Morgunblaðið - 13.02.1974, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRtJAR 1974
............................------------
„Spegilmynd af
r í kisrekstrinum? ’
Steinar GuBjónsson
Rabbað við
hafnarverkamann
á förnum vegi
Björn Björnsson, 16 ára, og Birgir
Sörensen, 17 ára, nemendur Í4.—A
í Laugalækjarskólanum voru hjá
okkur á Morgunblaðinu í starfskynn-
ingu í eina viku og einn daginn
brugðu þeir sér niður á bryggju og
röbbuðu við hafnarverkamann. Fer
grein þeirra hér á eftir:
Við töltum niður á Granda í norðan-
gjólunni einn daginn og fylgdumst
með hringiðunni. Á ferð okkar litum
við inn í vörugeymslu ríkísskips og þar
röbbuðum við stundarkorn við Steinar
Guðjónsson verkamann. Fer rabbið hér
á eftir:
„Hvað hefur þú starfað lengi við
höfnina?"
„5 ár."
„Hvernig finnst þér öryggismálum
háttað hér?"
„Það er allt í ólestri, enda lætur
öryggisráðið aldrei sjá sig hérna, nema
slys beri að höndum, svo er engin
aðstaða til þess að geyma vinnuföt. Ef
það eru nýleg föt. þá er þeim stolið "
„Hvað um hreinlætismál?"
„Salerni ófullnægjandi, og kaffi-
stofan er hriplek Þegar rignir þá þarf
að setja fötur undir lekann til þess að
allt fari ekki á flot, enda er þetta
bráðabirgðahúsnæði, sem Bretinn setti
upp á stríðsárunum."
“l
Skóla-
fólk
hjá
Morgun-
blaÖinu
„Hvemig finnst þér starfsaðstaðan?"
„Starfsaðstaðan er óviðunandi, þetta
er rlkisrekið fyrirtæki og gæti verið
spegilmynd af þvl hvernig rlkisrekstur
er sem aumastur. Starfsaðstaðan hefur
alls ekki batnað I áravls nema hvað
snertir nýju skipin Heklu og Esju. Það
var gerð uppfylling í fyrra til að stækka
athafanplássið en það hefur verið lagt
undir bílastæði og verður það sjálfsagt
um ófyrirsjáanlega framtlð."
„Eru launin fullnægjandi?"
„Langt fyrir neðan það, vinnutíminn
er allt of langur og skattabyrðin stöð-
ugt meiri. Mér finnst, að menn I
erfiðisvinnu ættu að fá meira kaup en
skrifstofumenn. Þegar núverandi stjórn
tók við völdum hafði hún það að kjör-
orði, að létta skattabyrðinni af lág-
launafólki. Það er nú augljóst, að við
þetta fyrirheit hefur ekki verið staðið,
því að skattabyrðirnar hafa aldrei verið
Togarinn Þormóðurgoði lá við bryggju nýkominn úrslipp. málaður stafnanna milli og tilbúinn á Atlantshafsballið.
óskar eftir starfsfólki í eftirtalin störf:
BLAÐBURÐ ARFÓLK ÓSKAST
Upplýsingar í síma 35408
AUSTURBÆR:
BergstaSastræti, Sjafnargata, Freyjugata 28 — 49,
Ingólfsstræti, Miðtún, Laugavegur frá 34—80,
Ffverfisgata 63—1 25.
VESTURBÆR.
Seltjarnarnes: (Miðbraut), Garðastræti
Lambastaðahverfi,
ÚTHVERFI:
Álfheimarfrá 43, Barðavogur, Karfavogur,
Smálönd, Hólahverfi
KÓPAVOGUR
Blaðburðarfólk óskast:
í austurbæ
Upplýsingar í síma 40748.
Rafmagnsskömmtun á Hvammstanga
RAFMAGN hefur verið skammt-
að á Hvammstanga undanfarna
daga, því að engin vararafstöð er
á staðnum til að grípa til, þegar
orkuframleiðsla minnkar. Hafa
íbúar Hvammstanga þó margoft
borið fram óskir um slíka vararaf-
stöð við Rafmagnsveitur ríkisins
og ráðherra, en enga úrlausn
fengið. Vegna rafmagns-
skömmtunarinnar hefur alltaf af
og til verið símasambandslaust
milli Hvammstanga og annarra
staða, því að vararafgeymarnir á
símstöðinni nægja aðeins til að
halda gangandi innansveitarsím-
tölum, en ekki símtölum til
annarra landshluta, nema um
eina handvirka línu, sem engan
veginn annar þörfinni. — Hins
vegar hafa íbuar Hvammstanga
verið vel settir hvað snertir hús-
hitun, því að rafmagn hefur ekki
Golda lasin
Jerúsalem 11. febr. AP.
GOLDA MEIR, forsætisráðherra,
þjáist af bólgu í auga og hefur
aflýstöllum fundum næstu daga.
Hún er heima undir eftirliti
lækna og var henni ráðlagt að
hvflast um hrfð.
Þessi tilkynning barst frá skrif-
stofu forsætisráðherrans sfðdegis
ámánudag.
verið tekið af hitaveitunni og
dælustöðvum hennar. — Karl
Sigurgeirsson fréttaritari Mbl. á
Hvammstanga sagði í gær, að raf-
magnstruflanirnar yllu atvinnu-
fyrirtækjum á Hvammstanga
miklum fjárhagslegum skaða og
þætti íbúum Hvammstanga þeim
mun sárara að þurfa að búa við
þetta, að önnur nálæg kauptún
hefðu hvert sína vararafstöð til að
gripa til, ef með þyrfti.
Túrbínan fæst ekki not-
uð 1 rafmagnsleysinu
RAFMAGN var skammtað f
fyrsta skipti í vetur á Skaga-
strönd um helgina. Það hefur vak-
ið mikla furðu hjá mörgum að
grfpa þurfi til rafmagnsskömmt-
unar á Skagaströnd, þar sem
dísiltúrbína er til á staðnum.
Dfsiltúrbína þessi, sem er 1000
kw að stærð, er f Sfldarverk-
smiðju ríkisins á Skagaströnd, og
er talið, að ekki taki nema 4—5
daga að koma henn f notkun, en
þrátt fyrir vilja Skagstrendinga
hefur ekki fengizt leyfi til að
setja túrbfnuna af stað.
Lárus Guðmundsson sveitar-
stjóriá Skagaströndisagði i samtali
við Morgunblaðið í gær, uð nú
væri rafmagn skammtað í fyrsta
skipti í vetur og væru Skagstrend-
ingar mjög óánægðir með þetta
ástand af eftirtöldum ástæðum: A
staðnum væri 1000 kw disilstöð,
sem væri túrbína, og væri í
Síldarverksmiðju rikisins, en
ekkert notuð. Ekki tæki nema
4—5 daga að koma túrbínunni í
það horf, að hún gæti framleitt
raforku.
— Okkur Skagstrendingum,
sagði Lárus, finnst nauðsynlegt,
að Sfldarverksmiðja ríkisins og
Rafmagnsveitur rikisins komi sér
saman um að gera túrbínuna til-
búna til starfrækslu, því að þegar
orkuvandamálin eru jafn mikil og
hér á Norðurlandi, strax og
eitthvað fer úrskeiðis, þá er nauð-
synlegt, að hægt sé að grípa til
þessarar stöðvar, svo að stórvirk
atvinnutæki þurfi ekki að stöðv-
ast eins og gerzt hefur nú. Frysti-
húsið hér og rækjuvinnslan starfa
ekki í dag, og sér þá hver maður,
hvaða afleiðingar rafmagnsleysið
getur haft.