Morgunblaðið - 13.02.1974, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.02.1974, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. FEBROAR 1974 1T Um samruna bankastofnana Grein þessi eftir Jóhannes Nor- dal bankastjóra birtist í nýút- komnum Fjármálatíðindum. Iumræðum þeim, sem fram hafa farið um bankamál að undanförnu, hefur mjög verið um það rætt, að æskilegt væri að fækka bönkum og öðrum innlánsstofnunum með sam- runa þeirra í stærri heildir. 1 áliti bankamálanefndar þeirr- ar, er lauk störfum í lok janúar 1973, var eindregið lagt til, að stefnt verði markvisst að ein- földun og samruna innan bankakerfisins, en líklegasta fyrsta skrefið á þeirri braut taldi nefndin sameiningu tveggja ríkisbankanna, Búnað- arbankans og Utvegsbankans. I áliti sfnu gerði nefndin allræki- lega grein fyrir þróun og ein- kennum bankakerfisins hér á landi í dag og lagði fram rök fyrir þeirri stefnu, sem að framan er lýst. Ástæða er til þess að draga hér saman I stuttu máli helztu rök néfndar- innar fyrir tillögugerð hennar um þessi efni og þá sérstaklega um sameiningu tveggja minni ríkisbankanna. Nefndin gerði í fyrsta lagi tilraun til þess að meta, hvort bankastarfsemi væri fyrir- ferðarmeiri hér á landi en ann- ars staðar, þar sem þjóðfélags- aðstæður eru svipaðar. Við samanburð við hin Noröurlond- in kom í ljós, að vinnuaflsnotk- un bankakerfisins hér á landi samsvaraði á árinu 1971 1600 mannárum eða 1,82% af heild- arvinnuaflsnotkun þjóðarbus- ins. Til samanburðar nam vinnuaflsnotkun bankakerfis- ins í Noregi 1,27% af heildar- vinnuaflinu árið 1970, en þar munu aðstæður einna svipað- astar því, sem er hér á landi. Samanburður á fjölda afgreiðslustaða á ibúa sýndi einnig, að hann var meiri hér en á hinum Norðurlöndunum, en ástæðan fyrir því Iá fyrst og fremst i fjölda sparisjóða og innlánsdeilda. Á öllum hinum Norðurlöndunum hefur sú stefna verið ríkjandi hin síðari ár, að æskilegt væri að fækka innlánsstofnunum verulega með sameiningu, og hefur tölu- verður árangur þegar náðst i því efni. Þótt samanburður milli landa í málum sem þess- um sé aldrei einhlítur, komst bankamálanefndin að þeirri niðurstöðu, að sömu stefnu bæri að marka hér á landi. í fyrsta lagi er ástæða til að ætla, að samruna i stærri heild- ir muni fylgja aukin hag- kvæmni i rekstri og minni vinnuaflsnotkun. Þetta á ekki sizt við um minni stofnanir, sem geta ekki nýtt nútímaað- ferðir i bókhaldi og afgreiðslu. Þótt erfitt sé að sýna fram á það fyrirfram, hversu miklum árangri megi ná í þessum efn- um, benda bæði almenn rök og reynsla til þess, að hagkvæmni stærðarinnar gildi um marga þætti bankastarfsemi eins og um annan rekstur. Einnig er á það að benda, að stórar alhliða bankastofnanir geta boðið við- skiptavinum margvíslega þjón- ustu með hagkvæmum hætti, sem hinar minni geta aldrei haft bolmagn til að veita. Önnur og mikilvæg rök fel- ast i því, að stærri rekstrarein- ingum fylgir mun meira öryggi. Hér kemur það til annars veg- ar, að hægt yrði að taka upp betri vinnubrögð og innra eftir- lit, sem ekki er framkvæman- legt í litlum stofnunum, en hins vegar mundi áhættan af við- skiptum við einstaka aðila dreifast á stærri heildarvið- skipti. í þriðja lagi taldi nefndin æskilegt, að horfið yrði frá þeirri stefnu, sem rikt hefur um þróun bankakerfisins und- anfarna áratugi, að einstakir bankar sérhæfðu sig í viðskipt- um við tiltekna atvinnuvegi. Slik einhæfni bankastofnana er á margan hátt varhugaverð’ Af- koma einstakra banka verður í verulegum mæli háð sveiflum í einstökum atvinnuvegum, sem eru óvenjulega miklar hér á landi. Þegar á móti blæs, getur þetta haft alvarlegar afleiðing- ar bæði fyrir einstaka banka og viðkomandi atvinnugrein, sem ekki á þá í önnur hús að venda. Jafnframt dregur sérhæfing af þessu tagi úr því, að fjármagn leiti á milli atvinnugreina með eðlilegum hætti og í samræmi við fjármagnsþörf á hverjum tíma. Eins og nú er háttað, er Landsbankinn eini viðskipta- bankinn, sem kalla má alhliða viðskiptabanka, og sýnir þróun hans vel, hversu mikilvægur slíkur banki er fyrir atvinnu- lífið í landinu. Með sameiningu Búnaðar- bankans og Utvegsbankans, en á þá leið benti nefndin sérstak- iega, mundi vera komið á fót öðrum alhliða viðskiptabanka, er væri álíka stór og Lands- bankinn og gæti á sama hátt sinnt þörfum allra atvinnuvega landsmanna. Jafnframt ætti sameining af þessu tagi að geta leitt til aukinnar rekstrarhag- kvæmni, þar á meðal með end- urskipulagningu á útibuaneti rikisviðskiptabankanna. Þótt sameining þessara tveggja rikisbanka lægi að dómi nefndarinnar beinast við og væri einföldust í fram- kvæmd, þar sem um tvær ríkis- stofnanir væri að ræða, taldi hún ekki síður þörf á því að endurskipuleggja aðra þætti bankakerfisins með það fyrir augum að einfalda það og fækka stofnunum og af- greiðslustöðum. í heild taldi hún hugsanlegt, að á nokkurra ára skeiði mætti fækka við- skiptabönkum úr 7 í 4 og inn- lánsdeildum og sparisjóðum úr 88 í 30, en hún taldi æskilegt að breyta öllum innlánsdeildum i sparisjóði. Loks benti hún á leiðir til þess að fækka fjárfest ingarlánasjóðum úr 17 í 9. Þótt tölum af þessu tagi beri að taka með varúð, þar sem þess háttar breytingar verða að gerast á löngum tíma og við breytilegar aðstæður, benda þær eindregið til þess að miklum árangri megi ná með vel mótaðri stefnu í endurskipulagningu banka- kerfisins. Hvort takast megi að framkvæma slika stefnu, fer ekki sizt eftir því, hvort menn vilja vinna að umbótum i bankamálum á grundvelli traustra upplýsinga og skyn- samlegt mats á því, hvað er hagkvæmt og framkvæmanlegt i stað þess að byggja skoðanir sínar á einum saman sleggju- dómum um bankakerfið og starsemi þess. . N Dr. Kissinger ÞEGAR dr. Henry Kissinger varaði við því nýlega, að oliu- kreppan gæti valdið heims- kreppu, fólust I orðum hans skilaboð til Kremlar: Ef Sovét- rikin veittu ekki hjálp til þess að leysa olíukreppuna gerði efnahagskreppan, sem fylgja mundi I kjölfarið, stjórn Nixons ókleift að standa við þá víðtæku viðskiptasamninga, sem Kreml- herrarnir telja helzta ávöxt hinnar minnkandi spennu, détente. Uppi eru tvær skoðanir um sovézk markmið i Miðaustur- löndum, segir dr. Kissinger. Samkvæmt hinni fyrri vilja Sovétríkin viðhalda viðsjám svo að fjandskapur Araba í garð Bandaríkjanna efli þar þann möguleika vi 11 dr. Kiss- inger ekki ræða opinberlega svo hann verði ekki sakaður um afskipti af innbyrðis átökum i Kreml. Sá valdahópur i Kreml, sem er hlynntari harðri stefnu, sé fylgjandi þvi, að reynt sé að nota viðsjárnar í Miðausturlönd um og olíukreppuna til þess að hagnazt sem mest á ástandinu. Hófsamari hópurinn sé hlynnt- ari því, að stundarhagsmunum verði fórnað fyrir framtíðar- hagsmuni og byggir vonir sinar á því, að meir megi hagnast á þvi að hjálpa Bandaríkjunum en að færa sér ástandið i nyt eins og það nú er. Fljótasta leiðin til þess að binda enda á olíubannið er að tryggja samkomulag milli ísraels og Egyptalands í friðar- viðræðunum í Genf þar sem þá yrðu að engugerðarallarafsak- anir fyrir þvi að halda banninu áfram. Dr. Kissinger er þeirrar skoðunar, að Sovétríkin hafi verið allhjálpleg í fyrri áföng- um undirbúningsviðræðnanna í Genf. En þegar hann bað Araba Kissinger aðvarar Kremlverja sovézk áhrif. Samkvæmt hinni má vera, að þetta hafi vakað fyrir Rússum áður fyrr, en nú sjái Sovétríkin sér hag i jafn- vægi í Miðausturlöndum. En með þessu er raunar verið að segja, að uppi séu tvær skoð- anir innan múra Kremlar — en að létta oliubanninu á þeirri forsendu, að áfram miðaði i átt til lausnar í Miðausturlöndum, hvatti Moskvu-útvarpið þá til þess að halda því áfram. Moskva leikur tveim skjöltí- um. Er þar um að ræða stefnu tveggja valdahópa í Kreml? Eftir Victor Zorza Viðvörum dr. Kissingers um heimskreppu sé því skoðuð frá ólíkum sjónarhornum af þess- um valdahópum. Harðlínu- mennirnir muni fagna henni og telja hana sanna veikleika Vesturveldanna. Þeir haldi því fram að sovézk stefna i Mið- austurlöndum hafi komið af stað efnahagskreppu, sem sé á góðri leið með að kippa stoðum undan hinu kapitaliska kerfi og Sovétríkin eigi ekkert að aðhaf- ast tilþess að draga úr henni. Lengi var það marxistiskt trúaratriði, að efnahagskreppa í líkingu við þá, sem Vestur- lönd urðu að þola á árunum eftir 1930, endurtæki sig og gerði aðstöðu Sovétríkjanna til- tölulega sterkari. Þegar þetta gerðist ekki, þrátt fyrir endur- tekna spádóma sovézkra hag- fræðinga, fóru Kremlverjar að velta því fyrir sér hvort það þjónaði nokkrum tilgangi að biða eftir henni. Þetta var ein af ástæðunum tilþess, að Sovét- ríkin ákváðu að snúa sér að efnahagslegri og pólitískri sam vinnu við Vesturveldin. Sá valdahópurinn i Kreml, sem heldur þvi fram, að Vestur- lönd hafi fundið leiðir til þess að ráða fram úr efnahagskrepp- um, telur, að timi sé kominn til þess, að efnahagskerfi komm- únista og kapitalista myndi sameiginlega eitt heimsfram- leiðslukerfi, sem mundi snið- ganga allan pólitískan mun á þeim. Hvatamenn þessarar stefnu halda því fram í sovézk- um blöðum, að „alþjóðasam- starf í efnahagslifi“, sem Lenín hefði séð fyrir, sé nú að renna upp. Þeir leiða rök að þvi, að ný iðnfyrirtæki, ný tækni, þekking og það gifurlega fjármagn, sem þarf í þessu skyni séu svo flókin mál, að nú nægi ekki lengur auðlindir nokkurs eins lands, jafnvel ekki Sovétríkj- anna og Bandaríkjanna, tilþess að fúllkomna hin nýju við- fangsefni. Þess vegna telja þeir þörf á sameiginlegu átaki aust- urs og vesturs „til þess að leysa æ brýnni vandamál". Orka er alltaf efst á lista þeirra um framkvæmdir, sem timabært sé að hafa samvinnu um, en þeir halda því ákaft fram, að þetta eigi ekki síður við á svið- um eins og umhverfisvernd, geimrannsóknum, matvæla- framleiðslu og mörgum öðrum. Riki heims, segja þeir, eru orð- in hvert öðru háð. Þeir sem taka þessa afstöðu i Sovétrikjunum telja „alþjóða- samstarf" í efnahagslifi leið til þess að fá frá Vesturlöndum það fjármagn, þá tækni og það korn, sem land þeirra skortir, en slík eigingirni er ekki óeðli- leg. Þeir, sem telja, að orku- kreppan lýsi veginn til lausnar á miklu stærri vandamálum, kunna jafnvel að fagna þessu þótt enginn vestrænn stjórn- málamaður þyrði að segja þetta tæpi tungulaust. Orkuvandamálið „er bezta dæmið um hvernig ríki heims- ins eru orðin hvert öðru háð, hversu fráleitt það er að byggja stefnu á eigingirni eingöngu og hve stórháskalegt það eröllum, að fylgja algerlega sjálfstæðri stefnu". Tilvitnunin er að þes'su sinni ekki úr sovézku riti heldur ummælum, sem dr. Kissinger viðhafði á blaða- mannafundi i síðasta mánuði. Fljótt á litið var hann að beina málisínu til bandamanna Bandaríkjanna, en það, sem hann sagði, á augljóslega við um stefnu Sovétrikjanna jafnt sem Bandaríkjanna í málum eins og Miðausturlöndum og orkuskortinum og stefnu þeirra gagnvart hvort öðru. Þar sem riki verða hver öðru háð liggur umferðin i báðar áttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.