Morgunblaðið - 05.03.1974, Page 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. MARZ 1974
Myndin efst
til vinstri:
Bergman: „Jafnaðarmenn
hafa gengið alltof langt."
Bergman leikstýrir Bíbí
Andersson og Elliot
Gould við töku myndar-
innar „Snertingin".
„HVÍSL OG HRÓP" KARI SYLWAN OG HARRIET ANDERSSON í
HLUTVERKUM SÍNUM.
Bergman,
konurnar
og Oskars-
verðlaunin
KVIKMYND Ingmars Bergman
„ Hvfsl og hróp" hefur hlotið út-
nefningu til fimm Oskarsverð-
launa: kvikmyndin sem bezta
mynd ársins, Bergman sem bezti
leikstjórinn og fyrir handrit sitt að
myndinni, Sven Nykvist sem kvik-
myndatökumaður ársins og Greta
Johansson hefur hlotið útnefn-
ingu fyrir leikbúninga.
Meðal kvikmynda. sem hlotið
hafa náð fyrir augum Óskarsaka-
demiunnar, er hrollvekja William
Fredkins „The Exorcist", sem
fjallar um tólf ára stúlku haldna
illum anda. Áhorfendum að mynd-
inni fjölgar dag frá degi,
biðraðirnar við miðasölurnar
lengjast. Allir virðast vilja sjá
mynd um stúlkubarn, sem djöfull-
inn hefur tekið sér bústað í. í
salnum öskrar fólk og grætur,
sumir fá taugaáfall, aðrir falla í
öngvit. „Stórkostleg" kvikmynd.
Gagnrýnendur eru orðlausir, það
eina, sem þeir hafa getað stunið
upp, er: Skrattinn er með allra
sterkasta móti F ár, hann ætti að
fá Oskarsverðlaunin. „The Sting"
leikstýrð af George Ron Hill,"
Amrican Graffiti" leikstjóri
George Lucas og „A Touch of
Class" leikstýrð af Melvin Frank
hafa einnig hlotið útnefningu sem
hugsanlegar Oskarsverðlauna-
myndir. Verðlaunaafhendingin fer
fram f Hollywood 2. aprfl næst-
komandi.
Snúum okkur aftur að Bergman,
sem látið hefur mikið að sér kveða
undanfarið og hefur sennilega
aldrei verið afkastameiri en nú.
Hann er þessa stundina með tvær
myndir f smíðum, „Kátu
ekkjuna", sem kvikmynduð
verður f sumar, og kvikmynd eftir
eigin hugmynd, sem fjallar um
barnauppeldi á árunum upp úr
1930 og kvikmynduð verður strax
að lokinni upptöku á „Kátu ekkj-
unni".
Barbara Streisand hefur verið
ráðin í aðalhlutverkið í „Kátu
ekkjunni". Ekki er enn ákveðið,
hver fer með hlutverk Danillo, en
ýmis nöfn hafa verið nefnd í bvf
sambandi og þau ekki af verri
endanum, t.d. Marlon Brando,
Yves Montand, Yul Brynner, Sven
Bertil Taube og Jan Malmsjö.
Á fjölum Dramaten f Stokk-
hólmi er nú verið að sýna „Til
Damaskus" uftir Strindberg ! upp-
setningu Bergmans, og fljótlega
hefjast þar æfingar undir hans
stjórn á „Processen" eftir sögu
Kafkas ! leikbúningi Peter Weiss.
Fyrir sjónvarp setur Bergman
upp „Töfraflautuna". Sjónvarps-
upptakan hefst þann 28. marz og
lýkur í júnflok.
Auk alls þessa, sem hér er upp
talið, hefur meistarinn fátið mikið
að sér kveða ! blöðum undanfarið
og farið óvægum orðum um vel-
ferðarrfkið Svíþjóð. Stærsta dag-
blað Svfþjóðar, Expressen, hóf
núna f vikunni greinaflokk f
Rúnar Gunnarsson«
* Ljósmyndir — Kvikmyndir — Sjónvarp
fjórtán þáttum, sem nefnist „Ef ég
fengi að breyta Svfþjóð". Það var
að sjálfsögðu þjóðarstoltið Ingmar
Bergman, sem reið á vaðið og
lagði fram hugmyndir sfnar og
sagði meðal annars:
„Mig skortir alla bjartsýni á
framtfðina. Við fljótum að feigðar-
ósi, við höfum gengið of langt. Ég
held, að þau eyðileggingaröfl, sem
við höfum komið af stað, séu
margfalt sterkari en uppbyggjandi
kraftarnir og sú angist og hræðsla.
sem gripið hefur um sig meðal
fólks, verður ekki upprætt, til-
raunir F þá átt hafa mistekizt. Hin
jákvæðu öfl standa algjörlega
máttvana."
Það er ekki fögur lýsing, sem
Bergman gefur á Svíþjóð i dag, og
ekki er hann heldur ánægður með
þann stjórnmálaflokk, sem hann
tilheyrir, en það er Jafnaðar-
mannaflokkurinn. Um
Jafnaðarmenn og stefnu þeirra
segir hann meðal annars f sömu
greín:
„Mér finnst flokkurinn okkar
vera rótarslitinn, afskorinn frá
næringu sinni. Hinn hugmynda-
legi kraftur að baki flokksins er að
fjara út, það er ekki lengur neitt,
sem fólk getur bundið vonir sínar
við. Sá tilfinningalegi kraftur, sem
veitt hefur jafnaðarmönnum
brautargengi til þeirra valda, sem
þeir hafa í dag, hefur glatazt."
Bergman hefur ákveðnar hug-
myndir um, hvernig má reyna að
snúa við þeirri öfugþróun, sem
orðið hefur. Hann segir:
„Það er tvennt, sem gera þarf. í
fyrsta lagi verða konurnar að fá
jafnrétti á við karlmenn á sviði
stjórnmála, skipulagsmála og
öllum sviðum þjóðlffsins. Ekki
þannig, að þær verði eins og karl-
menn, þetta er mikilvægt atriði,
heldur að þær verði jafningjar
þeirra, fái sömu tækifæri og rétt-
indi. f öðrulagi gæti það haft djúp-'
tæk áhrif ef staða barna f þjóð-
félaginu yrði tekin til róttækrar
endurskoðunar. Karlmaðurinn
hefur ráðið lögum og lofum alltof
lengi. Honum hefur mistekizt svo
herfilega, að eina von mfn, er að
konunum takist betur upp, barn-
anna okkar og sjálfs sfn vegna. En
ég hef ekki trú á, að þessar breyt-
ingar geti orðið, að minnsta kosti
ekki á vorum tfmum. Mér virðist
sem hlutskipti konunnar F dag sé
svipað og svertingja f Suður-Af
rfku.
Ég vinn nú að handriti að kvik-
mynd um barnauppeldi á fjórða
tugi aldarinnar, þar sem ég reyni
að skilgreina spennuna milli barna
og foreldra á þessum tfmum. Eitt-
hvað varð undan að láta, annað-
hvort beygðu foreldrarnir barnið á
bak aftur eða barnið sigraði i bar-
áttunni. Barnauppeldi á þessum
tfmum var voðalegt og er enn. bw[
miður."