Morgunblaðið - 13.02.1974, Síða 32
IESIO
DDGLEGfl
JflöT0Mní>l8&íÍ>
DUGLVSIIlGnR
<g,*-*22480
MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRUAR 1974.
Loðminni dælt í sjóinn - Skip fá
ekki löndun
NtJ ER svo komið, vegna
löndunarerfiðleika og sérstaklega
vegna þess að loðnubræðslur á
Suðvesturlandi taka ekki lengur á
móti loðnu til bræðslu, að loðnu-
Skilið undir-
skriftalistum
UNDIRSKRIFTASÖFNUN
Varins lands lýkur miðviku-
daginn 20. febrúar n.k., eða
eftir viku. Enn er mikið af
undirskriftalistum í umferð,
og eru þeir, sem hafa þá undir
höndum, eindregið hvattir til
að skila þeim nú þegar til
skrifstofa Varins lands tilþess
að auðvelda undirskrifta-
söfnunina og lokasprett
hennar. Skrá yfir skrifstofur
Varins lands er dag hvern birt
í Dagbók Morgunblaðsins á
bls. 6. Þá hafa talsmenn Varins
lands vakið athygli á því, að
undirskriftasöfnun þessi er
ekki skipulögð á þann hátt, að
fólk geti treyst þvi, að komið
verði með lista til þess. Eru
þeir sem áhuga hafa á að
skrifa undir, en hafa enn ekki
fengið tækifæri tilþess, beðnir
að hafa samband við skrifstof-
ur Varins lands.
skipin eru farin að dæla loðnunni
í sjóinn. Skipin fá nú ekki löndun
fyrr en eftir margra sólarhringa
bið og sums staðar hafa þau orðið
á snúa frá. Kom það nokkrum
sinnum fyrir i gær, þegar skip
komu til hafnar með loðnu sem
átti fara til frystingar. Hjá
sumum skipunum reyndist loðn-
an vera með of mikið átuinnihald,
og var því ekki hægt að frysta
loðnuna. Bátarnir þurftu þvf að
snúa frá, og sumir tóku það til
bragðs að dæla loðnunni í sjóinn.
Morgunblaðið vissi um einn bát,
Sigurvon sem var að dæla 65 lest-
um í sjóinn skammt fyrir utan
Grindavík, en báturinn fékk þar
ekki löndun, þar sem loðnan var
ekki hæf til frystingar, vegna átu.
Þá fregnaði blaðið, að þrir aðrir
bátar hefðu dælt loðnu í sjóinn,
en ekki fékkst það staðfest.—
Það þætti einhverjum furðu-
legt, ef bóndinn henti kjötinu í
sjóinn, um leið og búið færi að
slátra lambinu, en þetta verða
sjómenn nú að gera og rfkis-
stjórnin gerir ekkert til að leysa
loðnukreppuna.
Matsveinninn á Sigurvon hafði
samband við Morgunblaðið í gær-
kvöldi, og að vonum var hann
ekki of hress í bragði. Hann sagði,
að hann ætti 5 börn og þar af
væru tvö þeirra í langskólanámi.
Framhald á bls. 18
Nokkur félög á Aust-
fjörðum boða verkföll
VERKALVÐSFÉLÖG á Austur-
landi eru nú smátt og smátt að
boða verkföll. Á Eskifirði hefur
verið boðað verkfall frá og með
19. febrúar í Neskaupstað frá og
með 20., á Seyðisfirði frá og með
21. eða 22., en þar er óljóst enn,
hvað járniðnaðarmenn, gera og er
beðið eftir ákvörðun þeirra. A
Hvað stóð
í bréfi
Norðmanna?
SVO SEM kunnugt er af frétt
um ritaði norska ríkisstjórnin.
hinni íslenzku hréf fyrir
nokkrum mánuðum, þar sem
hún gerði varnarmálin að um-
talsefni og lýsti áhyggjum sín-
um vegna breyttrar afstöðu
rfkisstjórnar Islands í málinu.
Þrátt fyrir tilraunir til þess að
fá efni bréfs þessa gert opin-
bert, hefur það ekki borið
árangur.
Samkvæmt upplýsingum,
sem Mbl. fékk frá Noregi í
gær, hefur Socialistisk valgfor-
bund i Noregi nú borið fram
fyrirspurn í Stórþinginu, þar
sem spurt er um innihald
bréfsins. 1 bréfinu segir sam-
kvæmt norskum heimildum,
að norska stjórnin vilji til-
kynna hinni íslenzku fyrir-
fram á hvern hátt hún mun
ræða málin í Atlantshafsráð
inu. Að öðru leyti hefur efn
bréfsins verið haldið leyndu
Fyrirspurninni um efni bréfs
ins verður svarað í Stórþing
inu að viku liðinni — næst
komandi miðvíkudag.
Hornafirði verður tekin ákvörðun
um verkfallsboðun síðar í þessari
viku.
Þessar upplýsingar fékk Mbl. í
gær hjá Sigfinni Karlssyni, for-
manni Alþýðusambands Austur-
lands. Hann sagði ennfremur, að
verkfallsboðun væri í athugun á
Reyðarfirði og Vopnafirði. Sig-
finnur sagði, að það væri víða
vandamál að boða til verkfalla nú
— loks er atvinna kæmi með
loðnuvertíð, en í nóvember og
desember hefði víðaverið árstíða-
bundið atvinnuleysi. Nefndi hann
sérstaklega Vopnafjörð og Djúpa-
vog í því sambandi. Sigfinnur
sagði, að Alþýðusamband Austur-
lands skípti sér ekki af verkfalls-
boðunum og léti félögin á hinum
einstöku stöðum ein um að taka
ákvörðun í málinu.
Þá hefur Mbl. fengið vitneskju
um, að ýmsir verkalýðsforingjar
hér syðra hafí reynt að róa að því -
öllum árum, að félögin eystra taki
ákvöðrun um verkfallsboðun.
Alls höfðu 54 félög boðað verk-
föll hinn 19. febrúar næstkom-
andi, hafi ekki samizt fyrir þann
tíma.
w
Nýtt flutningaskip, Suðurland, kom til Reykjavfkur f gær. Skipið sem er 1780 rúmlestir að stærð
er keypt til landsins af Nes-skip h.f. og mun það verða I förum milli Islands og Evrópu og
einkum flytja stykkjavöru. Skipstjóri á Suðurlandi er Gunnar. Magnússon.
Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.
Loðnan full af átu og
ekki hæf til fry stingar
NYTT vandamál hefur komið upp
f sambandi við frystingu á loðnu,
og getur það haft afdrifarfkar af-
leiðingar fyrir loðnufrystinguna
á vetrinum. I fyrradag kom f Ijós,
að mikið var af rauðátu og Ijósátu
í loðnunni, en á þvf hefur ekki
borið fyrr. Japönsku kaupendurn-
ir leyfa ekki frystingu á loðnu,
sem inniheldur átu, þar sem átan
eyðileggur kvið loðnunnar. I gær
var búið að frysta um 5200 lestir
af loðnu, og verið var að frysta f
gærkvöldi úr þeim bátum, sem
komu með átulausa loðnu. Síðari
hluta dags á gær komu 5 hátar til
Grindavíkur og átti að frysta
loðnuna úr þeim. Ekkert varð úr
frystingu, þar sem mikil áta var f
loðnunni.
Morgunblaðið hafði samband
við þá þrjá aðila, sem selja frysta
loðnu til Japans, en það eru Sölu-
miðstöð hraðfrystihúsannna,
Sjávarafurðadeild S.Í.S. og ís-
lenzka umboðssalan, og spurði bá
um þetta nýja vandamál.
Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson,
framkvæmdastjóri S.H., sagði að
frystihús S.H. hefðu verið búin að
frysta 3524 lestir á mánudags-
kvöld, og því miður væri nýtt
vandamál risið, en það væri mikið
átumagn i loðnunni. Japönum
væri illa við átuna, þar sem kvið-
urinn á loðnunni rifnaði við
þurrkun ef áta væri fyrir hendi.
— Slíkt átumagn hefur ekki
Framhald á bls. 18
Stöðvast
spítalarnir?
STARFSSTULKNAFÉLAGIÐ
Sókn hefur boðað verkfall fyrir
hönd sinna viðsemjenda eins og
fjölmörg önnur launþegafélög.
Við það stöðvast t.d. öll ræsting
á sjúkrahúsum, og er Mbl.
spurðist fyrir um það i gær hjá
Guðmundu Helgadóttur, for-
manni Sóknar, hvort undan-
þága yrði gefin vegna starfsemí
spítalanna, svaraði hún þvi til,
að enn hefði engin ákvörðun
venð tekin um undanþágu.
Yrði málið samt tekið fyrir í 30
manna nefnd ASÍ áður en til
verkfallsins kæmi.
Guðmunda sagðist vera bjart-
sýn á, að samkomulag næðist
áður en til verkfalls kæmi
„svona í aðra röndina" — eins
og hún orðaði það. Hún kvað
þessa samningagerð athyglis-
verða fyrir það, hve seint hún
gengi.
VSÍ með gagntilboð
VINNUVEITENDASAMBAND
tslands gerði AJþýðusambandi Is-
lands I gær gagntilboð á sama
grundvelli og tilboð ASt var frá í
fyrradag, en í því fólst breyt
félaganna. Heldur þokaðist að
dómi manna í gærkvöldi og ákvað
sáttasemjari ríkisins, Torfi
Hjartarson að halda áfram eitt-
hvað fram eftir nóttu. Að loknu
• J * ■ “""Ol • ■ ■■«»«.»*. - i nniiu
ingar á flokkaskipan verkalýðs kvöldverðarhléi klukkan 21, var
KAUP RUSSA A ISLENZKRI
VÖRU STÓRMINNKUÐU 1973
GÍFURLEG aukning varð f verð-
mæti útfluttrar voru frá Islandi
árið 1973. Heildarútflutnings-
verðmætið (fob) var 26.039 millj-
ónir króna og jókst um 55,95%
frá árinu áður.
Enn sem fyrr voru Bandarfkin
langsamlega stærsta viðskipta-
land Islands. Arið 1973 nam út-
flutningur þangað 6.918 milljón-
um króna, sem var 26,56% út-
flutningsverðmætisins. Arið áður
var hlutdeild Bandarfkjanna
30,63%.
Næst stærsta viðskipta-
landið f útflutningnum 1973 var
Vestur-Þýzkaland með 3.079
milljónir króna eða 11,82% út-
fiutningsins.
Athygli vekur, að Sovétrfkin
eru f 9. sæti sem kaupendur vöru
frá Islandi 1973. Keyptu þau alls
fyrir 932 milljónir króna, en það
var aðeins 3,57% heildarútflutn-
ingsverðmætisins. Arið áður voru
Sovétrfkin f 4. sæti og nam út-
flutningurinn þangað þá 1.219
milljónum króna, sem var 7,30%
af heildarútflutningnum.
aftur setzt að samningaborði.
Vinnuveitendur tóku hið nýja
tilboð Alþýðusambandsins til at-
hugunar frá því í fyrradag og á
grundvelli þess komu þeir í gær
með gagntilboð, sem þó mun ekki
ganga eins langt í breytingaátt og
ASÍ-tilboðið. Ber því talsvert í
milli, en enn eru menn ekki fyrir
alvöru farnir að ræða um ákveðn
ar prósentuhækkanir. Eru menn
meir að ræða skipulagsbreytingu
samninganna.
Þá er enn ekki vitað á hvern
hátt þessi kerfisbreyting hefur
áhrif á samninga annarra félaga
en verkamannafélaganna. Björn
Jónsson ráðherra var í gær á
samningafundum og tók þátt f
fundum með aðilum. Ennfremur
áttu samningsaðilar fund með
ríkisstjórninni i gær þar sem allir
ráðherrar voru viðstaddir, nema
Magnús Torfi Ölafsson og Magnús
Kjartansson.