Morgunblaðið - 05.03.1974, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. MARZ 1974
ÚR FÓRUM FYRRIALDAR
Jón Þorleifsson — Q —
LJÓÐ OG SAGNAMÁL.
107 bls. — Q — Menn-
ingarsj. 1973.
BÓKAUTGÁFA Menningarsjóðs
hefur gefið út að nýju ritsafn
Jóns Þorleifssonar, en það kom
fyrst út 1868 og þá undir umsjón
Steingrims Thorsteinssonar. Um-
sjónarmaður þessarar nýju út-
gáfu er Hannes Pétursson. Hann
segir í eftirmála:
„Jón Þorleifsson verður ekki
talinn tilmeiri háttar skálda, þótt
honum væru gefnir ósviknir hæfi-
leikar til orðlistar og miklar al-
mennar gáfur.“
Hér er sem sagt ekki á ferðinni
eitt af „þjóðskáldunum" sem
börnin læra i skólunum og ræðu-
menn vitna til við hátíðleg tæki-
færi, heldur höfundur sem kunni
að meta stórskáld svo stuðst sé við
orðalag og hugmynd í gamalli
grein eftir Laxness. Þessi litla
bók er eftirtektarverð fyrir ým-
issa hluta sakir. Og skáldskapur-
inn i henni sem er ekki stærri að
fyrirferð en blaðsíðufjöldinn
vitnar um er þeirrar gerðar að
hann á skilið að vera munaður.
Satt er það, Jón Þorleifsson telst
ekki til stórskálda og engin leið að
segja hvort hann hefði komist svo
hátt þó honum hefði enst aldur,
en hann féll frá aðeins 34 ára og
mun löngum hafa bagast af
heilsuleysi þann stutta tima sem
honum entist starfsævi. En hann
hefur verið bókmenntamaður, vel
lesinn I innlendum samtímahöf-
undum og í raun og veru nýjunga-
maður á sinni tið: að taka að
semja skáldsögu rétt eftir miðja
19. öld var hreint ekki svo litið;
veit tæpast hvað nefna skyldi til
samanburðar nú.
Ljóð og sagnamál hefjast á ævi-
ágripi Jóns eftir Steingrim, samið
vegna fyrri útgáfu. Þar segirmest
frá ævi Jóns en minna er fjölyrt
um skáldskapariðkanir hans. Þó
getur Steingrímur þess að hann
hafi ort nokkuð í skóla og lesið
fleira en námsbækurnar, „eink-
um skáldskaparrit". Steingrímur
J. Þorsteinsson sagði um skáld-
sögubrot Jóns, Ur hversdagslíf-
inu:
„Mannlýsingarnar eru ekki sér-
lega glöggar nema helst á flökkur-
unum, Ásgauti og Styrbirni, og af
þjóðháttalýsingum má einkum
nefna verganginn og svo kirkju-
reið. Mikinn hug hefur höfundur
á að boða dyggðir og dagfars-
prýði, og verður það sumt með
ofurviðkvæmni. En helzta ágæti
sögubrotsins er fólgið í stilnum,
sem er með mikilli prýði, sléttur,
lipur og fagur“ (Jón Thoroddsen
og skáldsögur hans).
Hannes Pétursson segir um
sama verk i eftirmála:
„Þótt skáldsögubrotið Ur hvers-
dagsllfinu sé efnislega á mjóum
fótum og á köflum tilfinninga-
samt um of að nútíðarsmekk, þar
sem segir frá hinum „ungu ást-
um“, þá er það verkinu til gildis
að það er samið á lipru alþýðu-
máli síns tima og bregður vissu-
lega upp nokkurri mynd úr hvers-
dagslífi á 19. öld. Gallar sögu-
brotsins eru satt að segja ekki
átöluverðir, ef þess er minnzt að
hér er komin sú tilraun í raun-
verulegri skáldsagnagerð á is-
lenzku sem að aldri gengur næst
Pilti og stúlku, tilraun tæplega
þritugs höfundar sem aldrei gafst
færi á að hripa niður nema fyrsta
Bókmenntir
eftir ERLEND
JÓNSSON
uppkast sögu sinnar og það við
afar bágan hag.“
Steingrimur J. Þorsteinsson gat
þess að Jón hefði orðið fyrir áhrif-
um frá Pilti og stúlku er strax
komi fram í undirtitli sögubrots-
ins: „dálítil frásaga“.
Sé þá Ur hversdagslifinu borið
saman við Pilt og stúlku er að
sjálfsögðu auðsær reginmunur á
þessum tveim „dálitlu frásögum“
— hfnni fyrrnefndu i óhag.
Hins vegar er nú ógerlegt að
segja til um að hve miklu leyti sá
munur stafar af mismunandi
hæfileikum höfundanna annars
vegar eða hins vegar ólíkum að-
stæðum þeirra til skáldskapariðk-
ana en á þeim var sannarlega
mikill munur. Jón Thoroddsen
naut heilsu og lífsgleði, mennt-
aðist erlendis, kynntist fjölskrúð-
ugu mannlífi og lærði af samtiðar-
meisturum heimsbókmenntanna,
en Jón Þorleifsson varð að Iáta
sér nægja sitt íslenská umhverfi,
sem var nú ekki fjölskrúðugt í þá
daga svo vægt sé að orði kveðið.
Bæði hefur hann verið háður þvi
umhverfi sér til baga auk þess
sem hann hefur hugsanlega
fundið að sér þrengt vegna starfs
sins: prestur gat ekki sagt hvað
sem var. Af því kann líka að stafa
sú predikun sem sannarlega lýtir
sögubrotið. Því má segja að til-
raun hans sýni hvaða hængur var
á að setja saman skáldsögu á ís-
landi fyrir meir en hundrað ár-
um; þess konar verk varð þá ekki
hrist fram úr erminni.
Um kveðskapinn er annað að
segja. Þar finnur skáldið sig meiri
heimamann, frjálsari. Jón hefur
átt létt með að yrkja, eins og
kallað var. Það sýnir meðal ann-
ars ljóðabréf sem hann hefur ort
til „kunningja eriendis", kvæði
sem heitir „Eftir veturinn
1854—‘55“ og fleira. Hefur hann
getað brugðið hvoru tveggja fyrir
sig að vera skemmtinn og alvar-
legur. Reynslu lagði lifið honum
til og hana ærna. Einhvem veg-
inn finnst manni hann hafa hitt á
það sem hann vildi sagt hafa, og
það er hreint ekki svo klént þegar
öllu er á botninn hvolft. Hefur
Jón Þorleifsson — á sama hátt og
hann horfði til Pilts og stúlku
eftir fyrirmynd að skáldsögu —
tekið sér Jónas til fyrirmyndar i
kveðskapnum svo ekki hefur
hann nú valið af lakara taginu
lærimeistarana. En vitanlega
hefur hann líka haft í sér þá
alþýðlegu kveðskaparhefð, sem
hvert bam ólst upp við á hans
tima. Stökur (þær eru þarna fá-
einar) hefur hann þó ekki ort
betur en hver annar um þær
mundir nema siður væri; kannski
ekki heldur virt það form eins
mikils og þá ljóðrænu bragar-
hætti sem hann hefur lært af
skáldunum.
Þjóðsöguna Tungustapa skráði
Jón, og rekur hún lestina þarna í
bókinni. Sýnir hún kannski betur
en annað hvað hann i raun og
vem gat; bendir jafnframt til
hvert hann hefði komist i skáld-
sagnarituninni ef honum hefði
enst heilsa og aldur og skáldsögu-
formið hefði þá verið hér jafnrót-
gróið og hin alþýðlega frásagnar-
list: þjóðsagan. Þó nöfn Jóns
Arnasonar og annarra þjóðsagna-
safnara beri ægishjálm yfir söfn-
um þeim sem við þá eru kennd
getur verið fróðlegt að skyggnast
eftir skrásetjumnum, og kemur
þá í ljós að margur góður höf-
undur sem síðan er að fáu getið
hefur lagt hönd að verki. Söguna
Tungustapa hafa víst flestir núlif-
andi íslendingar lesið þar eð hún
er i Lestrarbók Nordals. Þar
stendur hún í samhengi með fá-
einum öðrum úrvalssögum. Hér
er hún innan um annað og annars
konar efni og getur því skoðast I
öðru ljósi. Tungustapi ber öll ein-
kenni alþýðlegrar frásagnarlistar
eins og hún gerðist best, en er
líka skrásett tilgerðarlaust og af
mikilli vandvirkni, enda — eins
og Hannes Pétursson segir, „það
verk séra Jóns sem frægast er og
langlífast mun verða“.
Ljóð og sagnamál em að ytra
útliti geðþekk bók og viúíeildin,
iburðarlaus, en smekkleg, þökk sé
útgefand a og auglýsingastofu
Kristínar.
Urus Jl'"lsson-: Framlengja þarf heimild
til dragnótaveiða fyrir Norðurlandi
FRUMVARP til laga um breyt-
ingu á lögum um veiðar með botn-
vörpu, flotvörpu og dragnót i fisk-
veiði landhelginni, var til umræðu
i neðri deild í gær, og spunnust
þá nokkrar umræður um smá-
hátaútgerð fyrir Norðurlandi og
friðun á hrygningarsvæðum fyrir
Suðurlandi.
Lúðvík Jósepsson sjávarútvegs-
ráðherra fylgdi frumvarpinu úr
hlaði og gerði grein fyrir efni
þeirra breytinga, sem það gerir
ráð fyrir. Er þar um að ræða
leiðréttingu á mistökum, sem
urðu við gerð uppdrátta, þar sem
gleymzt hafði að taka tillit til
þess, að búið var að fella niður
þrjá grunnlínupunkta fyrir
Norðurlandi. Höfðu þessi mistök
það í för með sér, að á stóru svæði
var t.d. Bretum heimilað að
stunda togveiðar, samkvæmt sam-
komulaginu við þá um lausn fisk-
veiðideilunnar, en íslendingum
hins vegar ekki.
Lárus Jónsson (S) gagnrýndi
þessi mistök, þar sem Bretum
væri samkvæmt gildandi lögum
heimilað að veiða á 515 fer-
kilómetra svæði fyrir Norður-
landi en íslendingum ekki. Þá
varpaði hann þeirri spurningu til
ráðherra, hvernig hann hygðist
framfylgja reglunum um friðun á
Selvogsbanka gagnvart Bretum,
sem samkvæmt samkomulaginu
hefðu heimild til að stunda þar
veiðar í nokkru lengri tíma en
íslendingar.
Þá vék þingmaðurinn ennfrem-
ur að stöðu smábátaútgerðar á
Norðurlandi og beindi þeirri
spurningu til ráðherra, hvort ráð-
gert væri að framlengja leyfi til
dragnótaveiða, en þær veiðiheim-
ildir renna brátt úr gildi. Þessar
veiðar væru undirstaða útgerðar
stórs flota smábáta, og væri fyrir-
sjáanlegt, að til vandræða horfði í
þessum byggðarlögum, ef þessum
stoðum yrði kippt undan athafna-
lífinu. Því hefði verið haldið
fram, að þessi veiðitækni væri
skaðlegri fyrir fiskistofnana en
önnur. Sjómenn væru þó ekki á
einu máli um það, og hefðu þeir
oftlega farið fram á, að fram-
kvæmd yrði vísindaleg athugun á
sannleiksgildi þessara staðhæf-
inga, en slik rannsókn hefði ekki
enn farið fram.
Lúðvik Jósepsson sagði, að
ákvörðuninni um frekari
friðunaraðgerðir á Selvogsbanka
hefði verið komið á framfæri við
Breta og ætlaðist rfkisstjórnin að
sjálfsögðu til, að þeir virtu frið-
unaraðgerðirnar jafnt sem Is-
Iendingar.
IÐNAÐARRÁÐHERRA lagði 1
gær fram á Alþingi skriflegt svar
við fyrirspurn Halldórs S.
Magnússonar (SFV) um sjóefna-
verksmiðju á Reykjavesi. Kemur
fram I svari ráðherra, að sam-
kvæmt þeim athugunum, sem
gerðar hafa verið eftir að Rann-
sóknaráð rfkisins skilaði skýrslu
um málið 1972, hefur hagkvæmni
slíks fyrirtækis aukizt.þrátt fyrir
miklar vérðhækkanir á ýmsum
sviðum. Niðurstaða þessara út-
reikninga er sú, að reiknað er
með, að fyrirtækið skili 20% ár-
Iegri ávöxtun stjofnfjár fyrir
skatta miðað við það, að fyrirtæk-
ið standi ekki undir stofnkostnaði
af vegagerð og mannvirkjagerð
við útflutningshöfn.
Varðandi nótaveiðina fyrir
Norðurlandi sagði ráðherra, að í
athugun væri i ráðuneytinu,
hvort framlengja skyldi
heimildina. Engin ákvörðun hefði
þó veriðtekin í því máli. Því væri
ekki hægt að neita, að margs
konar ókostir fylgdu þessari
veiðitækni, og hefði sú stefna að
takmarka þær verið mörkuð sam-
kvæmt óskum útvegsmanna.
Pálmi Jónsson (S) lýsti stuðn-
ingi sinum við frumvarpið og lét
jafnframt í ljós furðu sina á þvi,
að slík mistök skyldu geta átt sér
stað, sem leitt hefðu til þess, að
samkvæmt samkomulaginu við
Breta hefði þeim verið heimiluð
víðtækari veiðiheimild en Islend-
ingum.
1 svari iðnaðarráðherra segir
m.a.:
„Hin tæknilega athugun máls-
ins, 9em Verkfæðistofa Sigurðar
Thoroddsen vann í samvinnu við
bandaríska ráðgjafafyrirtækið
DSS-Enineering, leiddi í ljós, að
allar meginforsendur og tækni-
legt fyrirkomulag, sem gert er ráð
fyrir í skýrslu Rannsóknaráðs
hafa staðizt og eru í samræmi við
niðurstöður tæknilegra rann-
sókna á hliðstæðum verkefnum
annars staðar. Siðan eru gerðar
tillögur um uppbyggingu verk-
smiðjunnar í þrepum á sjö ára
tímabili og um nauðsynlegar
vinnslutilraunir á undirbúnings-
og hönnunartimanum.
Ingvar Gíslason (F) tók undir
orð Lárusar Jónssonar og sagði,
að býsna margt mælti með því, að
veiðiheimildir til dragnótaveiða
yrðu framlengdar, einkum það, að
hér væri um verulegt hagsmuna-
mál að ræða fyrir hlutaðeigandi
útvegsmenn. Stöðvun þessara
veiða myndi hafa í för með sér
ófyrirsjáanlegt tjón fyrir byggða-
lögin.
G uðlaugur Glslason (S) kvaðst
hafa lagt þann skilning i sam-
komulagið við Breta, að því mætti
treysta, að þeir virtu þær frið-
unaraðgerðir, sem íslendingar
beittu sér fyrir, — annað væri
óverjandi. Beindi hann þeirri
spurningu til ráðherra, hvort þess
væri ekki að vænta, að Land-
helgisgæzlunni yrði gert að halda
Niðurstöður af athugun hag-
rannsóknadeildar Fram-
kvæmdastofnunar eru þær, að
þrátt fyrir miklar verðhækkanir á
ýmsum sviðum, frá því að skýrsla
Rannsóknaráðs var gerð, hefur
hagkvæmni fyrirtækisins heldur
styrkzt. Aætlaður stofnkostnaður
verksmiðju hefur hækkað úr
12,24 milljónum dollara í 14,36
milljónir dollara miðað við verð-
lag í október sl. Arlegur rekstrar-
kostnaður hefur hækkað úr 1,72
millj. dollara samkvæmt áætlun
Rannsóknarráðs ríkisins upp i
2,32 millj dollara samkvæmt áætl-
un hagrannsóknadeildar, og er
það aðallega vegna hækkana
iaunaliða á þessu tímabili.
Afurðaverð hefur hins vegar
hrygningarsvæðinu á Selvogs-
banka „hreinu" yfir friðunartím-
ann og bægja burt Bretum jafnt
sem íslendingum.
Lúðvík Jósepsson sagðist skil-
yrðislaust vera þeirrar skoðunar,
að þetta friðunarsvæði yrði að
verja fullkomlega, þannig að frið-
unin yrði raunveruleg. Kvaðst
hann mundu beita sér fyrir þvi,
að Landhelgisgæzlan yrði beðin
um að verja þetta svæði öllum
ágangi.
Varðandi nótaveiðina fyrir
Norðurlandi sagði ráðherra, að í
því máli yrði kannski að fara bil
beggja, þ.e.a.s. að framlengja
veiðiheimildina og láta jafnframt
fara fram athugun áþessum veið-
um. Ekki hefði þó enn verið tekin
nein ákvörðun um slíkt.
einnig hækkað hlutfallslega mik-
ið, og niðurstaðan er sú, að reikn-
að er með, að fyrirtækið skili 20%
árlegri ávöxtun stofnfjár fyrir
skatta miðað við það, að fyrirtæk-
ið standi ekki undir stofnkostnaði
af vegagerð og mannvirkjagerð
við útflutningshöfn. Þessi ávöxt-
un verður að teljast allgóð, og eru
allar horfur á því, að samkeppnis-
staðan batni fremur en hitt, því
að þau erlendu fyrirtæki, sem
framieiða sömu afurðir og salt-
verksmiðjan með eimingu, hljóta
að verða mun meira fyrir áhrif-
um hækkandi orkuverðs en hér-
lent fyrirtæki sem byggir á nýt-
ingu jarðvarma.
Að mínu mati virðist þvi ekkert
þvi til fyrirstöðu, að hafizt verði
handa um undirbúning.sem miðar
að framvæmdum, og hefur iðnað-
arráðuneytið byrjað athugun á
því, með hvaða hætti staðið yrði
að málinu, og mun málið verða
tekið upp ríkisstjórn fljótlega."
Hagkvæmni sjóefna-
vinnslu hefur aukizt