Morgunblaðið - 22.02.1974, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 22.02.1974, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. FEBRUAR 1974 Lang mesta undir- skriftasöfnun, sem hér hefur farið fram — Þetta er án efa mesta undirskriftasöfnun, sem fram hefur farið hérlendis, sagði Hreggviður Jónsson á skrif- stofu samtakanna Varins lands, þegar við litum þar inn í gær. — Söfnuninni lauk á miðviku- dagskvöld og síðan hafa list- arnir verið að streyma inn. 1 gærkvöldi vorum við búnir að telja 51.222 nöfn. Það hefur verið þungfært úti á landi und- anfarið, sums staðar algerlega ófært og auk þess hefur verk- fallið sett strik í reikninginn, þannig að við getum ekki lokað bókunum alveg strax. — Við eigum von á þó nokkrum listum utan af Iandi og þótt eiginlega sé ekki hægt að spá neinu eins og er, þá gæti ég gizkað á, að undirskriftirnar yrðu í kringum 54 þúsund, þeg- ar allt er talið. — Það eru um 49 þúsund fleiri undirskriftir en Þor- steinn Sæmundsson reiknaði með I upphafi? — Já, við gátum ekki búizt við þessum ðsköpum. Þegar farið var af stað með þetta var miðað við svipaðar kannanir er- lendis og samkvæmt þeim kom- umst við að þeirri niðurstöðu, að um fimm prósent væri góð útkoma. Fljótlega kom þó í ljós, að áhugi á þessu máli var miklu meiri en okkur hafði ór- að fyrir, og starfið hér á skrif- stofunni hefur verið hreinasti þrældómur, við höfum varla haft undan að afgreiða fólk, sem hefur komið hingað með lista eða til að sækja þá. — Nú halda sjálfsagt ein- hverjir fram, að einhverjar falsanir hafi átt sér stað? — Kannski, en það hefur ekki við nein rök að styðjast. Við ákváðum strax í upphafi að hafa eftirlit með þessu til að ekkert slíkt gæti átt sér stað. Við byrjuðum því strax, er fyrstu listarnir komu inn að yfirfara þá og höfum haldað því áfram jafnóðum eftir því sem við höfum annað. Við yfirför- um nöfnin og heimilisföngin og berum saman við þær skrár, sem til eru, til þess að gæta þess, að engir skrifi nafn sitt tvisvar, falsi nöfn eða séu of ungir. Við höfum ekki rekizt á eitt einasta slíkt tilfelli og ég á ekki von á, að það eigi eftir að verða. Listarnir verða allir yfir- farnir á þennan hátt áður en þeim verður skilað til að ganga úr skugga um, að al It sé rétt. Hreggviður Jónsson yfirfer nokkra lista, sem eru nýkomnir inn á skrifstofuna. — Hvers konar fólk hefur komið tilykkar á skrifstofuna? — Ekki er hægt að draga það í neinn einn dilk. Það hefur verið á öllum aldri og úr öllum stéttum þjóðfélagsins. Við höfum átt skemmtilegar sam- ræður við margt af þessu fólki, sem kemur hingað, og það hef- ur sýnt málinu mikinn áhuga. — Ég hef nú ekki nákvæma tölu yfir það, hve margir hafa unnið ötullega að þvf að fá lista til undirskriftar, en líklega er það eitthvað á þriðja þúsund manns. AUir, sem taka lista, gefa auðvitað upp nafn og heimilisfang og svo sfma- númer, til að við getum haft samband við þá ef þörf kref ur. — 1 því sambandi má kannski geta þess, að í ljós hefur komið, að oft eru skiptar skoðanir á heimilum um þetta mál. Heimilin taka ekkert endilega „heildarafstöðu". Kona nokk- ur, sem kom til okkar að fá lista, bað okkur að hringja ekki heim til sfn. Maðurinn sinn væri á allt annarri skoðun og þótt skoðanaskipti um þetta mál færu tiltöiulega friðsam- lega fram á heimilinu, vildi hún ekki ergja hann með því að láta hann vita, að hún ynni að undirskriftasöfnun. — Hvað gefur þessi mikli fjöldi til kynna? — Tja, ég held bara að við verðum að láta tölurnar tala. Þær undirskriftir, sem þegar eru komnar, eru um 50 prósent af atkvæðum við sfðustu kosn- ingar og enn er ekki allt búið. Við vitum líka, að hópur fólks fylgir okkur að málum, þótt undirskriftir liggi ekki fyrir. Það er fólk, sem af ýmsum ástæðum hefur ekki haft tæki- færi til að rita nöfn sín á iista. Mörg byggðalög eru t.d. ein- angruð vegna ófærðar og fleira mætti telja. Niðurstaðan hlýtur einfaldlega að vera sú, að allur þessi fjöldi vilji láta þetta mál til sín taka og sé sammála af- stöðu okkaé. — A.M. Hindra með ofbeldi að starfsfólk vinni störf sín Loftleiðir segjast munu koma fram ábyrgð á hendur félagasamtökum verzlunarmanna KRISTJAN Guðlaugsson, stjórnarformaður Loftleiða, gerði í gær athugasemd við fréttaflutn- ing undanfarna daga í útvarpi og blöðum um svokölluð verkfalls- brot af hálfu Loftleiða. Sagði Kristján að hér væri um staðleys- ur að ræða og yrði ábyrgð á hend- ur félagssamtökum verziunar- fólksins komið fram á sínum tíma. Kristján sagði: „Vegna endurtekins fréttaburð- ar i útvarpi og blöðum um verk- fallsbrot af hálfu Loftleiða h.f. skal fram tekið, að þar er farið með hreinar staðleysur. Hins veg- ar hafa verkfallsverðir og saman- safnað lið af Suðurnesjum hindr- að með ofbeldi að starfsmenn Loftleiða h.f. á Keflavikurflug- velli, sem hvorki eru í verkfalli né vinna störf umfram það sem að venju lætur, gætu sinnt störfum sínum. Jafnframt hefur það haft í frammi hótanir um að hindra fl'ugliða i störfum, þótt til þess hafi ekki ennþá komið i fram- kvæmd. Astæðulaust er að munnhöggv- ast um ólögrriætar aðgerðir þessa fólks enda verður ábyrgð komið fram á hendur félagssamtökum þess á sinum tima." Pan Am hættir á íslandi eftir 27 ár BANDARÍSKA flugfélagið Pan American hefur ákveðið að leggja niður skrifstofu sfna á Ís- landi eftir 27 ár starf hér á landi. Var þessi ákvörðun tekin í síð- ustu viku. Pan Am hef ur flogið ti 1 Íslands árið um kring nema síð- ustu tvo vetur, en sumarferðirnar hafa haldizt. Fellur allt flug Pan Am til Íslands því niður með þessari ákvörðun, en sfðustu sum- ur hefur félagið flutt allt að 100 farþega á viku til islands. Að sögn Steindórs Ölafssonar starfsmanns Pan Am kemur þessi ákvörðun til vegna samdráttar al- mennt i flugi í heiminum og oliu- hækkunarinnar og að undanförnu hefur Pan Amgert ýmsar ráðstaf- anir til þess að spara við sig. Til dæmis hefur félagið fyrir skömmu lokað skrifstofum sínum í Osló, Stokkhólmi, Glasgow og á Shannon á írlandi. Enn all þungfært Í gærmorgun var búið að opna veginn um Iloltavörðuheiði til Akureyrar, en síðdegis var orðið mjög þungfært þar vegna snjó- komu og talið ófært fyrir litla bíla. Víðast er mjög þungfært á Norðurlandi. A Vestfjörðum er einnig mjög þungfært, allar heiðir öfærar og víða illfært í byggðum. Mikið Út af á Miðnesheiði UMFERÐARSLYS varð á Miðnes- heiði í fyrradag á veginum milli Keflavikur og Sandgerðis. Nýleg Fiat 125 Bifreið lenti út af veg- inum, en auk ökumanns var kona hans og barn í bifreiðinni. Öku- maðurinn og barnið sluppu ómeidd, en konan var lögð inn á sjúkrahúsið í Keflavík. Hafði hún brákazt á hryggjarlið, að því er talið er, og skaddazt á höfði. Bifreiðin er talin ónýt, en hún lenti á stórum steinum utan vegar. snjómagn er einnig á Austfjörð- um og aðeins fært um byggðir þar. Sunnan jökla hefur verið opið siðan Lónsheiði var opnuð, en segja má, að færð sé heldur að færast i lag eftir rigningarnar að undanförnu. Lítið hefur þó grynnkað á snjónum á Norður- landi, en þar telja menn, að sé nú mesti snjór i mörg ár. Reykjanes- kjördæmi MYNDLIST ARKLÚBBUR Sel tjarnarness sýnir verk sín á aðalfundi kjördæmisráðs Sjálf- stæðisflokksins í Reykjanekjör- dæmi, sem haldinn verður í félagsheimilinu á Seltjarnarnesi á morgun, laugardag. Auk venju- legra aðalfundarstarfa verða al- mennar stjórnmálaumræður og verður Geir Hallgrímsson for- maður Sjálfstæðisflokksins máls- hefjandi. Spurningar, sem Lúðvík svaraði ekki í ÚTVARPSÞÆTTINUM „Beinni línu“ sl. miðvikudags- kvöld beindi Karl Arnason nokkrum fyrirspurnum til Lúð- víks Jósepssonar vegna orð- sendingar Norðmanna, sem mjög hefur verið rædd að und- anförnu. Ráðherrann svaraði fæstum spurningunum beint og a-u þær spurningar, sem hann svaraði ekki, birtar hér. Þær eru þessar: 1. Hvenær fengu ráðherrar Al- þýðubandalagsins afrit af orð- sendingu Norðmanna eða vitneskju um efni hennar? 2. Hafa aðrir ráðherrar fengið afrit af orðsendingunni eða vitneskju um efni hennar? 3. Skýrði utanríkisráðherra ráðherrum Alþhl. frá efni orð- sendingarinnar sem trúnaðar- máli? 4. Stafar sú fullyrðing forsætis- ráðherra, að orðsendingin hafi ekki verið afskipti af íslenzk- um innanríksimálum af því, að hann skilji ekki málið, aðdómi Lúðvíks, eða hann hafi sagt þjóðinni ósatt? Þessum spurningum svaraði Líðvík Jósepsson ekki eins og fram kemur hér á eftir, en orðaskipti ráðherrans og Karls Arnasonar eru birt í heild. Þess skal getið, að fyrirspyrjand- inn, Karl Arnason, er náinn samverkamaður Björns Jöns- sonar. Hann er fulltrúi SFV í bankaráði Búnaðarbankans, en var fyrr á árum framámaður í Sósíalistaflokknuin. Hér fara á eftir orðaskipti ráðherrans og spyrjanda. Karl Arnason: „Þú sagðir á Alþingi á mánudaginn, að þú hefðir lesið yfir ræðu Magnús- ar Kjartanssonar á fundi Norð- urlandaráðs og værir sammála hverju orði, sem í henni stæði, en hann sagði m.a. orðrétt í Þjóðviljanum i gær: „í septem- ber i fyrra fékk ríkisstjórn ís- lands orðsendingu frá rikis- stjórn Noregs, þar sem lagt var fast að fslenzkum stjórnarvöld- um að leyfa bandaríska herstöð í Keflavik." Nú er spurning mín í fyrsta lagi: Hefur þú sjálfur lesið þessa orðsend- ingu? Lúðvík Jósepsson: Já, ég hef lesið hana. Karl Arnason: Hefur Magnús Kjartansson lesið hana? Lúðvík: Já, það ætla ég, að hann hafi gert. Karl: Hvenær lét Einar Agústsson ykkur Magnús Kjartansson fá afrit af orðsend- ingunni eða hvenær skýrði hann ykkursvonákvæmlegafrá efni hennar, að þið getið fullyrt þetta? Hafa aðrir ráðherrar í ríkisstjórninni fengið afrit af orðsendingunni eða jafn nákvæma vitneskju um hana og þið? Skýrði utanríkisráðherra ykkur frá þessu sem trúnaðar- máli? Ölafur Jóhannesson for- sætisráðherra segist ekki lita á orðsendinguna sem afskipti af innanríkasmálum íslands, þ.e.a.s. af herstöðvarmálinu. Telur þú, að það stafi af því, að hann skilji ekki málið eða hann sé að segja þjóðinni ósatt, þegar þið Magnús Kjartansson segið satt? Lúðvík: Við þessu er aðeins það að segja, Karl, að ég hef fengið þessa orðsendingu, afrit eða ljósrit af henni og lesið hana og veit, að það hefur Magnús Kjartansson gert líka. Það hefur hins vegar komið fram, að Norðemnn óska ekki eftir því, að hún sé birt, a.m.k. ekki að svo komnu máli. Verði hún birt, sem ég vona, þá geta menn dregið sinar eígin álykt- anir af þvi, hvernig þeir meta þessa orðsendingu. Ég met hana svo, að hér hafi verið um óeðlileg afskipti af innlendum málum að ræða, innanlands- málum okkar að ræða, eins og Magnús Kjartansson. Nú aðrir ráðherrar hljóta auðvitað að meta þetta fyrir sig, hvernig þeir meta þetta.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.