Morgunblaðið - 05.03.1974, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 5. MARZ 1974
Sendinefndin á fundi með fréttamönnum f gær.
KYNNA SJÓNARMIÐ ARABA
SENDINEFND á vegum Alþjöða-
samhands stúdenta er stödd hér á
landi um þessar mundir I þeim
tilgangi að kynna sjónarmið
Palestínu-Araba í deilunni við
Israeia. Mun nefndin dvelja hér í
tvo daga og kynna sjónarmið sín f
fjölmiðlum og á almennum
fundi, sem haldinn verður í stúd-
entaheimilinu f kvöld, auk þess
sem fulltrúar nefndarinnar
munu ræða við alþingismenn,
þ.á m. formann utanrfkisnefndar
Alþingis.
A fundi með fréttamönnum í
gær kom í ljós, að fulltrúar
nefndarinnar eru ekki sammála
skæruli&im Palestínu-Araba
hvað varðar baráttuaðferðir, enda
fordæmdu þeir ofbeldisaðgerðir,
Og hryðjuverk þau, sem skæru-
liðar hafa gert sig seka um á
undanförnum árum. Töldu þeir,
að slíkar aðgerðir væru aðeins til
þess að veikja málstað Araba í
baráttu þeirra fyrir réttlátri
lausn í deilunni um Palestinu.
í dag munu fulltrúar sendi-
nefndarinnar sækja Alþingi heim
og kynna sjónarmið sín fyrir
alþingismönnum og formanni
utannkisnefndar Alþingis, en í
kvöld kl. 20.00 munu þeir efna til
almenns fundar í stúdentaheim-
ilinu við Hringbraut. Á fundinum
verða sýndar kvikmyndir til
stuðnings málstað Araba í deil-
unum fyrir botni Miðjarðarhafs,
fulltrúar sendinefndarinnar
munu skýra sjónarmið sín og á
eftir verða almennar umræður
um málið.
Fundað um takmarkanir
á síldveiði í Norðursió
UM næstu helgi fara fulltrúar I
sjávarútvegsins hér utan til að
sitja fund NAtlantshafsnefndar-
innar, sem að þessu sinni snýst
mestmegnis um sildveiðar f Norð-
ursjó og veiðar á írsku sfldinni.
Allir aðilar, sem þarna eiga hags-
muna að gæta, eru sammála um,
að nauðsyn sé á takmörkunum á
þessum veiðum en styr mun
standa um, hvernig magnskipt-
ingin á að verða milli landa og
eins milli hlutfalls stórsíldar og
smásfldar f aflanum.
Formaður íslenzku nefndarinn--
ar verður Þórður Ásgeirsson
skrifstofustjóri i sjávarútvegs-
ráðuneytinu og sagði hann í sam-
tali við Morgunblaðið í gær, að
ekki væri hægt að segja, að við
Islendingar stæðum vel að vigi,
þegar kæmi til þess að ákveða
afla-skiptinguna á þessum slóð-
um.
Þórður kvað það ríkjandi
stefnu bæði innan NA- og NV-
Atlantshafsnefndarinnar að taka
mið af því, að þjóðir hefðu a.m.k.
stundað veiðar á tilteknum mið-
um síðustu 10 ár og þannig öðlazt
hefðréttindi. Islendingar hefðu
hins vegar ekki hafið Norðursjá-
varveiðar fyrr en 1968, en hlut-
deild okkar í heildarveiðinni
hefði farið vaxandi með hverju
árinu. I fyrra veiddu islenzk skip
þarna um 43 þúsund tonn síldar.
Þórður sagði, að þess vegna
myndu íslenzku nefndarmennirn-
ir á þessum fundi leggja áherzlu
á, að hlutur Islandsyrði ekki fyrir
borð borinn, þegar kæmi til þess
að ákveða takmarkanir milli
þjóða. Hins vegar kvað hann
þeirra sjónarmiða gæta innan
nefndarinnar hjá fulltrúum
sumra landa, að ekki bæri að taka
neitt tillit til veiðanna hin siðari
ár, þvi að þá hefði einmitt verið
ofveiði á þessum miðum og ekki
bæri að verðlauna þær þjóðir,
sem að þeim stóðu.
Hann kvaðst þó vonast til þess,
að skilningur væri innan nefndar-
innar á sérstökum hagsmunum Is-
lands I þessu tilliti. Við hefðum
líka að einu leyti góða vígstöðu I
þessu sambandi — íslenzku síld-
veiðiskipin stunduðu fyrst og
fremst veiðar á stórsidl til mann-
eldis, sem væri isuð I kassa um
Framhald á bls. 31
Hvatarbingó
á Borginni
HVÖT, félag sjálfstæðiskvenna,
efnir til bingókvölds að Hótel
Borg í kvöld, þriðjudag, og hefst
það kl. 20.30.
Bingókvöldin hafa verið fastur
þáttur í starfsemi félagsins nú um
nokkurra ára skeið, og hafa þau
jafnan verið fjölsótt.
Hvatarkonur hafa lagt ríka
áherzlu á það að hafa góða vinn-
inga, og hefur aðalvinningurinn
jafnan verið utanlandsferð. Svo
er einnig að þessu sinni og er
vinningurinn Mallorkaferð.
Fjöldi annarra glæsilegra vinn-
inga er í boði, og vænta Hvatar-
konur þess, að fjölmennt verði á
bingókvöldinu..
Kabarett-bingó
annað kvöld
KVENNADEILD Styrktarfélags
lamaðra og fatlaðra gengst fyrir
bingókvöldi, miðvikudaginn 6.
marz, i Súlnasal Hótel Sögu kl.
20.30.
Bingó þetta verður með svipuðu
sniði og verið hefur á undanförn-
um árum þ.e.a.s. „kabarett-
bingó“, þar sem skemmtiatriði
fara fram á milli hverra fjögurra
umferða.
Meðal skemmtikrafta er Ömar
Ragnarsson, en stjórnandi bingós-
ins verður SvavarGests.
Verðmæti vinninganna er að
upphæð 200 þúsund krónur, þar á
meðal Kaupmannahafnarferð og
ferð til Hornaf jarðar. Enginn
vinningur er undir 6 þúsund
krónur að verðmæti.
Agóði af bingókvöldinu rennur
til sjúkraþjálfunar í Æfingastöð-
inni við Háaleitisbraut og starf-
seminnar í Reykjadal.
Laszlo Simin.
Páll P. Pálsson.
Ungverskur einleikari með
Sinfóníuhljómsveitinni
ELLEFTU reglulegu tónleikar
Sinfónfuhljómsveitar Islands
verða haldnir í Háskólabfói næst-
komandi fimmtudag og hefjast
kl. 20.30. Stjórnandi verður Páll
P. Pálsson, en einleikari er ung-
verski píanóleikarinn Laszlo
Simin.
Flutt verður Vatnasvíta eftir
Handel/Harty, píanókonsert nr.
3 eftir Béla Bartok, Till Eulen-
spiegel eftir Richard Strauss og
Dialoge eftirPál stjórnanda.
Einleikarinn Simin er 26 ára að
aldri og stundaði nám við Béla
Bartok-tónlistarskólann á árunum
1962—66 og síðan við tónlistar-
skóla IStokkhólmi og í Hannover,
þar sem aðalkennari hans var
Hans Leygraf. Lokapróf tók hann
hjá Ilonu Kabos. A undanförnum
árum hefur hann komið fram á
tónleikum víða um lönd og alls
staðar hlotið mjög lofsamlega
dóma, einkum þó fyrir frábæra
túlkun á verkum Bartoks.
Páll Pálsson hefur á undanförn-
um árum verið aðstoðarstjórn-
andi Sinfóníuhljómsveitarinnar
en hann hefur auk þess fengizt
talsvert við tónsmíðar og á þess-
um tónleikum mun hann frum-
flytja hljómsveitarverk, sem
hann hefur nýlokið við að semja.
VEDLAGASJÖÐUR hefur nú aug-
lýst eftir tilboðum í um 49 Vest-
mannaeyjahús, sem standa á 11
stöðum á landinu, flest á Suður-
nesjum, en einnig á Akranesi,
fyrir austan Fjall og á Hornafirði.
Ástæðan fyrir því, að þessi hús
eru nú boðin til sölu er sú, að
fólkið, sem I þeim bjó, er nú
snúið heim til Vestmannaeyja.
Sjóðurinn keypti alls og reisti
544 hús, sem sett voru niður á 20
stöðum á landinu samkvæmt ósk-
Þriðja kvöld
kirkjuvikunnar
í Lágafellskirkju
Kirkjuvikan í Lágafellskirkju,
sem nú er árlegur liður í starfi
hennar, hófst um helgina og voru
samkomur i kirkjunni á sunnu-
dagskvöld svo og í gærkvöldi. Á
sunnudagskvöldið flutti Gísli
Kristjánsson ritstjóri erindi, Ólöf
um fólksins, er sótt hafði um bú-
setu í þessum húsum. Aðeins voru
keypt hingað til landsins vönduð
og sterkbyggð hús, sem ætlað er
að standa til langframa. Þau eru
flest kringum 120 fermetrar, en
sumum fylgja bifreiðaskýli og
geymslur. Húsin kostuðu hingað
komin og uppsett milli 4 og 4,5
milljónir króna, en þá er ekki
reiknað með vöxtum. Hins vegar
er tollur af hverju húsi um 1
milljón króna.
Að sögn forráðamanna Viðlaga-
Harðardóttir söng einsöng við
undirleik Jóns Stefánssonar. Þá
söng söng- og leikflokkurinn
Trióla nokkur lög. 1 kvöld flytja
erindi Hrefna Tynes og séra
Bragi Benediktsson, en skóla-
lúðrasveit Mosfellssveitar leikur
undir stjórn Birgis D. Sveins-
sonar. Þá verður fluttur víxllest-
ur spurningabarna og sóknar-
prests og lesið úr Davíðssálmum,
svo og almennur söngur eins og á
sunnudagskvöld og mánudags-
kvöld. I kvöld hefst dagskráin kl.
21.
sjóðs var strax í gær ljóst, að
töluverð eftirspurn er eftir þess-
um húsum. Þau hafa yfirleitt
Iíkað vel og sumir íbúanna, sem
nú eru farnir heim til Eyja, hafa
látið þau orð falla, að það eina,
sem þeir sjái eftir hér á megin-
landinu, sé húsið. Hins vegar er
vitað um, að gallar hafa komið
fram í nokkrum húsanna. Þau eru
þó í ársábyrgð og gallarnir verða
lagfærðir á kostnað seljenda.
ÖIl húsin, sem nú eru auglýst til
sölu, eru af vönduðustu gerð Að-
eins voru keypt til landsins um 60
bráðabirgðahús, sem öll voru
reist i Hveragerði, en nú er í
undirbúningi að flytja þau til
Eyja til að leysa úr húsnæðisekl-
unni, sem þar rikir.
Er kennarastofa MA
orðin miðstöð her-
stöðvaandstœðinga?
ER kennarastofan I Mennta-
skólanum á Akureyri orðin
miðstöð fyrir starfsemi her-
stöðvaandstæðinga á Akureyri?
Svo virðist vera samkvæmt
frétt f Akureyrarblaðinu Degi,
sem nýlega er komið út. I frétt
þessari segir, að þriðjudags-
kvöldið 12. febrúar hafi
„nokkrir tugir herstöðvaand-
stæðinga komið saman á Hótel
Varðborg Tilgangurinn var að
stofna starfshópa, er hefðu það
markmið að gera stefnumálum
samtakanna skil“. Sfðan er sagt
frá þvf, að stofnaðir hafi verið
fjórir starfshópar og skyldi sá
fyrsti þeirra fjalla um „ásælni
Bandarfkjanna og stórvelda-
pólitfk". I framhaldi af þessu
segir f frétt Dags, sem er raun-
ar fréttatilkynning frá Akur-
eyrardeild herstöðvaandstæð-
inga: „Ætlunin er að halda
þessum hópum opnum, svo að
ef fólk vill starfa innan þeirra
er þvf bent á að hafa samband
við eftirtalda: Hópur I. Andreu
Jóhannsdóttur f sfma 1-12-48
fram til kl. 5..Samkvæmt
sfmaskránni er þetta sfminn á
kennarastofu MA.
Fokker fyr-
ir óhappi
FOKKER-vél Flugfélags Is-
lands varð fyrir óhappi í gær-
dag, er hún var á leið frá
Akureyri til Reykjavfkur í
áætlunarflugi. Var það laust
eftir hádegi, er vélin var kom-
in suður að Miðfelli, að hún
lenti í mjög snörpum misvindi
og varð fyrir töluverðu
hnjaski. I sama mund stöðvað-
ist annar hreyfill vélarinnar,
en flugmönnum tókst að ræsa
hann aftur og ná vélinni út úr
sviptivindinum eftir töluvert
stfmabrak. Flugvélin lenti
heilu og höldnu í Reykjavík,
og var þá þegar hafizt handa
um að skipta um hreyfil og
grandskoða vélina. Ekki er
fullvíst, að samband sé milli
veðurhamsins og bilunar-
innar í hreyflinum, en verið
er að kanna það mál. Flug-
stjóri f þessari ferð var Geir
Gfslason.
Viðlagasjóður selur Eyjahús