Morgunblaðið - 12.01.1974, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 1974
! m 11 ÍAFRÍTTIR MORtUIURLARSIKS |
„Sovézka liðið
stórkostlegt”
Geir Hallsteinsson sýndi enn
einn stórleikinn með liði sínu
Frisch Auf Göppingen er það
mætti sovézka landsliðinu 6.
janúar s.l., en þann leik sigruðu
Rússar 22:18. Skoraði Geir 4
glæsileg mörk í leiknum og var
annar markhæsti leikmaður
Göppingen; hinn útlendingurinn
i liðinu, Patzer, skoraði 6 mörk.
— Bezti leikmaður Göppingen,
Peter Bueher, var ekki með okkur
í þessum leik, sagði Geir í viðtali
við Morgunblaðið í gær, — hann
meiddist í landsleik gegn Sovét-
mönnum sem fram fór 2. janúar
s.l. Sovétmenn léku um þá helgi
tvo landsleiki við Vestur-Þjóð-
verja, unnu fyrri leikinn 22:17, í
Bremen, en töpuðu seinni leikn-
um 14:17, en sá leikur fór fram í
Essen.
Um sovézka landsliðið sagði
Geir:
— Ég er illa svikinn ef það
kemst ekki langt í heimsmeistara-
keppninni. Varnarleikurinn hjá
liðinu er sá bezti sem ég hef
nokkru sinni kynnst og mark-
varzlan þannig að tæpast er unnt
að lýsa henni með orðum. Hún
var undraverð. Ég held, að Göpp-
ingen hafi náð sínum bezta leik, í
vetur gegn Sovétmönnunum, og
við hefðum sennilega unnið leik-
inn, hefðu jólasteikurnar ekki
setið aðeins í mönnum. Varnar-
leikurinn hjá okkur var mjög góð-
ur í þessum leik og okkur tókst að
halda tveimur sterkustu mönnum
Sovétmannanna: Maximov og
Klimov algjörlega niðri. Maximov
skoraði aðeins 2 mörk og Klimov
eitt mark.
Lið Geirs leikur í dag i 1. deild-
inni gegn Didzenbach, liðinu sem
er á höttunum eftir Axel Axels-
syni og á morgun heldur það síð-
an til Freiburg þar sem það tekur
þátt i móti, ásamt sovézka lands-
liðinu, landsliði Sviss, og úrvals-
liði frá Suður-Þýzkalandi.
Blakið
vinnur á
Frá þvf að Blakdeild Vfkings
var stofnuð nú f haust, fyrsta
blakdeildin innan almennu
fþróttafélaganna í Reykjavfk,
hafa vinsældir íþróttarinnar
aukist jafnt og þétt. Árni Árna-
son formaður deildarinnar sagði f
viðtali við Morgunblaðið í gær, að
nú væru um 80 manns innan blak-
deildarinnar, f karla- og kvenna-
flokkum.
Sagði Árni að eini hópurinn,
sem hefði valdið vonbrigðum
væru menn komnir á miðjan ald-
ur , en tímat Old Boys hefðu verið
tiltölulega lítið sóttir, miðað við
áhugann í öðrum flokkum og gildi
blaksins sem trimmíþróttar. Gætu
Vikingar enn bætt í Old Boys hóp-
inn, en æfingarnar fara fram í
íþróttahúsi Austurbæjarskólans
frá kl. 21.50 á þriðjudögum og
fimmtudögum. Á miðvikudaginn í
næstu viku halda Víkingar
skemmti- og kynningarfund í
blaki í Víkingsheimilinu við
Hæðargarð. Verður ^þar sýnd
blakmynd og rabbað um
íþróttina.
Gilbert Reinisch
Hansi Schmidt — kunnur leikmaður hériendis verður með Vest-
ur-Þjóðverjum. Myndin er tekin f leik V-Þýzkalands og Sovétmanna
á dögunum.
Þjóðverjar velja
HM-lið sitt
Vestur-Þjóðverjar hafa nú valið
lið sitt fyrir heimsmeistara-
keppnina f handknattleik f Aust-
ur-Þýzkalandi, en sem kunnugt
er, leika þeir þar f riðli með Ís-
lendingum, Tékkum og Dönum.
Allir leikmenn þýzka liðsins eru
margreyndir landsliðsmenn og
hafa sumir hverjir á annað
hundrað landsleiki að baki. í lið-
inu eru tveir af leikmönnum
Göppingens, og fimm leikmenn
frá Gummersbach. Lið Þjóðverj-
anna verður þannig skipað:
Franskur stjörnufræðingur
þjálfar reykvískt skíðafólk
Markverðir:
Michael Dogs, (VfL Bad
Schwartau) 28 ára, — 8 landsleik-
ir. Klaus Kater, (Gummersbach)
25 ára — 63 landsleikir. Wilfried
Meyer (Dankersen) 30 ára — 16
landsleikir.
SKÍÐAFÖLK mun ef að líkum
lætur fá meiri og betri þjálfun í
vetur en áður. Hingað til lands er
nú kominn franskur skíðaþjálf-
ari, Gilbert Reinisch að nafni.
Mun hann starfa á vegum Skfða-
ráðs Reykjavíkur og hefur þegar
hafið æfingar, auk þess mun
hann svo kenna frönsku í mennta-
skólunum.
Reinisch er eflaust mörgu
íslenzku skíðafólki að góðu
kunnur, en hann kemur nú
hingað í fjórða skiptið. Fyrst kom
hann hingað sumarið 1971, sem
ferðamaður, en ekki leið á löngu
þar til hann var á leiðinni upp í
Kerlingarfjöll. Sumurin 1972 og
1973 dvaldist hann svo um tíma
við kennslu og keppni i Kerl-
ingarfjöllum.
Gilbert Reinisch er frá borginni
Nice í Frakklandi, þaðan lauk
hann fyrir ári síðan prófi í
stjörnufræði og hefur unnið á
rannsóknastofu háskólans í Nice
síðan. Hingað kemur hann fyrir
mílligöngu Menntamálaráðu-
neytisins og franska sendrráðsins.
í Nice var Reinisch formaður
skíðafélags háskólans og þjálfaði
það reyndar lika. Við ræddum við
hann í fyrradag og spurðum fyrst,
hvað hann vildi segja um skíða-
fólkið eftir fyrstu kynni.
— Ég hef hitt sumt af skíða-
fólkinu áður, bæði I Kerlingar-
fjöllum og svo vorum við Guðjón
Ingi Sverrisson saman við æfing-
ar í Frakklandi í haust, sagði
Reinisch. Ég get ekki annað sagt
en að mér lítist mjög vel á að
starfa með þessu fólki og ég vona
aðframfarirnar verði nokkrar.
— Höfuðmunurinn á islenzku
skfðafólki og frönsku er sá, að hér
hafa allir áhuga á að læra meira
og bæta sig. I Frakklandi heldur
fólk, að það sé svo gott á skíðum,
að það geti tæpast lært meira. Ég
hef séð marga góða skíðamenn
hér og ég er mjög bjartsýnn á
samstarfið.
Reinisch er byrjaður æfingar og
mun hann ekki nota sömu flokka-
skiptingu við æfingarnar og
tiðkast hefur. Ekki verður skipt í
flokka eftir aldri heldur getu. —
Það er örvandi fyrir krakkana að
fá að keppa við fullorðna og fyrir
þá fullorðnu er leiðinlegt að tapa
fyrir krökkunum, þannig að þeir
beita sér meira, segir Reinisch.
Bandaríkjamaðurínn James
Mayor þjálfaði hjá Ármanni í
fyrravetur og sagði Fransmaður-
inn að það væri greinilegt að
skíðafólkið hefði lært töluvert af
kennslu hans.
Sæmundur Óskarsson er
formaður Skíðaráðs Reykjavíkur
og sagði hann að Reinisch yrði
hér á landi næstu tvö árin og
myndi Skíðaráðið nota sér veru
hans hér til hins ýtrasta. Auk
beinnar þjálfunar mun hann
halda fyrirlestra og hefjast þeir
innan skamms. Verður þeim skipt
í tvennt, annars vegar fyrirlestrar
fyrir keppendur og hins vegar
fyrir leiðbeinendur.
Aðrir leikmenn:
Wolfgang Braun (Schwartau)
28 ára — 51 landsleikur. Peter
Bucher (Göppingen) 26 ára — 70
landsleikir. Joachim Deckarm
(Gummersbach) 20 ára — 3
landsleikir. Armin Emrich
(Göppingen) 22 ára — 9 lands-
leikir. Burkhard Gröning (Well-
inghofen) 28 ára — 23 landsleik-
ir. Jíirgen Hahn (Leutershausen)
23 ára — 6 landsleikir. Hans
Kramer (Dankersen) 25 ára — 20
landsleikir, Helmut Kosmehl
(Gummersbach) 29 ára — 13
landsleikir. Heiner Möller (Well-
inghofen) 25 ára — 79 landsleik-
ir. Bernd Munck (Dankersen) 30
ára — 110 landsleikir. Hans-
Gúnther Schmidt (Gummers-
bach) 31 árs — 88 landsleikir.
Horst Spengler (Húttenberg) 23
ára — 21 landsleikur. Herbert
Wehnert (Dietzenbach) 26 ára —
73 landsleikir. Gerd Welz (Kiel)
29 ára — 28 landsleikir. Klaus
Westebbe (Gummersbach) 24 ára
— 35 landsleikir.
Ógna
Njarð-
víkingar
liði KR?
FJÖRIR leikir fara fram í 1.
deild Íslandsmótsins í körfu-
knattleik um helgina og tveir
leikir í 2. deild. Klukkan 16 í dag
leika á Seltjarnarnesi Valur og
UMFS og að þeim leik loknum
HSK gegn ÍR. Kiukkan 17 í dag
leika á Akureyri Þór og UMFG og
á morgun kl. 14 mæta Grindvík-
ingar liði ÍMA; báðir leikirnir
fara fram i Íþróttaskemmunni.
Tveir leikir fara fram í íþrótta-
húsinu í Njarðvíkum á morgun,
báðir í 1. deild. Fyrst leika UMFS
og Armann, hefst sá leikur klukk-
an 14 og að honum loknum leika
heimamenn við KR.
Telja verður Valsmenn nær
örugga um sigur í leiknum við
UMFS og þótt Njarðvíkurliðið sé
óvenju gott um þessar mundir
eiga KR-ingar að vinna leíkinn
gegn þeim. Með góðum leik og
háværa áhorfendur að baki ættu
Njarðvíkingar þó að geta staðið í
KR-ingum.
Leikirnir I 2. deild, sem báðir
fara fram á Akureyri, ættu að
geta orðið spennandi, einkum
leikur UMFG og ÍMA, ósennilegt
er að UMFG takist að sigra Þórs-
ara, sem eru iðnir við stigasöfnun
þessa dagana.
r
IR-hlaupin
að hefjast
Undanfarin sex ár hafa
ÍR-ingar byrjað árið með því
að efna til unglinga-, barna-
og trimmhlaupa, bæði í
Hljómskálagarðinum og í
Breiðholti. Það hyggjast
þeirgeraenn á ný.
Þessar hlaupakeppnir ÍR-
inga hafa verið öllum opnar
og mikill f jöldi hefur spreytt
sig á þessum árum. Þátttak-
endurnir hafa verið á öllum
aldri, eða frá 5 ára til 65 ára
aldurs. Meðal þeirra sem
hafa tekið sín fyrstu hlaup-
araskref í keppninni er
margt af bezta frjálsíþrótta-
fólki landsins. Má þar nefna
Vilmund Vilhjálmsson,
Ágúst Ásgeirsson, Gunnar
Pál Jóakimsson, Ragnhildi
Páisdóttur, Lilju Guðmunds-
dóttur og Önnu Haraldsdótt-
ur.
Í vetur og í vor munu fara
fram 6 hlaup í Hljómskála-
garðinum og önnur 6 í Breið-
holti; eru þetta tvær keppn-
ir óháðar hvor annarri.
Keppendum er skipt í flokka
eftir fæðingarári og allir
þeir sem ljúka 4 hlaupum i
viðkomandi keppni fá sér-
stakar viðurkenningar og
verðlaun.
Fyrsta hlaup vetrarins
verður 1. Hljómskálahlaupið
1974 og hefst það klukkan 14
á sunnudaginn, 13. janúar.
Það er eins og fyrr segir
öllum opið. Væntanlegir
keppendur þurfa að mæta
tímanlega til skráningar og
númeraúthlutunar og helzt
eigi síðar en kl. 13.40 við
Hljómskálann.