Morgunblaðið - 22.02.1974, Qupperneq 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22.-FEBRÚAR 1974
Fa
'AIAJm
22*0-22-
RAUOARÁRSTÍG 311
BILALEIGA
CAR RENTAL
"Er 21190 21188
/p BÍLALEIGAN
^SIEYSIR
CAR RENTAL
*24460
í HVERJUM BÍL
PIONŒIEn
ÚTVARP OG STEREO
KASSETTUTÆKI
SKODA EYÐIR MINNA.
Shodr
LEIGAN
AUÐBREKKU 44-46.
SÍMI 42600.
BÍLALEIGAN
BOIStt
CAR RENTAL
S 24 700
BORGARTÚNI 19
Bílaleiga
CflR BENTAL
Sendum
41660-42902
,,u—
DRGLECn
Dæmi úr „fréttum”
Þjóðviljans
ÞJÓÐVILJINN þykist vilja
kalla sig fréttablaö. Þeir, sem
fylgjast með fréttaskrifum
blaðsins vita, að ekki er skrifuð
svo frétt I blaðið, að ekki fylgi
með pólitísk túlkun viðkom-
andi blaðamanns á því, sem
hann skrifar um. í Þjóðviljan-
um sl. miðvikudag birtist
„frétt“ frá umræðum á Alþingi
um ræðu þá hina endemis
frægu, sem Magnús Kjartans-
son flutti á fundi Norðurlanda-
ráðs. Þessi „frétt“ Þjóðviljans
sýna mætavel, hvert siðferði
ríkir þar á blaðinu í fréttaskrif-
Fyrirsögnin er: „Forsætisráð-
herra um ræða Magnúsar: Eðli-
legt að færa þessi mál í tal á
Norðurlandaráðsþingi." Menn
sjá líklega sjálfir, hversu trú-
verðug mynd er þarna dregin
upp af skoðun forsætisráðherra
á málinu, sem einmitt stóð upp
á eftir Magnúsi Kjartanss.vni á
Norðurlandaráðsfundinum til
þess sérstaklega að frábiðja sér
það, að fslenzk varnarmál yrðu
tekin til umræðu á fundinum,
eins og Magnús Kjartansson
hafði gert.
Hér fara á eftir nokkrar til-
vitnanir í umrædda ,Jrétt“
Þjóðviljans og þarf ekki að
hafa nein orð um fréttagi ldið:
„Það, sem einkum hefur
verið áberandi við þessar um-
ræður er móðursýkis- og
hræðslukennd reiði íhaldsins
yfir því, að ríkisstjórnin skuli
ekki vera farin frá út af einu
máli eða öðru. Sjálfstæðis-
flokkurinn hefur sem kunnugt
er verið stærðar sinnar vegna
þungamiðja íslenzkra stjórn-
mála í marga áratugi, og frá þvf
að núverandi stjórn var m.vnd-
uð hefur æ greinilegar komið
fram hjá íhaldinu sjúkleg
hræðsla við, að langlífi slíkrar
stjórnar, sem íhaldið ætti ekka
aðild að, hefði lamandi áhrif á
baráttukjark stuðningsmanna
flokksins. Þessi skelfing aðal-
flokks hérlends peningavalds
hefur komið einkar skýrt fram
á Aíbingi undanfarna daga.“
„Benedikt Gröndal kvaddi
sér þá hljóðs og lét í Ijós mikla
reiði yfir skoðanafrelsinu inn-
an rfkisstjórnarinnar."
„Geir Hallgrímsson var áber-
andi sár yfir því, að ríkisstjórn-
ir skyldi ekki ætla að refsa
Magnúsi og snakkaði svo eitt-
hvað um, að „kommúnistar"
vildu koma áeinræði."
„Ragnhildur Helgadóttir, Jó-
hann Hafstein og Bjarni
Guðnason töluðu næst og var
málflutningur þess síðast-
nefnda að því leyti líkur mál-
flutningi íhaldsmannanna, að
hann virtist altekinn af eins-
konar máttvana vonsku yfir
því, að ríkisstjórnin skyldi ekki
rjúka til og segja af sér af
einhverri ástæðu eða engri.“
Fleiri dæmi er hægt að taka
úr þessari „frétt“ Þjóðviljans,
sem sýna vinnubrögðin, en
þetta ætti að nægja. Spurning-
in, sem eftir stendur er sú,
hvort lesendur Þjóðviljans hafi
virkilega ekki minnsta áhuga á
að vita um hvað umræðurnar í
þinginu raunverulega snerust.
Ekki er gerð minnsta tilraun til
að skýra frá því. Þjóðviljinn
telur þeim sýnilega nóg að fá
að heyra sínar túlkanir á um-
ræðunum og þeim alþingis-
mönnum, sem tóku þátt í þeim.
Þar fyrir utan er svo um beinar
falsanir að ræða, þar sem ein-
stakir þingmenn eru sagðir
hafa sagt hluti, sem þeir létu
sér aldrei um inunn fara. I
þessu tilfelli er um svo augljós-
ar falsanir að ræða, að varla
lætur nokkur blekkjast af
þeim. Hver trúir því t.d., að
Benedikt Gröndal hafi „látið í
ljós mikla reiði yfir skoðana-
frelsinu innan ríkisstjórnar-
innar".
En falsanir Þjóðviljans eru
ekki alltaf eins augljósar og
hér. Blaðamenn blaðsins eru
misjafnlega vel úr garði gerðir
og sumum tekst betur en öðr-
um að fela lygina í skrifum
sínum. Þá er oft um að ræða
efni, sem þannig er vaxið, að
erfitt er að sannreyna, hvort
rétt er með farið. Það er því
nauðsynlegt fyrir alla þá, sem
lesa Þjóðviljann að hafa allan
vara á um sannleiksgildi þess,
sem þar stendur.
FRA bridgesambandi is-
LANDS
Mikil umsvif verða hjá
Bridgesambandi íslands í sam-
bandi við utanlandsferðir á ár-
inu. Hefur stjórnin ákveðið
þrjár utanlandsferðir. Eru þær
þessar:
HÓPFERÐ A HEIMSMEIST-
ARAMÓT 1 TVÍMENNING
Eins og kunnugt er af frétt-
um, efnir Bridgesambandið til
3ja vikna hópferðar til Kanarí-
eyja 2.—24. maí á sama tima og
heimsmeistaramót í tvímenn-
ing fer þar fram. Er ferðin
skipulögð í samráði við Flugfé-
lag Islands. Er nú uppselt í
þessa hópferð og þátttakendur
um 100. 14 spilarar, eða 7 pör,
munu taka þátt i heimsmeist-
arakeppninni í tvímenning, 6
pör í karlaflokki og 1 par í
kvennaflokki. Réttur til þátt-
töku í mótinu vinnst í íslands-
mótinu i tvfmenning, sem fram
fer 11.—12. apríl.
EVRÓPUMÓT UNGLINGA
Bridgesambandið ákvað á
fundi 16. febr. s.l. að senda
sveit á Evrópumót unglinga í
bridge, sem fram fer í Kaup-
mannahöfn 21.—28. júli n.k.
Fer fram keppni um þessi
landsliðssæti 9.—10. marz n.k.
Ferð þessi er fjármögnuð með
tekjum af Bikarkeppni Bridge-
sambandsins ásamt styrk frá
Reykjavíkurborg til unglinga-
starfsemi Bridgesambands
Reykja víkur.
EVRÓPUMÓT LANDSLIÐA
Evrópumótið 1974 fer fram í
ísrael 2.—16. nóvemberi haust.
Vegna hinnar miklu vegalengd-
ar og kostnaðar stóð ekki til að
senda sveit á mótið, en á síðasta
Evrópumóti hafði fulltrúi frá
Israel samband við fyrirliða
okkar, Alfreð G. Alfreðsson,
um vandamál okkar við að
sækja mótið. Fyrir nokkrum
dögum kom svo staðfesting á
sérstakri fyrirgreiðslu af
Bridgesambandi Ísraels til okk-
ar. Vegna þessarar góðu tilboða
ákvað stjórn Bridgesambands-
ins á fundi sínum 16. febr. s.l.
að senda sveit á mótið.
Sérstök keppni fer fram um
þátttökurétt á þetta mót 9.—10.
marz og vegna ofangreindrar
ákvörðunar er frestur til að
skila umsóknum um að keppa
um þessi eftirsóknarverðu sæti
framlengdur til 23. febr., en
landsliðsnefnd mun síðan velja
úr umsóknum.
1000 MANNS í SÖMU
BRIDGEKEPPNINNI
Bikarkeppni Bridgesam-
bands islands tókst með ein-
dæmum vel. Samtals tóku 32
bridgefélög þátt i keppninni og
varp spilað i samtals 49 riðlum,
hver riðill skipaður 10 pörum.
Spiluðu því um 1000 manns,
víðs vegar að af landinu þessi
sömu 27 spil.
Þátttökufélög voru þessi, en
fjöldi riðla er i sviga fyrir aft-
an.
Brf. U.M.F. Hrunamanna
(1), Brf. Hvolsveili (1), Brf.
Hellu (1), Brf. Selfoss (1), Brf.
Hveragerðis (1), Brf. Keflavík-
ur (2), Brf. Hafnarfjarðar (2),
Brf. Kópavogs (3), Brf. Ásanna
Kópav. (2), Brf. Reykjavíkur
(1) auk 7.000, — kr. auka-
greiðslu, Brf. T.B.K. Rvk. (3),
Brf. Breiðfirðinga Rvk. (3),
Brf. Kvenna Rvk. (3), Brf.
Akraness (2), Brf. Borgarness
(2) , Brf, Reykdæla (1), Brf.
Stykkishólms (2), Brf. Patreks-
fj. (1), Brf. Gosar Þingeyri (1),
Brf. isafjarðar (1), Brf.
Blönduóss (1), Brf. Hólmavík-
ur (1), Brf. Lýtingsstaðahrepps
(1) , Brf. Siglufjarðar (1), Brf.
Dalvíkur (1), Brf. Akureyrar
(2) , Brf. Húsavíkur (2), Brf.
Mývatnssveitar (1), Brf.
Vopnafjarðar (1), Brf. Fljóts-
dalshéraðs (2), Brf. Fáskrúðs-
fjarðar (1), Brf. Hornafjarðar
(1).
Stendur nú yfir útreikning-
ur, sem gerður er i tölvu undir
umsjón Jóns Gíslasonar, Garða-
hreppi. Munu öll bridgefélög fá
send úrslit keppninnar að lokn-
um útreikningi.