Morgunblaðið - 19.01.1974, Síða 10

Morgunblaðið - 19.01.1974, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JANUAR 1974 Lasse Söderberg Jacques Werup Lasse Söderberg var einn kom- inn i kaffistofu Norræna hússins á fimmtudagsmorgun, þegar mig bar að garði að eiga samtal við hann og félaga hans, Werup og Sersam, sem hingað komu, og þá um kvöldið ætluðu þeir að flytja ljóð- og djassdagskrá ásamt íslenzkum listamönnum. Sú dag- skrá verður endurtekin í kvöld, laugardag. Von bráðar kom Jacques Sersam á vettvang og Werup nokkru síðar. Sönderberg lét vel yfir því, hvernig æfingar með íslending- unum hefðu gengið. En hann vildi engu spá um hvernig þetta form félli islenzkum áhorfendum og hlustendum í geð, enda alger- lega nýtt fyrir þeim. Hins vegar gæti verið, að þeir væru of hlé- drægir til að tjá sig, ef þeím líkaði ekki flutningsformið. Ser- sam var einnig ánægður með samvinnuna við íslenzku tón- iistarmennina og sagði þá góða djassista. Talíð beindist siðan að skáld- skapnum almennt, og ekkí hvað sízt pólitískum skáldskap, en þeir báðir, Söderberg og Werup, eru vinstrisinnaðir og kemur sú af- staða þeirra augljóslega fram í mörgum verkum þeirra. — Öll l.ist er að nokkru leyti pólitísk, sagði Werup. — Því að listin verður ekki einangruð frá þjóðfélagsmálunum hverju sinni. — Gætu þessi sterku pólitísku áhrif á bóknenntir í Svíþjóð verið andsvar við velferðarþjóðfélag- inu? Það er enn Werup, sem verður fvrir svörum: — Skyldi það ekki vera vegna þess, að við erum uppteknari af alþjóðamálum og því hafi þetta komizt fyrr af stað hjá Svíum. Söderström: Ég er ekki viss um að ég fallist alls kostar á þennan einhliða pólitíska áhuga Svfa, sem Skáldið er að fara út í samfélagið s j álft Rolf Sersam sagt er að hafi birzt í bók- menntum. Við eigum dæmi um mikla höfunda, Pound, Faulkner, sem skrifuðu pólitísk verk, löngu áður en þessi alda barst til Svíþjóðar. Á hinn bóginn er sennilega rétt, að Svíþjóð hafi verið fyrst Norðurlandanna. En mér finnst líka, að stundum sé þetta ýkt. Þetta er ekki einsdæmi fyrir Svía og er svipað að gerast um mestallan heim, þótt i mis- munandi ríkum mæli sé. En hver getur lokað augunum fyrir því, sem gerist umhverfis hann? Á þessi nýjasta alda í raun ekki upptök sín í Frakklandi í maí 1968, í hinni víðtæku stúdenta- uppreisn? Þar náði þetta hámarki og þar var eitt slagorðanna „Hug- myndaflugið til valda'1. Og þetta getur orðið ákveðin örvun, m.a. fyrir bókmenntirnar. Og ljóðin hafa efnazt og eflzt á hugmynda- fluginu. Og áróður á, að mínum dómi, rétt á sér, í skáldskap að minnsta kosti ef telja má, að verk- ið, sem um ræðir hverju sinni, hgfi einnig listrænt gildi. í tækni- væddu þjóðfélagi nútfmans er hugmyndaflugið hættulegt, ef það er ekki virkjað á réttan hátt. — Hvernig stendur svo á því, að hægristefnu er svo erfitt að koma á framfæri í skálsskap, þótt höfundur tildæmissé hægrisinni, þá er það ekki að merkja í verk- um hans, nema í einstökum yfir- lýsíngum og um áróðursbók- menntir er þar sjaldnast að ræða? Nú fórnaði Werup höndum, hló út að eyrum og sagði: — Eg gæti satt að segja ekki ímyndað mér, hvernig hægri póli- tík ætti að komast inn í til dæmis ljóð og hvað hún gæti falið í sér fyrir skáldskapinn. — Meðal okkar eru auðvitað margir hægri sinnaðir höfundar, bæði hér, í Svíþjóð, alls staðar, Morgunstund í Norræna húsinu með þremur sænskum listamönnum, sem standa fyrir ljóða- og djass- flutningi sagði Söderberg. En ég er sam- mála því, að þeir tjá sig að mörgu íeyti á annan hátt. Við höfum gott dæmi um þetta hjá okkur, þar sem er úrvalshöfundur eins og Eyvind Johnson, mjög hægri sinnaður. Hann tekur þátt í um- ræðum um þjóðfélagsmál á opin- berum vettvangi, skrifar greinar, gefur yfirlýsingar. En í skáldsög- um hans vottar ekki fyrir þessum skoðunum. Það hafði verið friðsælt i kaffi- stofunni, en nú var kyrrðin rofin, því að inn streymdu 30—40 ungar stúlkur i kaffihléi. Og Söderberg sagði, að nú yrðum við að tala um eitthvað hlutíausara á meðan, því að svona kvennafans setti hanh algerlega úr jafnvægi. Það var farið að ræða um islenzkar bók- menntir og þeir þekktu auðvitað Laxness og Gunnar Gunnarsson, en sögðu að svo fáar islenzkar bækur lægju fyrir í þýðingum á riorðurlandamálunum, að erfitt væri að mynda sér heildarskoðun á þeim. — Það sem ég hef þó kynnzt af þeim, sagði Söderberg og gaul augum til stúlknanna á næsta borði — er að mér finnst þær sjálfstæðar og lausar við að fylgja tízkustefnum hverju sinni. Þetta er að minnsta kosti það sem ég hef fengið á tilfinninguna og ger- ir íslenzkan samtímaskáldskap mjög áhugaverðan að mörgu leyti. Við vikum síðan lítillega að þeim ritverkum, sem þeir Söder- berg og Werup hafa sent frá sér. Sá fyrrnefndi kom fyrst fram árið 1952, þá aðeins 21 árs að aldri. Síðan hafa komið frá hans hendi Akrobaterna 1955, Fágeln i handen 1959, Det obestándinga 1963, En dörr med las 1965, Generalens máltid 1969 og Ros for en revolution 1972. Hann hefur auk þess fengizt mikið við þýðing- ar erlendra ljóða yfir á sænsku. Werup sagði, að það hefði verið Lasse, sem hefði orðið hvati þess, að hann sendi frá sér sína fyrstu bók. Söderberg kenndi um tima bókmenntir við háskólann i Lundi og Werup var nemandi hans. Hann hafði fengizt við að yrkja, en vildi þakka það hvatn- ingu frá Söderberg, að hann hefði gefið út fyrstu bækur sinar, skáldsöguna Returbillett til Polen og Ett á. .. tvá á tre á. .. fyr! ljóða bók 1971. Árið eftir kom út skáld- sagan Streberen og í marz nú i ár kemur út Tiden i Malmö, pá jorden. Eg spurði þá, hvenær samstarf þeirra við djass- og ljóðaflutning hefði byrjað og það kom í ljós að sex ár eru liðin síðan þetta hófst, en hefur verið um nær samfellda samvinnu að ræða í 4 ár. island er fyrsta landið utan Svíþjóðar, sem þeir sækja heim með slfka dag- skrá, en í undirbúningi er kynn- ing af þessu tagi víðar. Þeir lögðu allir þrír mikla áherzlu á, að í þessum flutningi yrði ljóðið og tónlistin að vera í jafnvægi við hvort annað og mynda einingu. Sersam semur oft tónlist, sem þeiryrkja síðan Ijóð við og öfugt. — Með þessu drögum við líka úr einangrun ljóðsins — og kannski ekki síður skáldsins, sagði Söderberg. — Skáldin hafa tekið sig svo hátíðlega og það hef- ur alls ekki þótt hugsanlegur möguleiki að kynna ljóðið á annan hátt en að lesa það virðu- lega upp úf pontu. En þegar við gerðum tilraun með þetta fyrst, var því tekið fagnandi og það var uppörvandi, svo að áfram var haldið. Það er ágætt að hafa leik- ara með í flutningi, en mestur fengur að því að skáldin sjálf leggi fram sinn skerf. Nú til dæmis les ég ekki aðeins upp, ég syng Iika og jafnvel dansa. Þetta virkar einkennilega í fyrstu, en þetta tjáningarform hefur reynzt okkur mjög vel og samfelling ljóðs og tónlistar eykur gildi hvors fyrir sig. — Þegar við Jacques fórum að tala um þetta í upphafi, og meðal annars vorum með lítið tilrauna- leikhús, og lásum upp ástarljóð undir tónlistarflutningi — aðal- lega ljóð frá Suður-Ameriku, sem ég hafði þýtt, þá vildi ég í fyrstu alls ekki vera með. Eg gat ein- hvern veginn ekki hugsað mér það, bætti Söderberg við. Werup: En það er heillandi að heyra skáldin lesa i eigin persónu og syngja sín eigin ljóð. Margir sem hafa komið fram með okkur voru eins og Lasse, veigruðu sér við því f fyrstu og sögðust vera laglausir og hvaðeina. . . En Rolf samdi þá iðulega músík, sem bæði félli vel að ljóðinu og þeim túlkunarmáta, sem skáldið réð yfir, því hefur þetta breytzt hægt og sígandi. En það getur verið mjög gott að hafa þjálfaða leikara sér til aðstoðar og ég nefni til dæmis að Rolf hefur samið músik við ljóð eftir Matthías Johannessen, sem Mar- grét Helga flytur ákaflega fallega, aðokkar dómi. — Þó má ekki skilja okkur svo, að við tökum okkur ekki alvarlega sem skáld og flytjendur, sagði Söderberg. — En þróunin f Sviþjóð hefur verið sú sl. tíu ár, að rithöfundurinn hefur verið að færast meira út i samfélagið — færa sig þangað með sjálfan sig. Hann hefur þar með komið nær fólkinu og þar af leiðir aukna möguleika til að ná til þess með verkum sínum. Þetta verður von- andi þróunin hér á íslandi, þótt mig gruni, að þannig sé ástatt um mörg islenzk skáld að þau eigi dálitið erfitt með að brjóta ísinn. En staðreyndin er, að rithöf- undurinn er ekki einangraður í nútímaþjóðfélagi, hann er ekki einn úti á viðavangi. En því ber ekki að leyna, að margir sænskir höfundar af eldri kynslóðinni eiga erfitt með að taka þessum breyttu viðhorfum og kinoka sér við að taka að sér annað hlutverk en það sem rithöfundurinn hefur gegnt. En með þessu náum við til hóps, sem ekki hefði kannski ella komið á okkar fund. Nú voru stúlkurnar að hverfa úr kaffistofunni og Söderberg andvarpaði mæðulega og sagði: — Eiginlega á ég ekki gott með að tala um bókmenntir. Eg hef ekki áhuga á þeim. Eða kannski er sönnu nær að mér finnist það vera ungu mannanna að tala. Og ef til vill var það þess vegna Werup, sem taldi sér skylt að svara, þegar spurt var um stöðu heimildarbókmenntanna í Sví- þjóð nú. — Þær fóru eins og eldur í sinu um landið á tímabili, sagði hann. Enginn var maður með mönnum nema verk hans gæti flokkazt undir heimildarbókmenntir. Nú er þessi stefna að þróast og taka breytingum. Nefna má höfund eins og Svend Lindquist; hann sameinar listræna tjáningu og dokumentarisma. Sama máli gegnir um Jon Myrdal, sem aðal- lega hefur skrifað ferðabækur, en þærhafa listrænt gildi í sér. Hann slípar og þróar formið. Per Olof Enquist hefur einnig fylgzt mjög vel með þessari þróun en hann var einna fyrstur þessara höf- unda og síðasta bók hans um sleggjukastarann, sem margir kannast sjálfsagt við hér, er kom- in langt frá því sem var í fyrri bókum hans af því tagi. Söderberg ýtti stólnum aftur á bak og lét fara makindalega um sig á meðan Werup talaði og Werup sagði, að Söderberg hefði nefnilega ekki heldur áhuga á íþróttum. — Það er öldungis rétt. Ég hef hvorki áhuga á íþróttum né útskýringum á bókmenntum. Ég hef öllu meiri áhuga á kvenfólki sagði Söderberg undur glaðlega. — En mig langar til að skjóta hér inn i alls óskyldu atriði. Við höfum nú verið hér í fáeina daga, okkur hefur gefizt kostur á að hitta ýmsa listamenn, skoða Reykjavík og vonandi við kom- umst eitthvað út á land líka. Og ég hef orðið eins vísari meðal annars: Það er ágreiningur milli íslenzkra rithöfunda. Ég vil hvetja þá til að grafa stríðsöxina og sameinast og berjast einhuga fyrir sinum málum og gegn út- gáfuforlögunum. Af hverju ekki að gera það, sem gert var i Sví- þjóð með mjög góðum árangri, þótt margir hefðu vantrú á því, að rithöfundar sameinuðust um stofnun útgáfufélags. Þetta for- lag hefur orðið mikil lyftistöng fyrir bókmenntirnar og fyrir höf- undana sjálfa. Ég segi ekki, að i Sviþjóð sé allt í ást og eindrægni milli rithöfunda. Þar er bæði per- sónulegur og pólitískur rígur — rétt eins og ég vænti að sé hér. En þetta mega rithöfundar ekki láta standa sér fyrir þrifum, þótt mis- kliðarefni kunni að vera talsverð og afstöðumunur mikill. h.k.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.