Morgunblaðið - 12.01.1974, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 12.01.1974, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JANUAR 1974 29 ROSE' ANNA FRAMHALDSSAGA EFTIR MAJ SJÖWALL OG PER WAHLOÖ JÓHANNA KRISTJÓNSDÓTTIR ÞÝDDI viljun í bátskænunni sinni. Hann hafði orðið ákaflega ástfanginn af henni og um haustið, þegar hún var orðin harnshafandi, giftu þau sig og hann flutti inn í íbúðina hennar. Ari eftir að dóttir þeirra fædd- ist var ekki mikið eftir af kátu stúlkunni sem hann hafði orðið ástfanginn af og hjónaband þeirra varð smám saman vana- bundið og ákaflega leiðinlegt. Martin var hálfþreytulegur og enda þótt hann væri sólbrúnn á hörund var yfir honum einhver óhraustleikabragur. Hann greiddi dökkt hárið aftur og það var ekki byrjað að grána. Hann var grann- ur ekki sérlega hár og göngulag hans var engan veginn tiltakan- lega reisulegt. Þó var til það kven- fólk, sem taldi hann gjörvulegan, en flestir hefðu sennilega sagt að hann væri mjög hverdagslegur i útliti. Hann klæddi sig aldrei á- berandi, frekar þvert á móti. Loftið í klefanum var þungt og innilokað og honum varð ómótt, þegar farið var gegnum göngin. Honum fannst ákaflega leiðinlegt að ferðast með lest, en þar sem honum fannst jafnvel enn hvim- leiðara að aka í bil og óskaíbúðin inni i borginni var enn aðeins draumur, varð að nota þessa leið. Hraðlestin til Gautaborgar lagði af stað frá Aðalstöðinni klukkan hálf átta. Martin Beck blaðaði i dagblaðinu, en rakst ekki á svo mikið sem eina línu um morðið. Hann sneri sér þá aftur að menn- ingarsíðunni og fór að lesa þar einkar gáfulega og strembna grein, en það leið ekki á löngu unz hann sofnaði út frá henni. Hann vaknaði skömmu áður en hann átti að skipta um lest í Halls- berg. Hann var enn með óbragð í munninum og enda þótt hann fengi sér vatn að drekka virtist hann ekki ætla að losna við það. Hann var kominn til Motala klukkan hálf ellefu og þá var stytt upp. Hann hafði ekki komið þang- að fyrr og hann spurði til vegar til gistihússins og keypti sér einnig einn pakka af Florida og eintak af Motalablaðinu. Gistihúsið var við aðaltorgið, spölkorn frá stöðinni og hann hresstist við gönguna. Þegar hann var kominn til herbergis síns, þvoði hann sér um hendur og drakk flösku af vatni, sem hann hafði keypt hjá dyraverðinum. Ef hann hættir að dansa, á hann ekki fyrir sköttunum sínum sá gamli. Hann stóð um stund við gluggann 1 og horfði út og gat sér til um að styttan á torginu væri af Baltzar von Platen. Siðan gekk hann yfir á lögreglustöðina og þar sem hann vissi að hún var ekki stein- snar i burtu, fór hann ekki í frakkann. Hannn sagði vakt- manninum hver hann væri og var samstundis vísað til skrifstofu á annarrri hæð. A dyrunum var nafnskilti Ahlbergs. Maðurinn sem sat við skrifborð- ið var þrekvaxinn og ábúðarmik- ill og Martin veitti þvi athygli að hann var að byrja að fá skalla. Hann hafði lagt jakkann á stólbak og var að drekka kaffi úr pappírs- bikar. Sígarettan var að reykja sig upp i öskubakkanum, sem var yfirfullur. Martin Beck var lagið að smeygja sér inn um dyr, á svo hljóðlátan hátt að það fór í taug- arnar á mörgu'm. Hann virtist koma manninum að óvörum. Hann setti snöggt frá sér kaffið og reis upp. — Ég heiti Ahlberg, sagði hann Það var ekkert hikandi i fasi hans. Martin Beck hafði kynnst sliku fyrr og vissi, af hverju það stafaði. Hann var sérfræðingur- inn frá Stokkhólmi og maðurinn við skrifborðið var smábæjarlög- reglumaðurinn, sem var strandað- ur í rannsókn sinm. Næstu mínút- urnar mundu hafa úrslitaáhrif á hvernig samstarf þeirra yrði. — Hvað heitir þú að fornafi? sagði Martin Beck. — Gunnar. — Hvað hafa þeir Kolberg og Melander fyrir stafni? — Hef ekki hugmynd um það. Sennilega eru þeir að gera eitt- hvað, sem mér hefur sézt yfir. — Lítur út fyrir að þetta sé einfalt mál? Maðurinn klóraði sér í þunnu hárinu. Svo brosti hann og settist niður. — Tja, hvað skal segja, sagði hann. Martin Beck settist á móti hon- um, tók Floridapakkann fram og setti á borðröndina. — Þú ert þreytulegur, sagði hann. — Fríið mitt fór til fjandans. Ahlberg tæmdi kaffibikarinn ! Messur já morgun I og kramdi hann saman og kastaði í pappírskörfuna undir borðinu. Það var mikið af skjölum og hvers kyns pappírsgögnum á skrifborðinu. Martin Beck sá fyr- ir sér snyrtilegt skrifborðið sitt. — Jæja, sagði hann svo, hvern- ig gengur þetta annars? — Það gengur reyndar alls tkki, sagði Ahlberg. — Nú er lið- in vika og meira til og við vitum enn ekki meira en það sem lækn- arnir hafa sagt okkur. — Martin Beck brosti. Hinn leit spyrjandi á hann. — VLð skrifum kannski of margar skýrslur. Þetta verður vélrænt. — Já, þaðer nú meiri fjárinn. Ahlberg andvarpaði. — Við fiskuðum hana upp úr höfninni fyrir átta dögum, sagði hann. — Og siðan hefur okkur ekki miðað hænufet. Við vitum ekki hver hún er. Við höfum eng- an grunaðan og við vitum ekki, hvar morðið var framið. Og við höfum ekki rekizt á neitt, sem gæti komið okkur á sporið — ekki baun í bala. 4. kapítuli Kyrkt til bana, hugsaði Martin Beck. Hann sat og blaðaði í mynda- búnka, sem Ahlberg hafði grafið upp úr rótinu á skrifborðinu. Myndirnar voru afstöðumyndir, myndir af tækjunum, líkið, hvar það lá á bryggjunni og svo á bekk á sjúkrahúsinu. Martin Beck lagði myndina sem hann hafði verið að skoða, fyrir Ahlberg. — Við ættum að geta snyrt þessa mynd. Og svo verðum við bara að gera svo vel og ganga hús úr húsi. Ef hún er héðan ættuð, hlýtur einhver að kannast við hana. Hvað hefurðu yfir mörgum að ráða. — í mesta lagi þremur, sem gætu farið í það. — Það stendur illa á núna, þvi að þrir lögreglu- menn eru í fríi og svo er einn fótbrotinn á sjúkrahúsi. Fyrir ut- an lögreglufulltrúann, Larsson, og mig erum við bara átta hér á stöðinni. Hann taldi á fingrunum. — Já, og þar af er ein kona. Barnasamkoma i kl. 11. — Sr. Bragi Messað kl. VELVAKAINIDI Velvakandi svarar í sima 10-100 kl 1 0 30 — 11 30. frá mánudegi til föstudags 0 Medalían frá konungskomunni 1907 Nýlega birti Velvakandi mynda af medalíu, ásamt fyrirspurn um uppruna hennar. Sigríður Claessen Þorbjarnar- son hringdi. Kvaðst hún eiga slifsisprjón, sem væri eins og framhlið medalíunnar, þ.e. með fálka á bláum skildi, að öðru leyti en því, að á honum væri áletrunin 8. ágúst 1907. Sigriður sagði, að móðir sín hefði átt prjóninn, og myndi hann hafa verið gerður i tilefni komu Friðriks éonungs áttunda hingað til lands árið 1907. Líklegt má telja, að medalian sé einnig tengd konungskomunni, enda þótt áletrunina vanti. 0 Staðarval fyrir dýragarð Morgunblaðinu hefur borizt bréf það, sera hér fer á eftir, en tilefnið er spurning Sverris Þórðarsonar urn staðarval dýra- garðs pg hugsanlega breytingu núverahdi sædýrasafns við Hafnarfjörð í dýragárð. Sverrir bar spurningu sína fram í dálkin- um ,.Spurt og svarað", og svaraði dr. Finnur Guðmundsson henni á sama vettvangi. En hér kemur þá bréfið, sem sent er af Jóni Kr. Gunnarssyni fyrir hönd Sædýrasafnsins: ,,I Morgunblaðinu 9. janúar s.l. er I þættinum spurt og svarað spurning frá Sverri Þörðarsyni blaðamanni, sem varðar Sædýra- safnið. Spurningu er beint til dr. Finns Guðmundssonar um m.a. hvort hægt sé að breyta þessu sædýrasafni í dýragarð. Dr. Finnur lætur ekki standa á svörum og svarar m.a.: ,,. .. ef stefna á að því að gera úr þvi dýragarð fyrir þéttbýlis- svæðið á Suðvesturlandi, þá tel ég staðarval ákaflega óhentugt, og jafnvel fráleitt. Ef á annað borð á að stefna að því að koma upp visi að dýragarði fyrir þetta svæði, þá þarf að kanna miklu rækilegar, hvar stað- hættir væru heppilegastir fyrir slíka stofnun. Slíkir staðhættir eru alls ekki fyrir hendi þar sem Sædýrasafnið er nú. Þetta mál i heild krefst miklu rækilegri undirbúnings og yfir- vegunar áður en ákvöi ðun er tek- in um framtíðarstað fyrir dýra- garð á Suðvesturlandi " Þar eð hvorki Sverrir né Finn- ur virðast kunnugir undir- búningsvinnu að uppbyggingu Sædýrasafnsins. og með tilliti til þess að fyrirhugað er :rð veita upphæðum af almannafé, eins og Sverrir getur um í fyrirspurn sinni, þá tel ég mér skylt og rétt að gefa frekari upplýsingar. 0 360 þúsund gestir hafa komið í Sædýrasafnið Þegar stofnað var til Sædýra- safnsins fyrir rúmlega fjórum árum, var um tilraunastarfsemi að ræða og margt af vanefnum gert, enda fjármunir af mjög skornum skammti. Var um það að ræða hvort grundvöllur væri fyrir slíkri starfsemi í okkar fámenna landi. Þess má geta, að síðan Sædýrasafnið var opnað hafa um 360 þúsund gestir heimsótt safn- ið, svo að „velviljaðir opinberir aðilar", svo ég noti orðalag Sverris, hafa að athuguðu máli, álitið að rétt væri að stuðla að frekari uppbyggingu slíkrar starf- semi. -Þegar til álita kom, að Sædýra- safnið fengi stuðning til frekari uppbyggingar, þá kom nt.a. mjög ítarlega til umræðu og athugunar, hvort staðarvalið væri rétt og byði upp á þær aðstæður, sem nauð- s.vnlegar þættu. Var leitað til sér- fræðinga, þó dr. Finnur væri ekki í þeim hópi. og leitað álits um staðarval. Var að athuguðu máli álit þeirra, sem til voru kallaðir. að ef þeint stöðum, sem til greina kæmu á höfuðborgarsvæðittu. þá sameinaði núverandi svæði flest af því. sent þyrfti, ett þó ekki allt. Enda má víst futlyrða, að þó móð- ir náttúra sé störkostleg í sköpun sinni. þá á hún varla til full- skapaða aðstöðu fyrir dýragarða eða sædýrasiifn. þannig að hvort 1ví*p»»ií» 1il roLrvlror og aðgengilegt fyrir gesti á umræddu þéttbýiissvæði. Þess skal getið. að aðilar hafa verið sammála um að rekstrarlega kæmi vart annað til mála en hafa sameinað það sent kalla ntá sædýrasafn og visi að dýragarði. enda er slíkt gert meðal ríkari þjóða en við Islendingar erum. 1 okkar ágæta þjöðfélagi er niikill fjöldi sérfræðinga á öllum mögulegum sviðum. en þó hefur það tiðkast i nálega flestum tilvik- um, þegar eitthvað á að gera. að nauðsynlegt þykir að kalla til erlenda sérfræðinga. Forráða- menn Sædýrasafnsins hafa ekki verið undantekning að þessu leyti, því snemma i starfsemi Sædýrasafnsins var fenginn hingað nijög ágætur danskur fræðimaður, sem auk þess hafði áratuga reynslu í rekstri dýra- garðs. Maður þessi var fenginn hingað með stuðningi frá Mennta- málaráðuneytinu. m.a. vegna þess að í landinu var þetta nýtt fyrir- bæri og engin reynsla fyrir hendi um slíka starfsemi. A meðan á þessari heimsökn stóð \ar m.a. staðarvalið til athugunar. og skoðaðir þeir stað- ir, sem til álita þöttu koma. Núverandi svæði þótti einnig þessum danska aðila uppfylla flesta nauðsyntega kosli. Að. lokum \ il ég beitla þeirri spurningu til dr. Finns Guðmundssonar. hvers vegna hann lýsi því yfir. að ,.að staðar- valið sé ákaflega öhentugt og jafnvel fráleitt"? Hvereru rökin? Garðasókn. skólasalnum Friðriksson. Dömkirkjan. Messað kl. 11. Sr. Þórir Stephensen. Reynivallaprestakall. 2. Sóknarprestur. Grensásprestakall. Barnasam- koma kl. 10.30. — Guðsþjónusta kl. 2. — Sr. Halldór S. Gröndal. Neskirkja. Barnaguðsþjónusta kl. 10.30. Sr. Frank M. Halldórsson. Guðsþjónusta kl. 2. Sr. Jóhann S. Hlíðar. Langholsprestakal I. Barnasam- koma kl. 10.30. Sr. Árelius Níels- son. Guðsþjónusta kl. 2. (Ræðu- efni: Tveir menn). Öskastundin kl. 4. Sr. Sigurður Ilaukur Guð- jónsson. Bústaðakirkja. Barnasamkoma kl. 10.30. Guðsþjónusta kl. 2. Sr. Jón Bjarman prédikar. — Sr. Ölafur Skúlason. Iláteigskirkja. Lesmessa kl. 9.30. Barnaguðsþjónusta kl. 10.30. Sr. Arngrímur Jónsson. — Messa kl. 2. Sr. Jón Þorvarðsson. Hafnarfjarðarkirkja. Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Sr. Garðar Þor- steinsson. Fríkirkjan í Reykjavík. Barna- samkoma kl. 10.30. Guðni Gunn- arsson. — Messa kl. 11 (athugið breyttan tíma). Sr. Þorsteinn Björnsson. Kirkjuvogskirkja. Barnaguðs- þjónusta kl. 2. — Sr. Jón Árni Sigurðsson. Fíladelfía í Reykjavík. Safnaðar- guðsþjónusta kl. 14. Almenn guðs- þjónusta kl. 20. — Einar Gislason. Hallgrimskirkja. Kl. 10 barna- guðsþjónusta. Sr. Jakob Jónsson. — Kl. 11 f.h. messa (ræðuefni: Merkileg mannlýsing). — Sr. Jakob Jónsson. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Barna- samkoma kl. 10.30. Guðsþjónusta kl 2. — Guðmundur Óskar Ólafs- son. Breiðholtsprestakall. Barnaguðs- þjónusta í Breiðholtsskóla kl. 10.30. — Sr. Lárus Halldórsson. Eyrarbakkakirkja. Guðsþjónusta kl. 2. Sóknarprestur. Stokkseyrarkirkja. Barnaguðs- þjónusta kl. 10.30. — Sóknar- prestur. Arbæjarprestakall. Barnasam- koma í Árbæjarskóla kl. 10.30. Guðsþjónusta i skólanum kl. 2. — Sr. Guðmundur Þorsteinsson. Laugarneskirkja. Messa kl. 2 e.h. Barnaguðsþjónusta kl. 10.30 f.h. — Sr. Garðar Svavarsson. Ásprestakall. Barnasamkoma kl. 11 í Laugarásbiói. — Messa kl. 5 í Laugarneskirkju. — Sr. Grímur Grímsson. Karsnesprestakall. Barnasam- koma í Kársnesskóla kl. 11. Guðs- þjónusta i Kópavogskirkju kl. 11. — Sr. Bragi Benediktsson. Digranesprestakall. Barnaguðs- þjónusta í Vighólaskóla kl. 11. Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 2. — Sr. Þorbergur Kristjáns- son. Óháði söfnuðurinn. Messa kl. 2. Kvenfélag kirkjunnar býður öll- um kirkjugestum í kaffi eftir messu. Yngra fólk er beðið um að taka aldrað fólk með sér. — Sr. Emil Björnsson. Keflavíkurkirkja. Messa kl. 2. Sr. Björn Jónsson. Innri-Njarðvíkurkirkja. Barna- guðsþjónusta kl. 11. — Sr. Björn Jónsson. Hvalneskirkja. Messa kl. 2. — Sr. Guðmundur Guðmundsson. Dómkirkja Krists konungs í Landakoti. Lágmessa kl. 8.30 f.h. Hámessa kl. 10.30 f.h. Lágmessa kl. 2 e.h. Sunnudagaskóli kristniboðsfélag- anna er í Álftamýrarskóla kl. 10.30. Öll börn eru velkomin. nUGLVSinCRR !#*-w22480 Með vinseind og virðingu, Jón Kr. Gunnarsson."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.