Morgunblaðið - 22.02.1974, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.02.1974, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. FEBRUAR 1974 Lárus Jónsson og Halldór Blöndal: V arar aforkustöðvar rísi á Norðurlandi LÁRUS Jónsson og HaJldór Blóndal, þingmenn Sjálfstæðis- flokksins í Norðurlandskjördæmi eystra, hafa flutt tillögu til þings- ályktunar um vararaforkustöðvar á Ölafsvík, Dalvfk, Grenivík og Kópaskeri. Er tillaga þeirra svo- hljóðandi: Alþingi ályktar að skora á rfkis- stjórnina að fela Rafmagnsveit- um ríkisins að reisa vararaforku- stöðvar á Ölafsvík, Dalvík, Greni- vík og Köpaskeri og endurbæta vélhúnað í stöðinni á Raufarhöfn. í greinargerð með tillögunni segir í upphafi: Nýlega kom áþreifanlega f ljós, þegar mikið óveður geisaði á Norðurlandi, að nokkrir þéttbýlis- staðir á Norðurlandi eystra eru illa settir með vararaforku. Hér er fyrst og fremst um að ræða Ólafsfjörð, Dalvík og Grenivík, en einnig væri þörf á að reisa vara- stöð á Kópaskeri fyrir sveitirnar í kring og hyggja að endurbótum á vélum vararafstöðvarinnar á Raufarhöfn. ÁÓlafsfirði, Dalvík ogGrenivík voru milljónatuga verðmæti í hættu vegna rafmagnsskorts, svo að sólarhringum skipti, eftir að línur frá Laxárvirkjun og Skeiðs- fossvirkjun biluðu í umræddu óveðri. Hér var bæði um að ræða heimili fólks, sem beint og óbeint þarfnast raforku á þessum stöð- um til upphitunar, og hvers konar atvinnurekstur og hraðfrystihús, en þar eru milljónaverðmæti í hættu, ef raforku nýtur ekki við, auk þess tjóns, sem verður á starf- rækslu húsanna. Ekki er óraun- sætt að áætla, að frosinn fiskur í geymslum hraðfrystihúsa á þess- um stöðum hafi nurnið að verð- mæti 30—40 mi llj.kr., þegar orku- skortur koin i veg fyrir, að hægt væri að halda við frosti á geymsluklefum hraðfrystihús- anna. I þetta sinn fór allt vel. En sú áhætta, sem tekín er með nú- verandi fyrirkomulagi, er gífur- leg. Síðar í greinargerðinni segir: Það styður mjög tillögugerð þessa, að á Norðurlandi vestra og eystra, sem nú eru að verða eitt raforkusvæði, er útlit fyrir að verði að gripa til þess ráðs til þess að afla nægilegrar raforku að stórauka dísilvélakost. Iðnaðar- ráðherra hefur staðfest á Alþingi, að Norðlendingar fái ekki örugga orku frá Landsvirkjun fyrr en sumarið 1976, jafnvel þótt há- spennulína um byggðir eða öræfi rísi fyrr. Ýmsir kunnáttumenn bera brigður á, að þessi áætlun standist, en jafnvel þótt hún standist, er þörf á stórfelldri raf- orku frá dísilstöðvum á Norður- landi næstu ár, ef ekki á að verða þar algjört öngþveiti og stöðnun vegna orkuskorts. Undirbúningi vatns- eða gufuvirkjana, sem til greina koma til þess að leysa tíma- bundinn vanda heimamarkaðs raforku á Norðurlandi, hefur ver- ið frestað, þannig að ekki er von á, að þar komist virkjun í gagnið fyrr en með Kröfluvirkjun árið 1977 eða 1978, og má vel halda á spöðunum, ef svo á til að takast. Yfirlýsingar aðila að samningi um lausn Laxárdeilunnar benda ekki til þess, að samkomulag verði um að auka orkuvinnslu í Laxá frá því, sem nú er. Því hnígur allt til þess, að eingöngu sé um þann kost að ræða að auka raforku- framleiðslu með dlsilvélum á Norðurlandi tilþess að brúa bilið, þar til háspennulínan að sunnan verður risin og Kröfluvirkjun hefur hafið orkuvinnslu. Til glöggvunar um orkuþörfina á Norðurlandi næstu árin hafa flm. aflað upplýsinga um orku- spár Rafmagnsveitna ríkisins og Laxárvirkjunar á Norðurlandi næstu ár. I forsendum spánna um aukna orkuþörf er ekki gert ráð fyrir frekari aukningu raf- orkusölu til húsahitunar, þótt búast megi við mikilli' hækkun olíuverðs og þai- af leiðandi auk- inni ásókn í rafhitun húsa. Þrátt fyrir þessar varfærnislegu for- sendur spánna um aukna orku- þörf á Norðurlandi er gert ráð fyrir, að afla þurfi orku sem hér segir frá dísilvélum á Norður- landi á næstu árum, og er þá sú forsenda fyrir spánum, að Norð- lendingar fái ekki aukna raforku frá innlendum orkugjöfum á U'mabilinu: Nl. vestra afl. millj. kwst 1974 8.4 7.0 1975 10.8 10.0 1976 13.0 18.0 1977 15.4 32.0 Nl. eystra af 1. 67.0 mi llj. kwst 1974 3.5 13.0 1975 4.0 15.6 1976 4.5 18.0 1977 5.0 20.5 67.1 Af þessari töflu er ljóst, að setja verður upp dísilstöðvar, sem hafa samtals 17.5 megawatta afl, og framleiða þarf 82 milljónir kwst. af raforku með dísilstöðvum á Norðurlandi, þótt örugg raforka fáist með línu að sunnan á sumr- inu 1976. Ur þessu mætti ef til vill nokkuð draga, ef linan kæmi fyrr að sunnan, og kæmi hún þá í gagnið, þegar tíðarfar er bliðast. En augljóst er, að þörfin á að koma upp framangreindum vara- aflsstöðvum er samt sem áður fyrir hendi vegna þessa ástands, þar sem orkuflutningur að sunn- an yrði mjög svo óöruggur og eng- in trygging fyrir, að rafmagn yrði til á þá línu, þegar verst gegndi fyrir Norðlendingum. Loðnu kastað í sjóinn .4 fundi sameinaðs þings sl. þriðjudag kvaddi Jón Ármann Héðinsson (A) sér hljóðs utan dagskrár og bar fram spurningar til sjávarútvegsráðherra varðandi loðnumál: 1. Hvers vegna ekki væri bannað að veiða loðnu og henda henni síðan i sjóinn aftur? 2. Hvort gerð hafði verið skipu- leg athugun á því, hvort reglur loðnunefndar hefðu verið brotnar af einhverjum aðilum? 3. Hvað búið væri að selja mikið af loðnumjöli erlendis og hvert væri meðalverð loðnumjölsins miðað við 1000 kg fob° 4. Hve mikið fengju loðnumjöls- framleiðendur lánað hjá bönkum á hvert tónn af mjöii? Lúðvík Jósepsson svaraði: 1. Fiskifélag íslands hefði nú með höndum könnun á þvi, um hve mikið magn af loðnu væri að ræða, sem kastað hefði verið i sjóinn. Ekki lægju fyrir niður- stöður þeirrar könnunar. 2. Skýrsla hefði verið gefin um þetta efni i útvarpi nýlega. Ekki væri ástæða til að rekja efni þeirrar skýrslu, en loðnunefnd hefði þegar gripið til gagnráð- stafana. 3. Búið væri að selja 18000 tonn og verðið væri 50.000,00 kr. tonnið fob. 4. Seðlabankinn lánaði 19.000,00 kr. á hvert framleitt tonn. Síðan lánuðu viðskipta- bankarnir tii viðbótar 28,2% af láni Seðlabankans. Tollskrárfrumvarp á dagskrá á ný Stofnun sjóminja- safns verði undirbúin SAMÞYKKT var samhljóða á fundi sameinaðs þings í gær til- laga til þingsályktunar um stofn- un sjóminjasafns. Ályktun Al- þingis var svohljóðandi: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að hefja nú þegar, í samráði við þjóð- minjavörð, undirbúning að stofn- un sjómi njasafns. Skal leifaðeftir samvinnu við Hafnarfjarðarbæ um hentugt landsvæði fyrir slíkt safn, svo og um byggingu þess og rekstur.“ Flutningsmenn þessarar tillögu voru Gils Guðmundsson (Ab) og GeirGunnarsson (Ab). FRUMVARP til laga um tollskrá kom til 2. umræðu í neðri deild í gær. Hefur formaður fjárhags- og viðskiptanefndar deildarinnar flutt nokkrar breytingartillögur við frumvarpið, sem hann sagði nefndarmenn alla styðja. Enn er inni í frumvarpinu hið umdeilda bráðabirgðaákvæði um 1% hækkun söiuskatts, sem olli því, að ríkisstjórnin frestaði af- greiðslu málsins fyrir jólaleyfi þingmanna. Var þá orðið fyrir- sjáanlegt, að ríkisstjórnin hefði ekki meiri hluta í neðri deild f.vrir því ákvæði. Vilhjálmur Hjálmarsson (F) formaður fjárhags- og viðskipta- nefndar mælti fyrir áliti meiri hluta nefndarinnar, sem gerir til- lögu um, að frumvarpið verði samþykkt óbreytt. Sagði hann, að meiri hlutinn styddi ekki aðrar fram komnar breytingartillögur við frumvarpið en þær, sem hann flytti sjálfur á sérstöku þing- skjali. Gerði hann grein fyrir þeim tillögum og kvaðst telja, að þær væru studdar af allri nefnd- inni. .Matthías A Mathiesen (S) sagði, að við fyrstu umræðu hefði stjórnarandstaðan gert grein fyr- ir afstöðu sinni til frumvarpsins. Hefði hún viljað samþykkja frum- varpið að öðru leyti en því, að hún hefði ekki fallizt á umrætt bráða- birgðaákvæði. Andstaðan við það hefði í fyrsta lagi byggzt á jþví, að óeðlilegt væri að hnýta breytingu á söluskattslögum inn í frumvarp um alls óskylt mál. Gat hann um, að á þeim 2 mánuðum, sem nu væru líðnir frá áramótum hefði rikisstjórninní átt að vera i lófa lagið að flytja frumvarp um breytingu á söluskattslögum, en það hefði hún ekki gert. I annan stað væri með ákvæð- inu um 1% hækkun söluskattsins gert ráð fyrir miklu meiri tekju- öflun en tékjutapi vegna lækkun- ar á tollum næmi. Ólafur G. Einarsson (S) sagði, að ríkisstjórnin hefði heykzt á því að reyna að koma þessu máli í gegnum þingið fyrir jól, því að hún hefði ekki meiri hluta til þess. Nú ætti bersýnilega að reyna aftur. Með því að tengja saman óskyld mál væri ríkisstjórnin að virða að vettugi leikreglur þingræðisins. Minnti hann á 4 dæmi um slík vinnubrögð þessarar rikisstjórn- ar, sem Ragnhildur Helgadóttir rakti i þinginu fyrir skömmu. Þá mælti hann fyrir breytingar- tillögu við tollskrárfrumvarpið. sem hann flytur ásamt Pétri Péturssyni um, að tollar af bensini verði 264,00 kr. af hverjum 100 kg i stað þess að vera 50% á tollstofn, eins og gert væri ráð fyrir í frumvarpinu. Væri til- gangurinn að reyna að draga úr verðhækkunum erlendis á bensíni. Væri við það miðað, að tollurinn yrði sá sami og hann var sl. haust. Ríkisstjórnin tæki með tillögum sínum að sér svipað hlut- verk og olíuhringar erlendis að reyna að græða á oliukreppunni. Skattar á umferðina væru nú komnir fram úr öllu velsæmi, og enn hygðist ríkisstjórnin bæta við. A sama tima ræri innan við 50% af tekjum af umferðinni var- ið til vegamála. Sagði Ólafur mál vera komið að þessu linnti. Að þessum umræðum loknum var umræðunni frestað. — Næsta stórvirkjun Framhald af bls. 12 um landið sé nauðsynleg frá öryggíssjónarmiði. Búrfellsvirkj- un og Sigölduvirkjun eru báðar á mesta eldgosasvæði landsins. All- ir vona, að til óskapa komi ekki á þessu svæði, en engin mannvirki standast öflug eldsumbrot, ef þau dynja yfir. Víst er, að það er áhættusamt að byggja þar allar stórvirkjanir landsmanna. Eld- gosa- og jarðskjálftabeltið liggur þvert yfir landið eftir miðju mó- bergssvæðinu frá norðaustri til suðvesturs. Það eru mikil með- mæli með stórvirkjun á Blöndu- eða JiikulsársvK'ðinu, að það ligg- ur utan þessa beltis. Þá er og mikilvægt að virða fyrir sér Blöndu- og Jökulsár- virkjun með tilliti til flutnings- lína og öryggis fyrir mestu orku neyslusvæði landsins. Sama er hvor virkjunarstaðurinn yrði val- inn, þá liggur fyrirhuguð byggða- lína i fárra km fjarlægð. Það þýð- ir, að bæðí Laxárvirkjunarsvæðið og Landsvirkjunarsvæðið, þar með talið fjölbýlið við Faxaflóa með sínum stóru iðjuverum, ættu þess kost að fá mikla raforku úr tveimur áttum. Reynslan sýnir, að orkulínur geta bilað. Búrfellslína hefur bilað hvað eftir annað, þótt ekki sé gömul. Önnur dæmi, göm- ul og ný, mætti riefna víðs vegar af landinu. Það er því mikið ör- yggi í því fólgið að geta sótt orku til tveggja átta, því að sjaldgæft mun, að línubilanir verði nema á takmörkuðu svæði i senn. Vandamál af völdum ístruflana og aurframburðar eru talin hverf- andi lítil við þessar virkjanir vegna uppistöðulóna og vatna, sem ánum verður veitt um á leið til stöðvarhúss. Einnig má geta þess, að Blöndudalur og innstu sveitir Skagafjarðar eru einhver viðursælustu svæði Norðurlands. HUGA VERÐUR AÐ NÁTTÚRU- SPJÖLLUM Nauðsynlegt er að gæta þess, svo sem kostur er, að virkjunar- framkvæmdir valdi ekki náttúru- spjöllum. Að þvi er séð verður verða þau hverfandi lítil við virkjun Jökulsánna. Hins vegar er talið, að talsvert afréttarland tapist undir vatn við virkjun Blöndu. Það er þó eitt af þeim atriðum, sem ekki eru fullkönn- uð. Verið er að kortleggja landið og teikna inn á það hæðarlinur. Þegar því er lokið, er nánar hægt að gera sér grein fyrir þessu. Um öll þau atriðí, er snerta hugsanleg landsspjöll, leiðir til að draga úr þeim og bætur, m.a. með gróður- aukningu annars staðar i stað þess, sem tapast, er nauðsynlegt að hafa náið samráð við hlutaðeig- andi sveitarstjórnir og gróður- verndarnefndir. Að sjálfsögðu má ráða sérfræðinga til aðstoðar að vild. Nálega engin veiði er í Jökuls- ánum, a.m.k. ekki svo framarlega sem v'irkjanirnar kæmu til með að hafa áhrif á. Blanda er hins vegar mjög góð laxveiðiá. Borið hefur við, að lax hefur veiðst fram í Haugakvísl eða jafnvel Seyðisá. Við virkjun mundi taka fyrir lax- gengd þangað. A hinn bóginn mundi áin í heild sennilega batna verulega sem laxveiðiá vegna jafnara rennslis, minni aurburðar og hlýrra vatns. BYGGÐ ASJÓNARMIÐ Virkjanir hafa mikla þýðingu frá byggðasjónarmiði. Stórvirkj- un á Norðurlandi vestra mundi verða ómetanleg lyftistöng at- vinnulifs og almennra lífshátta fólksins í landshlutanum. Þótt fullnæging venjulegrar orkuþarf- ar sé meginatriðí, sköpuðust jafn- framt möguleikar til orkufrekrar stóriðju, sem ekki er minni ástæða til að byggja upp og reka þar en annars staðar. Þött hér séu ekki gerðar beinar tillögur um stóriðjufyrirtæki, ber að sjálf- sögðu að hafa slíkt i huga við framgang málsins. Meginatriði er að taka sem fyrst ákvörðun um stórvikjun í sam- ræmi við það, sem tillagan grein- ir. Verði unnt að hefjast handa um virkjunarframkvæmdir i Blöndu eða Jökulsánum árið 1977, má vænta þess, að virkjunin komist ígagnið 1980—81. Hér er ekki gert upp á milli þessara tveggja virkjunarkosta vegna þess, hve þeir virðast áþekkir. Næsta sumar ætti að vera unnt að skera úr. Hvor kost- urinn sem valinn verður er ekki einungis um það að ræða að ráða bót á orkuvandamálum Norðlend- inga með óvenjulegri hagkvæmni, heldur veitir stórvirkjun á þessu svæði einnig ómetanlegt öryggi fyrir allt Vesturland og þéttbýlis- svæðin við Faxaflóa."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.