Morgunblaðið - 05.03.1974, Page 12

Morgunblaðið - 05.03.1974, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. MARZ 1974 H.HU'IHMO/M v Kf* Fórnarvika kirkjunnar Eini fasti liðurinn i starfi Hjálparstofnunar kirkjunnar hefur fram til þessa verið árleg Fórnarvika, haldin einhverja viku föstunnar. Jafnan er þá vakin almenn athygli á hlut- verki Hjálparstofnunarinnar, neyð meðbræðra okkar nær sem fjær, og þeirri skyldu, er kristnum mönnum ber til að deila kjörum með lítilmagnan- um. Einnig er jafnan lögð áherzla á einhver ákveðin mál, fólk hvatt til að láta eitthvað af hendi rakna, á það bent, hversu lítið hver einstakur þarf að sér að leggja til að neyð f jölmargra annarra í öðrum og verri kringumstæðum megi létta. Þess vegna er þetta kallað Fórnarvika og framkvæmt á föstunni. Æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar Æskulýðsstarf þjóðkirkjunn- ar gengst ár hvert fyrir sérstök- um Æskulýðsdegi, fyrsta sunnudag í marz. Æskulýðsdag- urinn hefur ætíð einhverja ákveðna yfirskrift eða einkunn- arorð, þar sem hugur er leiddur að ákveðnum sannindum, ákveðinni staðreynd eða nauð- syn. A Æskulýðsdegi fara fram Æskulýðs- og fórnarvika kirkjunnar — I grein Komum í veg fyrir hungurdauða Hún hefur borið 11 börn í heiminn. Það yngsta er vannært og hreyfir sig varla lengur. Henni tókst að fá dálítinn mjólkurleka f fötuna sfna, hefur því svolitla von í bili. Sjálf hefur hún lagt sér rætur og skrælnuð laufblöð til munns upp á síðkastið og er nú orðin mjög máttfarin. Ef hjálparstarfið, sem kristniboðarnir f Konsó annast, fær stuðning frá tslandi öðlast fætur hennar e.t.v. afl á ný, e.t.v. lifir hún og barn hennar af þessar hörmungar. æskulýðsmessur um allt land, lögð er sérstök áherzla á þátt- töku ungs fólks í safnaðar- starfi, vakin athygli á gildi kristinnar trúar, sem undir- stöðu lífshamingju og fram- tíðarheill æskunnar, sem landið erfir. Æskulýðs- og Fórnarvika 1974 í ár hafa Æskulýðsstarfið og Hjálparstofnunin tekið hönd- um saman, sameinað tvo ofan- greinda starfsþætti í einn, „Æskuiýðs- og Fórnarviku", með einkunnarorðunum: „Guð þarfnast þinna handa.“ Beðið er, að æskulýðurinn, þjóðin öll ljái Gúði hendur sfnar til að létta neyð lítilmagnans og boða hina frelsandi trú á Jesúm Krist. Einkunnarorðin: „Guð þarfnast þinna handa“, krist- alla einfaldlega þann sann- leika, að í verkum sínum á jörð- inni hefur Guð ekki aðrar hend- ur en þær, sem hann hefur gef- ið hverjum einstakling. Nú er vakin sérstök athygli á hinu mikla starfi Kristniboðs- sambands Islands á akrinum í Eþíópíu meðal Konsómanna og þeim sérstaka vanda, sem þar steðjar nú að. Miklir þurrkar hafa um árabil hrjáð nokkur héruð Eþíópiu, þ.e.a.s. regnið hefur brugðizt með þeirri af- leiðingu, að engin eða lítil upp- skera hefur gefizt, jörðin hefur sölnað, menn og skepnur dreg- izt upp í hungri og örbirgð með hörmungum örkumlunar og dauða. Nú eru hafnar yfir gripsmiklar hjálparaðgerðir á þessum svæðum. Hjálparstofn- un kirkjunnar hefur sent þar til um kr. 800 þús. Nú hafa krumlur þessa ástands teygt sig að nokkru til svæða íslenzka kristniboðsins sunnar I land- inu. Þar hefur regnið brugðizt á sumum stöðum sl. 2—3 ár. Korngeymslur alþýðu manna eru tómar. Fólkið hefur reynt að draga fram lífið á laufblöð- um og rótum. Búsmalanum hef- ur stórfækkað. Allt er á þrot- um, sem seljanlegt er fyrir mat, og nú er gripið til þess óyndis- úrræðis að selja jarðarskikana fyrir gjafverð. Kristniboðarnir eru þegar teknir til við hjálp- ina. Kristniboðssamband Is- lands hefur sent upphæð úr litl- um sjóði sínum. En miklu meira þarf til, ef duga skal. Kaupa þarf mat til ætis, auka þarf við búpeninginn, það bjargar lífi í bili. Síðan þarf að kaupa sáðkorn svo til sé, er regnið kemur, þannig að upp- skera fáist. Unnt virðist að létta hungursneyðinni á þessum svæðum, ef skjótt er brugðizt við, unnt virðist að koma í veg fyrir hungurdauða fólksins. Bjartsýni ríkir, að regnið bregð- ist ekki í ár. Það ætti því að örva til dáða, þegar von er til, að þarna sé ekki um vítahring að ræða, fólkið geti orðið sjálf- bjarga eftir skamman tíma, ef því er hjálpað þar til. Ekki er nákvæmlega vitað hversu skamman tíma, ef því er hjálp- að þar til. Ekki er nákvæmlega vitað hversu margir eru I hættu, en áætla má, að bjarga þurfi a.m.k. tugþúsundum í 5 mánuði, eða þar til uppskera fæst. Ohætt er að fullyrða, að Konsómenn eru hópur Afríku- manna, sem stendur okkur Is- lendingum næst. Hér mun mönnum þykja sem nánir frændur hafi í raunir ratað og renna blóðið til skyldunnar. Það eru fslenzkir kristniboðar, sem glíma við þennan ógn- þrungna vanda, látum þá ekki standa eina, sameinumst í bæn fyrir starfinu og leggjum þeim gott lið með framlögum til mat- arkaupa. SÍÐAN ég fór að fást við leik- list, hefur áhugi minn aukizt á listum og vegna þeirrar reynslu sem ég hef fengið, þá hef ég hugsað um hvar og hvernig leiklístin geti gert gagn og hvar hún geti verið gleðigjafi. Geirlaug Þorvaldsdóttir: Leiklist í I Reykjavík eru: — Leiksviðin i Þjóðleik- húsinu — Leiksviðin i Iðnó — Leiksvið áhugamanna — Leiklist í skólum — Leiklist á vinnustöðum — Leiklist á sjúkrahúsum — Leiklist á elli- og dvalar- heimilum — Eins og naumast þarf að eyða orðum að fer megin leik- listarstarfsemin fram í Ieikhús- unum tveim og svo mun áfram verða. — Hins vegar vaknar sú spurning, hvort ekki sé mögu- leiki á að flytja leiklist út til fólksins og af þeirri reynslu, sem ég hef haft af því að flytja leikþætti ásamt öðrum á sjúkra- og dvalarheimilum, finnst mér eindregið að svo muni verða. — Leiklist í skólum: Það er min skoðun, að það geti verið þroskavænlegt strax á barnaskólastigi að koma börn- um i kynni við leiklistina. Hún er liður i þroska barnsins og á að vekja áhuga. Við þurf- um alveg eins og það þarf að kenna því að læra. Kannski ger- ir listin manninn betri ef rétt er á haldið. — Leiklist á vinnustöðum: Hún á að vekja Iöngun í meira og að sjálfsögðu verður hún aldrei annað en forsmekk- ur. Leiklist á vinnustöðum er vakningarstarf. Af henni er ekki til annars ætlast en aðlaða fólk i leikhúsin. Fólk má ekki verða viðskila við listina. — En það má velta því fyrir sér, hvort leiklist á vinnustöð- um eigi rétt á sér. Vilja at- vinnurekendur fá leikþátt inn í vinnutímann? Líta þeir ekki á það sem vinnutap? Eða verður góður vinnukraftur, sem erþað dýrmætasta, sem fyrirtækið hefur betra og glaðara vinnuafl á eftir? Getur leiklist skapað meiri samhug ávinnustað? — Það má deila um list á vinnustöðum. Hún er réttlætan- leg, ef við fáum vinnustaðina? Hana þarf að vanda ekki síður en listflutning í skólum og ann- ars staðar. Stundum hefur það jafnvel viðgengizt að I skjóli listar hefur taumlausum áróðri í þágu öfgastefna verið beitt. — Leiklist flutt á sjúkrahús- um, elli- og dvalarheimilum: Það er að fara með leikhúsið til þeirra, sem ekki komast í leikhúsið til okkar. Hverjir komast ekki í leikhús? Það eru sjúkir og aldraðir. Erum við ekki að fullnægja þörf? Og eig- um við að svipta þá sjúku þeim gleðigjafa sem leiklistin er? AIls ekki. Þvert á móti. Leiklist getur verið lækning. Hún getur verið liður í heilbrigðis- og félagsmálum. — Nú getur einhver spurt sem svo: af hverju öll þessi leiklist utan leikhúsanna. Ann- ars vegar er hún að vekja löng- un — hins vegar fullnægja þörf. En þessi starfsemi kemur auðvitað aldrei f stað leikhús- anna. Þar nýtur leiklistin sín til fulls í sínu rétta umhverfi og þangað viljum við laða fólkið. — Ég geri ráð fyrir, að ungir leikarar taki undir með mér, að þessi starfsemi geri gagnkvæmt gagn. — Reykjavíkurborg hefur óneitanlega veitt listum stuðn- ing, meir en önnur sveitarfélög. Víðs vegar um borgina hefur verið komið fyrir listaverkum okkur til augnayndis og í eigu borgarinnar er allmikið af lista- verkum öðrum eins og fram kom nýlega á listsýningu á Kjarvalsstöðum. — Þetta lofar góðu — því við óskum þess, að Reykjavíkur- borg haldi þessu áfram og auki sinn stuðning við listirnar í framtiðinni. Því eins og segir í frönskum málshætti: — Það er gagnlegt af því það er fal legt. — Og ef það er rétt, að listin geri manninn betri, þá er list lffsnauðsyn. Hvert er hægt að fara með leiklistina út fyrir leikhúsin á meðal fólksins? En hvernig er leiklistarlífinu í höfuðborginni háttað um þess- ar mundir og væri hugsanleg nokkur breyting á því sem er?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.