Morgunblaðið - 19.01.1974, Side 28

Morgunblaðið - 19.01.1974, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JANUAR 1974 Doppa 09 Dill ð ferðaiagi eftir Hugrúnu Doppa og Díli voru hvolpar og áttu heima úti í sveit. Þau áttu ekki sama heimilið, en bæði voru þau fædd á sumardaginn fyrsta. Doppa var hvít með svartan blett á nefinu, en Díli var grár með hvítan blett á hnakkanum. Mæður þeirra voru miklar vin- konur. Fyrst eftir að börnin þeirra fæddust, höfðu þær lítið um sig og hittust sjaldan, en þegar þau fóru að stækka og gátu fylgt þeim eftir úti, heimsóttu þær hvor aðra svo oft sem þær gátu, og hvolparnir lærðu snemma að leika sér saman. Doppu og Díla fannst heimurinn fjarskalega skrítinn. Mikið þótti þeim gaman að fara í kapphlaup og fela sig á milli þúfnanna, svo steyptu þau sér kollhnís og léku alls konar listir. Mömmurnar horfðu á þau með mestu hrifningu. Þær þóttust of ráðsettar til þess að taka þátt í leikjunum, nema ef þær voru neyddar til þess. Ef ólátabelgirnir toguðu í rófurnar á þeim eða stukku upp á bakið á þeim, þá gat það komið fyrir, að þær tækju þau fangbrögðum, og það þótti Doppu og Díla skemmtilegra en allt annað. Mömmurnar horfðu á börnin sín meðan þau léku sér og móður- kærleikurinn ljómaði í augum þeirra, þar sem þær BR 2-7R C Um heimshöfin Meira en 7/10 af yfirborði jarðar er hulið sæ. Og á sama hátt og þurrlendið mótast af fjöllum og dölum, þá eru einnig fjallahrygg- ir og djúpar dældir og skorur á hafsbotninum. Lengsti fjalls- hryggur jarðar er í Atlantshafinu. Hann er mörg þúsund km að iengd og teygir sig frá norðri til suðurs. Mörg fjöll hans eru meira en 300 metrar að hæð. Azoreyjarnar eru toppurinn á hluta þessa fjallshryggjar.Hæsta fjall jarðar er á Hawai f Kyrrahafinu. Það heitir Mauna Kea og teygir sig „aðeins“ 4200 m yfir hafflöt- inn. En rætur þess eru 4800 m undir sjávarmáli. Það er þannig í raun 9000 m hátt og því hærra en Mount Everest. Mesta dýpi sjávar sem mælst hefur er hin svonefnda „Filipseyingagröf", sem er 10.793 m aðdýpt. lágu fram á lappir sínar. Þær vildi kenna þeim að bera virðingu fyrir sér, og vildu láta þau vita og skilja, að þær væru ráðsettar frúr, sem þau yrðu að hlýða. Stundum þegar ærslin gengu fram úr hófi urðu þær að refsa þeim, og það gerðu þær með því að gefa þeim löðrung með annarri framlöppinni. Mamma Doppu var strangari heldur en mamma Díla, þess vegna varð uppeldi hans ekki eins gott, og hann fékk seinna að kenna á því. Þær sögðu þeim frá hættum heimsins og snörum, og Doppa hlustaði vel, betur en Díli. Díli hafði sérstaklega ánægju af því að leika allar hundakúnstir, sem hann kunni fyrir Doppu til þess að láta hana dást að sér. Svona liðu dagarnir í ævintýrum og leikjum á meðan þau voru að vaxa og vitkast. Það kom að því, að þau gátu farið að hittast án þess, að mömmur þeirra væru með þeim. Það þótti þeim allra skemmtilegast. Það var bara verst hvað hann Díli var hrekkjóttur. Hann átti það til að elta fugla, og þegar hann hafði náð þeim hristi hann þá til, með því að halda þeim í munninum þangað til vesalings fuglarnir dóu. Doppu þótti þetta leitt, og reyndi að fá Díla ofan af þessum ósið, en honum þótti þetta svo skemmtilegt, að Ivann gat ómögulega látið það vera. — Þú veizt, að það er ljótt að elta fuglana og gera þeim mein, sagði Doppa. Þeir eiga að vera okkur til ánægju. Við skulum heldur lofa þeim að lifa, svo þeir geti sungið fyrir okkur öll yndislegu sumarlögin sín. Við getum meira að segja tekið undir með þeim og spangólað einhverja undirröddina. Hlustaðu bara hvað ég er orðin leikin i því að gelta og spangóla, og svo settist Doppa litla á aftari endann og lék listir sínar fyrir vin sinn, en hann var ekki hrifinn af þessu háttalagi hennar, fannst það ekkert spenn- andi. Það var þó heldur að hendast um mýrar og móa, tún og engi á eftir fuglunum, sérstaklega var honum uppsigað við velluspóana, en þeim náði hann aldrei. Það voru bara litlu fuglarnir, sem hann gat náð, á meðan þeir voru að læra að fljúga. Það voru ósköp að heyra tístið í þeim á meðan Dfli var að dusta þá til. Doppa litla gat varla horft á þetta, hvað þá hlustað. Henni varð flökurt og hljóp þá stundum heim, burtu frá Dila með niðurlafandi skottið, lagðist niður í bælið sitt og hugsaði um ráðgátur lífsins. En það hýrnaði alltaf yfir henni þegar mamma hennar kom og lagðist hjá herini. Það var svo hlýtt og notalegt að hjúfra sig í hásakotið hennar og fá sér góðan blund. c§Alonni ogcTVÍanni eftir Jón Sveinsson Freysteinn Gunnarsson þýddi „Þú kallaðir aftur og aftur: „Jesús“. Þig hefur dreymt eitthvað fallegt“. Hann horfði á mig forviða og roðnaði lítið eitt. Svo sagði hann: „\ar ég að kalla það?“ „Já, Manni, og þú réttir upp hendurnar brosandi, alveg eins og þú værir að tala við einhvern. Viltu segja mér, hvað þig dreymdi?“ Hann varð hálffeiminn. Samt sagði hann: „Já, það skal ég gera. Það er fljótsagt. Það var svo stutt“. Hann sagði svo frá: „Ég sofnaði strax, eftir að við unnum heitið. Mér þótti hinn heilagi Franz Xaver koma líðandi í loftinu niður til okkar. Hann tók í höndina á mér, og ég sveif með honum upp í loftið, langt, langt í burtu. Við komum í stóra borg, og þar var fjarska falleg kirkja. Þegar ég spurði hann, hvað borgin héti, svaraði hanil, að þetta væri Rómaborg og kirkjan væri Péturskirkja. f Svo fór hann með mig Um feikilega stórar dyr inn í kirkjuna. Þar sá ég Jesú. Hann stóð fyrir háaltarinu. Eg hljóp til hans. Og hann kom á móti mér með útbreiddan faðmihn og horfði brosandi á mig. Ég mætti honum í miðri kirkjunni. Þá faðmaði hann mig að sér. Og þá vaknaði ég“. — Já þetta er mjög skemmti- iegur bfll, ef undan er skilinn óþægilegur titringur þegar jkomið er yfir 190 km á klukku- stund. — Já, það var eiginlega þess vegna, sem ég hætti aðreykja. — Já, vinur minn. Ég man þá tfð, er heystakkar voru þægi- legir. — Nei, eina kúnstin sem hann kann, það er að opna fs- skápinn.....

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.