Morgunblaðið - 13.02.1974, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.02.1974, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRUAR 1974 Dánarfregn Dr. jur. Paul Steiner, sem í mörg ár var forstjóri í Tungsram- hlutafélaginu, er látinn, í Kaup- mannahöfn 70 ára. Paul Steiner, sem fæddur var í Ungverjalandi, las lögfræði við háskólann í Búda- pest og hann lauk einnig verzlunarháskólaprófi í sömu borg. Strax eftir nám fór hann til Danmerkur þar sem hann með mikilli elju og dugnaði gerði Tungsram að stórfyrirtæki á sínu sviði. Þrjú innbrot UM HELGINA var brotizt inn í þrjár verzlanir í Austurbænum. í Pennann, Laugavegi 84, var stolið 1200 kr. í peningum, skúffu úr peningakassa, sjö vindlakveikjur- um og tveimur stórum borð- kveikjurum, öllum af Prince- gerð, tveimur pennum og skák- klukku. í Brauðgerðinni að Barmahlíð 8 var stolið 1.000 kr. í Sunnubúðinni, Mávahlíð 26, var stolið um 8—9 þús. kr. í pening- um og einhverju magni af tóbaks- vörum. Ibúðarbruni Sandgerði 11. febrúar. LAUST íyrir kl. 5 á sunnudags- morgun var slökkviliðið í Sand- gerði kallað út, er eldur varð laus i íbúðarhúsi að Uppsalavegi 2. Þegar slökkviliðið kom á vettvang var talsvert mikill eldur í for- stofuherbergi og gangi hússins, en greiðlega gekk að ráða niður- lögum hans. Allmiklar skemmdir uðru á ibúðinni og einnig á innan- stokksmunum, aðallega af reyk og hita. Einn maður var í íbúðinni, er eldurinn kom upp, bjargaði hann sér út um glugga, en við það skarst hann á hendi og öxl. Fór hann í næsta hús og hringdi á slökkviliðið. Slökkvilið Keflavík- ur var einnig kallað til aðstoðar og brá það skjótt við að vanda. Eldsupptök eru ókunn. Júlíus. Breiðholtsbúar — Breiðholtsbúar Peysubúðin Arnarbakka 2., býður ykkur barnapeysur og ungbarnafatnað á mjög hagstæðu verði. Gerið svo vel að líta inn. Peysubúðin Arnarbakka 2. Kjörbúð Góð kjörbúð eða húsnæði til innréttingar á kjörbúð óskast til kaups eða leigu í Reykjavík. Upplýsingar sendist afgr. Mbl. fyrir n.k. laugardag merkt: „Dugnaður 661". Þingeyingar Suðurnesjum Þorrablót verður haldið laugardaginn 16. febrúar kl. 1 9:30 í Samkomuhúsinu Gerðum. Miðapantanir í síma 1 692 í dag. Stjórnin. BIBLÍUDAGUR 1974 sunnudagur 17.febrúar Arsfundur HINS ÍSLENZKA BIBLÍUFÉLAGS verður í safnaðarheimili Grensássóknar í Reykjavík sunnudaginn 17. febr. n.k. (Biblíudaginn) í framhaldi af guðsþjónustu í safnaðar- heimilinu, er hefst kl. 14.00. Prestur: sr. Halldór Gröndal. Dagskrá fundarins: Venjuleg aðalfundarstörf (kaffi). Auk félagsmanna er öðrum velunnurum Biblíufélagsins einnig velkomið að sitja aðalfundinn. Stjórn H.Í.B. f lúrpípur í mörgunn staerðum Og HtUm. HEILDSÖLUBIRGOIR PHILIPS heimilistæki sf Sætún 8 sími 24000 LAHDSMÁLAFÉLAGID VÖRDUR Þrlggla kvölda spllakeppnl í kvöld 13. febrúar kl. 8,30, hefja SjálfstæÖisfélögin I Reykjavlk, þriggja kvölda spilakeppni, að Hótel Sögu, Súlnasal. Helldarvinningur: utanlandsferð lii Maiiorka með ferðaskrllstofunnl úrval. 7 glæsiiegir kvðidvlnningar. Húsið opnað kl. 20.00. Aðgöngumiðar afhentir að Laufásvegi 46, (Galtafelli) sími: 1 5411 Tryggið ykkur miða í tíma. Skemmtinefndin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.