Morgunblaðið - 19.01.1974, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 19.01.1974, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JANUAR 1974 23 „Sterling I þoku“ máluð 1912, vatnslitir. Eins og sjá má á mynd inni er bokan svo mikíl, að Sterling sést alls ekki. Svip- myndir frá Kjarvals- sýningu KJARVALSSÝNINGIN, sem Reykjavfkurborg gengst fyrir að Kjarvalsstöðum, hefur nú staðið I tæpan mánuð og hefur aðsókn verið góð, að sögn Aifreðs Guðmundssonar for- stöðumanns Kjarvalsstaða. Meðal verka á sýningunni er hin fræga vatnslitamynd „Sterling f þoku“. Myndin var máluð árið 1912 þegar Kjarval dvaidist vetrarlangt f Lundún- um og hafði skoðað myndir Turners f Tate Gallery. Fræg er sagan af þvf, þegar Kjarval sýndi myndina í fyrsta skipti, og menn furðuðu sig á nafninu þar eð Sterling var hvergi sjáanlegur. Er þá sagt, að meistarinn hafi svarað, að það kæmi til af því, að hann væri f þokunni og því mjög eðlilegt að hann sæist ekki. „Sterling í þoku“ er gjöf frá börnum Grethe og Ragnars Asgeirs- sonar, en auk hennar eru 4 aðrar myndir á sýningunni gjöf til Reykjavíkurborgar frá þeim. Athygli skal og vakin á verk- inu „Engill", en það er málverk á steini, sem Kjarval gerði árið 1937, og er gjöf til Reykja- vfkurborgar frá frænku meistarans, Karitas Bjarg- mundsdóttur. Meðfylgjandi myndir, sem Br. H., ljósm Mbl., tók, eru af nokkrum verkanna á sýning- unni, en hún er opin þriðju- daga—föstudaga frá kl. 4—10 oglaugardagaogsunnudaga frá kl. 2—10. Aðgangur er ókeyp- is. Alfreð Guðmundsson stendur við hlið verfcslns „Sól sem er olfuverk málað á léreft, 265x222 sm. Ingólfur G. S. Esph- ólín — Minning Á sfðastliðnu sumri lézt Ingólf- urG. S. Esphólin stórkaupmaður, eftir margra mánaða sjúkdóms- legu. Með fráfalli hans hvarf af götum miðbæjarins í Reykjavík einn af þeim mönnum, sem síðast- liðna hálfa öld settu svip sinn á bæinn með góðmannlegu og höfðiglegu fasi sínu. Ingólfur var norðlenzkur að uppruna. Hann var fæddur 22. nóvember 1899 á Akureyri. Faðir hans var Sigtryggur Jónsson byggingameistari, sá, er reisti meðal annars menntaskólahúsið á Akureyri. Hann var kominn af kunnum hagleiksmönnum úr Eyjafirði og Suður-Þingeyjar- sýslu. Móðir Ingólfs var Guðný Þorkelsdóttir, systir hins merka manns Þorkels verðurstofustjóra. Þau voru ættuð frá Flatatungu í Skagafirði. Eftir að Ingólfur hafði lokið gagnfræðaskólanámi á Akureyri hélt hann utan til Kaupmanna- hafnar til verzlunarnáms. Þegar heim kom fór hann fyrst til Akur- eyrar og stofnsetti þar fyrirtækið. „Bræðurnir Esphólin“ með bræðrum sínum Jóni og Hjalta. Þeir starfræktu það í nokkur ár, en síðar skildu leiðir Jón fluttist til Kaupmannahafnar og kvæntist þar danskri konu. Hann stofnsetti vélafyrirtæki, sem er starfandi þar enn og ber Esphólínsnafnið. Jón er látinn fyrir nokkrum ár- um, en sonur hans er nú fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins. Hjalti starfaði við verksmiðju- rekstur á Akureyri. Margir út- gerðarmenn, sem áttu viðskipti við Tunnuverksmiðjuna þar, svo og eldri Akureyringar muna áreiðanlega eftir þeim öðlings- manni. Ingólfur lifði lengst sinna bræðra og var lífsstarf hans aðal- lega unnið í Reykjavík. Hann gerðist stórkaupmaður, en hugur hans hneigðist snentma að fisk- iðnaði og þá sérstaklega hrað- frystingu. í félagi við Svía byggði hann Sænska frystihúsið, sem var mikil framkvæmd á þeim tima. En það, sem ætti þó lengst að halda nafni hans á loft, var sú nýjung að hefja hraðfrystingu á matvælum hér á landi. Á miðju sumri 1934 birtist í Morgunblaðinu eftirfarandi frétt: — „Ingólfur G. S. Esphólín er nýkominn heim úr ferðalagi frá ýmsum Evrópulöndum. Hann hef- ur látið hraðfrysta um 50 lestir fisks og sent sem sýnishorn til ýmissa landa. Þau hafa líkað mjög vel. Ingólfur segir, að best sé að búa um fiskinn í litlum pökkum, er hafi inni að halda sem næst því er meðalfjölskylda neytir í einni máltíð. Telur hann mikla markaðsmöguleika i mörgum Evrópulöndum fyrir fisk, hrað- frystan i slikum umbúðum." Af þessu má sjá brautr.vðjanda- starf Ingólfs á þessum vettvangi. Hann var einnig fyrstur Islend- inga til að gera frystan karfa að útflutningsvöru, svo eitthvað fleira sé nefnt. Seinni árin glimdi hann við það verkefni, sem hann taldi þýðingarmest, ekki einungis fyrir okkkur íslendinga heldur allt mannkyn, en það var að breyta fiskúrgangi og áður lítt nýttum fisktegundum i þurrmjöl til manneldis. Hann taldí sig hafa leyst tænknihlið þessa verkefnis, en skortur á fjármagni kom i veg fyrir framkvæmdir. I öllum þess- um umsvifum valt á ýmsu með veraldargengi sem oft vill verða hjá hugsjónamönnum. Ingólfur var fróður og skemmti- legur og höfðingi heim að sækja, en þar naut hann aðstoðar ráðs- konu sinnar, Elisabetar Júlíus- dóttur, sem stóð fyrir heimili hans um 40 ára skeið og veitti gestum af mikilli rausn. Var hún honum stoð og stytta, ekki sízt í hinum langvarandi veikindum ltans. Við, sem nutum gestrisni hans og vináttu í svo rfkum mæli, þökk- um nú að leiðarlokum og vottum Elfsabetu samúð okkar. Blessuð sé minning hans. F.E.P.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.