Morgunblaðið - 22.02.1974, Síða 15

Morgunblaðið - 22.02.1974, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1974 15 Magnús L. Sveinsson formaður samninganefndar V.R.; Samningaviðræður gengið mun hraðar eftir að verkfall hófst Magnús L. Sveinsson varafor- maður Verslunarmannafélags Reykjavíkur er formaður samninganefndar VR í þeim kjarasamningaviðræðum, sem nú standa yfir. Morgunblaðið átti stutt viðtal við Magnús I gær og spurði hann um gang samningaviðræðnanna undan- farna daga. Hann sagði: „Eftir að leiðir skildu með 30 manna nefndinni, hafa verið stöðugir fundir með okkur frá morgni fram á nótt og málin hafa gengið með mun meiri hraða nú þessa daga eftir að verkfallið kom til fram- kvæmda, heldur en áður. Þegar hefur þokazt verulega áfram i þýðingarmiklum sér- atriðum, þó að nokkur mál séu ennþá óleyst, en að þeim er unnið af fullum krafti. í þessum samningaviðræðum taka þátt af hálfu verzlunar- manna samninganefndir VR og Landssamband isl. verzlunar- manna fyrir hönd annarra verzlunarmannafélaga." — Nú hafa ýmsir haldið því fram, að sú ákvörðun ykkar verzlunarmanna að fresta ekki verkfalli, þegar öll önnur aðildarfélög ASÍ ákváðu að fresta verkfalli, hafi verið af pólitiskum toga spunnin. Hvað viltu segja um þetta? „Þessi ákvörðun okkar að fresta ekki verkfalli var sam- þykkt einróma i trúnaðar- mannaráð VR tveimur timum áður en verkfallið kom til fram- kvæmda, í trúnaðarmannaráð- inu eiga sæti menn úr öllum stjórnmálaflokkum og greiddu allir atkvæði með þessari ákvörðun. Auk þess vil ég geta þess, að umræður höfði staðið yfir á fimmta mánuð og málin mjög litið þokazt álengdar og nánast ekkert rætt um sjálf launin, Magnús L. Sveinsson. sem eru þó að sjálfsögðu þýðingarmesta atriðið í kjara- málunum. Ef menn halda það, að frestun verkfalls, eftir að viðræður hafa staðið á fimmta mánuð við vinnuveitendur, sé leið til þess að þrýsta á vinnu- veitendur, þá er það fyrir mér alveg nýtt sjónarmið af hendi verkalýðshreyfingarinnar. I því sambandi vil ég benda á, að 1970 var boðað allsherjarverk- fall um allt land nokkrum dög- um eftir að samningar runnu út, en svo virðist sem ákveðnir forystumenn ASÍ telji sig eina útvalda til þess að kveða upp úr um það, hvort ákvarðanir annarra en þeirra sjálfra séu pólitískar — og að sjálfsögðu telja þeir sínar eigin ákvarðan- ir aldrei pólitiskar." Að lokum sagði Magnús L. Sveinsson: „Eg vona, að við getum náð samkotnulagi við vinnuveitend- ur, sem aðilar geta verið ánægð- ir með, sem allra fyrst, þannig að við getum aflýst verk- fallinu." Vongóður um, að samningar takist „Ég er frekar vongóður um, að endar náist saman og samningar við verzlunarfólk takist í þessari viku,“ sagði Gunnar Snorrason formaður Kaupmannasamtak- anna, þegar Morgunblaðið hafði samband við hann í gærkvöldi og spurði um stöðu og útlit í verk- fallsmálunum. Nú þegar er sýnt, að verzlunar- fólk fær töluverðar kjarabætur við samningana, sagði Gunnar. Búið er að ræða megnið af sér- kröfunum og aðeins eftir að ræða nokkur mál þar að lútandi. Hins- vegar á eftir að ræða um launa- prósentuna, en það verður gert í samráði við aðra atvinnurek- endur. Þá sagði Gunnar, að atvinnu- rekendur og launþegar hefðu lík- lega ekki jafn náin samskipti í nokkurri grein og smásölu- verzluninni. Kaupmenn stæðu við hlið launþega sinna frá morgni til kvölds og vildu að sjálfsögðu, að þetta fólk hefði góð kjör og yrði ekki eftirbátar annarra í launa- málum. Það, sem á skorti, væri, að kaupmenn þyrftu að sækja undir yfirvöld, þegar um væri að ræða verðlagsákvæði, og því væri ógerningur að koma að fullu til móts við launþegana nema tekið væri tillit til þess í verðlags- ákvæðunum. Launa- og reksturs- kostnaður hefur hækkað um 40—50% frá því að kjara- samningarnir voru gerð- ir fyrir tveimur árum án þess að kaupmenn hafi fengið lagfæringu á verðlagsákvæð- unum. Einnig eru miklir erfiðleikar í sambandi við lok- unartíma verzlana. Staraf það af styttingu vinnuvikunnar, en ákvæðin um styttingu vinnuvik- unnar hljóða öðruvísi en lokunar- timi verzlana. Þar koma til 4 umframtímar á viku hverri og að auki 30 mínútur á hverjum degi, sem fara í frágangstíma, og á laugardögum er þessi tími enn lengri. Kostnaður sá, sem þessu fylgir, er orðinn tilfinnanlegur og með sama áframhaldi kemur að þvi, að smásöluverzlunum verður lokað á laugardögum, i það minnsta hluta ársins, og einnig er það meginkrafa V.R. Það, sem hefur komið mér mest á óvart í þessu verkfalli verzl- Gullið aftur á metverði Gunnar Snorrason unarfólks, sagði Gunnar, er, hvað almenningi kemur á óvart, hvað margar greinar atvinnuhjólsins hafa stöðvazt. Það er því rétt, sem margir segja nú, að verzlunin er ekki aðeins einn af höfuðatvinnu- vegum þjóðarinnar, heldureinnig einn sá mikilvægasti. Því miður hefur þessari atvinnugrein ekki verið gefinn nægur gaumur til þessa, en ef vel á að fara þarf að hlúa betur að atvinnurekendum og launþegum þeim, sem við þessa grein starfa, sagði Gunnar að lokum. Ritstjóri horfinn ...... 1. . m ^ l'... t L’ T) T 1 ,.. 4.. /I .. r X* Atlanta, Georgíu, 21. febrúar — AP. REG Murphy ritstjóra áhrifamikla dagblaðs hins „The Atlanta Constitution" var rænt í gærkvöldi, að því er samstarfs- menn hans á blaðinu staðfesti í dag, en yfirvöld hafa hins vegar ekki fengizt til að skýra frá málinu. Sjónvarpsstöð ein í Atlanta segist hafa fengið sím- hringingu, þar sem því var lýst yfir, að samtök, sem nefna sig „Bandaríska byltingarherinn", hafi Murphy í haldi. Eiginkona Murphys staðfesti i samtali við Associated Press, að maður sinn væri horfinn og að einhver hefði hringt f sig og aðeins minnt á, að hún ætti ekki að hafa samband við alríkislög- regluna FBI, eða lögregluna í Atlanta. „Eg veit ekki, hvað skal gera", sagði frú Murphy. „Ég veit ekkert meir, og bíð aðeins eftir, að aftur verði haft samband við mig". Frú Murphy sagði, að eigin- maður hennar hefði farið frá heimili þeirra í Atlanta eftir kvöldmat i gærkvöldi ásamt manni, sem sagði, að hann vildi ræða við ritstjórann um ákveðna frétt. Síðan hefur ekkert til hans spurzt. Reg Murphy, sem er fertugur að aldri, hefur verið ritstjóri „The Atlanta Constitution" síðan i október 1968. Síðdegis í dag var búið að koma á mikilli öryggisgæzlu við rit- stjórnarskrifstofur blaðsins, og voru allir starfsmenn þess beðnir um að sýna skilríki áður en þeir fengu inngöngu. Rannsóknarlög- reglumenn frá FBI leituðu í skrif- stofu Murphys að hugsanlegum gögnum eða vísbendingu í málinu. London, 21. febrúar, AP. VERÐ A gulli sló öll met í dag og komst um tíma upp í 156 dollara únsan. Veik staða dollarans f Evrópu er talin hafa valdið hækk- uninni. Gullverðið var 150 dollarar úns- an við lokun í gær. Eftir hádegið komst það upp f 154.50 dollara. hækkaði uin tíma í 156 dollara og lækkaði sfðan aftur I 153 dollara únsan. Kaupsýslumenn neita að spá nokkru um, hvort hækkunin geti orðið meiri og segja, að ástandið sé óstöðugt. Fyrr í vikunni var þvf spáð, að gullverðið mundi snarhækka, en þá hafði gullið farið upp fyrir 150 dollara, sem var talið sálræn hindrun, eins og það var orðað, og selzt á metverðinu 152 dollarar únsan. Hækkun gul lverðsins að undan- förnu hefur sumpart stafað af sögusögnum um, að Efnahags- bandalagslöndin ætli að hækka gullverðið, en í dag var ástæðan sögð veik staða dollarans. Gengi Bandaríkjadollara lækk- aði úr 2.6810 þýzkum mörkum í gær í 2.6723 mörk í dag. Dollarinn lækkaði úr 3.13225 í 3.1050 sviss- neska franka á sama tíma. í London hækkaði pundið um eitt sent.í 2.2955 dollara. Veik staða dollarans er talin stafa af lækkandi vöxtum I Bandaríkjunum og vangaveltum um, að orkukreppan muni ekki hafa eins teljandi lítil áhrif i Bandaríkjunum og upphaflega var talið. Fischer boðið í keppni Manila, 21. febrúar. AP. BOBBY Fischer heimsmeistara og nfu öðrum stórmeisturum hef- ur verið boðið að taka þátt í al- þjóðlegu skákinóti á Filippseyj- um. Boris Spassky, Anatoly Karpov, Tigran Petrosjan og Mikhail Tal frá Sovétríkjunum verður einnig boðin þátttaka i mótinu. Meðal annarra stórmeistara sem verður boðin þátttaka eru séra YVilliam Lombardy frá Bandaríkjunum og Svetozar Gligoric og Ljubojimiy Ljubo- jevic frá Júgóslavíu. Reynt að hindra rannsókn FBI? Los Angeles, 21. febrúar — AP. BANDARlSKA alríkislögreglan, FBI, rannsakar nú hugsanlega fölsun skjala, sem Hvita húsið hefur afhent Leon Jaworski, sér- legum saksóknara í Watergate- málinu, að því er blaðið Los Angeles Times hefur eftir ótil- greindum, en „áreiðanlegum" heimildum í dag. I frétt blaðsins segir, að í a.m.k. einu skjali frá Hvíta húsinu hafi tvær málsgreinar verið klipptar út. Hefur blaðið það eftir heim- ildum sínum, að starfsfólk for- setaembættisins hafi upphaflega hindrað rannsókn FBI með því að neita að láta í té vissar yfirlits- skýrslur, en hins vegar hafi það ekki gert neinar slíkar tálmunar- ráðstafanir siðan. Njósnaði 1 Hvíta húsinu fyrir bandaríska herráðið Washington 21. febrúar—AP UNDIRFORINGI í bandaríska sjöhernum, Charles E. Radford, lýsti því yfir í gær, er hann bar vitni fyrir hermála- nefnd öldungadeildarinnar, að hann hefði í eitt ár aflað sér á laun mikilvægra stjórnmála- legra leyniskjala frá Hvíta hús- inu og komið þeim í hendur yfirmanna bandaríska herráðs- ins f varnarmálaráðuneytinu. Radford sagði, að hann hefði gert þetta samkvæmt fyrirmæl- um yfirmanna sinna, sem höfðu lagt áherzlu á, að þessi skjalalcki frá Hvíta húsinu yrði að vera leynilegur. □ Radford, sem er hrað- ritari, sagði, að yfirmaður sinn í hermáladcild Ilvíta hússins, Reinbrandt C. Robinson flota- foringi, hefði sagt sér, að nú væri tækifæri til að vinna svo- lítið fyrir herráðið og „að hann hvatti mig til að hafa augun opin fyrir sérhverjum gögnum og upplýsingum, sem komið gætu herráðinu að notum“. Radford sagði, að Robinson flotaforingi og sá, sem tók við af honum þegar hann var send- ur til Víetnam (þar sem hann féll i bardaga 1971), Robert O. Welander flotaforingi, hefðu veitt honum nákvæma lista yfir þau mál, sem herráðið hefði áhuga á. Þeirra á meðal voru tillögur um fækkun i herafla Bandaríkjanna í Vietnam, hugsanlega samninga Hvita húsins við Thieu forseta Suður- Vietnams, stjórnmálasamninga við Kambódíustjórn og sam- bandið við Kína. Á þremur ferðalögum með Alexander Haig hershöfðingja og núverandi skrifstofustjóra í H\4ta húsinu og öðru ferðalagi með Henry Kissinger til Kína sagði Radford, að hann hefði aflað skjala af ýmsu tagi og fengið mikið hrós yfirboðara sinna fyrir vikið. Kissinger nú- verandi utanríkisráðherra hef- ur vitnað, að Radford hafi hnuplað skjölunum úr skjala- töskum og bréfapokum með rusli. Þetta var árið 1971. Sagði Radford, að eftir eina ferð til Víetnam með Haig hers- höfðingja, hefði Robinson farið með stolnu skjölin til Thomas H. Moorer yfirmanns herráðs íns, sem hefði verið afar kátur yfir þeim feng. Hins vegar hef- ur Moorer neitað því, að nokk- ur njósnastarfsemi hafi farið frarn í Hvíta húsinu á vegum herráðsins, enda Hafi hennar alls ekki verið þörf. En Moorer hefur viðurkennt fyrir her- málanefnd öldungádeildarinn- ar, að hann hafi eitt sinn fengið í hendur og farið yfir gögn frá öryggismálanefndinni án þess að vita, að þeirra hafi verið af lað á óheiðarlegan hátt. Radford sagði við yfir- heyrslurnar i gær, að Welander flotaforingi hefði eitt sinn sagt, að Moorer yfirmaður herráðs- ins hefði mikinn áhuga á hvers konar upplýsingum um fyrir- hugaða friðarsamninga í Víet- nam. Welander átti að mæta til yfirheyrslu í dag.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.