Morgunblaðið - 12.01.1974, Page 28

Morgunblaðið - 12.01.1974, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JANUAR 1974 Þýtur í skóginum =:rh „Áfram gakk,“ og hélt síðan með flokkinn upp á efri hæðina. Að lítilli stundu liðinni kom hún aftur brosandi út undir eyru og sagði, að herbergin væru tilbúin og tandurhrein. „Og ég þurfti ekki að lemja þá,“ bætti hún við. „Mér fannst reyndar, að þeir hefðu fengið nógar barsmíðar þennan daginn og þegar ég spurði um þeirra álit varðandi það, þá voru þeir mér innilega sammála og sögðust mundu hlýða mér í einu og öllu. Þeir voru hinir sneyptustu og iðruðust þess mjög, hvernig þeir höfðu farið að ráði sínu, en þetta væri allt marðarforingjanum að kenna og hreysiköttunum. Og þeir sögðust vera reiðubúnir, hvenær sem væri að vera okkur innan handar ef þeir gætu á einhvern hátt bætt fyrir brot sitt. Við þyrft- Talnatréð Þetta tré varð eftir um sfðustu helgi, þegar öll hin voru tekin niður. En þetta tré er dálltið sérstakt. Víða í því er tölustafurinn 8. Þegar þú hefur fundið allar „8“-tölurnar og lagt þær saman, þá er þrautin búin, ef svarið kemur heim og saman við... •njinjofj :jbas um ekki annað en nefna það við þá. Svo ég gaf þeim brauðsnúð að skilnaði og hleypti þeim út bakdyra- megin og þeir tóku undir eins til fótanna." Moldvarpan dró stól að borðinu og fékk sér væna sneið af tungunni. Froskur, sem í rauninni var bezta skinn, reyndi að bægja burt allri afbrýðisemi og sagði: „Ég þakka þér hjartanlega, kæra moldvarpa, fyrir alla hjálpina og sérstaklega fyrir snjallræði þitt í morgun." Greifingjanum féll þessi athugasemd vel og sagði: „Þar mæli minn ágæti forskur." Þau luku því máltíðinni í góðu yfirlæti og við mikla kátínu og brátt tóku þau á sig náðir í hreinum rúmum, heilu og höldnu á ættaróðali frosks, sem þau höfðu náð aftur fyrir sakir dæmalausrar hreysti, útsmoginnar herkænsku og réttilegrar meðhöndlunar lurka. Næsta morgun svaf froskur yfir sig eins og hans var vandi. Hann kom skammarlega seint niður til morgunverðar og þá var ekki annað á borðinu en allmikið magn af eggjaskurni, kaldar og þornaðar ristaðar brauðsneiðar og hálftóm kaffikanna, búið, talið. Aðkoman bætti ekki skap hans, þar sém taka bar tillit til þess, að þetta var hans eigið hús. Út um dyragluggann sá hann, hvar rottan og moldvarpan sátu i körfustólum úti á grasflötinni og voru að segja hvor annarri skemmtisögur og hlógu og spörkuðu stuttu fótunum upp í loft af einskærri kátínu. Greif- inginn sat í hægindastól með morgunblaðið, leit aðeins upp og kinkaði kolli, þegar froskur kom inn. En froskur kunni sína kurteisi, svo hann settist við borðið og gerði sér að góðu það, sem tiltækt var, en hugsaði með sér, að hann skyldi ná sér niður á þeim seinna. Þegar hann var langt kominn með morgun- verðinn leit greifinginn aftur upp og sagði heldur stuttur í spuna: „Froskur, ég er hræddur um, að þú þurfir í mörgu að snúast núna fyrir hádegi. Eins og þú skilur ber okkur að halda veizlu til að fagna sigri. Raunar er til þess ætlazt af þér. Það er föst regla.“ „Já, já,“ sagði froskur hinn fúsasti. „Ég er reiðubúinn til hvers, sem er. Þó skil ég ekki hvers vegna þið viljið halda veizlu svona að morgni til. En þú veizt, að ég lifi ekki til að þóknast sjálfum mér, heldur eingöngu til þess að gera vinum mínum til geðs, komast að því, hvers þeir óska og fram- kvæma, kæri greifingi." ^JVonni ogc/Manni Jóri Sveinsson Þá sást afturhlutinn. Hann sló sporðinum til nokkr- um sinnum og hvarf svo alveg. Eftir harðan róður kommnst við svo alveg út úr hvalatorfunni. Þar var sléttur sjór og allt kyrrt. Þó reri ég enn góða stund til þess að komast sem lengst burt frá þessum illkvikindum. Loks lagði ég upp árar og settist hjá Manna. Enda þótt þessi viðskipti okkar við hvalina hefðu æst okkur mjög í bili, töluðum við ekki meira um það. Svo illa vorum við nú leiknir og vansælir. „Hvað skyldi nú vera orðið framorðið?“ spurði Manni. „Líklega komið miðnætti“, sagði ég. ,JÉg hugsa, að klukkan sé orðin tvö eða þrjú“, sagði Manni. Það gat vel verið. Við höfðum víst sofið lengi. Freysteinn Gunnarsson þýddi Ég varð aftur áhyggjufullur út af honum. Hann mmlega út. Ég stakk upp á því, að hann settist á þóftu í miðjum bát og reri, til þess að fá einhverja hreyfingu. Hann hlýddi því strax. „En þú skalt bara róa með annarri árinni. Þú ert of lítill til þess að róa þeim báðvun“. Hann gerði það, en ég hélt bátnum í horfinu með hinni. Eftir stutta stund sagði Manni: „Þetta var gott ráð. Nú líður mér betur“. „Haltu þá áfram“. Hann gerði það. Skyndilega kippti hann að sér fótum og kallaði upp: „Hvað er þetta? Það er kominn sjór í bátinn“. Ég hljóp til og gætti að. Báturinn hriplak. rgufikoffinu legt...? — Uhm, ég held að ég fái mér humar,— en þú..? — Ef það væru alþingiskosn- ingar á morgun, hvaða flokk munduð þér álíta sfzt vonlaus- an..? j** —... biður að heilsa kokkin- um... ? indæll matur... ? seg- ið mér, ertu að gerra grfn að mér...? Lft ég kannski út fyrir að vera hálfviti, eða hvað... ? — Ég sagði aldrei, að þú værir sú feitasta,... bara að þú værir sú mikilfenglegasta ...

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.