Morgunblaðið - 05.03.1974, Page 7
■ MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. MARZ 1974
7
Iðn-
bylting
íIran
NÝGERÐIR orkusamningar frans-
keisara við Breta og Frakka hafa
varpað nýju Ijósi ð fyrirætlanir
keisarans I efnahagsmálum. Bððir
þessir samningar miða að þvi að
efla iðnaðinn í fran og leggja
nýjan grundvöll að efnahag lands-
ins, svo hann verði ekki i fram-
tiðinni eins og nú algjörlega háður
tekjum af oliusölu.
f Teheran hefur spurningunni
„hvað eigum við að gera þegar
olíulindirnar tæmast?" lengi verið
ósvarað. Rikisstjórn frans hefur
farið aðrar leiðir en önnur oliuriki
á þessum slóðum, sem hafa fjár-
fest olíuauð sinn svo til eingöngu
erlendis. Hefur stjórnin ákveðið
að nota tekjurnar af olíunni til
fjárfestinga innanlands með það
fyrir augum að gera landið að öðru
mesta iðnaðarríki Asiu næst á eft-
ir Japan.
fbúar frans eru rúmar 32
milljónir, eða nærri tvisvar sinnum
fleiri en íbúar Arabarikjanna sjö,
sem liggja að Persaflóa, og vitandi
að þar i jörðu eru önnur auðæfi en
olfan — til dæmis kopar og kol —
og það í rfkum mæli, þá er keisar-
inn ákveðinn i að Iran skuli verða
eitt af tiu mestu iðnrikjum heims
innan tiu til tólf ára. Gffurleg verð-
hækkun olfunnar að undanförnu
getur fjármagnað iðnvæðinguna,
og sérhver tilraun til lækkunar
oliuverðsins mætir harðri and-
stöðu i fran.
Eitt athyglisverðasta atriðið við
fransk-iranska samninginn var að
hann gerír ráð fyrir, að Iranar
kaupi af Frökkum fimm kjarnorku-
ver, sem samtals eiga að geta
framleitt 5.000 megavött. Eiga
þessi orkuver að kosta rúmlega
IV2 milljarð dollara. Verður fran
þannig fyrst oliurikjanna í Mið-
Austurlöndum að taka kjarnork-
una i sína þjónustu. Án efa vaknar
sú spurning meðal nágranna-
þjóðanna hvort þetta sé undanfari
þess, að Iranar komi sér upp
kjarnavopnum, en i nágranna-
rfkjunum er þegar farið að bera á
áhyggjum yfir stórauknum vopna-
kaupum frana.
Fyrir fimm árum nam heildar-
fjárveiting írana til vopnakaupa
tæpum 500 milljónum dollara. Á
yfirstandandi fjárhagsári verða
keypt vopn fyrir 2.500 milljónir
dollara — og nemur sú upphæð
um 11% af þjóðarframleiðslunni.
Auknar olfutekjur eiga vafalaust
eftir að hækka þessa tölu enn.
Aðal áhyggjuefni nágrannaþjóð-
anna er hve öflug vopnin eru, sem
franar hafa fest kaup á. Þar eru til
dæmis skriðdrekar af Chieftain-
gerð, en franar eiga senn 800
þeirra, og svo um 300 Phantom-
þotur af gerðunum F4 og F5.
Keisarinn heldur því ákveðið
fram, að tilgangurinn með vopna-
kaupunum sé eingöngu sá að efla
varnir landsins, og hann bendir á,
að vfða meðfram landamærunum
leynist hætta. f vestri er frak, sem
fran hefur átt í langvarandi landa-
mæradeilum við. f sfðustu átökun-
um, sem urðu 1 0. og 11. febrúar í
ár, féllu 55 menn og rúmlega 100
særðust að sögn herstjórnarinnar i
Teheran. Yfirvöldin i fran óttast
þó ekki bein hernaðarátök við
frak, þar sem íranar væru vissir
um sigur, heldur óttast yfirvöldin
itrekaðar tilraunir stjórnvalda i
Baghdad til undirróðursstarfsemi i
fran. Andspyrnuhreyfingin i fran
er enn öflug — rúmlega 80
skæruliðar hafa verið handteknir
og liflátnir á undanförnu hálfu
öðru ári, og fleiri hafa verið felldir
í bardögum við öryggisverði. Upp
hefur komizt um samsæri um að
myrða keisarann, og yfirvöld i fran
eru sannfærð um, að frak veiti
þessum skæruliðum bæði skjól og
hernaðarlegan stuðning. Bent er
á, að fyrir ári fundust 300 hrfð-
skotabyssur og 60 þúsund skot i
sendiráði fraks i Pakistan. Virðist
trúlegt, að þótt eitthvað af þess-
um vopnum hafi átt að fara til
uppreisnarmanna f Baluchistan,
þá hafi skæruliðar f fran átt að fá
sinn hluta þeirra.
Í Baghdad eru einnig aðal-
stöðvar Þjóðfrelsisfylkingar
Arabistan, en þau samtök stunda
mikinn áróður meðal arabiskra
Keisarahjónin í íran
fbúa Khuzistanhéraðs í suðvestur-
hluta frans. Þess ber að gæta að
Khuzistan er miðstöð olíuiðnaðar
frans.
Uppreisnarhreyfingin i
Baluchistan veldur einnig ugg i
Teheran. Óttazt er, að hreyfingin,
sem þegar hefur valdið dauða
rúmlega 500 pakistanskra
hermanna, eigi eftir að breiðast út
forum
world features
Eftir
Robert Joseph
til Baluchistan-héraðsins i fran og
valda öryggissveitunum auknum
erfiðleikum. Hugsanlegt er talið,
að Baluchistan-héruðin geti I
framtfðinni sameinazt i eitt sjálf-
stætt og róttækt rfki um leið og
vinstrisinnuð bylting steypi stjórn-
inni i furstadæminu Oman. Yrði
það til þess, að innsiglingin I
Persaflóa — eina útflutningsleið-
in fyrir olfu frans — lenti undir
yfirráðum hugsanlegra fjand-
manna landsins. Af þessum sök-
um hefur franskeisari veitt bæði
Pakistan og Oman hernaðarað-
stoð. Stuðningur Irans við Oman
hefur aukizt að undanförnu, og
uppreisnarhreyfingin f Oman hélt
þvi fram i janúar, að þá væru um
20 þúsund iranskir hermenn þar f
landi. Þessi tala erefalaust ýkt, en
sú staðreynd, að fran hefur sent
hermenn til Oman, sýnir hve
alvarlegum augum er litið á
ástandið þar.
Ovöl franskra hermanna á
Arabíuskaga hefur leitt til áróðurs-
herferðar skæruliðasamtaka
Araba, sem segja, að hér sé um að
ræða „iranska innrás i Arabfu".
Þessi áróðursherferð hefur meðal
annars leitt til þess, að Gaddafi
forseti Líbýu hefur boðið upp-
reisnarhreyfingunni i Oman að-
stöðu — og án efa fjárstuðning
— f Libýu.
Framtfð frans felur af þessum
sökum i sér bæði gullin fyrirheit
og hættu. Auknar oliutekjur og
efnahagsþróunin eiga eftir að
bæta kjör ibúa landsins. Á sama
tima mun hættan á auknum undir-
róðri, og samsæri um morð á
keisaranum valda þvi, að auknum
fjármunum verður veitt til vopna-
kaupa, og öryggissveitir landsins
verða stöðugt á verði.
TILSÖLU VÖRUBIFREIO Man 650 árgerð '67 með fram- drifi. 16'/2 feta Sindrastálpallur. 10 tonna stUrtur. Upplýsingar í sima 97-7433. BROTAMÁLMUR Kaupum allan brotamálm lang hæsta verði. Staðgreiðsla. Nóatún 1 7, simi 25891.
HERBERGI Forstofuherbergi óskast til leigu fyrir einhleypan mann. Æskilegt að simaafnot fylgi. Simar 34349 og 30505. 12—16" HJÓLSÖG í borði óskast. Upplýsingar i sím- um 86466 og 13175. Iselco s.f„ Ármúla 32.
SKÁPASMfOI — BREYTINGAR Smiða fataskápa og sólbekki. Ann- ast breytingar, viðgerðir og við- hald á trévferki eldri húsa. Vönduð vinna. Upplýsingar i sima 53536 eftir kl. 7 e.h. MÚRARAR! Vantar nokkra múrara nú þegar Upplýsingar gefur Björgvin Haraldsson, múrarameistari. Simi 41271.
Fullkomiö philíps verkstæói
Fagmenn sem hafa sérhæft sig í umsjá
og eftirliti með Philips-tækjum
sjá um allar viðgerðir.
Breytum sjónvarpstækjum fyrir Keflavík.
heimilistæki sf
SÆTÚNI 8. SÍM1:1 3869.
HEIMDALLUR
SAMTÖK UNGRA SJÁLFSTÆÐISMANNA í REYKJAVÍK
MálfundanámskeiÓ
Heimdallur S.U.S. minnir á málfundanámskeið I
kvöld þriðjudaginn 5. marz kl. 20.30. i MIÐBÆ,
HÁALEITISBRAUT (Norð-austurenda)
UMRÆÐUEFNI: Á að leyfa sölu og bruggun
sterks bjórs?
NÝIR ÞÁTTTAKENDUR ERU VELKOMNIR
Upplýsingar veittar i síma 86333.
Heimdallur.
MWM diesel MAHUEIM
Við getum ekki alltaf gert yður ódýrasta tilboðið. Það er
okkur heldur ekki kappsmál. En við reynum alltaf að
bjóða yður það bezta. Þannig er varahlutalagerinn okkar
líka. Hann er beztur oa bað skÍDtir vður mestu þegar frá
líður. Allar stærðir 15—3000 ha.
Típa A-hestöfl
D—232—V—6 141
D—232—V—8 188
D—232—V—12 282
TD—232—V—12 376
TBB—232—V—12 455
D—601—6 245
TD—601 — 6 327
TBD—601—6 382
D—602—V—12 430
TD—602—V—12 610
TBD—602—V—12 764
TD—602—V—16 810
TBD—602—V—16 1020
TD—440—6 610
TBD—440—8 900
TBD—440—6 1200
TBD—441—V—12 1800
TBD—441—V—16 2400
Sn. á mín.
2300
2300
2300
2300
2300
1800
1800
1500
1500
1500
1500
1500
1500
900
900
900
900
900
Ennfremur mjög þungbyggðar og hæggengar vélar frá
1300 til 3000 A-hestöfl eftir vali.
Við höfum vinsamlega samvinnu við flest öll Dieselvéla-
verkstæði á íslandi. Eigendur og vélstjórar MANN-
HEIM-véla þurfa því ekki að leita langt yfir skammt eftir
þjónustu frá Reykjavík — eða láta draga sig til Reykja-
víkur til að fá smáviðgerðir. Það er líka heppilegra fyrir
vélaeigendur að styðja við bakið á verkstæði í heima-
plássi og fá þannig hjálp strax á staðnum.
| BETRI VÉL KOSTAR SVOLÍTIÐ MEIRA
— OG MÁ ÞAÐ.
SSiuiirÐaiuigHUiiP reykjavik
Vesturgötu 16, pósthólf 605, símar 13280 — 14680.
Telex: „2057" STURLA IS" — Símnefni:
„STURLAUGUR".