um bann við auglýs- ingum og sölu á getnaðarverj- um. Þessi ákvörðun var tekin eft- ir að hæstiréttur landsins við- urkenndi rétt sjómannskonu einnar til að fara með getnaðarverjur inn í landið, en sú viðurkenning var sögulegur viðburður. Sala, kynning og auglýsing- ar á getnaðarverjum eru alger- lega bannaðar með lögum í lýðveldinu, en um 95% íbúa þess eru kaþólskrar trúar. Þrjár kærur hafa verið lagð- ar fram á hendur stofnuninni, — þ.e. fyrir að hafa boðið getnaðarverjur til sölu, fyrir að hafa brotið ritskoðunarlög með því að dreifa ritum um fjölskylduráðgjöf, og fyrir að hafa auglýst getnaðarverjur. Yfirheyrslur hefjast 19. febrúar. Löggjöf írska lýðveldisins um getnaðarvarnir er ein af ástæðunum, sem mótmælend- ur í Norður-lrlandi nefna fyrir andstöðu við sameiningu ríkj- anna tveggja. Leysum orkuvand- ann með samvinnu Washington 11. janúar — AP „ÞESSAR alþjóðlegu ráðstefnur um orkuvandamálin eiga sér ekk- ert fordæmi í diplómatfskum samskiptum þjóða, — en orku- vandamálin sjálf eiga sér heldur ekkert fordæmi." A þessa leið fórust Henry Kissinger, utanrík- isráðherra Bandaríkjaniia, orð á blaðamannafundi f gær, er hann ræddi um fundi þá sem Nixon forseti h'efur boðið til olíufram- leiðsluríkjum annars vegar og oliuþurfi iðnaðarríkjum hins vegar, f Washington á næstu vikum. Þessum fundum er ætlað að leysa þetta geigvænlega vanda- mál á grundvelli samvinnu og vin- áttu. I boðsbréfi sinu til olíufram- leiðslulandanna segir Nixon m.a., að heimurinn standi nú á kross- götum samvinnu og „sívaxandi pólitískrar og efnahagslegrar tog- streitu “. Segir Nixon, að strax innan þriggja mánaða eftir fundinn með iðnaðarlöndunum 11. febrúar yrði frekari viðræðum mílli bæði framleiðslulandanna og neyzlu- landanna komið á. Svíar reyna olíu- kaup frá írak Þannig breytast göturnar eftir að olfu- og bensínskorturinn fer að segja til sfn. Þessar rayndir sýna eitt og sama götuhornið f þýzka háskólabænum Tubingen. Sú efri er tekin á virkum degi, þegar öll umferð er í fullum gangi, en sú neðri er tekin á sunnudegi. Þá er akstur bifreiða f flestum tilfellum bannaður, en menn deyja ekki ráðalausir og nota tækifærið til að hverfa svolítið aftur f tímann með því að fara ferða sinna í hestvögnum. Fyrir bragðið verður sunnudagsaksturinn miklu heilnæmari. Stokkhólmi og Kaupmannahöfn 11. janúar AP—NTB SÆNSK sendinefnd lagSi í dag af stað áleiðis tii íraks til að ræða hugs- anleg kaup á hráolíu þaðan. Hér er um að ræða opinbera sendi- nefnd, en í desember sl. ákvað sænska stjórnin að veita 200 milljónum Hæsta fjárlagafrumvarp í sögu Svíþjóðar lagt fram sænskra króna til kaupa á hráolíu og olíuvörum. Svíar hafa áður sent sendi- nefnd til Líbýu og gert til- boð í olíu, sem nú eru í athugun. Frá Kaupmannahöfn bárust þær fréttir í dag, að olíufélögin í landinu hefðu í dag tilkynnt verð- hækkanir á bensíni og kostar nú lítrinn um f ' ísl. kr„ sem er um 3 kr. hækku. . Búizt er við meiri hækkunum á næstunni. Landstjórnin í Færeyjum bann- aði í dag akstur einkabifreiða um næstu helgi, frá 12 á miðnætti á föstudag þar til 5 á mánudags- morgun. Svipað bann gilti einnig um sfðustu helgi. Stokkhólmi, 11. janúar, AP. SÆNSKA stjórnin lagði fram í dag hæsta fjárlagafrumvarp í sögu Svíþjóðar en varaði jafn- framt við því, að vegna orku- skortsins óg óvissu í orkumálum, yrði að endurskoða það síðar á Heríhlutun ekki líkleg — segir Schlesinger Washington 11. janúar — NTB JAMES Schlesinger, varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna. sagði á blaðamannafundi í gær, að ekki gæti talizt liklegt, aðtil hernaðar- fhlutunar að hálfu Bandarfkj- anna myndi koma í Miðaustur- löndum, en hins vegar gætu menn aldrei útilokað algerlega slíkan möguleika. Koma þessi uinmæli Schlesing- ers í kjölfar yfirlýsingar hans fyrr í vikunni um að Bandaríkin kynnu að sjá sig tilneydd að sker- ast ■ ieikinn með vopnavaldi vegna olfuþvingana Araba. Þau orð ollu miklu frafári í Arabaríkj- unum. árinu og myndi það þá að öllum líkindum hækka töluvert. Gunnar Stráng fjármálaráð- herra sagði, að allar bjartsýnar spár um efnahag Svíþjóðar á árinu væru úr sögunni. Fimm prósent framleiðsluaukning væri t.d. vafasöm núna. Það leyndist þó ein góð frétt í frumvarpinu: það voru ekki lagðir á neinir nýir skattar. Fjármálaráðherrann varaði þó við því, að langvarandi vandræðaástand í olíumálum myndi hafa mjög slæm áhrif á efnahag landsins og það hefði áhrif á skattana. Margir Sviar borga helming tekna sinna í skatta og þeir eiga yfir höfði sér 17,65 prósent virðis- aukaskatt á mat og flesta aðra framleiðslu. Með fjárlagafrum- varpinu er miðað að því, að bæta atvinnuöryggi, starfsaðstöðu, og að því að hjálpa sjúkum, öldruð- um og stórum fjölskyldum. Engar stórfelldar breytingar er að finna í frumvarpinu en velferðarmál fá þar langmest fé. Framlag til þeirra hækkar um fjóra milljarða sænskra króna, upp i 23 milljarða. Framlag til Leysir Ehr- lichman frá skjóðunni? Washington 11. janúar AP—NTB. JOHN Ehrlichman, sem áður var einn af æðstu ráðunautum Nixons forseta og lykilmaður i Water- gate-málinu, hitti í dag Leon Jaworski, saksóknara í málinu, og ræddust þeir við drjúga stund. Engin opinber yfirlýsing fékkst um tilgang viðræðnanna, en ýms- ir fréttaskýrendur telja hugsan- legt, að Jaworski sé að reyna að komast að einhvers konar sam- komulagi við Ehrlichman um að ljóstra upp óþekktum atriðum, er þetta mikla hneykslismál varðar. varnarmála hækkaði um 920 milljón sænskar krónur, upp í 8,85 milljarða. Aðstoð við erlend ríki hækkaði um 35 prósent, upp í tvo milljarða króna. Hætt var við aðstoð við Chile, en aðstoð við Norður-Vietnam hækkaði úr 50 milljónum upp í 170 milljónir sænskra króna. Frumvarpið verður nú lagt fyrir þingið en þar hafa sósialdemókratar nú ekki meirihluta í fyrsta skipti í 43 ár. Sprengt á Spáni Barcelona 11. janúar — AP ÞRJÁR fremur vægar sprenging- ar skóku Barcelona í býtið í morg- un. Lögreglan hefur neitað að gefa opinberlega skýringar á þessum sprengingum, en heimild- ir innan hennar herma, að þær standi ( sambandi við dauðadóm yfir ungum Spánverja, sem sak- ur er um að hafa myrt lögreglu- mann nokkurn. Aðeins einn mað- ur særðist Iftillega af völdum sprenginganna. Herréttur hafði fyrr í þessari viku dæmt unga manninn tii dauða fyrir að hafa myrt lögreglu- manninn eftir misheppnað banka- rán. Maðurinn og tveir sökunaut- ar hans voru við réttarhöldin sakaðir um að vera félagar Vodka frá Kína New York 11. janúar — NTB OG þá eiga Bandarikjamenn von á því, að geta drukkið kinverskt vodka á næstunni. Kínverjar eru nefnilega byrjaðir að flytja út vodka til sölu á bandarískum markaði. Ekki er þó útséð um, hvort þessar kinversku guðaveig- ar geta keppt við veigarnar frá hinu stórveldi kommúnistaheims- ins, þvi Sovétmenn flytja árlega út meir en 300.000 flöskur af vodka til Bandaríkjanna. Skyldi Nixon ekki krækja sér i fylgis- menn vegna bættra sambúðar við Kína? íberísku frelsishreyfingarinnar, sem berst gegn ríkisstjórn Francos. Þessi dauðadómur verð- ur hins vegar endanlegur þegar æðsti yfirmaður hersins í Barce- lona-héraði tekur ákvörðun þar um, en hennar er einmitt að vænta mjög bráðlega. Karl Gústaf flutti sfSustu hásætisræðuna. Síðasta hásætis- ræðan í Svíþjóð Stokkhólmi, 11. janúar, AP. ENDALOK 250 ára konung- legrar hefðar voru í Svíþjóð í dag, þegar sænska þingið var sett f síðasta skipti með hásætisræðu. Karl Gústaf, hinn nýi 27.ára gamli konungur Sví- þjóðar, flutti ræðuna yfir þing- mönnum og fyrirfólki f konungshöllinni. Ný stjórnar- skrárlög, sem verða samþykkt endaniega í þinginu í vor, breyta stöðu konungsins í „Tákn þjóðarinnar". Hásætisræðan með öllu sínu orðaflúri verður lögð niður og i hennar stað kemur stytt yfirlýsing, sem forsætisráð- herrann mun lesa við þingsetn- ingar hér eftir. Karl Gústaf konungur sat i fornu silfur- hásæti Sviakonunga þegar hann flutti ræðuna í dag og fullvissaði þingheim um konunglega náð og vinsemd, sem þeir yrðu aðnjótandi í starfi sinu. Nýir og breyttir timar komu fram í ræðu konungs, þvi að hann minntist nú á ýmis mál, sem eru efst á baugi og þar á meðal oliumálið, sem hann sagði, að myndi verða þjóðinni erfiður baggi. Konungurinn á sjálfur erfiðari tima framundan því þingið hefur lækkað „laun“ hans um 105 þúsund dollara, niður í 950 þúsund dollara. Það hefur m.a. i för með sér, að hann verður að láta sér nægja að hafa tvo matsveina í eldhúsi sinu í staðinn fyrir fimm og verður einnig að selja einhverja af 18 hestum sinum. I (

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.