Morgunblaðið - 12.01.1974, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.01.1974, Blaðsíða 23
 urinn gat fengið og augu hans ljómuðu af sigurtárum til síns gamla félags, sem hann var stofn- andi að fyrir svo langa löngu. Við viljum að lokum votta fjöl- skyldu og vinum Halls ást og virð- ingu okkar frá Val, en minningin um stofnandann lifir best og lengst, með hvatningu til nýrra dáða. F.h. Fulltrúaráðs Vals. Hermann Hermannsson. Við fráfall Halls Þorleifssonar rifjast upp fyrir mér gömul endurminning. Ég var þá ný- kominn til Reykjavikur og lagði eitt sinn leið mina á samsöng hjá Karlakórnum Fóstbræðrum. Ég hreifst strax af þvi sem fyrir augu og eyru bar. Það var myndarlegur hópur söngmanna, sem stóð á sviðinu og söngstjórinn glæsi- menni. En ég man glöggt að ég veitti sérstaka athygli eldri manni, sem stóð ystur i fremstu röð söngmanna. Hárið var hæru- skotið, en yfirbragð mannsins sér- staklega geðfellt og menningar- iegt. Og það duldist ekki ókunnugum, að við hlið hans stóðu tveir ungir synir hans, ættarmótið leyndist ekki. Þetta var Hallur Þorleifsson og synir hans, Ásgeirog Kristinn. Ég kynntist Halli síðar í hópi Fóstbræðra. Það fór ekki milli mála, að hann var mikils metinn af félögum sinum þar, sem margir höfðu þá þekkt hann í áratugi. Og það var sannarlega ekki að ófyrir- synju. Hallur var hvort tveggja í senn, frábær söngmaður og ein- staklega skemmtilegur félagi. Hann stráði kring um sig græsku- lausri glaðværð og ljúflyndi, eins og ekkert væri sjálfsagðara. íslenskir karlakórar hafa gert víðreistara en flestir aðrir list- flytjendur ísienskir. Þeir hafa hvarvetna verið þjóð sinni til sóma. Ég hika ekki við að full- yrða, að Hallur Þorleifsson eigi stóran hlut að menningarlegri reisn islenskra karlakóra. í ára- tugi var hann ýmist söngstjóri eða söngmaður í þeirri sveit. Allt framlag hans var sama marki brennt. Um langt árabil hið síðasta átti Hallur við heilsubrest að stríða. Af þeim sökum varð hann að hætta störfum í Fóstbræðrum. En það er til marks um vinsældir hans meðal kórmanna, aðoftar en ekki, ef komið var saman á gleði- fundi, leitaði hugurinn ósjálfrátt til hans. Og þá voru honum send- ar kveðjur, sem ég er fullviss að glöddu hann. Fóstbræður hafa oft sungið ljóð þjóðskáldsins góða, Steingríms Thorsteinssonar. Mig langar að enda þessi fáu minningabrot um Hall Þorleifsson með því að til- færa ljóðlínur eftir hann: „Sönglist hófstu sjálfur meðal vor, söngsins vængir skulu nafn þitt bera.“ Þökk sé guði fyrir farsælt æfi- starf. Sigurður E. Haraldsson. Hallur Þorleifsson var fæddur 15. april 1893 að Vestra-Fróðholti í Landeyjum. Foreldrar hans voru Þorleifur Jónsson frá Kleif í Austur-Landeyjum, siðar kaup- maður í Reykjavík, og kona hans, Kristín Arnoddsdóttir frá Arnar- hóli í sömu sveit. Hallur fór til náms i Verslunar- skóla Islands og brautskráðist þaðan árið 1912. Að námi loknu stundaði hann verslunarstörf og kaupmennsku í Reykjavík, rak um skeið verslunina Vaðnes og naut i ríkum mæli hylli viðskipta- vina jafnt yngri sem eldri. Árið 1937 gjörðist hann bókari og siðar fulltrúi hjá Rafmagnsveitu Reykjavikurborgar og starfaði þar óslitið, þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir árið 1963. Eftir það vann hann þó að ýms- um bókhaldsstörfum meðan hon- um entust heilsa og þrek. Hallur var óvenju félagslyndur maður og kom það snémma í ljós. Ungur að árum gekk hann í K.F.U.M. og varð brátt mikilvirk- ur í starfsdeildum félagsins, m.a. einn af stofnendum knattspyrnu- MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARPAGUR 12. JANUAR 1974 23 félagsins Vals, er síðar gerði hann að heiðursfélaga sínum. Hann var þegar í æsku trúhneigður og undir handleiðslu sr. Friðriks Friðrikssonar varð trúin honum það skæra leiðarljós, er lýsti hon- um allt hans líf. Trúin varð hon- um ríkuleg fagnaðarlind og hann lifði f anda þessarar hvatningar postulans: Verið ávallt glaðir vegna sam- j félagsins við Drottin. Hrókur alls fagnaðar var hann á góðvina fundum, en það duldist engum, að innifyrir rikti alvara hins lífsreynda og trúarstyrka manns. Fáir æskulýðsleiðtogar hafa í jafn ríkum mæli og sr. Friðrik Friðriksson, látið sönginn hljóma við boðun fagnaðarerindisins, og brátt varð Hallur öfiíjg máttar- stoð i sönglífi K.F.U.M. Varð hann virkur i söngflokki félagsins árið 1911. En sönghæfileikar hans og hljómlistargáfa olli því, að víð- ar varð hann virkur þátttakandi í sönglífi Reykjavíkur. Árið 1914 hóf hann söng í kirkjukór Dómkirkjunnar og söng þar upp frá því meðan kraft- ar entust. Þá varð hann einnig félagi í Karlakórnum 17. júní, sem starfaði hér í Reykjavík um árabil við miklar vinsældir undir stjórn hins ástsæla tónskálds Sigfúsar Einarssonar. Þá er komið að þeim þættinum á löngum og merkum söngferli Halls Þorleifssonar, sem Fóst- bræður munu ætíð minnast í virðingu og ríkulegum þakkar- hug. Sá þáttur hófst, er þeir félagarnir Hallur Þorleifsson, Hafliði Helgason og Jón Guðmundsson fóru til fundar við Jón Halldórsson haustið 1916, ræddu við hann um stofnun Karlakórs K.F.U.M. og fóru þess á leit við Jón, að hann gjörðist stjórnandi kórsins. Þeirri heim- sókn fylgdi sú gifta, sem Fóst- bræður munu alla tíð telja sig í óbættri þakkarskuld fyrir. í ára- tugi var Hallur virkur þátt- takandi í hópnum, jafnan í fremstu röð og söngglaðastur allra. Hann þreyttist aldrei á að starfa fyrir kórinn, enda var hon- um sýndur mikill trúnaður og virðingarvottur. Hann var formaður kórsins 1919—1926 og varaformmaður 1946—1947. Auk þess hafði hann á hendi mörg trúnaðarstörf fyrir kórinn. Má heita, að fá ráð væru ráðin, án þess að hann væri kvaddur til. Fyrir fjölþætt og mikilvæg störf sín í þágu Fóst- bræðra var hann sæmdur gull- merki kórsins. En Hallur bjó einnig yfir ágæt- um söngstjórnarhæfileikum, sem komu glöggt í ljós, þegar Jón Halldórsson fól honum veldis- sprotann í viðlögum. En söng- stjórnarhæfileikar hans komu að fullum notum, er ákveðið var árið 1932 að stofna kór með ungum mönnum, kór, er yrði í nánum tengslum við Fóstbræður. Var þá stofnaður karlakórinn Kátir félagar og varð Hallur söngstjóri hans. Kátir félagar tóku um ára- bil virkan og merkan þátt í söng- lifi borgarinnar bæði með sjálf- stæðum hljómleikum og þátttöku í flutningi sígíldra tónverka, og rættust hjá kór, og ekki síður hjá söngstjóra hans, hinar glæstustu vonir. Þegar starfsemi Kátra félaga lauk, árið 1944, komu flest- ir félaganna til starfa með Fóst- bræðrum. En Hallur hafði aldrei látið niður falla virka þátttöku sína í sínum gamla kór, og brátt varð hann þríefldur, er hann hafði sér við hlið syni sina tvo, Ásgeir og Kristinn, sem báðir urðu mikilvirkir liðsmenn og Fóstbræður af lífi og sál. Árið 1921 kvæntist Hallur Þor- leifsson Guðrúnu Ágústsdóttur Benediktssonar verslunarstjóra á ísafirði. Margt var þeim hjónum sameiginlegt, ekki hvað síst það, hvað báðum var tónlistargáfan gefin i ríkum mæli. Guðrún var i hópi bestu söngkvenna þessarar þjóðar, bæði fyrir raddgæði og túlkun hennar á viðfangsefnum. En heimili þeirra hjóna verður öllum gömlum Fóstbræðrum sér- stakiega minnisstætt, því segja má að það heimili væri um langt árabil að öðrum þræði félags- heimili Fóstbræðra. Svo margar ógleymanlegar stundir áttum við þar á góðvinafundum með söng af vörum og söng i sál. Eitt siðasta skiptið, sem Hallur Þorleifsson kom til hátíðarfundar hjá Gömlum Fóstbræðrum, var hann nýkominn á fætur eftir mikil veikindi. Einhver hafði orð á því við hann, hvort ekki væri óvarlegt af honum, að koma til gleðskapar svo fljótt eftir lang- vinna sjúkdómslegu. Því svaraði Hallur eitthvað á þessa leið: Sé ég á förum, þá væri mér ekkert kæaraw en að mega ljúka degi í þessum góða félagahópi, siðan bætti hann við: En þegar stundin kemur, þá veit ég að Fóst- bræðurnir, sem horfnir eru yfir landamærin, munu taka vel á móti mér. Nú skal hann kvaddur í þeirri trú, að nú hafi hann fengið að sannreyna það, að Fóstbræðurnir handan við landamærin hafi fagnað honum með þróttmiklum Fóstbræðrasöng og Sangerhilsen. Garöar Þorsteinsson. Minninq: Ingibjörg Þorsteins- dóttir frá Strönd Fædd 13. 01.1888 Dáin 05. 01 1973 Sú kynslóð sem komin var á legg fyrir siðustu aldamót, er nú að hníga til foldar og safnast til feðra sinna. Þá er þess vert fyrir okkur sem eftir lifum að hug- leiða hvað íslenzka þjóðin á þess- um kjörviðum mikið að þakka. Þetta háaldraða fólk hefir lifað það timabil i sögu þjóðarinnar sem einstæðast má teljast frá upp- hafi íslandsbyggðar, það ólst upp við svo erfið kjör á allan hátt svo sem saga þjóðarinnar sýnir, best. Eigi að síður hefir þetta fólk sem ólst upp við þessi óblíðu lífsskil- yrði skilað nútíðinni dýrmætum arfi til ávöxtunar. Það er fyrst og fremst þessum sterku stofnum að þakka, hver lífsskilyrði við búum nú við. Ég ætla að minnast hér lítillega þeirra heiðurshjóna Ingibjargar Þorsteinsdóttur og Ingimundar Jónssonar frá Strönd á Stokks- eyri. Ingibjörg andaðist 5. þessa mánaðar, en Ingimundur fyrir 10 árum. Fyrstu kynni mín af þess- um hjónum voru þau, að dóttir þeirra Guðbjörg kom til okkar 10 ára og dvaldi hjá okkur í Vest- mannaeyjum eitt sumar. En það urðu fleiri sumur sem þessi telpa átti eftir að vera hjá okkur. Þá voru miklar samgöngur á milli Stokkseyrar og Eyja. Var maður þá oft á ferð og jafnan auðfúsu- gestur á Strönd og hófst þá góður kunningsskapur á milli heimil- anna sem haldist hefur alla tíð sfðan með gagnkvæmri vináttu milli fjölskyldnanna. Ingibjörg Þorsteinsdóttir var fædd á Ragnheiðarstöðum I Gaui- verjabæjarhreppi, dóttir lijón- anna Jóhönnu Jónsdóttur og Þor- steins Oddssonar. Hún ólst upp með foreldrum sínum og sex systkinum, og er sú síðasta af systkinunum sem kveður þetta jarðlíf. 11. nóvember 1911 giftist Ingibjörg, Ingimundi Jónssyni ættuðum frá Klauf I Landeyjum. í upphafi búskapar síns keyptu þau býlið Strönd á Stokkseyri og bjuggu þar síðan í 36 ár. Ingimundur var sjómaður bæði á áraskipum, skút- um og vélbátum og varð snemma formaður og farnaðist vel. Stokks- eyri var þá ekki siður en nú hættuleg verstöð. Sjósókn hefur alla tíð verið erfið og áhættusöm. ekki síst á meðan fleytan var smá og öryggistæki engin, en þetta var eini bjargræðisvegurinn til að sjá sér og sinum fyrir lifsbjörg. En það voru ekki eingöngu karlmennirnir sem byggðu upp sjávarbyggðir þessa lands á fyrri hluta þessarar aldar. Þá stóðu konurnar með bændum sínum af miklum dugnaði ásamt börnum er þau komust á legg að allri velferð heimilisins með því að fara i að- gerð á fiski þegar vel aflaðist, á þerrireitinn á sumrin til að þurrka fiskinn og i búskapinn eft- ir þvi sem með þurfti. En svona var vinnan þrotlaus í þá daga. Það reyndi mikið andlega á þrek sjómannskonunnar engu síð- ur en karlmannanna að búa við sjávarströndina á þessum árum. Ingibjörg var greind og tápmikil kona og sterk að allri gerð og stóðst þá raun með prýði. Talið er að sjómannskonan eygi þá gleði sem sé dýpri en flestir skilja. Og einnig svo sára sorg að ekki verði meðorðum lýst. Ingibjörg á Strönd var skemmtileg i viðræðum og kunni skil á mörgu, hún var mjög félags- lynd, starfaði mikið í Kvenfélagi Stokkseyrar, sem hafði í þá daga líknarmálin efst á sinni stefnu- skrá og var gerð að heiðursfélaga þess félags. Þar sem Ingimundur á Strönd stundaði sjóinn mikinn hluta árs- ins, kom það í hlut Ingibjargar að sjá um stjórn á heimilinu og upp- eldi barnanna. Þau eignuðust 4 dætur og 2 syni, allt mesta mann- Framhald á bls. 19 Minning: Sigurður Bjarni Gunnarsson fv.oddviti Hann var hógvær maður og hljóðlátur meðan hann lifði hér í heimi. Það var einnig hljótt um burtför hans— of hljótt að mínu áliti. Þó má vel vera að okkur öllum sé fyrir beztu að véra gleymd um leið og moldin umlykur kistuna. Einhvern veginn sætti ég mig samt ekki við það, að svo góðs manns eins og Sigurðar i Litla- Hvammi, sé að engu getið þegar hann hverfur af sjónarsviðinu. Það virtist svo oft í hávaða- samri veröld, að hinar fornu dyggðir svo sem hógværð og drenglund, séu lítt í hávegum hafðar. Heimtufrekja tillitsleysi og háreysti eru tímanna tákn. Hrýs mörgum hugur við, ekki sízt okkur, sem farin erum að reskj- ast. Því finnst mér gott að minn- ast samfylgdar við mann eins og Sigurð Gunnarsson — hvíld að vera með honum I huganum, þótt hann sé horfinn, eins og það var gott að dvelja i nálægð hans með- an hann lifði og starfaði. Hann var einn þeirra manna, sem sam- fara glaðværð og ljúfmennsku i viðmóti bjóyfir þvi sálarjafnvægi að hann virtist aldrei skipta skapi.Hann var þó engan veginn geðlaus maður. Skoðanir hans voru fastmótaðar og hann fylgdi þeim af festu og stillingu hve- nær, sem þörf krafði. Sigurður Bjarni Gunnarsson var fæddur að Steig í Mýrdal 10. júní 1896. Foreldrar hans voru hjónin Gunnar Bjarnason og Guð- ríður Þorsteinsdóttir. Árið 1924 kvæntist Sigurður Ástríði Stef- ánsdóttur, kennara í Litla- Hvammi í sömu sveit. Lifir hún mann sinn. FYrstu 3 árin bjuggu ungu hjónin á Steig, en fluttu að Litla- Hvammi árið 1927. Þar stóð heim- ili þeirra siðan. Eignuðust þau 4 böcn, sem öll eru á lífi. Þau eru Gunnar bifreiðastjóri, Litla- Hvammi, ókvæntur, Helga búandi í Ytri-Njarðvík, gift Erlendi Vil- mundarsyni, Sigþór, símaverk- stjóri, Litla-Hvammi, kvæntur Sólveigu Guðmundsdóttur og Stefán til heimilis á Hvammbóli, ókvæntur. Litli-Hvammur stendur á fögr- um stað vestan undir Steigar- hálsi. Ekki er jörðin stór, enda mun Sigurður aldrei hafa verið í stórbændatölu. Jafnframt bú- skapnum vann hann ýmis önnur störf. Hann var góður smiður og stundaði smfðar langt fram eftir ævi. Þá var hann lengi formaður á opnu skipi frá Dyrhólaey á meðan menn stunduðu þann atvinnuveg. I því hættulega og vandasama starfi var hann heppinn og vin- sæll, sem og í öðru því, er hann tók sér fyrir hendur. Skapgerð Sigurðar var þannig farið, að ég hygg að hann hafi ógjarnan tekið að sér verk, nema hann treysti sér til að leysa þau vel af hendi. Metnaður hans var fólginn í því að skila því vel, sem honum var trúað til. Hann gegndi mörgum trúnaðar- störfum fyrir sveit sína. Hann átti i fjölda ára sæti í hreppsnefnd Dyrhólahrepps og var oddviti um alllagt skeið. Sýslunefndarmað- ur var hann 1954—1958 og sókn- arnefndarmaður í Skeiðflat- arsókn. Ýmsum öðrum opinber- um störfum gegndi hann um lengri eða skemmri tíma og gat sér hvarvetna gottorð fyrir reglu- semí og heiðarleika. Sigurður Gunnarsson var gæfu- maður. Hann eignaðist góða og mikilhæfa konu og góð börn. I búi þeirra hjóna var aldrei mikill auð- ur á veraldar visu. En þau voru engu að siður miklir veitendur, frá þvi fyrsta er ég kynntist þeim. Litli-Hvammur stendur í þjóð- braut og Skeiðflatarkirkja er þar í túninu. Þar var og lengi þing- staður Dyrhólahrepps. Margir áttu þvá leið um staðinn og þáðu þar góðan beina og margs konar fyrirgreiðslu, sem öll var veitt með IJúfmennsku. Fjölskyldan unni tónlist. Húsfreyjan spilaði á orgelið og gestir og heimafólk tóku lagið þegar tilefni gafst til. Eg á góðar minningar um heim- ilið í LÚtla-Hvammi og murgir munu hafa sömu sögu að segja. En nú er skarð fyrir skildi er húsbóndinn, sem svo lengi fagn- aði gestum á þessum stað, er horf- inn. Sigurður lézt eftir mjög skamma legu hinn 6. nóvember 1973 og var jarðsettur lO.s.m. frá Skeiðflatarkirkju. Það má því segja, að þessi kvejuorð sér siðbú- in. En allt um það skulu þau vera litið tákn um handtak, sem ég reyni að rétta horfnum vini og góðum dreng yfir hafið mikla. Blessuð sé minning Sigurðar í Litla-Hvammi. Ragnar Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.