Morgunblaðið - 19.01.1974, Page 15

Morgunblaðið - 19.01.1974, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19, JANÚAR 1974 15 Leiðbein- ingar ríkis- skattstjóra við skatt- framtöl INNGANGUR 1. Árilun. Til innsendingar til skattyfir- valda skal nota framtalseyðublað- ið, sem áritað er í skýrsluvélum, sbr. þó 3. mgr. Notið aukaeintak af eyðublaði til að taka afrit af framtali yðar og geymið afritið með þeim upplýsingum og gögn- um til stuðnings framtali, sem yður ber að geyma a.m.k. í 6 ár miðað við framlagningu skatt- skrár. Framteljanda skal bent á að athuga, hvort áritanir gerðar af skýrsluvélum, nöfn, fæðingar- dagar og -ár, svo og heimilisfang, séu réttar, miðað við 1. des. sl., sja 2. mgr. Ef svo er ekki, skal leið- rétta það á framtalinu. Einnig skal bæta við upplýsingum um breytingar á fjölskyldu í desern- ber, t.d. giftur (gift), hverri (hverjum), hvaða dag, nafnbarns og fæðingardagur eða óskfrð(ur) döttir (sonur) fædd(ur) hvaða dag. Athygli er vakin á orðsendingu frá Hagstofu Islands, sem fylgir með árituðum framtalseyðublöð- um í ár, varðandi skráningu fæð- ingardags og -árs og aðrar áritanir á framtalseyðublaðið og um leið- réttingar í því sambandi. Ef áritað eyðublað er ekki fyrir hendi, þá skal fyrst útfylla þær eyður framtalsins, sem ætlaðar eru fyrir nafn og nafnnúmer framteljanda, fæðingardag hans og -ár, svo og heimilisfang hans 1. des. sl. Einnig nafn eiginkonu, fæðingardag hennar og -ár, svo og nöfn, fæðingardag og ár barna, sem fædd eru árið 1958 eðá síðar. skulu þeir geta þess 1 umræddum reit, og mun þá slysatryggingin í heild reiknast 52 vikur á viku- gjaldi þess áhættuflokks, sem hærri er. I. EIGNIR 31. DES. 197.3 1. Hrein eign samkv. með- fylgjandi efnahagsreikningi. Framtölum þeirra, sem bókhalds- skyldir eru skv. ákvæðum laga nr. 51/1968 um bókhald, skal fylgja efnahagsreikningur. I efnahagsreikningi, eða í gögn- um með honum, skal vera sundur- liðun á öllum eignum, sem máli skipta. svo st'in innstæðum i bönkum og sparisjóðum,. vixil- eignum og öðrum úiistundanih 2. Bústofn skv. meðf. landbúnaðarskýrslu. Framtölum bænda og annarra, sem bústofn eiga, skulu fylgja landbúnaðarskýrslur, og færist bústofn skv. þeim undir þennan lið. 3. Fasteignir. Fasteignir skal telja til eignar á gildandi fasteignamatsverði eða áætluðu matsverði fullbyggðra mannvirkja, ef fasteignamat er ekki f.vrir hendi. Gildandi fasl- eignamatsverð, sem telja ber til eignar f framtali 1974, er fast- eignamat það, sem gildi tók 31. des. 1971 eða skv. síðar gerðum millimötum. Metnar fasteignir ber að til- greina í lesmálsdálk og kr. dálk á þann veg, er hér greinir: Tilgreina skal fyrst nafn eða heiti hverrar sérmetinnar fast- eignar í lesmálsdálk, eins og það er tilgreint i fasteignamats'skrá. Sé fasteign staðsett utan heimiiis- sveitar framteljanda, ber einnig að tilgreina það sveitarfélag, þar sem fasteignin er. 1 fasteignamatsskrám er hverri fasteign skipt niður í ýmsa mats- hluta eða matsþætti. T.d. er jörð- um í sveitum skipt í eftirtalda matsþætti: tún, land, hlunnindi, íbúðarhús, útihús o.s.frv. Öðrum sérmetnum fasteignum er skipt í eftirtalda matshluta eða -þætti: land eða lóð, hlunmndi, sérbyggð- ar (sérgreindar) byggingar eða önnur mannvirki. Hins vegar er sérbyggðum byggingum ekki skipt eftir afnotum, t.d. milli íbúðar- og verslunarhúsnæðis, séu þau í sömu sérbyggðri bygg- ingu. I lesmálsdálk ber að tilgreina einstaka matshluta eða -þætti fasteignarinnar, sem eru í eigu framteljanda, á sama hátt og með sama nafni og þeir eru tilgreindir 2. Fengið meðlag og barnalifevrir. Fengið meðlag með börnum, yngri en 16 ára, skai færa í þar til ætlaða eyðu neðán við nöfn barn- anna. Sama gildir um barnalífeyri frá álmannatryggingum, ef annað hvort foreldra er látið eða barn er ófeðrað. Önnur meðlög, aðrar barnalíf- eyrisgreiðslur frá almannatrygg- ingum og allar barnalífeyris- greiðslur frá öðrum (t.d. lífeyris- sjóðum) skal hins vegar telja und- ir tekjulið 13, „Aðrar tekjur". 3. Greidd meðlög. Upplýsingar um greidd meðlög með börnum, yngri en 16 ára, skal framteljandi færa í þar til ætl- aðan reit á f.vrstu síðu framtals- ins. 4. Slysatrygging við heimilisstörf. Skv. ákvæðum 30. gr. laga nr. 67/1971 um almannatryggingar geta þeir, sem heimilisstörf stunda, tryggt sér rétt til slysa- bóta við þau störf með því aðskrá f framtal sitt ósk um það, í reit, sem til þess er ætlaður, á fyrstu síðu framtals. Ársiðgjaid verður nú kr. 1.196. Þeir, sem atvinnurekstur hafa með höndum, geta tryggt sér og mökum sinum, sem með þeim starfa að atvinnurekstrinum, rétt til slysabóta, sbr. upplýsingar þar um á launamiðafylgiskjölum. Óski þessir aðilar að tryggja sér eða mökum sinum jafnframt rétt til slysabóta við heimilisstörf. kröfum (nafngrema þarf þ<) ekki krölur ttndir kr. liMiiiiii. birgðuiii (nrá- • • i iii. i'i'k-irarvói •!!■. naifunn ar eða fullunnar vörur), skulda- bréfum, hlutabréfum og öðrum verðbiéfiim. stofnsji'iðsinn.stæð- um, fasteignum (nafngreindar á þann veg, er greinir i 3. tl. — Fasteignir), vélum og tækjum og öðrum þeim eignum, sem eru í eigu framteljanda. Allar fyrnan- legar eignir skulu tilgreindar á fyrningaskýrslu. Greinargerð um mat birgða skal fylgja framtali á þar til gerðu eyðublaði. Sjá 1. mgr. 1. tl. III, kafla. Á sama hátt ber að sundurliða allar skuldir svo sem yfirdráttar- lán, samþykkta víxla og aðrar við- skiptaskuldir (nafngreina þarf þó ekki viðskiptaskuldir undir kr. 10.000), veðskuldir og önnur föst lán svo og aðrar skuldir framtelj- anda. Einnig skal sýna á efnahags- reikningi, hvernig eigið fé fram- teljanda breytist á uppgjörsárinu. Ef í efnahagsreikningi eru fjár- hæðir, sem ekki eru í samræmi við ákvæði skattalaga, svo sem tilfært verð fasteigna eða eru undanþegnar eignarskatti, sbr. t.d. 21. gr. skattalaga, skal úr því bætt með áritun á efnahagsreikn- inginn eða gögn með honum. Hreina skattskylda eign skal síð- an færa á framtal undir 1. lölulið I eða Skuldir umfram eignir í C-lið bls 3. í fasteignamatsskrá. Sé matshluti eða -þáttur ekki að fullu eign framteljanda, ber að geta eignar- hlutdeildar. Séu sérbyggðar bvgg- ingar notaðar að hluta til íbúðar og að hluta sem atvinnurekstrar- húsnæði, ber einnig að skipta matshluta eða -þætti eftir afnot- um, og skal skiptingin gerð i hlut- fallj við rúmmál. Sérreglur, sbr. næstu málsgrein, gilda þó um skiptingu leigulanda og leigulóða til eignar milli landeiganda og leigutaka. Fjárhæð fasteignamats hvers matshluta eða -þáttar, í samræmi við eignar- eða afnota- hlutdeild, skal færð i kr. dálk. Eigendur leigulanda og leigu- lóða skulu telja afgjaldskvaðar- verðmæti þeirra til eignar. Af- gjaldskvaðarverðmætið er fundið með þvf að margfalda ársleigu ársins 1973 með 15. Tilgreina skal i lesmálsdálk nafn landsins eða löðarinnar, ásamt ársleigu, en í kr. dálk skal tilgreina ársleigu x 15. Leigjendur leigulanda og leigulóða skulu telja sér til eignar mismun fasteignamatsverðs og af- gjaldskvaðarverðmætis leigu- landsins eða -lóðarinnar. Til- greina skal í lesmálsdálk nafn landsins eða lóðarinnar, svo og fullt fasteignamatsverð lóðarinn- ar eða landsins eða þess hluta, sem hann hefur á leigu, og auð- kenna sem „Ll. ‘, en í kr. dálk skal tilgreina mismun fasteignamats- verðs og afgjaldskvaðarverðmæt- is (sem er land- eða lóðarleiga ársins 1973 x 15). Mannvirki, sem enn eru i bygg- ingu eða ófullgerð, svo sem hús, fbúðir, bílskúrar og sumarbúslað- ir, svo og ömetnar viðbyggingar og breytingar eða endurbæt,ur á þegar metnum byggingum eða öðrum mannvirkjum, skal tilfæra sérstaklega í lesmálsdálk undir nafni skv. byggingarsamþykkt eða byggingarleyfi og kostnaðar- verð þeirra i árslok 1973 i kr. dálk. Eigendum slikra eigna ber að útfylla liúsbyggiiigarskýrslu. sem fylgja skal framtali. Hafi eig- andi bygginga eða annarra mann- virkja, sem byggð eru á leigulandi eða leigulóð, ekki greitt leigu fyr- ir landið eða lóðina á árinu 1973, ber land- eða lóðareiganda að telja fasteignamatsverð lands eða lóðar aðfullu til eignar. 4. V{‘lar, verkfæri og áhöld. Hér skal færa í kr. dálk bókfært verð landbúnaðarvéla og -tækja skv. landbúnaðarskýrslu. Enn fremur skal hér færa eignarverð- mæti véla, verkfæra, tækja og áhalda, annarra en bifreiða, sem ekki eru notuð í atvinnurekstrar- skyni eða ekki ber að telja í efna- hagsreikningi, sbr. tölulið 1. Slik- ar eignir skulu teljast á kaup- eða kostnaðarverði í kr. dálk. Þó skal heimilt að lækka þetta verð um fyrningu, nú aðhámarki 8% á ári, miðaða við kaup- eða kostnaðar- verð, svo og um áður reiknaða fyrningu. Þó má aldrei telja eign- arverð lægra en 10% af kaup- eða kostnaðarverði. Fyrning þessi kemur aðeins til lækkunar á eign, en ekki til frádráitar lekjum 5. Bifreið. Hér skai færa f kr. dálk kaupverð bifreiða, sem ekki eru notaðar í atvinnurekstrarskyni eða ekki ber að telja i efnahagsreikningi, sbr. tölulið 1. Þó skal heimilt að lækka kaupverð um fyrningu, nú að hámarki 10% á ári, miðaða við kaupverð, svo og um áður reikn- aða fyrningu. Þó má aldrei telja eignarverð lægra en 10% af kaup- verði. Fyrning þessi kemur aðeins til lækkunar á eign, en ekki til frádráttar tekjum. 6. Peningar. Hér á aðeins að færa peningaeign um áramót. en ekki aðrar eignir, svo sem vixla og verðbréf. 7. Inneignir. I A-lið framtals, bls. 3, ber þeim, sem ekki eru bökhaldsskyldir, að sundurliða eins og þar segir til um a.m.k. allar framtalsskyldar og skattskvldar innstæður í bönk- um. sparisjóðum og innlánsdeild- um. svo og verðbréf. sem hlfta framtalsskyldu og skattskyldu á sama hátt skv. sérstökum lögum. Þessar tegundir eigna eru fram- talsskyldar og skattskyldar til jafns við skuldir framteljanda. Til skulda í þessu sambandi telj- ast þó ekki eftirstöðvar fasteigna- veðlána, að hámarki kr. 800.000, ef þau voru tekin til 10 ára eða lengri tíma og sannanlega notuð til að afla fasteigna eða endur- bæta þær. Siðan skal færa sam- tölu skattskyldra inneigna i eign- arlið 7. Vixlar eða önnur verðbréf, þótt geymd séu í bönkum eða séu þar til innheimtu, teljast ekki hér, heldur undirtölulið 9. 8. Hlutabréf. Rita skal nafn hlutafélags i les- málsdálk og nafnverð hlutabréfa i kr. dálk, ef hlutafé er óskert, en annars með hlutfallslegri upp- hæð, miðað við upphaflegt hluta- fé. 9. Verðbréf, útlán, stofnsjóðsinnstæður o.fl. Útfylla skal B-liö framtals bls. 3, eins og e.vðublaðið segir til um, og færa samtölu i eignarlið 9. 10. Eignir barna. Útfylla skal E-lið framtals bls. 4, eins ogeyðublaðið segir til um, og færa samtöluna, að frádregnum skattfrjálsum innstæðum og verð- bréfum, i eignarlið 10. Ef fram- teljandi óskar þess, að eignir barns séu ekki taldar með sinurn eignum, skal ekki færa eignir barnsins í eignarlið 10, en geta þess sérstakiega í G-lið framtals bls. 4, að það sé ósk framtel janda, að barnið verði sjálfstæður eignarskattsgreiðandi. Skatt- c framtal árið ’74 11. Aðrar eignir. Hér skal færa þær eignir (aðrar en fatnað, bækur, húsgögn og aðra persónulega muni), sem eigi er getið hér að framan. II. SKULDIR ALLS Útfylla skal C-lið framtals bls. 3, eins og eyðublaðið segír til um, og færa samtölu í þennan lið. III. TEKJUR ARIÐ 1973 1. Hreinar tekjur af atvinnu- rekstri eða sjálfstæðri starfsemi samkv. meðfvlgjandi rekstrar- reikningi eða landbúnaðar- skýrslu. Framtiilum þoiri'a. muii in'ikhalds skyldir eru skv. ákvæðum laga nr. 51/1968 um bókhald, skal fvlgja rekstrarreikningur. Þeir, sem landbúnað stunda, skulu nota þar 111 gerða laiidbiinaðarsKýrslu. Gögnum þessum skal fvlgja fyrn- ingaskýrsla. þar sem fram komi a.m.k. sömu upplýsingar og til er ætlast, að komi fram á fyrninga- skýrslue.vðublöðum, sem fást hjá skattyfirvöldum. Enn fremur skal fylgja, á þar til gerðu eyðublaði. greinargerð um mat vörubirgða. samanburður söluskattsskýrslna og ársreikninga og yfirlit um launagreiðslur, eftir þvi sem við á. Þegar notuð er heimild i D-lið 22. gr. skattalaga til sérstaks frá- dráttar frá matsverði birgða. skal breyting frádráttar milli ára til- greind sem sérliður í rekstrar- reikningi. sbr. áðurnefnda grein- argerð um mat birgða. Þegar notuð er heimild 4. tl. 7. gr. laga nr 7/1972 um breytingu á lögum nr. 68'1971 til óbeinna fyrninga skv. veröhækkunar- stuðli, sbr. auglýsingu fjármála- ráðuneytisins. dags. 8. jan. 1974. skal fylgja framtali fullnægjandi greinargerð um notkun heimild- arinnar. Fjárhæð öbeinna fyrn- inga skal færð annaðhvort á rekstrarreikning (þ.m.t. landbún- aðarskýrsla) eða á framtal. Þessí óbeina fyrning bre.vtir ekki bók- færðu verði eignanna. El i ivKslrarn'iKinngi t p.in.i landbúnaðarskýrsla) eru fjár- hæðir, sem ekki eru í samræmi við ákvæði skattalaga, svo sem þegar taldar eru til tekna fjár- hæðir, sem ekki eru skattskyldar, eða til gjalda fjárhæðir, sem ekki eru frádráttarbærar. skal úr því bætt með áritun á rekstrarreikn- ing eða gögn með honuin. Sama gildir, ef framteljandi vill nota heimild til frestunar á skattlagn- ingu skattskylds hluta söluhagn- aðar eigna, en sú fjárhæð skal enn fremur sérgreind á efnahags- reikningi. Gæta skal þess sérstaklega. að í rekstrarreikningi séu ekki aðrir liðir færðir en tilheyra þeim at- vinnurekstri, sem reikningtirinn á aðvera heimild um. Þannig skal t.d. aðeins færa til gjalda vexti af þeim skuldunt, sem til hefur verið stofnað vegna atvinnurekstrarins. en ekki vexti af öðrurn skuldutn. og ekki skal færa til gjalda á rekstrarreikning önnur persónu- leg gjöld, sem ekki tilheyra at- \innuivKstrinum. þiiii Iráilrállar- bær séu, svo sem lífevris- og líf- tryggingariðgjöld. heldur skal fæi'a þau i viðkontandi liði i frá- dráttarhlið framtals. Sama gitdir um tekjur, sem ekki eru tengdar atvinnurekstrinum, svo sem eigin Sjá ncestu síöu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.