Morgunblaðið - 13.02.1974, Blaðsíða 1
32 SIÐUE
36. tbl. 61. árg.
MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRUAR 1974.
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Solzhenitsyn handtekinn
Alger þögn sovézkra yfirvalda um málið
Norðmenn kvíðnir segir Bratteli
Moskvu, 12. febrúar AP—NTB.
Átta sovézkir lögreglumenn, sex óeinkennisklæddir og
tveir einkennisklæddir ruddust f dag um kl. 14 að
íslenzkum tíma inn á heimili sovézka nóbelsskáldsins
Alexanders Solzhenitsyn og handtóku hann. Fyrr um
daginn hafði Solzhenitsyn í annað skiptið neitaðað mæta
til viðtals við saksóknara í Moskvu.
WZmm -
Alexander Solzhenitsyn ásamt sonum sfnum tveimur f fbúð sinni f Moskvu. Ignat 16 mánaða er til
vinstri og Yermolai 3 ára til hægri.
Eiginkona Solzhenitsyns, Nata-
lya Svetlova, skýrði fréttamönn-
um frá því að einn lögreglumann-
anna hefði sýnt Solzhenitsyn
skjal, sem heimilaði lögreglunni
að beita valdi, ef skáldið neitaði
að koma með þeim af frjálsum
vilja. Sagði Nataiya, að maður
sinn hefði harðneitað f fyrstu, en
er hann hefði séð skjalið hefði
hann farið og pakkað nokkrum
hlutum niður í tösku, svo sem
tannbursta og öðrum hreinlætis-
tækjum, og síðan farið með
mönnunum. Hún sagði að einn
mannanna hefði sagt við sig:
„Þetta er enginn harmleikur,
hann kemur fljótiega heim aft-
ur.“
Tveir lögreglumannanna urðu
eftir f fbúðinni í 20 mfnútur eftir
að Solzhenitsyn hafði verið leidd-
ur á brott og gerðu tilraun tii
húsleitar, þótt þeir hefðu enga
skriflega heimild til þess.
Enginn erlendur fréttamaður í
Moskvu varð vitni að því er
Solzhenitsyn var handtekinn, en
er þeir reyndu að afla sér upplýs-
inga um málið með því að hringja
til vina og ættingja nóbelsskálds-
ins voru símtölin rofin fyrirvara-
laust.
Á handtökuskipuninni var eng-
in skýring gefin, aðeins sagt, að
skáldið ætti að mæta til yfir-
heyrslu hjá saksóknara. Frétta-
menn telja ógerlegt að spá um
Framhald á bls. 18
Sovézka sendiráðið:
Kvartar yfir ummæl-
um Magnúsar Torfa
um mál Solzhenitsyns
FYRIR nokkrum dögum gekk 2.
sendiráðsritari í sovézka sendi-
ráðinu hér f Reykjavík á fund
Péturs Thorsteinssonar, ráðu-
neytisstjóra í utanrfkisráðuneyt
inu, og kvartaði yfir ummæl-
um, sem Magnús Torfi Ólafsson
menntamálaráðherra viðhafði um
sovézka Nóbelsskáldið Alexander
Solzhenitsyn og mál hans í sjón-
varpsþættinum Heimshorni fyrir
skömmu. 1 þætti þessum var rætt
við menntamálaráðherra og Gísla
J. Ástþórsson um mál Solzhenit-
syns og nýja bók hans, sem vakið
hefur heimsathygli.
Morgunblaðinu er ekki kunnugt
um, hvaða ummæli það eru
nákvæmlega, sem sovézka sendi-
ráðið kvartaði yfir, en hins vegar
mun þessi framkoma sovézka
sendiráðsritarans mjög óvenju-
leg, svo að ekki sé meira sagt.
Utanríkisráðuneytið mun hafa
óskað eftir því við sjónvarpið að
fá segulbandsupptöku af þætti
þessum, en eins og Morgunblaðið
skýrði frá í gær var samþykkt á
fundi útvarpsráðs í fyrradag að
endursýna umræðuþátt þennan
og verður það gert á næstunni.
I sjónvarpsþættinum sagði
Magnús Torfi Ölafsson, að það
væri athyglisvert, að í rauninni
hefði það verið sovézka leynilög-
reglan KGB, sem átti frumkvæði
var komin í hendur KGB, sagði
menntamálaráðherra, að fyrir-
sjáanlegt hefði verið, að viðbrögð
rithöfundarins yrðu þau að láta
gefa bókina út. Hann hefði lýst
því yfir, að ef að sér eða sfnum
herti, kæmi bókmenntaleg erfða-
skrá sin til framkvæmda. Þá
kæmu fram í dagsljósið þær bæk-
ur sínar, sem mest kvæði að.
Magnús Torfi sagði í sjónvarps-
þættinum, að Solzhenitsyn vægi
afskaplega hart, ekki bara að
Framhald á bls. 18
Danmörk:
Hartling hefur
tryggt meirihluta
Magnús Torfi Ólafsson
að því, að bókin um Eyjaklasann
Gulag var gefin út á Vesturlönd-
um. Fyrir löngu hefði verið vitað,
að Nóbelsskáldið hefði ritað þetta
verk og handrit að því væri geymt
utan Sovétrikjanna. Menntamála-
ráðherra sagði, að i ágúst sl. hefði
KGB gert reka að því að hafa upp
á handritinu og handtekið konu i
Leningrad og yfirheyrt hana i 5
sólarhringa, þar til hún vísaði á
handrit að bókinni. Eftir að bókin
Kaupmannahöfn, 12. febrúar
einkaskeyti frá Jörgen Harboe.
RlKISSTJÓRN Paul Hartlings
hefur nú fengið tryggan meiri-
hluta i danska þinginu fyrir efna-
hagsráðstöfununum, sem sarnið
var um við Jafnaðarmannaflokk-
inn í sfðustu viku. Tillögurnar
hafa enn ekki verið birtar í heild
sinni opinberlega, en verða
væntanlega birtar. Það var í dag
að fuiivissa fékkst fyrir þvi að
Kristilegi þjóðarflokkurinn og
miðdemókratar myndu styðja til-
lögurnar og samanlagt hafa
flokkarnir fjórir 51% atkvæða f
þinginu.
Heimildir herma að tillögurnar
séu í 4 liðum; sparnaður i opin-
berum útgjöldum verði um 1,5
milljarður danskra króna, skyldu-
sparnaður á laun yfir 60 þús.
danskra kr. á ári, breytingar á
skattalöggjöfinni og 2 milljarða
króna ríkisframlag til atvinnu-
veganna. Heimildirnar herma að
við hafi legið að allt færi i strand
vegna andstöðu Kristilega þjóðar-
flokksins við skyldusparnaðinn,
en leiðtogar hans hafi síðan fallist
á tillögurnar, er þakið á
skyldusparnaðinum var hækkað
um 10 þús. krónur. Þetta mun
hafa í 'för með sér að
skyldusparnaðurinn kemur til
með að binda nokkuð minna fé en
gert hafði verið ráð fyrir, sem var
um 1 milljarður danskra króna á
þessu ári.
rmr
mótí
rithöfundum
— fasismi
SJÓNVARPIÐ spurði Halldór
Laxness rithöfund um hand-
töku Alexanders SolzheniLsyn
í gær. Hann sagði m.a.:
Eg ím.vnda mér að flestir
þeir menn um allan heim. sem
kæra sig nokkuð um bók-
menntir, muni taka þetta mjög
alvarlegaog hnykkja við svona
fréttum. „Yfirleitt lögreglu-
vald og ríkisstjórnir móti rit-
höfundum — það er jú það,
sem við eigum við m.a. með
fasisma."
Nöbelsskáldið bætti við, að
það lægi i augum uppi, að auð
velt ætti að vera fyrir stjórn-
völd að afsanna ineð tölum og
staðreyndum, þegar rithöfund-
ar færu með rangt inál — „i
staðinn fyrir að standa eins og
götustrákar úti á torgum og
arga á móti rithöfundum og
skáldum og loka þásíðan inni í
dýflissum, ef þeir ekki vilja
láta í minni pokann."