Morgunblaðið - 13.02.1974, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRUAR 1974
Gísli, Elríkup og Helgl
■ efllr
inglblörgu
Jónsdóltur
Á starfsvellinum.
„Við verðum að fara út á starfsvöll á morgun og
byggja hús handa hamstrinum," sagði Helgi litli við
þá Eirík og Gísla. „Þar er hægt að fá nóg af spýtum
og svoleiðis drasli.“
„Borgarstjórninn lét flytja þessar spýtur þangað
handa krökkunum," sagði Eiríkur. „Hamsturinn
verður að fá hús. Það er ekki hægt að hafa hann í
skókassa lengur.“
„Nei, það er sko alls ekki hægt,“ sagði Helgi litli og
andvapaði. „Það er ekki hægt, því að nú á mamma
ekki fleiri skókassa og hamsturinn nagar gat á þá
alla. Ég fann hann undir sjónvarpinu í morgun.
Mamma segir, að ég verði að fara með hamsturinn í
dýrabúðina, ef ég útvegi ekki búr handa honum.
Manna segir að hún sé orðin leið á að rekast á loðna
gulskjöldótta rottu hingað og þangað um fbúðina.
Mamma segir. .
Gísli og Eirfkur skelltu báðir upp úr. Það vissu
allir í nágrenninu, að mamma hans Helga litla var
fremur málglöð kona og sagði bæði eitt og annað.
Aðallega annað.
„Það verður nú skemmtilegt að byggja hamstra-
hús,“ sagði Eíríkur. „Ég hef aldrei búið til hamstra-
hús fyrr.“
„Ekki ég heldur," sagði Gísli.
Drengirnir höfðu verið á starfsvellinum allir þrír,
enda var hann skammt frá heimili þeirra. Þar var
hægt að byggja hús, og Gísli, Eiríkur og Helgi áttu
hús. Þrjú hús meira að segja með undir gangi á milli
húsanna. Það voru glæsileg hús. Yfirmaðurinn á
starfsvellinum sagði að þeir væru mestu myndarpilt
ar. Já, hann gaf Helga litla einu sinni pensil, sem var
svo illa útleikinn, að Helgi var í heilt kvöld að
hreinsa hann. Pensillinn átti að vera blár og hvítur,
en var þó raunar grænn og gulur. Helgi var allt
kvöldið að rífa gömlu málninguna af honum með
sandpappír en þá var pensillinn lfka fallegur á að sjá.
Skínandi hvítur og blár og burstinn hreinn og falleg-
ur eftir að fá terpentínubað og svo heitt sápubað.
„Ég er búinn að teikna hamstrahús,“ sagði Helgi
litli. „Ég var að teikna það í gærkveldi. Húsasmiðir
láta alltaf teikna húsin, áður en þeir byrja að smíða
þau og mér finnst hamsturinn eiga skilið að fá fallegt
hús.“
„Geturðu sótt teikmnguna?" spurði Gísli.
Helgi litli þurfti ekki að hlaupa inn til sín að sækja
teikninguna. Hann var með hana í vasanum.
„Ætlarðu að hafa hamsturinn í svona stóru húsi?“
spurði Gísli. „Þetta er einbýlishús af stærstu gerð.“
„Já,“ sagði Helgi litli. „Hamsturinn minn á ekki að
húka í kjallara alla ævi. Hann á að fá fallegt hús og
með stórum turni á eins og Hallgrímskirkja hefur.
Þegar ég er búinn að byggja húsið ætla ég að skíra
hamsturinn og hann á að heita Hallgrímur.“
„Allt í lagi,“ sagði Eiríkur, sem lét sér ekki allt
fyrir brjósti brenna. „Förum þá út á starfsvöll og
byrjum að smíða.“
„Ég er ekki alveg úbinn að teikna húsið,“ sagði
Helgi litli og fór hjá sér. „Væri ykkur sama, þó að við
færumþangað á morgun klukkan átta?“
„Það er alltof snemmt,“ sagði Eiríkur. „Það er
ekki opnað fyrr en níu. Geturðu ekki beðið til klukk-
an níu?“
DRATTHAGI BLYANTURINN
(^JVonni ogcTManni
eftlr
Jón Sveinsson
Freysteinn
Gunnarsson
þýddi
Þegar við komum að, stukkum við á land og báðum
hásetana að draga bátinn upp í sand, því að við vild-
um láta þá og drengina koma með okkur að heilsa upp
á foreldra okkar.
Þeir þágu boðið, drógu upp bátinn og komu með
okkur.
Heima hafði sézt til okkar, og dyrnar voru opnaðar,
áður en við komum að þeim.
Pabbi og mamma og Bogga systir okkar tóku hjart-
anlega á móti okkur, og fyrst um sinn að minnsta kosti
urðum við syndaselirnir tveir ekki fyrir neinum óþæg-
indum.
Við vorum „glataðir synir“, sem taldir voru af, en
komum nú heim lifandi og hressir og heilbrigðir.
Það varð því að slá upp smáveizlu.
Förunautum okkar var boðið upp á kaffi og kök-
ur.
Við sátum nú þama, glöð og ánægð í gestastofunni,
og hásetarnir og dönsku drengimir sögðu frá því, sem
þeir vissu um ferðalag okkar.
Eftir að þeir höfðu lokið frásögn sinni, sögðu þeir
við foreldra okkar, að þjáningar þær, sem við höfðum
orðið að þola, væru fullnægjandi refsing fyrir óhlýðni
þá, sem við höfðum í barnaskap okkar gerzt sekir um.
Og þeir báðu foreldra okkar að hlífa okkur við frekari
refsingu.
Á herskipinu hefðum við hegðað okkur óaðfinnan-
lega, sögðu þeir.
Þessari beiðni útlendu gestanna gátu foreldrar okk-
ar ekki neitað.
Við áttum það því þessum góðu mönnum að þakka,
að við fengum fulla fyrirgefningu, en enga refsingu.
Ég sagði nú mömmu minni, hversu dönsku dreng-
imir hefðu verið góðir við okkur.
m«6lnioí9unKckfffinu
— Aðeins til vinstri-----pass-
aðu þig nú — dettu ekki um
þröskuldinn — lyfta fótum —
nokkur skref áfram ...
— Ef ég panta stóra eplaköku
með miklum rjóma og sykri,
verðið þér að lofa því að af-
greiðamig ekki . ..
— Nei, góðan dag ... annars er
það konan yðar, sem er vön að
baðasig áföstudögum ...
/52
«*>