Morgunblaðið - 13.02.1974, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.02.1974, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRUAR 1974 3 Sverrir Hermannsson alþingismaður: 240 inw virkjun í Jökulsá í Fljótsdal — Stóriðja verði staðsett í Reyðarfírði SVERRIR Hermannsson lagSi I gær fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um orkumál á Austurlandi. Er tillagan I þremur liðum: 1. Lokið verði hið fyrsta rannsókn á byggingu Fljótdalsvirkjunar (1. áfanga Austurlandsvirkjun- ar). 2. Leitað verði eftir kaupanda að raforku með stóriðju staðsetta í Reyðarfirði fyrir augum. 3. Hraðað verði rannsóknum á hagkvæmni virkjana f Fjarðará og Geithellnaá. t greinargerð með tillögu sinni rekur Sverrir rökin fyrir stór- virkjun á Austurlandi og nauð- synina á að hraða rannsókn á hag- kvæmni virkjana í Fjarðará og Geithellnaá til að tryggja Aust- firðinga gegn orkuskorti. 1 grein- argerðinni kemur m.a. fram: □ Fyrsti áfangi Austurlands- virkjunar yrði Jökulsá í Fljótsdal og yrði hagkvæmasta stærð þeirrar virkjunar 230—240 mw. □ Austurlandsvirkjun er eini stórvirkjanamöguleikinn sam- bærilegur við Suðurland. Sjáldgæft er, að lélegt vatnsár sé austan og sunnan lands í einu vegna ólfkrar veðráttu, svo að með samtengingu virkj- ananna gætu þær bætt hvora aðra upp. □ tsvandamál eru f lágmarki við virkjun Jökulsár f Fljótsdal. □ Fiskræktarskilyrði f Lagar- fljóti myndu batna vegna jafnara rennslis og minni jök- ulaurs. □ Mjög hentugt yrði að koma upp stóriðju á Reyðarfirði, sem hagnýtti orku frá virkjun- inni. □ Til að tryggja, að ekki skapist neyðarástand f landshlutanum af völdum orkuskorts, ber að hraða rannsóknum á virkjun- um f Fjarðará f Seyðisfirði og Geithellnaá f Alftafirði. Hér fer greinargerðin með til- lögunni á eftir í heild. Mikil vatnsorka á Austurlandi Ástandið í orkumálum heimsins er nú með þeim hætti, að telja má fullvíst, að orkuverð tvöfaldist a.m.k. ef ekki meira, og eftir- spurn eftir raforku til stóriðju vaxi mjög. Okkur ber því brýn nauðsyn til að hraða öllum rannsóknum á orkulindum okkar og möguleik- um þeirra, og ekki hvað sizt þeim, sem líklegastir eru til að gefa okkur kost á stórfelldri og hag- kvæmri stóriðju hér á landi. I áætlun Orkustofnunar um for- rannsóknir á vatnsorku Islands frá því ág. 1969 er reiknað með þvi, að unnt sé að byggja orkuver austur í Fljótsdal með fram- leiðslugetu um 8000 gwh/ári (8000 millj. kvh/ári) með því að veita þar saman vötnum, og við það mætti einnig auka orkufram- leiðslugetu Lagarfoss upp í 390 gwh/ári, en þetta samsvarar rúm- lega helmingi orkuframleiðslu- getu allra stóránna á Suðurlandi, þeirri sem hagkvæm getur taþzt (15750 gwh/ári). Sverrir Hermannsson. Vatnsorka annarra landshluta erekki nema brot af þessu. í áætlun um stofnkostnað stór- virkjana á Suðurlandi og Austur- landi, sem Orkustofnun lét gera í jan. 1971, kemur í ljós, að verð- mismunurinn er hvergi marktæk- ur miðað við þær rannsóknir, sem þá lágu fyrir, og Austurlands- virkjun sízt dýrari en Suðurlands- virkjanir. Fyrsti áfangi Austur- landsvirkjunar Fyrsti áfangi Austurlandsvirkj- unar yrði Jökulsá í Fljótsdal með vatnsmiðlun á Eyjabökkum, þar sem Kelduá o.fl. smáám væri veitt í þá miðlun. Samkvæmt áætlun Orkustofnunar frá því i des. 1971 væri hagkvæmasta stærð þeirrar virkjunar um 230—240 mw. Fyrst eftir að áætlun um Austurlandsvirkjun var lögð fram, komst verulegur skriður á rannsóknir á þeim stöðum, en nú virðist sem mikið hafi verið dreg- ið úr þeim og rannsóknirnar færzt yfir á aðra landshluta, sem er mjög óæskileg þróun. Kostir Austurlandsvirkjunar eru mjög margir og því mikils- vert, að undirbúningsrannsókn- um þar verði hraðað eftir föng- um. Frá Alftafirði (Ljósm. Mats Wibe Lund jr.) Austurlandsvirkjun er i raun- inni eini stórvikjanamöguleikinn sambærilegur við Suðurland, og er einnig mikilsverð til að skapa aukið jafnvægi í byggð landsins. Öheppilegt væri að nota Suðvest- urlandsorkuna að mestu til stór- iðju, þar sem hennar mun fyrr en seinna þörf til almennra nota á mestu þéttbýlissvæðum landsins. Samtenging við Suð- vesturland Auðvelt er að tengja Austur- landsvirkjun við raforkukerfi Suðvesturlandsins með byggða- línu um suðurströndina. Með tilliti til jarðfræði og náttúruhamfara, er hún vel í sveit sett og gæti því aukið á orku- öryggi landsins. Veðrátta Austurlands er allt önnur en á Suðurlandi, þannig að sjaldgæft er, að það sé iélegt vatnsár á báðum stöðum, svo að með slikri samtengingu gætu þær bætt hverja aðra upp. Jarðfræði ti) mannvirkjagerðar við virkjun Jökulsár i Fljótsdal er talin vei traust, og stöðvarhús- stæði liggur í miðri sveit með hagstæðum samgöngumöguleik- um við Egilsstaðaflugvöll og Reyðarfjörð sem höfn, en það er meira en hægt er að segja um virkjunarstæði inn á hálendi landsins. Isavandamál eru þar i lágmarki miðað við íslenzkar aðstæður. Fjarðará í Seyðisfirði (Ljósm. Mats Wibe Lund jr.) Fljótsdalsvirkjun (1. áfangi Austur- landsvirkjunar). Stíflur eru gerðar í Kelduá og við Eyjabakkafoss og myndast þar lón með vatnsmiðlun 1100 gl (1100 millj. lttrar). 22 km veituskurður er gerður frá Eyjabakkalóni i Gilsárlón, og flyt- ur hann 50 rúmm. á sek. Það, sem merkt er þak- renna, eru fyrir- hleðslur til að veita samáám í Eyjabakkalón. Fallhæðin úr Gilsárlóni niður f orkuver er nálega 600 m. Afl orku- versins er 230—240 mega- vött eða nokkru meira en Búrfellsvirkjunar, sem er 210 mw. Stíflur við Eyjabakkalón og Gilsárlón eru merktar á myndinni með tölustöfunum 1—5. Stækkunarmöguleikar eru þar mjög miklir, og af samanburðar- kostnaðaráætlunum má sjá, að stofnkostnaður hvers áfanga er mjög hliðstæður, svo^að fyrirfram fjárfestingar eru þar litlar sem engar. Vatnsmiðlun Fljótsdalsvirkj- unar gerir Lagarfossvjrkjun örugga með vatn allan ársins hring, einnig þó að annar áfangi hennar væri byggður, svo að nýt- ing og rekstur hennar væri í há- marki. Fiskræktarskilyrði i Lagarfljóti myndu batna vegna hins jafna rennslis, minni jökulaurs og minni flóðahættu, vegna þess, að miðlunarlónin draga mjög úr flóð- um. Landspjöll af völdum slíkrar stórvirkjunar eru í lágmarki. Að vísu mundi nokkuð af góðum sumarafréttarlöndum Fljótsdæl- inga fara undir vatn i Eyjabakka- lóni. Slíkt þyrfti auðvitað að bæta með uppgræðslu eða á annan hátt. Aftur á móti myndi rennsli Lagar- fljóts jafnast, og jafnvel þó að hinum stóránum yrði veitt yfir i Fljótsdal, ef auðvelt að ganga þannig frá þvi, að rennsli Lagar- fljóts yrði ekki öllu meira en með- al ágústsrennsli þess, svo að landsspjöll af þess völdum yrðu hverfandi lítil. Stóriðja á Reyðarfirði Viðvíkjandi staðsetningu stór- iðju, sem nýtti þessa orku, virðist varla nokkur annar staður en Reyðarfjörður koma til greina, ög ber þar margt til og skal hér til- fært nokkuð það helzta. Reyðarfjörður er sá eini af Austfjörðum, sem er í góðu vega- sambandi við Fljótsdalshérað, og þar með Egilsstaðaflugvöll. Héraðið er mjög góður landbún- aðarbakhjall fyrir það þéttbýli, sem mundi skapast i kringum slíka stóriðju. Nýi hringvegurinn kemur til með að tryggja nokkuð öruggar vetrarsamgöngur við þéttbýli Suðvesturlands. Hafnar- skilyrði við Reyðarfjörð eru ákjósanleg, hafíshætta litil sem engin. Frá sjónarmiði samgangna er þvi Reyðarfjörður með Egils- staði og Fljótsdalshérað í bak- grunni mjögvel settur. Landrými er meira i Reyðar- firði en víðast hvar annars staðar á Austfjörðum, en slíkt er nauð- synlegt fyrir þéttbýlismyndunina. Einnig myndi háspennulínulögn frá Fljótsdal til Reyðarfjarðar vera ein sú stytzta sem völ er á. Aðeins Breiðdalsvík og Vopna- fjörður geta keppt við Reyðar- f jörð um landrými, en flestar aðr- ar aðstæður á hinn bóginn Reyðarfirði i vil. Hin nýju viðhorf i orkumálum heimsins hafa gerbreytt viðhorf- unum islenzku vatnsafli i vil. Var þó enginn i vafa um áður, að i því fælist mikill fjársjóður. Sterkar likur benda til, að orkukaupend- ur séu nú auðfundnir erlendis. Þegar þeir koma til skjalanna, virðist engin áhætta þvi samfara að stofna til skulda erlendis og afla þann veg fjár til stórvirkj- ana. Raforka tryggð á Austurlandi Eins og kunnugt er, er mikil orkuskortur á Austurlandi. Má ekkert út af bera til að vá sé ekki fyrir dyrum. Er skemmst að minnast neyðarástandsins, sem varð í Austur-Skaftafellssýslu s.l. haust. Þegar Lagarfossvirkjun kemst í gagnið, mun vissulega úr rætast. En hún mun þegar verða fullnýtt, enda þótt hún skili full- um afköstum. Hins vegar kom í ljós í frosthörkunum sl. haust, að hún myndi þá ekki hafa skilað nema 1/6—1/7 hluta orkuafkasta sinna, sökum vatnsskorts i Lagar- fljóti. Þess vegna er mjög mikil- vægt að leitað verði annarra ráða þegar f stað til að tryggja raforku í landshlutunum. Forrannsóknir benda til, að hagkvæmt kunni að vera að virkja Fjarðará i Seyðis- firði og Geithellnaá. Því er lagt til, að rannsóknum á virkjun þeirra sé hraðað og orkuþörf landshlutans þannig fullnægt um hrið, eðaþar til Fljótsdalsvirkjun kemst í gagnið, en í áætlunum um hana er gert ráð fyrir að 10% orkunnar verði selt til almennrar notkunart.d. húsahitunar. Jafnhliða virkjunum verði að sjálfsögðu lokið samtengingu orkuveitusvæða landshlutans og línum til þeirra héraða, sem orku eiga að njóta frá þeim s.s. Vopne- fjarðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.