Morgunblaðið - 05.03.1974, Side 1

Morgunblaðið - 05.03.1974, Side 1
40 SIÐUR MEÐ 8 SIÐNA IÞROTTABLAÐI Tugir sovézkra Gy ðinga teknir vegna andófs Moskvu, 4. marz.NTB. HÓPUR sovézkra Gyðinga segir, að sovézk lögregla hafi handtekið 70 Gyðinga vfðs vegar i Sovétrfkj- unum i sfðustu viku ti) þess að koma f veg fyrir mótmæli gegn stefnu stjórnvalda gagnvart fólki, sem vill flytjast úr landi. Fólk var handtekið í Moskvu, Kiev, Minsk, Vilnuis og fleiri borgum. Jafnframt hafa tveir baráttu- menn Gyðinga hætt við 15 og 9 daga hungurverkfall, sem þeir hófu til þess að mótmæla því, að þeim var neitað um leyfi til þess að flytjast úr landi. Vestrænir diplomatar segja, að Gyðingum, sem flytjast úr landi, hafi fækkað um 20% fyrstu mán- uði ársins miðað við sama tímabil í fyrra, 35.000 Gyðingar fluttust frá Sovétríkjunum í fyrra. Gyðingar segja, að margir, sem voru handteknir, hafi ekki vitað umfyrirhuguð mótmæli. Vestrænir blaðamenn tóku eftir Framhald á bls. 31 A þessari mynd má sjá, hvernig brakið af tyrknesku DC-10 flugvélinni, sem fórst við Parfs á sunnudag dreifðist um Ermenonvillskóginn fyrir norðan borgina. Danmörk: Kosið til sveitar- stjórna og fylkisþinga Mynd þessi var tekin f gærkveldi, er Edward Heath leiðtogi brezka íhaldsflokksins kom út úr forsætisráðherrabdstaðnum f Downing-stræti 10 f London og tók síðustu kveðju lögregluvarðar þar áður en hann fór akandi til Buckinghamhallar að biðjast lausnar. Kaupmannahöfn, 4. marz, NTB. A MORGUN, þriðjudag, verða haldnar sveitarstjórnakosningar f Danmörku. Munu þá 3.4 milljónir danskra kjósenda velja 3.680 full- trúa í bæja- og sveitarstjórnir á 275 stöðum. Jafnframt verða kosnir 270 menn á 14 fylkisþing landsins. Úrslita þessara kosninga er beðið með mikilli eftirvæntingu, því að gera má ráð fyrir, að þau setji sfn spor á meðferð mála á danska þjóðþinginu. Sérstaka at- hygli munu vekja kosningarnar til fylkisþinganna og borgar- stjórnarkosningarnar í Kaup- mannahöfn og á Frederiksbergi. Síðasta skoðanakönnun Gallup- stofnunarinnar bendir til þess, að úrslitin muni í meginatriðum fylgja sömu linum og úrslit síð- ustu þingkosninga; þó má merkja vísbendingu um, að Framfara- Heath sagði af sér í gærkveldi: London, 4. marz, AP—NTB. • I KVÖLD fór Elizabet II Eng- landsdrottning þess á leit við Har- old Wilson Leiðtoga Verka- mannaflokksins brezka, að hann reyndi að mynda stjórn. Skömmu áður hafði Edward Heath for- sætisráðherra beðizt lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt eftir rúm- lega þriggja sólarhringa tilraunir til að mynda samsteypustjórn með Frjálslynda flokknum eða minnihlutastjórn með stuðningi hans. • Heath átti ekki annarra kosta völ en segja af sér eftir að Jeremy Thorpe leiðtogi Frjálslynda flokksins hafnaði síðasta tilboði Heaths um stjórnarsamvinnu, en þar gerði hann m.a. ráð fyrir að Thorpe fengi eitt af helztu ráð- herraembættunum og fleiri menn úr flokki frjálslyndra yrðu teknir með í stjórnina. Eftir langan fund 14 manna þingflokks frjáls- lyndra, þar sem Jeremy Thorpe var einróma og með miklum fögn- uði endurkjörinn formaður, va,r ákveðið að hafna boði Heaths og leggja til þess f stað, að mynduð yrði þjóðstjórn þriggja stærstu flokkanna, er reyndi f samein- ingu að leysa þau margháttuðu vandamál, sem að landinu steðja. Heath hafnaði þeirri tillögu og talið var óllklegt, að Wilson yrði henni hlynntur. Þá höfðu 11 þing- menn sambandssinna á N-Irlandi tilkynnt Heath, að þeir ætluðu áð starfa sem óháður hópur í neðri málstof u brezka þingsins. Klukkan hálfsjö að íslenzkum tíma — ef tir 40 mínútna fund, þar sem allir aðilar stjórnar Heaths voru saman komnir, kom hann út úr forsætisráðherrabústaðnum að Downing-stræti 10, þar sem safn- azt hafði saman hópur manna, er kallaði „Út með Heath“. Heath sté inn í bifreið, er flutti hann til Buckinghamhallar, þar sem Elizabet drottning beið og tók við lausnarbeiðni hans. Sam- kvæmt brezkri hefð fór hann ekki aftur í Downing-stræti 10. Tæpri klukkustund síðar kom Wilson Framhald á bls. 31 flokkur Mogens Glistrups og Mið- demókrataflokkur Erhards Jakobsens séu heldur á undan- haldi. I síðustu bæjarstjórna- og fylkisþingakosningum í Dan- mörku fengu gömlu flokkarnir Iangflesta fulltrúa, en með til- komu nýju flokkanna eru úrsiitin ekki eins vís og oftast áður. Kjörstaðir opna kl. 9 f. hádegi að staðartima og verða opnir til kl. 21.00 annað kvöld. Wilson falin stiórnarmyndun Nixon sekur? New York, 4. marz, AP — NTB. RANNSÖKN ARKVIÐDÓM- UR, sem haft hefurmeð hönd- um könnun Watergatemáls- ins, hefur afhent dómaranum John Sirica leynilega skýrslu, þar sem komizt er að þeirri niðurstöðu, að Richard Nixon forseti Bandaríkjanna hafi átt hlut að þvf að reyna að koma f veg fyrir eðlilega rannsókn Watergateinnbrots- ins, að því er dagblaðið „The New York Times “ sagði frá í gær. Hefur kviðdómurinn farið þess á leit, að skýrslan verði Framhald á bls. 31 Mesta flugslys sögunnar: Skæruliðar grunaðir París,4. marz.NTB. AP. TYRKNESKA flugfélagið, er átti flugvélina af gerðinni DC-10, sem fórst rúmlega 35 km norður af Parfs í gær með 346 mönnum, hefur fengið upplýsingar um, að fimm farþeganna hafi verið skæruliðar, sem fóru um borð f flugvélina á Orly-flugvelli. Þrfr þeirra voru Japanir og tveir Arabar. Orsök flugslyssins getur hafa verið sprenging frá mörgum sprengjum, sem þessir hryðju- verkamenn höfðu meðferðis. Skemmdarverk er heldur ekki útilokað, þar sem lik og brak úr vélinni fundust allt að 15 km frá slysstaðnum. Blaðið France-Soir hermir, að tvivegis hafi verið hringt í blaðið og tilkynnt, að árás hefði verið gerð á flugvélina að yfirlögðu ráði. Sami maðurinn virtist hringja í bæði skiptin, en ekkert nafn var látið uppi. Maðurinn kvaðst vera félagi í erlendri „frelsisfylkingu“. Samkvæmt góðum heimildum ætluðu hugsanlegir hryðjuverka- menn að láta til skarar skríða gegn tveimur flugvélum British Airways, en ferðum þeirra var aflýst vegna verkfal'ls á Heat- hrow-flugvelli. Um 200 brezkir farþegar ætluðu til London með British Airways, en fóru með tyrknesku flugvélinni, sem kom frá Istanbul vegna verkfallsins. Fyrirhuguð árás gegn flugvél- um British Airways er einnig sett í samband við rán VC-10 þotu félagsins er hún var á leið frá Framhald á bls. 31

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.