Morgunblaðið - 12.01.1974, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.01.1974, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JANUAR 1974 19 Er loks von samræmdra aðgerða til lausnar olíu- vandamálum? EKKI er ósennilegt, að fregn- irnar af samningaviðræðum Frakka og Saudi-Arabfu um meiriháttar olíuviðskipti hafi flýtt fyrir því, að Bandarfkja- stjórn færi að hugmyndum Henrys Kissingers utanrlkis- ráðherra um að kalla sem fyrst saman til fundar utanríkisráð- herra olfuframleiðslurfkjanna, sem mynda samtökin OPEC (en það eru arabfsku olíufram- leiðslurfkin, Iran, Venezuela, Nigeriaog Indónesia) og helztu iðnaðarríkjanna, sem aðild eiga að OECD (Efnahags og framfarastofnun Evrópu) til þess að fjalla um og horfast sameiginlega í augu við hin fjölmörgu vandamál, sem við blasa vegna aðgerða olfufram- leiðslurfkjanna. Kissingers setti fram þá hug- mynd í sfðasta mánuði, að kom- ið yrði á laggirnar sérstakri orkustarfsnefnd þessara aðila, sem fengi það verkefni að taka saman yfirlit yfir alla þætti orkumálanna og gera áætlanir um framtiðarlausn þar að lút- andi. t fyrstu kom hugmyndin fram án nánari útlistana á þvf hversu vfðtækar þessar áætlan- ir skyldu vera, en síðan hefur Kissinger gert nánari grein fyrir þeim og er sýnilegt, að hann hugsar sér samkomulag a.m.k. 20 aðildarríkja ofan- greindra samtaka bæði um verð og greiðsluhætti, framleiðslu- magn, söluskilmála og yfirráð Arabarfkjanna yfir olfufram- leiðslunni heima fyrir. Enn hefur Nixon forseti einungis boðað til fundar í Washington sex helztu iðnaðar- ríki Vestur-Evrópu, ásamt Japan og Kanada, en búizt er við að frekari fundahöld fleiri aðila fylgi f kjölfarið. Hugmyndir Kissingers virð- asr yfirleitt hafa fallið í góðan jarðveg, sú skoðun sýnist ríkjandi, að æskilegra sé og vænlegra til friðar og far- sældar, að fundin verði heildar- lausn á þessum vandamálum, sem þjóðirnar vinni sem mest að í sameiningu, en hver um sig sé að pukrast í samningamakki og ota sínum tota. Ljóst er, að mikið olíumagn berst frá fimm Arabarikjunum, jafnvel til Bandaríkjanna og Hollands, sem þó hafa opinberlega verið sett í bann. Eftir hvaða leiðum þessi olía kemur, er ekki upp- lýst en haldi þessu ástandi áfram telja menn einsýnt að til komi meiriháttar viðskipta- stríð með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Sífellt verða líka tíðari og há- værari staðhæfingar um, að olíufyrirtækin og einnig ein- stakar ríkisstjórnir notfæri sér núverandi ástand til þess að efla eigin hag; — olíufyrir- tækin til að auka gróða sinn og ríkisstjórnir til að verja van- mátt sinn gagnvart hinum ýmsu vandamálum með því að varpa allri skuld á olíuaðgerðir Araba. Almenningur á vestur- löndum mun tæpast sætta sig við slíkt til lengdar og mætti því ætla að öllum væri fyrir beztu, að það komizt á hreint, hverjar eru’ raunverulegar af- leiðingar hækkaðs olíuverðs og takmarkaðs olíumagns. Innan Efnahagsbandalags Evrópu er talinn verulegur áhugi á þvi, að orkuvandamálin verði tekin föstum og sam- ræmdum tökum og lítil hrifn- ing sögð á afstöðu Frakka í þessum efnum. Allt frá því olíukreppan hóf að þrengja hag Evrópuríkja hafa Frakkar sýnt sterkar til- hneigingar til að fara sfnar eigin götur og láta eigin hags- muni ganga fyrir hagsmunum Efnahagsbandalagsins i heild. Enda hafa þeir til þessa tekið dræmt undir hugmyndir Kissingers. í þessu sambandi má og minnast þeirrar afstöðu, sem Frakkar tóku á leiðtogafundi aðildarríkja Efnahagsbanda- lags Evrópu, sem haldinn var í Kaupmannahöfn f desember sl. Þá voru þeir andvígir þvi, að EBE rikin tækju þá stefnu gagnvart Aröbum, að eitt skyldi yfir þau öll ganga og styddu þar með við bakið á Hollendingum, sem fyrstir Evrópuþjóða höfðu orðið fyrir olíubanni Araba. Hins vegar vildu Frakkar gjarnan, að EBE ríkin sam- þykktu að skipta með sér allri þeirri orku, sem þau hefðu í sameiningu yfir að ráða — annarri en arabískri olíu, — og lá þá beint við að álykta, að þeir gætu vel hugsað sér að njóta góðs af jarðgasauði Hollend- inga og þeirri olíu, sem þeir fengju frá öðrum en Araba- löndunum. Síðan fengu Frakkar því framgengt, vegna lamandi ótta Breta og V-Þjóðverja við olíu- skortinn, að gefin var út yfir- lýsing Arabaríkjunum mjög i hag, en ísrael andstæð. Þar með hafði Pompidou forseti lagt grundvöllinn að einka- samningum sfnum við Araba,- sem nú hefur verið skýrt frá, — en samkvæmt fregnum frá Paris hafa Frakkar tryggt sér um 800 milljónir lesta af oliu frá Saudi-Arabíu næstu tuttugu árin. Sú ákvörðun, sem olíuríkin í OPEC tóku i Genf á miðviku- dag eftir þriggja daga fundsinn þar (að hækka ekki olíuverðið meira fram til 1. apríl nk. á þeirri forsendu, að þau vilji gefa iðnaðarríkjunum færi á að ná tökum á verðbólgunni og takmarka gróða olfufyrir- tækjanna) bendir til þess, að þau séu opin fyrir því, hve alvarlegar afleiðingar geta orðið af frekari olíukreppu og sjái, að þetta vopn þeirra getur áður en langt um líður hæft þá sjálfa, þrátt fyrir aukinn fram- leiðslugróða, verði ekki fundin leið til að leysa þennan vanda. Almennt er viðurkennd nauð- syn Araba á því að hækka verð oliunnar og talið eðlilegt, að þeir vilji hagnýta sér þessar auðlindir sem bezt — en jafn- ljóst er, að einhvers staðar verður að setja mörkin, eigi að koma i veg fyrir algert öng- þveiti í efnahagsmálum. Það hefur sýnt sig, að afleiðingar aðgerða Araba takmarkast ekki við einstök ríki — þær teygja sig til allra heimshorna, og bitna ekki sizt á þeim þjóðum, sem Arabar helzt vilja telja sig til, þ.e. þjóðum þriðja heimsins. Enda bendir ákvörðunin um að flýta stofnun þróunarbanka OPEC til þess, að Arabarikin hafi orðið ásátt um aðtaka fullt tiliit til þeirra áhrifa, sem aðgerðir þeirra hafa þegar haft og geta haft í framtíðinni á hag hinna vanþróuðu þjóða. Þær mega sízt við því að fá yfir sig stórlækkað olíuverð ofan á aðra erfiðleika. — mbj. — Viðreisnar- stjórnin Framhald af bls. 17 sú virkjun hefur verið nokkuð tengd orkufrekum iðnaði. Iðn- aðarráðherra virðist hafa tak- markaðan áhuga fyrir stórvirkj unum. Þegar virkjunin við Búrfell var til umræðu á Alþingi, flutti Magnús Kartansson tillögu um heimild fyrir Landsvirkjunað reisa litla virkjun í Brúará við Efstadal. En hvað sem skoðun- um iðnaðarráðherra liður í virkjunarmálum, mun stór- virkjun koma á Norðurlandi og á Austurlandi. Virkjanirnar munu verða tengdar saman til þess að skapa öryggi og jafna nýtingu orkunnar. Það hefur oft komið i ljós, að iðnaðarráðherra virðist vera mótfallinn stóriðju, þótt hún sé hagkvæm, sbr. margendurtekin ummæli hans um álsamning- inn, sem gaf Islandi 1000 millj. kr. s.l. ár í erlendum gjaldeyri og gerir meira en að standa undir öllum lánum vegna virkj- unar við Búrfell. Sé skatturinn sem álverksmiðjan greiðir, lagður við orkuverðið, fæst nærri tvöfalt framleiðsluverð orkunnar frá Búrfellsvirkjun. XXX Viðreisnarstjórnin lagði kapp á að ljúka rafvæðingu sveit- anna. Var árlega lagt rafmagn á marga tugi sveitabæja og sum árin fengu yfir 200 býli, raf- magn. Likið var 1970 að gera við heildaráætlun yfir þau býli, sem reiknað hefur verið með, að geti fengið rafmagn frá sam- veitum. Var ákveðið að ljúka þeim framkvæmdum á 4 ár- um.Núverandi ríkisstjórn taldi ástæðu til að breyta rafvæðing- aráætlun fyrrverandi ríkis- stjórnar úr fjórum árum í þrjú ár. Auglýst var, að rafvæðing- unni yrði lokið 1974. En reynd- in verður sú, að framkvæmdum lýkur ekki fyrr en árið 1975, eins og fyrrverandi ríkisstjórn hafði ákveðið. I orkumálum er margt ógert hér á landi. Vinna ber ötullega að því að tryggja öllum lands- mönnum nægilega orku með hagstæðum og sem jöfnustum kjörum. Notkun jarðhita til húsahit- unar og orkuframleiðslu ber að auka ásamt aukinni notkun vatnsorku. Nú þegar olfu- kreppa herjar á mörg lönd, eru íslendingar heppnir að hafa orkugjafa í landinu, sem þjóð- in hefur hagnýtt að verulegu leyti, en mun nýta í miklu rík- ari mæli í náinni framtíð. í árs- lok 1973 var virkjuð vatnsorka á íslandi 374 þús. kílówött. Á tíma viðreisnarstjórnarinnar fjórfaldaðist virkjað vatnsafl í landinu. — Minning Ingibjörg Framhald af bls. 23 dóms fólk. Þetta fór allt vel úr hendi húsfreyjunnar, Einnig ólu þau hjónin upp dótturson sem varð þeim til mestu ánægju. Þessi fjölskylda hefir alla tíð haldið mjög vel saman. IHnargMnblabtí) nucLVsmcnR ^-»22480 Síðustu æviárin dvaldi Ingi- björg á heimili Jóhönnu dóttur sinnar og manns hennar Matthías- ar Guðmundssonar. Þau hjónin frá Strönd fluttu til Reykjavíkur 1947. Á farsælan hátt sótti Ingimundur um áratuga skeið, fengsæl og áhættusöm fiskimið, meðan árar og segl voru eina hreyfiafl fleytunnar. Þótti stjórn hans örugg og góð, svo að orð var á gert. Hann var aflakóng- ur á Stokkseyri í mörg ár, þegar árar og segl viku fyrir vílar- aflinu. Stjórnaði Ingimundur hinu nýja afli með sama þrótti og karl- mennsku, enda gerðist þá tvennt í senn, meiri afli og minni hætta. Hann elskaði hafið að fara um þess björtu og víðu vegi og skildi við það sáttur, þó oft gæfi á bát- inn. Hann var þakklátur sínum hásetum sem voru með honum um árabil. Af þvi sem hér hefir sagt verið sést, að þau hjónin á Strönd hafa átt í ríkum mæli forystuhæfileika, manndóm stjórnsemi og reglusemi, sem enga stund vildu láta ónotaða i höfn starfsheiðursins. Þetta var sú dyggð sem börn 19 aldarinnar voru svo auðug að. Þannig unnu þau sér traust samferðamanna og sjálfum sér efnalegt sjálfstæði. Segja má að þessi hjón sem hér er minnst hafi gengið úr heil- brigði kvöldvöku ellinnar og elskuð af börnum sinum og vin- um og virt af samferðamönnum til hins nýja dags. Við hjónin biðjum þeim allrar guðs blessunar með þakklæti fyr- ir trausta vináttu frá fyrstu kynn- um. Friðfinnur Einnsson frá Oddgeirshólum. Stúdentar frá M.fl. 1949 Áríðandi fundur verður haldinn mánudaginn 14. janúar kl. 20,30 að Hótel Esju. Nefndin. VIÐTALSTIMI Alþingismanna bg borgarfulltrúa i Reykjavik Alþingismenn og borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til við- tals á laugardögum frá kl. 14.00 til 16.00, ! Galtafelli, Laufásvegi J 46 ! Laugardaginn 1 2. janúar verða til viðtals: Geir Hallgrimsson alþingismaður, Albert Guðmundsson. borgarfull trúi og Magnús L. Sveinsson, varaborgarfulltrúi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.