Morgunblaðið - 13.02.1974, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRUAR 1974
19
Laxá og orkumál Norðlendinga
A vordögum fyrir tæpu ári báru
stríðandi aðilar við Laxá og Mý-
vatn gæfu til að setja niður
ágreining sinn með sáttargjörð
hinn 19. mal 1973. Sáttir náðust
auðvitað ekki I svo hatrammri
deilu, nema af því að deiluaðilar
vildu heilshugar leiða til lykta
margra ára styrjöld milli norð-
lenzkra byggðarlaga. Hún eitraði
sambúð fólks, sem bar skylda til
að standa saman að uppbyggingu
dreifbýlisins.
Bændur höfðu með dómi
Hæstaréttar fengið lagt lögbann
við þvf, að fisknytjahagsmunir
þeirra I Laxá yrðu eyðilagðir. Og
vísindamenn á sviði náttúrufræði,
er rannsökuðu lífheim Laxár og
Mývatns, lögðu eindregið til, að
þessum vötnum yrði þyrmt og
vistfræðilegu jafnvægi þeirra
ekki raskað með stíflugerð eða
öðrum mannvirkjum.
Helzti forystumaður Akureyr-
inga, hinn virti og vinsæli banka-
stjóri, Jón G. Sólnes, hafði því
fulla ástæðu til að lýsa því yfir í
blaðinu Islendingi á Akureyri 19.
janúar s.l., að sáttargjörðin i
Laxárdeilu var merkasti viðburð-
ur gamla ársins á innlendum vett-
vangi. Jón hefur lengi verið
stjórnarmaður I Laxárvirkjun og
þekkir af eigin raun þá erfiðleika,
sem að óþörfu var stofnað til í
orkumálum Norðurlands.
Eins og málum var komið, var
sáttargjörðin einstakt átak. Enn
þá virðast ekki allir heldur hafa
sætti sig við hana. Ennþá fljúga
einstaka hnútur i garð bænda
með sakargiftum af ýmsum toga.
Af þessum ástæðum þykir Land-
eigendafélagi Laxár og Mývatns
ekki verða hjá því komizt að
skýra opinberlega stuttlega frá
gangi mála I deilunni og þeim
niðurstöðum, er fengust með sátt-
argjörðinni.
Fórnir bænda vegna
sáttargjörðarinnar.
Bændur við Laxá og Mývatn
færðu miklar fórnir til að ná sátt-
um. Þar má nefna, að matsnefnd,
skipuð þeim Arna Jónssyni, land-
námsstjóra, Sigurði Reyni Péturs-
syni hæstaréttarlögmanni og Jóni
Jónssyni forstöðumanni Fiskifé-
lags Islands, lagði mat á, hvert
tjón væri unnið laxnytjahags-
munum Laxár með þeirri 6,5 MW
virkjun, sem Laxárvirkjun reisti
gegn fullri andstöðu landeigenda
við ána og lögbannsdómi Hæsta-
réttar. Niðurstaða matsnefnd-
arinnar var birt á síðasta sumri.
Samkvæmt henni taldist tjónið
nema yfir 70 þús. gönguseiðum
árlega, er Laxárvirkjun skyldi
setja í ána bændum að kostnaðar-
lausu. Hvert seiði mun kosta ná-
lega 65 krónur. A núverandi verð-
lagi mundi það kosta Laxárvirkj-
un um 5 milljónir króna árlega að
bæta tjónið. Er þar ekki talið með
tjón af völdum Laxár I og Laxár
II, sem aldrei hefur verið bætt.
En Laxá I hóf starfsemi árið 1939.
Bændur sýndu þá rausn og sátt-
fýsi að gefa þessar bætur I 10 ár
og að fallast á óveruiegar bætur
eða gjald, er nemur nokkrum
hundruðum þúsunda króna ár-
lega næstu 10 ár.
Ekki þarf að fjölyrða, að bænd-
ur við Laxá og Mývatn færðu ekki
þessa gjöf — milljónatugi Is-
lenzkra króna — af örlæti einu
eða af því að þeir teldu sig ekkert
hafa við það fé að gera. Ástæðan
var fyrst og síðast sú, að setja
varð niður hatrammar deilur
fólks, sem átti svo margt sameig-
ið, að allt varð til vináttunnar að
vinna. Bændur stigu því það ör-
lagarika skref að fella niður lög-
bannið við nefndri 6,5 MW virkj-
un með sáttargjörðinni. Þetta
gerðu þeir, þótt þeir hefðu I hönd-
um dóm Hæstaréttar, niðurstöður
valinkunnra innlendra og er-
lendra vísindamanna um tjón af
völdum virkjunarinnar á lífríki
árinnar og laxanytjum. Þetta var
þungbær fórn, en hverju skyldi
ekki fórna til að binda endi á
ríkjandi ófriðarástand.
A móti þessu samþykkti Laxár-
virkjunarstjórn að láta af öllum
áformum sinum um frekari virkj-
anir og stíflugerð I Laxá. 1 1. gr.
sáttargjörðarinnar segir:
„Laxárvirkjun lýsir yfir, að hún
muni ekki stofna til frekari virkj-
ana I Laxá, umfram þá 6,5 MW
virkjun, sem nú er unnið að og
sem ekki hefir vatnsborðshækk-
un I för með sér, nema til komi
samþykki Landeigendafélags
Laxár og Mývatns.“
Undir sáttargjörðina 19. maí
1973 rituðu með eigin hendi allir
stjórnarmenn Laxárvirkjunar.
Knútur Otterstedt framkvæmda-
stjóri virkjunarinnar var á þess-
um sáttafundi á Stóru-Tjörnum i
Ljósavatnsskarði og lagði hann
til, að sáttargjörðin yrði sam-
þykkt.
Ríkisstjórn Islands lagði og sitt
af mörkum, svo að samkomulag
mætti nást, m.a. með því að lofa
að beita sér fyrir fjárveitingu úr
ríkissjóði til að standa straum af
hinum mikla kostnaði Laxárvirkj-
unar umfram það, sem hún hafði
áætlað, sbr. 2. mgr. 1. gr. Enn
fremur tók ríkissjóður að sér að
kosta smíði laxastiga framhjá
virkjunum I Laxá við Brúar I
Aðaldal. Sáttargjörðina undirrit-
aði Ölafur Jóhannesson forsætis-
ráðherra f.h. rikisstjórnarinnar.
Yfirlýsingar Laxár-
virkjunarstjórnar
og niðurstöður
vfsindamanna.
Er Laxárdeila var I uppsigl-
ingu, lýsti Knútur Otterstedt
framkvæmdastjóri virkjunarinn-
ar og ýmsir stjórnarmenn hennar
þvi þráfaldlega yfir, að Laxár-
virkjunarstjórn mundi I hvívetna
beygja sig fyrir niðurstöðum vis-
indamanna um, hvort virkjað
skyldi í Laxá.
I samráði við deiluaðila hafði
iðnaðarráðuneytið forgöngu um,
að fengnir voru færustu vísinda-
menn á sviði vatnalíffræði, sem
völ var á, til að rannsaka lífríki
Laxár og Mývatns og hvert tjón
virkjanir kunni að vinna þvi.
Yfirstjórn rannsóknanna var i
höndum dr. Péturs M. Jónassonar
I Kaupmannahöfn. Auk Péturs
störfuðu að rannsóknunum þeir
Jón Ólafsson frá Islandi, Nils
Arvid Nilsson, Eric Montén og
Karlström frá Sviþjóð. Rannsókn-
irnar hafa staðið árum saman og
visindamennirnir hafa látið frá
sér fara ítarlegar skýrslur um
niðurstöður. I skýrslu Monténs er
m.a. sýnt, hvernig niðurgöngu-
seiði og hoplax drepst I
þrýstivatnsgöngum og hverflum
þeirra 6,5 MW virkjunar, sem hóf
starfsemi eftir niðurfellingu lög-
bannsins. Af rannsóknum er ljóst,
að 38 metra fall þeirrar virkjunar
er á mörkum þess, sem niður-
gönguseiði þola. Hoplax drepst
allur við það fall og 18% af niður-
gönguseiðum. Ef fallið er hækkað
með stiflu, er í eitt skipti fyrir öll
girt fyrir, að efra svæði Laxár
verði nytjað til laxræktar. Á
vatnasvæði þessu eru 250 hekt-
arar góðra uppeldisskilyrða fyrir
laxaseiði á móti 70 hekturum
neðra svæðis Laxár, sem þó er
þegar heimsfrægt laxveiðivatn.
I niðurstöðum vísindamann-
anna kemur jafnframt fram, að
með nýrri stíflugerð i Laxá yrði
einnig laxanytjum neðri hluta ár-
innar stefnt í beina eyðileggingu
með dægursveiflum vatnsmagns.
Einróma álit vísindamannanna
er, að ekki sé forsvaranlegt að
raska lífriki Laxár og Mývatns á
neinn hátt. Lífheimur þessi sé svo
einstakur, sakir óvanalega fjöl-
breytts smádýralifs, er þar þrifst
eins vel og 10 breiddargráðum
sunnar. Lífauðgin á rót sina að
rekja til heitra uppspretta er
streyma í Mývatn undir vatns-
borði þess, og bera með sér mikið
magn dýrmætra steinefna til
vaxtar plöntum og dýrum.
Vitaskuld voru niðurstöður vís-
indamannanna dauðadómur yfir
öllum fyrirætlunum um frekari
virkjanir í Laxá. Stíflugerð í Laxá
yrði enn fremur stórlega óhag-
kvæm fjárhagslega, vegna gífur-
legra skaðabóta, er hlutust af
eyðilögðum laxveiðinytjum. Þess-
ar skaðabætur hefur Laxárvirkj-
un aldrei reiknað inn i dæmi sín.
Þegar litið er til allra þátta
þessa máls, en ekki eingöngu
stuðzt við einhliða verkfræðileg-
an virkjunarmælistokk, verður
deginum ljósara, hversu gæfusöm
Laxárvirkjunarstjórn varð að ná
sáttum 19. maí s.l. Hún bjargaði
sér út úr lögbannssjálfheldunni,
varp af herðum sínum miklum
fjárhagsvanda og sættist við
bændur. Höfðu þó margir orðið til
að fullyrða áður, að Laxárdeila
væri óleysanleg, þvi að óyfirstíg-
anlegt væri orðið það rótgróna
hatur á virkjunarvaldinu, er graf-
ið hefði um sig meðal bænda á
áratugum. Með sáttargjörðinni
fengu bændur það, sem áður
hafði verið Iýst yfir i virkjunar-
leyfi Jóhanns Hafsteins frá 15.
júni 1971. Þar sagði, að ekki yrði
um stiflu að ræða í Laxá, ef líf-
fræðilegar rannsóknir á . vatna-
svæði Laxár leiddu i ljós, að lífs-
skilyrðum vatnafiska í ánni neðan
virkjana yrði spillt með slikum
framkvæmdum.
Tillögur Landeig-
endafélags Laxár
og Mývatns árin
1970 og 1971.
Árið 1970, þegar Laxárvirkj-
unarstjórn steypti sér út í Laxár-
virkjunarævintýrið, bar hún fyrir
sig, að með þeim hætti fengist
ódýrast rafmagn. Bændur við
Laxá og Mývatn fengu þá Guð-
mund G. Þórarinsson verkfræð-
ing til að endurreikna rafmagns-
verðið frá hinni fyrirhuguðu
virkjun.
Guðm. G. Þórarinsson verk-
fræðingur notaði sömu reiknings-
aðferðir og Laxárvirkjunarstjórn.
Með aðstoð rafreiknis Orkustofn-
unar komst hann að þvi, að full-
yrðingar Laxárvirkjunarstjórnar
höfðu ekki við rök að styðjast.
M.a. hafði hún reiknað gömlu
virkjanirnar inn í dæmið til að fá
hagstæða útkomu.
Landeigendafélagið fékk
Guðm. G. Þórarinsson til að bera
saman verð á rafmagni með línu
yfir hálendið frá Búrfelli. Guð-
mundur lagði til grundvallar
áætlanir Landsvirkjunar um verð
á línu yfir hálendið. Niðurstaða
hans var, að við allar aðstæður
var rafmagn með línu yfir há-
lendið langtum ódýrara en raf-
magn frá 1. áfanga Gljúfurvers-
virkjunar. Samt var þá gert ráð
fyrir, að 1. áfangi Gljúfurvers-
virkjunar mundi kosta 200 millj-
ónum minna en sú virkjun hefur
síðan reynzt kosta.
Strax í upphafi lagði Landeig-
endafélagið áherzlu á, að kostnað-
aráætlanir Laxárvirkjunarstjórn-
ar væru á sandi reistar. L.L.M.
benti einnig á þegar árið 1970, að
miklu betri kostur væri að virkja
hveragufu við Námafjali eða
Kröflu eða að fá rafmagn með
línu norður frá Búrfelli.
Laxárvirkjunarstjórn brást
ókvæða við þessari tillögugerð. Á
sáttafundi i nóvember 1970 lýsti
Árni Snævarr ráðuneytisstjóri í
iðnaðarráðuneyti því yfir, að
nýting gufuaflsvirkjananna væri
svo slæm. Bændur litu þá á þær
fullyrðingar sem hreinan tilbún-
ing til að slá ryki i augu þeirra,
enda studdust þeir bæði við rann-
sóknarniðurstöður Sveins Einars-
sonar og Karls Ragnars sérfræð-
inga á sviði gufuaflsvirkjana.
Bentu landeigendur m.a. á, að
gufuna mætti virkja með smáum
áföngum eftir þörfum hvers tima.
Viðbrögð Laxárvirkj-
unarstjórnar.
Eins og hér hefur verið drepið
á, voru viðbrögð Laxárvirkjunar-
stjórnar í einu og öllu neikvæð
við tillögugerð Landeigendafé-
lagsins. Þeir sáu ekkert annað en
Laxá, þótt fyrirsjáanlegt væri, að
þeir mundu með aðgerðum sínum
vinna óbætanlegt tjón á náttúru
árinnar og fisknytjahagsmunum
bænda.
Laxárvirkjunarstjórn og þeir
aðilar á Akureyri, sem mest öttu
henni til óbilgjarnrar afstöðu,
freistuðu sinna mótleikja. Bæði
opinberlega og fyrir dómstólum
var reynt að útmála, hversu ótækt
og fráleitt væri að smíða gufu-
virkjanir eða að leggja háspennu-
línu yfir hálendið. Urðu sögurnar
um hundinn að sunnan landsfræg
ar. Þótti ýmsum merkilegt, hvers
vegna sunnlenzkt rafmagn væri
ónothæft norðan jökla eða hvers
vegna ekki væri unnt að flytja
rafmagn, með hundinum eins til
suðurs og norðurs. Kom nú greini-
legar i ljós, hvað fyrir þessum
mönnum vakti, hvernig rafmagns-
málin sjálf hurfu í skugga
skammsýnnar og þröngsýnnar
hagsmunapólitíkur. Virkjunar-
menn á Akureyri máttu ekki til
þess hugsa, að Norðlendingar
fengju rafmagn nema úr lófa sin-
um. Og þeir beittu heildarsamtök-
um og opinberum stofnunum fyr-
ir vagn sinn á hinn ófyrirleitnasta
hátt. Þeir sóttu yfirlýsingar til
Fjórðungssambands Norður-
lands, þar sem þeir höfðu töglin
og hagldirnar. Sigurður Thorodd-
sen höfundur Gljúfurvers-
virkjunarævintýrisins átti sæti í
Náttúruverndarráði og fékk það
til að gera furðulega ályktun um,
að hættulegt gæti orðið að
hleypa laxi á efra svæði Laxár.
Var það jafnframt dæmi þess,
hvernig aðili með einkarekstur
getur stundað það með setu i op-
inberri stöðu að koma ár sinni
fyrir borð, þar sem hann hefur
sjálfur og einkarekstur hans fjár-
hagslegan ávinning af. Tilviðbót-
ar má geta þess, að hann, einka
rekstraraðilinn, átti einnig sæti i
hinni frægu opinberu Laxár-
nefnd, sem hleypti Gljúfurvers-
ævintýrinu af stokkunum.Enekki
aðeins Sigurður Thoroddsen
hafði fjárhagslegra hagsmuna að
gæta, heldur höfðu Akureyringar
einnig fengið rafmagn selt ódýrar
en bændur í Þingeyjarsýslu, þótt
rafmagnið væri sótt til þeirra
bótalaust fram til þessa. Af þessu
öllu lagði vissulega þef ójafnaðar
og ranglætis.
Ríkisstjórnin ákveð-
ur að vernda Laxá
í S.-Þingeyjarsýslu.
Þrátt fyrir geysisterka stöðu
virkjunarmanna á Akureyri, sem
höfðu völdin í opinberum stofn-
unum kostuðu af ríkisfé, snerist
taflstaðan smám saman I vil
bændum við Laxá og Mývatn. Þar
vó þyngst lögbannsdómur Hæsta-
réttar 15. desember 1970. Siðar
styrktist málstaður bænda enn
frekar með yfirlýsingu ríkis-
stjórnarinnar hinn 16. nóvember
1971. Þar var lýst yfir, að ekki
yrði stofnað til frekari virkjunar-
framkvæmda i Laxá, en þegar
hefðu verið leyfðar, þe. nefnd 6,5
MW virkjun, nema til kæmi sam-
þykki fyrirsvarsmanna landeig-
enda Qg Náttúruverndarráðs.
Jafnframt þessu lýsti iðnaðar-
ráðherra þvi yfir, að hann mundi
beita sér fyrir lagningu
háspennulínu milli Suður- og
Norðurlands. Skyldi hún verða
liður i þeirri nýju stefnu rikis-
stjórnarinnar að tengja saman öll
orkuveitusvæði landsins. Frá
bæjardyrum bænda við Laxá og
Mývatns veitti yfirlýsing iðnaðar-
og orkumálaráðherra haustið
Framhald á bls. 23.
Nokkrar ábendingar að lokinni Laxárdeilu
frá Landeigendafélagi Laxár og Mývatns