Morgunblaðið - 13.02.1974, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRUAR 1974
15
Rússneskir hermenn við kfnversku landamærin.
ÞAÐ vakti mikla athygli, þegar
Mohammed Heikal var vikið úr
stöðu ritstjóra blaðsins Al Ahram
I Egyptaiandi. Heikal hefur um
margra ára skeið verið virtasti
blaðamaður í Arabaheiminum og
þær greinar, sem hann hefur
skrifað f hið hálf opinbera mál-
gagn egypzku stjórnarinnar, hafa
verið vestrænum fréttamönnum
mikil gullnáma. Heimildir
hermdu, að Sadat hefði vikið
Heikal úr starfi vegna þess, að
hann hafi verið að verða of
áhrifamikill, næstum eins og ríki
í ríkinu.
Heikal staðfesti þetta í viðtali
við einn af fréttamönnum Sunday
Times siðastliðinn sunnudag.
Hann kvaðst ekki vera í neinuni
vafa um, að ástæðan fyrir brot
vikningunni væri sú, að hann
hefði vikið frá þeirri stefnu
stjómarinnar að treysta á Banda-
ríkin til að leysa deiluna í Mið-
austurlöndum.
Hann hefur nú tilkynnt, að
hann muni ekki taka tilboði um
að gerast blaðafulltrúi Sadats for-
seta, en sagði að þrátt fyrir allt
þetta væri persónulegt samband
sitt við forsetann ennþá mjög
gott. Hann kvaðst heldur ekki í
neinum vafa um, að núna þegar
hann hefði lýst opinberlega og
heiðarlega yfir efasemdum sínum
um að stefna stjórnarinnar væri
rétt, væri það skylda sín að styðja
forsetann i einu og öllu.
— Við eigum að segja skoðanir
okkar hreinskilnislega, en við
verðum að styðja forsetann í til-
raunum hans. Og við verðum að
vona, að þær heppnist.
Um sfna eigin framtíð sagði
Heikal, að hann hefði ekki tekið
neinar endanlegar ákvarðanir,
BREZKUR hernaðarsérfræð-
ingur segir í grein í brezka
her-tímaritinu „Army Quarterly",
að Sovétrfkan hafi á síðasta
ári aukið gffurlega herstyrk sinn
við kínversku landamærin og f
sumar geti komið til strfðs milli
Sovétríkjanna og Kína. Sér-
fræðingur þessi, A.H.S. Candlin,
upplýsir, að sextfu sovézk og
mongólsk herfylki standi nú —
reiðubúin til átaka — gegn 140
kínverskum herfylkjum og segir I
því sambandi:
— Skipulega sovézku sveit-
ánna, sérstaklega við landamæri
Mansjúríu og Mongólíu, sé þann-
ig, að ljóst sé, að þær séu fremur í
sóknar- en varnarstöðu. Miklar
birgðir af eldsneyti, skotfærum
og ýmsum hergögnum hafa verið
fluttar til sovézku sveitanna á
þessum slóðum, sérstaklega á
síðasta ári og Kínverjar undir-
búið sig á svipaðan hátt.
— Með tilliti til hinnar gífur-
legu uppbyggingar þarna, sem
jafnframt hefur haft í för með sér
veikingu varna Sovétríkjanna á
öðrum vígstöðvum, er varla hægt
að komast að annarri niðurstöðu
en þeirri, að „þeim sé alvara".
— Það eru æ fleiri að komast á
þá skoðun, að ef vissar innri að-
stæður skapast i Sovétríkjunum,
séu töluverðar líkur til, að Sovét-
ríkin geri árás í sumar.
I UTANRÍKIS- OG HERMALA-
RAÐUNEYTINU
A.H.S. Chandlin gegndi her-
þjónustu í Indlandi i síðari heims-
styrjöldinni. Hann starfaði síðar
fyrir brezka utanríkisráðuneytið í
Þýzkalandi og við hermálaráðu-
neytið íLondon. Síðan 1963 hefur
hann verið búsettur í Bandaríkj-
unum og unnið að vamarmála-
rannsóknum við Hudson-stofnun-
ina.
Army Quarterly er mjög virt
tímarit á sínu sviði og í það rita
ýmsir af forystumönnum hermála
i Bretlandi. Það er ekki í neinum
beinum tengslum við stjórnina.
ÞREFALDAÐ HERNAÐAR-
MATT SINN
Candlin segir í grein sinni, að
frá árinu 1960 og fram að miðju
ári 1973 hafi Kina tvöfaldað þann
herstyrk, sem stendur andspænis
sovézku sveitunum við landamær-
in. Sovétríkin hafa á sama tíma
þrefaldað herstyrk sinn á þessu
svæði. Hann bendir á, að um leið
og verið var að breyta viðbúnaði
fótgönguliðs- og vélaherdei lda Sov
Alma Ata, í austurátt inn í
stöðu, hafi verið fluttar til austur-
vfgstöðvanna meðaldrægar eld-
f laugar, vopnaðar kjarnaoddum.
MIKLAR HERÆFINGAR
— Mjög skammt er nú milli
umfangsmikilla heræfinga báðum
megin við landamærin á þessum
slóðum. Þessar æfingar eru að
sögn sérfræðinga mjög „raun-
verulegar" og fara oft fram á
sama tíma. Þá er einnig tekið til
þess, að báðir aðilar hafa mjög
styrkt ramger vígi báðum megin
landamæranna.
Phnom Pen, 12. febrúar, NTB.
t GÆR varð mesta mannfall sem
orðið hefur I Phnom Penh sfðan
strfðið f Kambódfu hófst, þegar
kommúnistar gerðu ofsalega stór-
skotaárás á borgina. Tæplega 100
létu lífið og rúmlega 100 særðust.
Hundruð bygginga stóðu I ljósum
logum og þúsundir manna voru á
flótta um götur borgarinnar. t
útvarpi var lýst eftir blóðgjöfum
og jafnframt var fólk beðið að
taka að sér börn sem reikuðu
hjálparvana um borgina eftir að
foreldrar þeirra höfðu fallið eða
særst.
I greininni er ekki fjallað
nákvæmlega um, hvernig Rússar
myndu haga árás gegn Kina, en
gengið út frá þeirri staðreynd, að
ef til stríðs komi, verði það á
geysilangri viglínu, þeirri lengstu
sem sögur fara af. Hersveitir
landanna standa hver gegn
annarri íum 5.600 kílómetra löng-
um boga, frá Alma Ata í vestri,
gegnum Krasnojarsk og Irkutsk
til Chabarovsk. Hver og einn af
þessum stöðum, sem upp eru tald-
ir, eru mikil herstöð og sú fimmta
er svo fyrir sunnan Irkutsk, f
Ulan Bator, höfuðborg Mongólíu,
sem Rússar ráða.
ÞRJAR AÐALSOKNIR
Þessi vígstaða bendir til þess,
að ef stríð brýzt út, verði aðal-
sóknirnar frá þrem stöðum: Frá
bandarfska sendiráðinu. Engan
sakaði á þessum stöðum, en fjöl-
mörg lík lágu á götum viðs vegar
um borgina, þar sem skotin lentu.
Alma Ata, í austurátt inn f
Sinkiang, frá Mongólíu i suðurátt
og frá Chabarovsk í vestur, inn í
það sem áður hét Mansjúría.
Alma Ata er innan við 300 kíló-
metra frá kínversku landamær-
unum og Chabarovsk, við ána Am-
ur, er aðeins 60 kílómetra frá
þeim.
50 MILLJÓN HERMENN
Candlin gefur ekki upp neinar
tölur um styrkleika hersveita
Sovétrfkjanna og Kína á þessu
svæði. Hann bendir á, að þótt
Kinverjar hafi ekki jafn fullkom-
inn herbúnað og Rússar og þótt
iðnaðargeta þeirra sé ekki nærri
eins mikil, þá hafi þeir gifurlegan
mannafla. Það hefur verið reikn-
að út, að Kína gæti sent 50 milljón
hermenn fram ávígvöllinn.
Alls hafa rúmlega 800 beðið bana
i höfuðborginni síðan hersveitir
kommúnista hófu umsátur um
hana fyrir jól.
Mohammed Heikal
nema hvað hann myndi aldrei
fara frá Egyptalandi til að vinna
erlendis.
— Ég mun aldrei taka tilboði um
að yfirgefa Egyptaland og vinna
erlendis. Til þess er ég alltof háð-
ur Egyptalandi. Ég hef fengið
mörg tilboð siðustu daga, bæði i
sambandi við blaðamennsku og
önnur störf, en ég hef ekki i
hyggju að taka neinu þeirra.
Frávik Heikals frá stefnu
stjórnarinnar stafar auðsjáanlega
af því, að hann þorir ekki að
treysta á langtímaáætlanir
Bandaríkjanna um framtíð Mið-
austurlanda. Hann efast einnig
um, að Nixon forseti, sem á í vök
að verjast vegna Watergate, og
Henry Kissinger, hafi í rauninni
mátt til að koma til leiðar þvi, sem
Arabaríkin vilja. Hann er sam-
þykkur því, að Bandaríkin gegni
miklu hlutverki í hvers konar
sattum. en er á vafa um, hvort
Framhald á bls. 18
Pólitískt frelsi verður
aukið til muna á Spáni
Hundruð húsa í björtu báli
Lon Nol forseti flutti útvarps-
ræðu þar sem hann reyndi að róa
íbúa borgarinnar. Hann upplýsti
að hersveitir hefðu verið sendar
út fyrir borgina til að reyna að
finna stórskotaliðsstöðvar komm-
únista og hrekjaþá þaðan.
Forsetinn sagði að þessi skot-
hríð á borgina hefði enga hernað-
arlega þýðingu, enda væri henni
ekki beint að hernaðarmannvirkj-
um heldur ibúðarhverfum. Mörg
skot lentu i grennd við forseta-
höllina og sömuleiðis skammt frá
Madrid, 12. febrúar, NTB.
CARLOS Navarro, forsætisráð-
herra Spánar, lagði í dag fram
áætlun, sem miðar að þvf að auka
pólitískt frelsi á Spáni. Meðal
annars verður leyft að stofna
pólitfsk samtök, og breytingar
verða gerðar á fulltrúaskipan
héraðanna I þjóðþinginu.
Navarro bað fólkið um að taka
meiri þátt í meðferð mála sem
við kæmu þjóðinni. Hann sagði að
ekki væri lengur hægt að reikna
með þvi að pólitiska frumkvæðið
kæmi allt frá hinum 81 árs gamla
þjóðarleiðtoga, Francisco Franco.
Navarro talaði með mikilli virð-
ingu um Franco, en þó virtist i
útvarpsræðu hans koma fram
ábending að 35 ára stjórn hans
væri nú brátt lokið. Breytingarn-
ar sem Navarro tilkynnti um eru
þær mikilvægustu sem gerðar
hafa verið á Spáni síðan beinni
ritskoðun blaða var hætt 1967.
Carlos Navarro, tók við embætti
forsætisráðherra eftir morðið á
Luis Carrero Blanco, fyrir sjö vik-
um. Embættismenn á Spáni segja
að breytingarnar sem Narvarro til
kynnti um í dag séu aðeins
byrjunin áenn viðrækara átaki til
að auka pólitiskt frelsi í landinu.
Pólitísku samtökin sem nú
hefur verið leyft að stofna eru
ekki sama og stjórnmálaflokkar í
þeim skilningi sem lagður er í það
hugtak í lýðræðisríkjum. Þau
verða þó vettvangur fyrir umræð-
ur um pólitísk mál og meðal
annars geta nýir stjórnmálamenn
fengið að reka starfsemi innan
þeirra. Þá tilkynnti Navarro að
borgarstjórar yrðu hér eftir kosn-
ir af fólkinu, en hingað til hafa
þeir verið skipaðir af stjórninni.
Heikal rekinn
vegna vantrausts
á Bandaríkjunum
Skylda mín að styðja Sadat forseta, segir hann
Rússar inn
í sumar?
Ráðast
í Kína