Morgunblaðið - 19.01.1974, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JANUAR 1974
17
Mánaðargreiðslur á árinu 1973
voru sem hér segir:
Fyrir 1 barn:
J an. — mars kr. 636 á mán.
Apríl — júní kr. 712 á mán.
Júlí — sept. kr. 749 á mán.
Okt. — des. kr. 801 á mán.
Fyrir 2 börn:
Jan. — mars kr. 3.450 á mán.
Apríl — júni kr. 3.864 á mán.
Júlí — sept. kr. 4.064 á mán.
Okt. — des. kr. 4.349 á mán.
Fyrir3 jbörn
og flein:
Jan. — mars kr. 6.900 á mán.
Apríl — júní kr. 7.728 á mán.
Júlí — sept. kr. 8.128 á mán.
Okt. — des. kr. 8.698 á mán.
(4) Styrktarfé, þ.m.t. náms-
styrkir frá öðrum aðilum en ríkis-
sjóði eða öðrum opinberum sjóð-
um, innlendum ellegar erlendum,
gjafir (aðrar en tækifærisgjafir),
happdrættisvinninga (sem ekki
eru skattfrjálsir) og aðra vinn-
inga svipaðs eðlis.
(5) Skattskyldan söluhagnað af
eignum, sbr. D-lið framtals, bls. 4,
(sjá þó „Aðrar upplýsingar“ i lok
ieiðbeininga), afföll af keyptum
verðbréfum og arð af hlutabréf-
um vegna félagsslita eða skatt-
skyidrar útgáfu jöfnunarhluta-
bréfa.
(6) Eigin vinnu við eigið hús
eða íbúð, að því leyti, sem hún er
skattskyld.
(7) Bifreiðastyrki fyrir afnot
bifreiðar framteljanda. Skiptir
þar eigi máli, i hvaða formi bif-
reiðastyrkur er greiddur, hvort
heldur t.d. sem föst árleg eða
tímavíðmiðuð greiðsla, sem kíló-
metragjald fyrir ekna km eða sem
greiðsla á, eða endurgreiðsla fyr-
ir, rekstrarkostnaði bifreið-
arinnar að fullu eða hluta. Enn
fremur risnufé og endurgreiddan
ferðakostnað, þar með taldir dag-
peningar. Um rétt til frádráttar
vegna þessara tekna, sjá tölulið
13, „Annar frádráttur".
IV. frádrAttur
1. Kostnaður við íbúðarhúsnæði,
sbr. tekjulið 3.
a. Fasteignagjöld: Hér skal
færa fasteignaskatt, brunabótaið-
gjald, vatnsskatt o.fl. gjöld, sem
einu nafni eru nefnd fasteigna-
gjöld. Enn fremur skal telja hér
með90% af iðgjöldum svonefndr-
ar húseigendatryggingar, svo og
iðgjöld einstakra vatnstjóns-,
gler-, fok-, sótfalls- og innbrots-
trygginga, einnig brottflutnings-
og húsaleigutapstrygginga. Hér
skal þó eingöngu færa þann hluta
heildarupphæðar þessara gjalda
af fasteign, sem svarar til þess
hluta fasteignarinnar, sem tekjur
eru reiknaðar af skv. tekjulið 3.
b. Fyrning og viðhald: Hér skal
færa sem fyrningu og viðhald eft-
irtalda hundraðshluta af fast-
eignamati þess húsnæðis, að með-
töldum bflskúr, sem tekjur eru
reiknaðar af skv. tekjulið 3:
Af fbúðarhúsnæði
úr steinsteypu 2,5%
hlöðnu úr steinum 2,8%
úrtimbri 4,0%
(Ath: Fyrning og viðhald reikn-
ast ekki af fasteignamati ióða,)
2. Vaxtagjöld.
Hér skal færa mismunartölu
vaxtagjalda skv. C-lið framtals,
bls. 3.
3. a. og b. Greitt iðgjald
af lífeyristryggingu.
Færa skal í a-lið framlög framtelj-
anda sjálfs, en í b-lið,framlög eig-
inkonu hans til viðurkenndra líf-
eyrissjóða eða greidd iðgjöld af
lífeyristryggingu tíl viður-
kenndra vátryggingarfélaga eða
stofnana. Nafn iífeyrissjóðsins,
vátryggingarfélagsins eða stofn-
unarinnar færist í lesmálsdálk.
Reglur hinna ýmsu tryggingar-
aðila um iðgjöld eru mismunandi,
og frádráttarhæfni iðgjaldanna
því einnig mismunandi hjá fram-
teljendum. Er þvf rétt, að fram-
teljandi leiti upplýsinga hjá við-
komandi tryggingaraðila eða
skattstjóra, ef honum er ekki full-
komlega ljóst, hvaða upphæð
skuli færa hér til frádráttar.
4. Iðgjald af lífsábyrgð.
Hér skal færa greitt iðgjald af
líftryggingu. Hámarksfrádráttur
er kr. 23.100. (Rétt er þó að rita f
lesmáisdállt— raunverulega
greidda fjárhæð, ef hún er hærri
en hámarksfrádráttur.)
5. Stéttarfélagsgjald.
Hér skal færa iðgjöld, sem laun-
þegi greiðir sjálfur beint til stétt-
arfélags síns, sjúkrasjóðs eða
styrktarsjóðs, þó að hámarki 5%
af launatekjum.
6. Greitt fæði á sjó
dagar.
Hér skal rita sama dagafjölda og
Aflatryggingarsjóður greiddi
hlutdeild í fæðiskostnaði fram-
teljanda. Síðan skal margfalda
þann dagafjölda með tölunni 64
og færa útkomu í kr. dálk.
Greiðslur Aflatryggingarsjóðs
til útvegsmanna upp í fæðiskostn-
að skipverja á bátaflotanum skai
framteljandi hvorki telja til tekna
né frádráttar.
Hafi Aflatryggingarsjóður ekki
greitt framlag til fæðiskostnaðar
framteljanda á þilfarsbát undir
12 rúmlestum, opnum bát eða bát
á lirefnu- eða hrognkelsaveiðum,
skal margfalda fjölda róðrardaga
með tölunni 163 og færa útkomu í
kr. dálk.
7. Sjómannafrádr. miðaður
við slysatryggingu hjá
útgerðinni .... vikur.
Sjómaður, lögskráður á islenskt
skip, skal rita hér þann viku-
fjölda, sem hann var háður
greiðslu slysatryggingariðgjalda
hjá útgerðinni, enda ráðinn sem
sjómaður. Ef vikurnar voru 26
eða fleiri, skal inargfalda viku-
fjöidann með tölunni 2062 og
færa útkomu f kr. dáik. Hafi vik-
urnar veriðfærri en 26,skal marg-
falda vikufjöldann með tölunni
285 og færa útkomu i kr. dálk.
Hlutaráðnir menn skulu og
njóta sama frádráttar, þótt þeir
séu eigi lögskráðir, enda geri út-
gerðarmaður fulia grein fyrir,
hvernig hlutaskiptum er farið og
yfir hvaða timabil launþegi hefur
tekið kaup eftir hlutaskiptum.
8. 8% af beinum tekjum
sjómanns eða hlutaráðins
landmanns af fiskveiðum.
Hér skal færa 8% af beinum tekj-
um sjómanns af fiskveiðum á ís-
lenskum fiskiskipum, þ.m.t. hval-
veiðiskipum. Sama gildir um
beinar tekjur hlutaráðins land-
manns af fiskveiðum. Sjómaður,
sem jafnframt er útgerðarmaður
fiskiskipsins, skal njóta þe.ssa 8%
frádráttar af hreinum tekjum
fiskiskipsins af fiskveiðum eða
hlut, hvort sem lægra er.
Þessi frádráttur reiknast ekki
af öðrum tekjum, sem sjómaður
eða hlutaráðinn landmaður kann
aðhafa frá útgerðinni.
9. Skyldusparnaður.
Hér skal færa þá upphæð, sem
framteljanda, á aldrinum 16—25
ára, var skylt að spara og innfærð
er i sparimerkjabók árið 1973.
Skyldusparnaður er 15% af
launatekjum eða sambærilegum
atvinnutekjum, sem unnið er fyr-
ir á árinu.
Sparimerkjakaup umfram
skyldu eru ekki frádráttarbær.
10. 50% af launum eiginkonu.
Hér færast 50% þeirra launa eig-
inkonu, sem talin eru í tekjulið 12
og hún hefur aflað sem launþegi
hjá vinnuveitanda, sem á engan
hátt er tengdur henni, eigin-
manni hennar eða ófjárráða börn-
um, rekstrarlega eða eignarlega.
Sama gildir um laun, sem eigin-
konan hefur aflað sem launþegi
hjá hlutafélagi, þótt hún, eigin-
maður hennar eða ófjárráða börn
eigi eignar- eða stjórnaraðild að
hlutafélaginu, enda megi ætla, að
starf hennar hjá hlutafélaginu sé
ekki vegna þessara aðilda.
11. Frádráttur vegna starfa
eiginkonu við atv.r.
hjóna o.fl.
Hér færast 50%eftirtalinna tekna
eiginkonu, þó að hámarki kr.
84.700.
1. Hreinna tekna af atvinnu-
rekstri, sem hún vinnur við og er i
eigu hennar, eða af sjálfstæðri
starfsemi, sem hún rekur.
2. Launa vegna starfs við at-
vinnurekstur eða sjálfstæða starf-
semi eiginmanns hennar.
3. Launa vegna starfs við at-
vinnurekstur eða sjálfstæða starf-
semi ófjárráða barns (barna)
hjónanna.
4. Hluta hennar af hreinum
tekjum af sameiginlegum at-
vinnurekstri eða sjáifstæðri starf-
semi hjóna, metins miðað við
beint vinnuframlag hennar við
öflun teknanna.
5. Launa frá sameignarfélagi,
sem hjónin eða ófjárráða börn
þeirra eru aðilar að, eða hlutafé-
lagi, enda megi ætla, að starf
hennar hjá hlutafélaginu sé
vegna eignar- eða stjórnaraðildar
hennar, eiginmanns hennar eða
ófjárráða barna.
12. Sjúkra- eða
sl.vsadagpeningar.
Hér skal færa sjúkra- eða slysa-
dagpeninga frá almannatrygg-
ingum, sjúkrasamlögum og
sjúkrasjóðum stéttarfélaga, sem
jafnframt ber að telja til tekna í
tekjulið 9.
13. Annar frádráttur.
Hér skal færa þá frádráttarliði,
sem áður eru ótaldir og heimilt er
að draga frá tekjum. Þar til má
nefna:
(1) Afföll af seldum verðbréf-
um (sbr. A-lið 12. gr. laga).
(2) Ferðakostnað vegna lang-
ferða (sbr. C-lið 12. gr. laga).
(3) Gjafir tii menningarmála,
vísindalegra rannsóknarstofnana,
viðurkenndrar líknarstarfsemi og
kirkjufélaga (sbr. D-Iið 12. gr.
laga). Skilyrði fyrir frádrætti er,
að framtali fylgi kvittun frá stofn-
un, sjóði eða félagi, sem ríkis-
skattstjóri hefur veitt viðurkenn-
ingu skv. 36. gr. reglugerðar nr.
245/1963.
(4) Kostnað við öflun bóka,
tfmarita og áhalda til vísindalegra
og sérfræðilegra starfa, enda sé
þessi kostnaðarliður studdur full-
nægjandi gögnum (sbr. E-lið 12.
gr.laga).
(5) Frádrátt frá tekjum hjóna,
sem gengið hafa í lögmætt hjóna-
band á árinu, kr. 84.700.
(6) Frádrátt v/björgunarlauna
(sbr. B-lið 13. gr. laga).
(7) Frádrátt einstæðs foreldris,
er heldur heimilí fyrir börn sín,
kr. 92.400, að viðbættum kr.
10.010 fyrir hvert barn.
(8) Námsfrádrátt, meðán á
námi stendur, skv. mati ríkis-
skattstjóra. Tilgreina skal nafn
skóla og bekk. Nemandi, sem náð
hefur 20 ára aldri, skal útfylla þar
til gert eyðublað um náms-
kostnað, óski hann eftir að njöta
réttar til frádráttar námskostnað-
ar að námi ioknu, sbr. næsta tölu-
lið.
(9) Námskostnað, sem stofn-
að var til eftir 20 ára aldur og
veitist til frádráttar að námi
loknu, enda hafi framteljandi
gert- fullnægjandi grein fyrir
kostnaðinum á þar til gerðum
eyðublöðum (sbr. E-Iið 13. gr.
laga).
(10) Afskrift heimæðargjalds
v/hitaveitu, heimtaugargjalds
v/rafmagns og stofngjalds
v/vatnsveitu 1 eldri byggingar
10% á ári, næstu 10 árin, eftir að
hitaveita, raflögn eða vatnslögn
var innlögð (tengd).
Ofangreind stofngjöld vegna
innlagna (tenginga) í nýb.vgg-
ingar teljast með bygginga-
kostnaði og má ekki afskrifa sér-
staklega.
(11) Sannanlegan risnukostn-
að, þó eigi hærri upphæð en nem-
ur risnufé til tekna í tekjulið 13.
Greinargerð um risnukostnað
fylgi framtali, þar með skýringar
vinnuveitanda á risnuþörf.
(12) Sannanlegan kostnað
vegna rekstrar bifreiðar i þágu
vinnuveitanda. Utfylla skal þar
til gert eyðublað „Bifreiðastyrkur
og bifreiðarekstur á árinu 1973",
eins og form þess og skýringar
segja til um. Enn fremur skal
fylgja greinargerð frá vinnuveit-
anda um ástæður fyrir greiðslu
bifreiðastyrksins. Til frádráttar
kemur sá hluti heildarrekstrar-
kostnaðar bifreiðarinnar, er svar-
ar til afnota hennar í þágu vinnu-
veitanda, þó eigi hærri upphæð
en nemur bifreiðastvrk til tekna i
tekjulið 13.
Frá kröfunni um útfyllingu og
skil greinds eyðublaðs er þó fallið
í eftirtöldum tilvikum:
a. hafi framteljandi í takmörk-
uðum og tilfaliandi tilvikum not-
að bifreið sina í þágu vinnuveit-
anda síns, að beiðni hans, og feng-
ið endurgreiðslu (sem talin er til
tekna eins og hver annar bifreiða-
styrkur) fyrir hverja einstaka
ferð. i slíkum tilvikum skal fram-
teljandi leggja fram akstursdag-
bókaryfirlit eða reikninga, sem
sýna tilgang aksturs, hvert ekið
og vegalengd i km ásamt staðfest-
ingu vinnuveitanda. Sé þessum
skilyrðum fullnægt og talið, að
hér sé um raunverulega endur-
greiðslu afnota að ræða í þágu
vinnuveitanda, enda fari þau ekki
í heild sinni yfir 1.500 km á ári,
má leyfa til frádráttar fjárhæð,
sem svarar til km notkunar, marg-
faldaðrar með kr. 9,70, þó aldrei
hærri fjárhæð en talin var til
tekna.
b. hafi framteljandi fengið
greiðslu frá ríkinu á árinu 1973
fyrir akstur (eigin) bifreiðar
sinnar í þess þágu og greiðslan
verið greidd skv. samningi sam-
þykktum af fjármálaráðuneytinu,
er framteljanda heimilt að færa
til frádráttar í frádráttarlið 13 á
skattframtali sömu upphæð og
telja skal til tekna vegna þessarar
greiðslu í tekjulið 13, án sérstakr-
ar greinargerðar, enda liggi fyrir
eða framteljandi láti í té eftir
áskorun ótviræða sönnun þess, að
samningur, samþykktur af fjár-
málaráðuneytinu, hafi verið í
gildi á árinu 1973. Samningur
samþykktur af öðrum ráðuneyt-
um eða ríkisstofnunum og ekki
staðfestur af fjármálaráðuneyt-
inu hefur ekkert gildi í þessu
sambandi.
(13) Ferðakostnað og annan
kostnað, sem framteljandi hefur
fengið endurgreiddan vegna fjar-
veru frá heimili sínu um stundar-
sakir vegna starfa í almenníngs-
þarfir. Til frádráttar kemur sama
upphæð og talin er til tekna I
tekjulið 13.
(14) Beinan kostnað vegna
ferða i annarra þágu, þó eigi
hærri upphæð en endurgreidcí
hefur verið og til tekna er talin í
tekjuliö 13.
Skatt-
framtal
árið ’74
AÐRAR UPPLÝSINGAR
OGSKÝRINGAR
Á framtalseyðublaðinu er kraf-
ist ýmissa annarra upplýsinga en
að framan greinir. Einnig getur
framteljandi komið að skýringum
sínum eða umsóknum um notkun
heimilda sér til handa. Sem dæmi
má nefna:
a. Á bls. 2 neðst til hægri skal
færa greidda heimilisaðstoð, álagt
útsvar, álagt viðlagagjald af út-
svarsskyldum tekjum og greidda
húsaleigu.
b. í D-lið á bls. 4 ber að gera
grein fyrir bvggingu fasteigna
með tilvfsun til húsb.vggingar-
skýrslu, sem fvlgja skal framtali,
einnig þótt um sé að ræða við-
byggingu, breytingar eða endur-
bætur á fasteign. (Eyðublöð fást
hjá skattyfirvöldum.) Enn frem-
ur skal gera þar grein fyrir kaup-
um og sölum fasteigna, bifreiða,
skipa, véla, verðbréfa og hvers
konar annarra verðmætra rétt-
inda. Einnig ber að tilgreina þar
greidd sölulaun, stimpilgjöld og
þinglesningarkostnað. svo og af-
föll af seldunt verðbréfum. Vilji
fframteljandi nota heimildir4. og
11. ingr. E-liöar 1. mgr. 7. gr. laga
nr. 68/1971, sbr. 4. tl. 3. gr. laga
nr. 7/1972, um frestun á skatt-
lagningu skattskylds hluta siilu-
hagnaðar eigna, skal hann geta
þess í þessum staflið framtals (4.
mgr., sbr. 4. tl. 3. gr. laga nr.
7/1972, varðar eingöngu frestun
ákvörðunar um skattsk.vldu sölu-
hagnaðar af íbúðarhúsnæði).
c. Um útfyllingu á E-og F-liðum
á bls. 4, sjá um 10. tölulið í I. kafla
og 11. tölulið í III. kafla.
d. G-liður á bls. 4 er sérstaklega
ætlaður f.vrir athugasemdir fram-
teljanda. Þar skal m.a. geta þess,
ef með framtali fylgir á þar til
gerðum eyðublöðum, eða framsett
skriflega á annan fullnægjandi
hátt, umsókn um lækkun tekju-
skatts (ívilnun). ívilnun getur
komið til greina vegna ellihrör-
leika, veikinda, slysa, mannsláts
eða skuldatapa, sem hafa skert
gjaidþol framteljanda verulega,
vegna verulegs eignatjóns, vegna
framfærslu barna, sem haldin eru
langvinnum sjúkdómum eða eru
fötluð eða vangefin. vegna fram-
færslu foreldra eða annarra
vandamanna eða vegna þess, að
skattþegn hefur látið af störfum
vegna aldurs og gjaldþol hans
skerst verulega af þeim siikum.
Enn fremur getur komið til
greina ívilnun vegna verulegra
útgjalda af menntun barns
(barna) framteljanda, sem eldra
er (eru) en 16 ára. Eyðublöð með
nánari skýringum til notkunar í
þessu sambandi fást hjá skatt.vfir-
völdum. Þar er annars vegar um
að ræða umsóknareyöublað vegna
menntunarkostnaðar barna og
hins vegar vegna annarra framan-
greindra ástæðna.
Að lokum skal framteljandi
dagsetja framtalið og undirrita.
Ef um sameiginlegt framtal hjó'na
er að ræða. skulu þau bæði undir-
rita það.
ATIIYGLI skal vakin á því, að
sérhverjum framtalsskyldum að-
ila ber að gæta þess. að fyrir
hendi séu upplýsingar og gögn, er
leggja megi til grundvallar fram-
tali hans og sannprófunar þess, ef
skattyfirvöld krefjast. Öll slík
gögn, sem framlalið varða, skal
geyma a.m.k. í 6 ár, miðað við
framlagningu skattskrár.
Lagatilvitnanir i leiðbeiningúm
þessum eru í lög nr. 68/1971 um
tekjuskatt og eignarskatt, með
áorðnum breytingum skv. lögum
nr. 7/1972 og lögum nr. 60/1973
Revkjavík. 16. janúar 1974.
Rikisskattstjóri.