Morgunblaðið - 12.01.1974, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.01.1974, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 1974 -A_ 3 Friðland að Fjallabaki og við sjó undir Jökli náttúruverndarrað stefnir nú að því að stofna frið- land að Fjallabaki í tengslum við vernd fjölsóttra ferða- mannastaða á hálendinu og hef- ur þá sérstaklega í huga Land- mannalaugar. Þetta kom m.a. fram á blaðamannafundi hjá Náttúruverndarráði. Mörg friðlýsingarmál eru á döfinni hjá ráðinu, misjafnlega langt á veg komin. Áfram er unnið að stofnun friðlands á Hornströndum, en það mál er tímafrekt vegna þess hve marg- ir rétthafar eiga i hlut. Gerðar hafa verið tillögur um friðland í Vatnsfirði í Barða- strandarsýslu og er það í undir- búningi. Þá er unnið að því að friðlýsa Herðubreiðarlindir og nágrenni þeirra. Þá er ofarlega i huga ráðsmanna að næsti þjóðgarður geti orðið undir Jökli á Snæfeilsnesi. Sagði Ey- steinn Jónsson, formaður ráðs- ins að ekki væri nóg að hafa þjóðgarða til fjalla, þeirra þyrfti líka með við sjávarsíðuna og væri þá æskilegt að hægt væri að fá þjóðgarð undir Jökli, sakir fjölbreytni í náttúru og fuglalifi. Þetta væri þó aðeins hugmynd enn. Sumir þessara staða, eins og til dæmis „að Fjallabaki" með Landmannalaugum og sjávar- síðan á sunnanverðu Snæfells- nesi eru mjög eftirsóttir ferða- mannastaðir. Landmannalaug- ar eru t.d. meðal þeirra sex staða, þar sem álag er mest og sem Náttúruverndarráð og samgönguráðuneytið ætla nú að taka til meðferðar og bæta hreinlætisaðstöðu o. fl. Er þar gert ráð fyrir meiri gæzlu, manni bætt við i 3 mánuði, merkingum leiðbeiningar- skilta, lagfæringu gangstíga milli skála og lauga og við laug- arnar, sáningu i tjaldstæði og við skála, snyrtiherbergi í sér- stöku húsi nálægt skála og þurrsalerni við Brandsgil, Suð- urnámur og Norðurnámur, sorpgrindur og lagfæringu bila- stæða. Mundu þær fram- kvæmdir að sjálfsögðu koma til góða í fyrirhuguðu friðlandi. Göngudeild fyrir sykursjúka opnuð Merkur áfangi í meðferð sjúkdómsins 1 GÆR var skráður merkur áfangi í meðferð sykursjúkra hér á iandi, er opnuð var innan hinnar almennu göngudeildar Landspitalans göngudeiid fyrir sykursjúka. í þessu tilefni boð- uðu Ríkisspítalarnir til fundar með fréttamönnum ásamt for- ystumönnum samtaka sykur- sjúkra hér á landi, sem mjög hafa beitt sér fyrir þvf, að svona deild yrði sett á laggirn- ar. Yfirlæknir hinnar nýju göngudeildar er Þórir Helga- son, en ásamt honum starfa við deildina María I. Ragnarsdóttir hjúkrunarkona, Helga Ölafs- dóttir meinatæknir, aukfélags- ráðgjafa Ríkisspítalanna og matarráðgjafa, en á miðju næsta ári kemur til starfa sér- menntaður ráðgjafi, sem nú er við nám erlendis. Þá starfa við deildina bókari og ritari. Fyrst um sinn verður deildin opin mánudaga, miðvikudaga og föstudaga frá 8—12, en gert er ráð fyrir síðar, að sá tími verði lengdur. Þórir Helgason yfirlæknir ávarpaði viðstadda með stuttri ræðu, þar sem hann sagði m.a. Ævilöng meðferð „Álitið er að erfðaeiginleiki sykursýki finnist hjá 20—30% þjóðfélagsþegna. Sjúkdómsins gætir þó ekki hjá öllum þeim, sem erfðina geyma vegna þess hve erfðaeiginleikinn er mjög mismunandi sterkur. Víðtækar faraldsfræðilegar rannsóknir seinni ára gefa til kynna, að um hér á landi 2% þjóðfélagsþegna líði af ein- kennum sjúkdómsins, en vægari skerðing á sykurefna- skiptum finnist hjá 5—10% þegna. Sykursýki er því einn af stærstu sjúkdómaflokkum þjóð- félagsins. Sykursýki er ólækn- andi sjúkdómur og meðferðin ævilöng. Sjúklingurinn verður sjálfur að takast á hendur hið vandasama hlutverk að stjórna blóðsykri sínum og er líf hans, heilsa og hamingja gersamlega undir því komin hvernig til tekst. Til þess að hinn sykur- sjúki geti annað hinu nýja stjórnunarhlutverki sínu þarf hann mikia, margvíslega og ævarandi uppfræðslu, en án hennar er ekki um viðunandi stjórn að ræða og æviskeiðið styttist. Það er af þessum orsök- um, að þjóðir heims hafa komið á fót sérfræðistofnunum þar sem sykursjúkir njóta alhliða leiðbeininga og meðferðar sér fróðra aðila um sjúkdóminn. Mun óhætt að fullyrða að þess- ar stofnanir hafi reynzt sykur- sjúkum nauðsynleg stoð og orð- ið þjóðarheildum til heilla. Göngudeild sykursjúkra, sem opnuð er hér i dag er hin fyrsta sinnar tegundar á íslandi. Verkefni deildarinnar er að greina sjúkdóminn eftir ábend- ingu lækna og veita hinum sykursjúku alhliða og ævilanga fræðslu um sjúkdóminn og meðferð hans. Að þessu mark- miði er deildin opin öllum. Fyrsta viðtal er að venju að tilhlutan læknis sjúklings, sem sendir deildinni skriflega Landmannalaugar yrðu á friðlandinu „Að Fjallabaki“. F.v. Helgi Hannesson, formaður samtaka sykursjúkra, Þðrir Helgason yfirlæknir, Marfa t. Ragnarsdðttir hjúkrunarkona, Helga Óiafsdðttir meinatæknir, Páll Sigurðsson ráðuneytisstjðri og Jðn Þorsteinsson yfirlæknir Landspftalans í húsakynnum nýju göngudeiidarinnar. Ljðsmynd. Sv. Þorm. beiðni, en þaðan fær sjúklingur um hæl boð um viðtalstíma. Beiðnin leiðir ætíð til síðari við- tala, þ.e.a.s. eftirlits, þegar svo á við, nema læknir sjuklings og/eða sjuklingur óski annars. Viðtöl eru ávallt röðuð og er hinu fyrsta ætlað 45 mín., en síðari 12 mín. Að fyrsta viðtali loknu er heimilislækni send skýrsla um sjúkrasögu, skoðun, rannsóknir og meðferð, og síðar er heimilislækni skrifað verði umtalsverð breyting á ástandi eða meðferð. Með þessu ætti að verða tryggt að æskilegt og eðlilegt samstarf komist á við heimilislækna. Það er einlæg von mín, að göngudeild sykursjúkra reynist vandanum vaxinn þannig sykursjúkum og þjóðfélaginu í heild til mikils gagns.“ Húsnæðisskortur tafði Þá tók til máls Helgi Hannes- son formaður samtaka sykur- sjúkra hér á landi. Hann sagði, að frá þvf, að samtökin hefðu verið stofnuð fyrir rúmum tveimur árum, hefði stofnun deildar sem þessarar verið eitt helzta baráttumálið. í febrúar 1972 gengu síðan fulltrúar sam- takanna á fund heilbrigðisráð- herra, til að ræða þetta mál við hann og hefði ráðherra tekið málaleitaninni mjög vinsam- lega og af miklum skilningi. Bað hann samtökin um að láta semja greinargerð um málið og senda sér og var Þórir Helgason læknir fenginn til að taka það verk að sér. Ejftir að sú greinar- gerð lá fyrir var hafizt handa um undirbúning að þvf að koma deildinni á laggirnar, en óvið- ráðanlegur húsnæðisskortur hefði tafið fyrir opnun deildar- innar. Sagði Helgi samtökin fagna innilega, að þessum áfanga hefði nú verið náð og þakkaði ráðherra og hans starfsmönnum svo og öllum öðrum, sem við sögu hefði komið. Helgi skýrði frá þvi, að sam- tök sykursjúkra hefðu nú ákveðið að gefa hinni nýju deild mjög fullkomið tæki til greiningar á blóðsykri, sem skilaði niðurstöðum aðeins 8 mínútum eftir að blóðsýnið hefði verið tekið. Kvað hann samtökin hafa aflað fjár til þessa með ýmsu móti, en einnig hefðu margir aðilar fært höfðinglegar gjafir, sem hefðu gert það kleift að panta tækið þegar í stað. - ihj. Lóndrangar eru sérkennileg náttúruundur „Undir Jökli“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.