Morgunblaðið - 13.02.1974, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 1974
13
r
Birgir Isleifur Gunnarsson borgarstjóri:
Erlend lán nauðsynleg til fram-
kvæmda Hitaveitu og Rafmagnsveitu
I SVARI Birgis tsleifs Gunnars-
sonar borgarstjóra við fyrirspurn
frá Björgvin Guðmundssyni (A)
um fjárhagsstöðu borgarsjóðs og
borgarfyrirtækja, sem borin var
fram á síðasta fundi borgarstjórn-
ar, kom m.a. fram, að lausafjár-
staða borgarsjóðs hefur verið
nokkuð erfið undanfarið. Þetta
stafar m.a. af því, að í janúar er
engin fyrirframgreiðsla útsvara
tekin af launum og það, sem áður
innheimtist á síðustu dögum árs-
ins, kemur nú inn á lengri tíma.
Nú er þetta erfiðleikatímabil
hins vegar aðmestu að baki og fer
greiðslustaðan mjög batnandi.
Fyrirspurn Björgvins Guð-
mundssonar (A) var svohljóð-
andi:
1. Hvernig er lausafjárstaða
borgarsjóðs í dag? Hvernig hefur
hún þróazt síðustu mánuði?
a. Hefur borgarsjóður orðið að
taka einhver skammtímalán und-
anfarið vegna fjárskorts?
b. Hve mikil er yfirdráttarskuld
borgarsjóðs í Landsbankanum f
dag? Hve mikil var hún um ára-
mót? Hver er yfirdráttarheimild-
in? Hve miklir vextir voru greidd-
ir af yfirdrætti borgarsjóðs f
Landsbankanum sl. ár?
2. Hvernig er fjárhagsstaða
borgarsjóðs gagnvart hinum
ýmsu fyrirtækjum borgarinnar í
dag? Hvernig hefur hún þróazt
undanfarna mánuði?
Birgir tsleifur Gunnarsson
borgarstjóri:
Lausafjárstaða borgarsjóðs
hefur verið allerfið undanfarnar
vikur og með erfiðasta móti i
janúar. Til skýringar á því má
nefna eftirfarandi:
Samkvæmt reikningsjöfnuði
borgarsjóðs 31.12. 1973 (tekinn
25.1. 1974) hefur endanlegt upp-
gjör ekki farið fram við ýmsar
stofnanir, sem borgarsjóður
hefur lagt út fyrir á árinu og
reiknað er með að innheimtist á
reikningsárinu. Þannig vantar
uppfærslu eftirstöðva og endan-
legt uppgjör við ríkissjóð, Trygg-
ingastofnun, Sjúkrasamlag
Reykjavíkur og íþróttasjóð. Það,
sem borgarsjóður hefur lagt út
fyrir áðurnefnda aðila og ekki
enn fengið greitt, má áætla um
360 millj. króna, og eru þá eldri
skuldir þessara aðila meðtaldar,
að frátöldum mótkröfum þeirra.
Af þessum 360 millj. eiga 208
millj. örugglega að koma á næst-
unni í borgarsjóð, en afgangurinn
skuldfærist væntanlega og má þar
m.a. nefna íþróttasjóð, sem vænt-
anlega greiðir aðeins um 10 millj.
af 68 millj. króna skuld um ára-
mót, svo og þátttöku ríkisins í
byggingu Borgarspítala.
Janúarmánuður er sérstaklega
erfiður nú, þar sem engin fyrir-
framgreiðsla útsvara er tekin af
launum 1. janúar, og sá kúfur,
sem áður innheimtist á síðustu
dögum ársins, dreifist nú á lengri
tíma. Fasteignagjaldainnheimta
gat og ekki hafizt vegna tafa á
útsendingu fasteignagjaldseðla,
þar sem ákvörðun um þau var
tekin allt of seint. Samtals inn-
heimtust í Gjaldheimtunni í
janúarmánuði 172 millj. króna í
hlut borgarsjóðs, sem er mjög lágt
hlutfall af þeim tekjum, sem
Gjaldheimtan ætti að innheimta
miðað við heildartekjuáætlun
borgarsjóðs. Um þróunina er það
að segja, að nú fyrri hluta árs (að
janúar undanskildum) fer
greiðslustaðan mjög batnandi.
Spurt er um það, hvort borgar-
sjóður hafi orðið að taka einhver
skammtímalán undanfarið vegna
fjárskorts. Því er til að svara, að
borgin hefur ekki nýlega tekið
nein sérstök skammtímalán um-
fram yfirdrátt á hlaupareikningi í
Landsbanka, en yfirdráttarskuld í
Landsbanka í dag er 214 millj.
króna og var um áramót 140 millj.
Fer hún nú væntanlega ört lækk-
andi, en hún hækkaði verulega nú
við kaupgreiðslur um mánaða-
mót. Föst yfirdráttarheimild f
Landsbanka er 80 millj. kr., en
breytingar til tímabundinnar
hækkunar eru skv. sérsamn-
ingum við bankann hverju sinni.
Vextir og kostnaður af yfirdrætti
borgarsjóðs voru 12 millj. á árinu
1973.
Skuldir borgarsjóðs við fyrir-
tæki borgarinnar voru í ársreikn-
ingi 1972 72 millj. króna, en 31.
12. 1973 117 millj. króna, og hafa
því aukizt um 45 millj. Endanlegt
uppgjör liggur þó ekki fyrir og
eiga tölur vafalaust eftir að breyt-
ast.
Björgvin Guðmundsson (A)
sagðist vilja þakka borgarstjóra
skýr svör, sem hann teldi leiða í
ljós, að borgin þyrfti að tryggja
sér langtimalán frekar en yfir-
drætti. En nú nýlega hefur verið
leitað heimildar til stórfelldrar
lántöku erlendis að upphæð 1.40Ó
milljónir króna vegna fram-
kvæmda við Rafmagnsveitu og
Hitaveitu og vegna hafnarinnar.
Með þessu láni tel ég að einnig sé
áætlunin að bjarga erfiðri lausa-
fjárstöðu borgarsjóðs og því hafi
lánið verið haft óþarflega hátt.
Birgir tsleifur Gunnarsson
borgarstjóri kvað það rétt að sótt
hefði verið um lántökuheimild og
ef litið væri á greiðsluáætlanir
Hitaveitunnar . og Rafmagns-
veitunnar og stöðu þeirra í dag og
andstöðu ríkisins við gjaldskrár-
breytingar þessara fyrirtækja þá
kæmi því miður i ljós, að senni-
lega hefði verið farið fram á of
lágt lán, en ekki of hátt eins og
Björgvin hefði haldið fram.
Úlfar Þórðarson borgarfulltrúi:
Heilbrigðisráðuneytið tefur framkvæmdir
Reykjavíkur í heilbrigðismálum
MIKLAR umræður urðu um sam-
skipti heilbrigðisráðuneytisins og
Reykjavfkurborgar á fundi
borgarstjórnar nýverið.
Tilefni umræðnanna var bókun
f fundargerð heilbrigðismálaráðs
borgarinnar frá f janúar. Þar er
þeirri áskorun beint til borgar-
stjórnar, að hún taki á leigu hluta
af húsi Öryrkjabandalagsins að
Hátúni 10 B í því skyni að koma
þar upp hjúkrunarheimili fyrir
aldraða Reykjvíkinga með ferli-
vist. Samkvæmt áætlunum borg-
arlæknis mætti koma um 80 rúm-
um fyrir f þessu húsnæði en einn-
ig yrði f húsinu aðstaðayfir borð-
stofu, setustofur og iðjuþjálfun.
Margrét Guðnadóttir prófessor,
sem er fulltrúi Alþýðubandalags-
ins f heilbrigðismálaráði greiddi
atkvæði gegn því, að borgin kæmi
upp þessu heimili og kvaðst telja,
að það mundi tefja fyrir lausn á
málefnum aldraðra.
Adda Bára Sigfúsdóttir (K)
gerði mál þetta að umræðuefni og
gat um það, að rikisspítalarnir
starfræktu sjúkradeild í einu af
húsum Öryrkjabandalagsins og
því hefði heilbrigðisráðuneytið
nú ákveðið að leita eftir því að fá
á leigu það húsnæði, sem borgin
hefði einnig áhuga á. 1 þessu hús-
næði ætlaði ráðuneytið síðan að
reka deild fyrir langlegusjúkl-
inga, sem nyti þjónustu frá Land-
spítalanum. Borginni bæri því að
hætta tilraunum sínum til að ná
þessu húsnæði áleigu.
Úlfar Þórðarson (S): Að mínu
mati er þetta mál ekki eins einfalt
og Adda Bára vill vera láta. Borg-
in hefur veitt Öryrkjabandalag-
inu umtalsverða aðstoð við hús-
byggingar þess. Hún gaf þvi t.d.
lóðina undir hús það, sem hér er
rætt um og hefur lánað því fé út á
hverja íbúðareiningu. Nú hefur
svo komið í ljós, að bandalagið vill
gjarna leigja 3 hæðir í húsinu og
hefur nú um eins árs tímabíl ver-
ið rætt um, að þar mætti koma
upp deild fyrir langvistunarsjúkl-
inga með ferlivist, sem nyti sér-
fræðiaðstoðar frá Borgarspítalan-
um og væri fyrst og fremst hugs-
uð til að greiða úr hinum mikla
vanda Reykvíkinga á þessu sviði.
Nú ber hins vegar svo við, að ríkið
sækir fast að fá þetta húsnæði og
e.t.v. skiptir ekki öllu máli hver
mundi reka þetta húsnæði, ef
tryggt væri, að verið væri að leysa
vanda Reykvíkinga en það mun
sennilega ekki vera ætlunin held-
ur á að setja þarna upp langlegu-
deild fyrir rúmliggjandi sjúkl-
inga. Þá framkvæmd tel ég frá-
leita í þessu húsi. Miklu eðlilegra
væri að ríkið heimilaði fram-
kvæmdir við B-álmu Borgarspítal-
ans og legði til hennar lögbundið
framlag en henni ereinmitt ætlað
að leysa úr vanda langlegusjúkl-
inganna. En þetta fé hefur ríkið
ekki talið sig geta útvegað og ekki
heldur framlag sitt til þjónustu-
deildar Borgarspítalans en hins
vegar eru allt i einu ti 125 milljón-
ir til að sölsa undir heilbrigðis-
ráðuneytið framkvæmdir, sem
borgin vill fara út i til þess að
leysa vanda Reykvíkinga. En
þetta er raunar aðeins eitt dæmið
í viðbót um furðulega og
óafsakanlega framkomu heil-
brigðisráðuneytisins gagnvart
Reykjavíkurborg, sem m.a. hefur
lýst sér í því eins og getið var um
hér fyrr, að rikið leggur ekkert til
framkvæmda við Borgarspitalann
á árinu og hefur heldur ekki
greitt lögboðið framlag til
Grensásdeildarinnar.
Adda Bára Sigfúsdóttir (K): Eg
vissi nú ekki, að borgarlæknir
væri að vinna að þessu máli og
hefði látið gera teikningar í því
skyni. Og þykir mér raunar und-
arlegt, að það skuli hafa farið svo
hljótt. En hér er hins vegar um
fljótlegustu leiðina að ræða til að
greiða úr vanda langlegusjúkl-
inga og því eðlilegt, að rikisspítal-
arnir taki við þessum rekstri.
tJIfar Þórðarson (S): Eg vil
upplýsa það eins og raunar kemur
Sigurlaug Bjarnadóttir borgarfulltrúi;
Samstarf skóla og
heimila ber að efla
A FUNDI borgarstjórnar Reykja-
vfkur í fyrri viku var samþykkt
með 15 samhljóða atkvæðum að
beina þeim tilmælum til skóla-
stjóra við skóla borgarinnar, að
þeir leituðust við að koma á fót
samstarfsnefndum kennara,
nemenda, foreldra og skólastjóra
við skóla sína. Tillagan er komin
frá fræðsluráði og flutti Sigur-
laug Bjarnadóttir (S) hana í
borgarstjórn.
Sigurlaug Bjarnadóttir (S):
Eins og borgarfulltrúar muna eft-
ir, var tillögu frá Öddu Báru Sig-
fúsdóttir um að stofna skyldi sam-
starfsnefndir við skóla borgar-
innar vísað til fræðsluráðs. Ráðið
hefur haldið fund með skólastjór-
um og kannað undirtektir þeirra i
þessu sambandi. Á þeim fundi
kom fram áhugi skólastjóra á
þessari hugmynd en hins vegar
andstaða gegn því, að slíkar
nefndir yrðu valdboðnar.
Fræðsluráð var því sammála um
að leggja til við borgarstjórn, að
hún beindi þeim tilmælum til
skólastjóranna, að þeir leituðust
við að koma á fót samstarfs-
nefndum í skólum sinum sam-
kvæmt eftir farandi reglum:
1. gr.
I samstarfsnefnd skulu eiga
sæti:
skólastjóri, sem boðar til og
stýrir fundum nefndarinnar,
tveir foreldrar,
tveir nemendur og
tveir kennarar.
Yfirkennari skal vera ritari
nefndaririnar.
gr.
Fulltrúar í samstarfsnefnd
skulu kosnir ár hvert í byrjun
skólaárs á almennum foreldra-
fundi cg almennum nemenda-
fundi 7. — 9. bekkja og al-
mennum kennarafundi, sem
skólastjóri gengstfyrir.
Hver ofannefndra aðila um sig
skal kjósa tvo fulltrúa og tvo
til vara í samstarfsnefndina til
eins árs.
3. gr.
Fundir í samstarfsnefnd skulu
haldnir svo oft sem skólastjóra
þykir þurfa, en þó ekki sjaldn-
ar en fjórum sinnum á skóla-
árinu.
4. gr.
Markmið samstarfsnefndar er
að vinna að heill nemenda,
styrkja samskipti skóla og
heimila og styðja starfsemi
skólans i hvivetna.
Samstarfsnefnd skal vera
skólayfirvöldum til ráðuneytis
og foreldrum og nemendum til
leiðbeiningar um eftirfarandi:
a) vinnuskilyrði nemenda og
annan aðbúnað þeirra í skóla,
b) heimanám, félagslif og tóm-
stundaiðju nemenda,
c) neyzluvenjur nemenda,
skólanesti og skólamáltiðir,
d) agareglur í skólum og viður-
lög við brotum á þeim.
fram í fundargerð heilbrigðis-
málaráðs, að teikning var gerð af
húsnæðinu til þess að átta sig á
möguleikum þess í janúar 1973.
En ég vil enn ítreka þá skoðun
mína, að öll framkoma heil-
brigðisráðuneytisins í þessu máli
er alls ekki samboðin opinberum
stj örnsý sl uaði lum.
Sigurjón Pétursson (K): Mér
kemur mjög á óvart, aðteikningar
skuli liggja fyrir að þessu hús-
næði. Ég man ekki til þess, að
borgarráð eða borgarstjórn hafi
gert neinar samþykktir um að
slíkt skuli unnið og spyr ég því
borgarstjóra hver hafi heimilað
þessa vinnu.
Birgir Isleifur Gunnarsson,
borgarstjóri: Ég hefi fylgzt með
vinnu borgarlæknis að þessu máli
og mér er kunnugt um, að hann
fékk á láni teikningar af húsinu
hjá Öryrkjabandalaginu til þess
að kanna hvort húsnæðið gæti
komið að þeim notum, sem hann
ætlaði þvi. En ég tel rétt að taka
fram i þessu sambandi, að ég er
þeirrar skoðunar, að embættis-
menn eigi að sýna frumkvæði við
lausn þeirra mála, sem undir
embætti þeirra heyra, en ekki
bíða sí og æ eftir fyrirmælum
borgarstjórnar um hvaðeina.
Þetta hefur borgarlæknir gert
og sýnt með því, að hann er mjög
hæfur embættismaður og fagna
égþessu framtaki hans.
Albert Guðmundsson (S)
kvaðst vilja benda á í sambandi
við þessar umræður, að sam-
kvæmt þeirri tillögu, er hann
hefði flutt og samþykkt hefði
verið um að ákveðnum hundraðs-
hluta af útsvarstekjum borgar-
innar yrði árlega varið til fram-
kvæmda i þágu aldraðra, hefði
eingöngu verið átt við nýbygg-
ingar í þágu aldraðra og hann
teldi þvi að borgarlæknir hefði
staðið vel að þessu máli.
Markús Örn Antonsson (S): Ég
tek undir það með Úlfari Þórðar-
syni, að þetta mál allter eittdæm-
ið í viðbót um óheilbrigða afstöðu
heilbrigðisráðuneytisins tilþeirra
málefna Reykjavíkur, sem undir
það falla. Og raunar er það svo, að
ráðuneytið þrjózkast jafnan við
að taka undir réttlátar óskir
borgarinnar og frumkvæði
hennar í heilbrigðismálum fyrr
en það er til þess neytt.
Sveinn Björnsson (S) kvaðst
telja, að Sigurjón Pétursson gerði
full mikið úrþeim ,,glæp“ borgar-
læknis að hafa kynnt sér mögu-
leika umrædds húsnæðis með
teiknivinnu. Borgarlæknir hefði
þvert á móti með þessu sýnt,
hvernig góðir embættismenn, sem
sinna vilja starfi sínu af áhuga,
eiga að vera.
Þessum lið úr fundargerð heil-
brigðisráðs var siðan vísað til
borgarráðs til umf jöllunar.