Morgunblaðið - 05.03.1974, Síða 15

Morgunblaðið - 05.03.1974, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. MARZ 1974 15 m v. S ' Israel: Golda reynir enn að mynda stjórn Jerúsalem, 4. marz, AP—NTB. GOLDA Meir forsætisráðherra Israels hætti f kvöld við að segja af sér, að þrábeiðni samstarfs- manna sinna í Verkamanna- flokknum og að tihnælum forseta landsins Ephraim Katzirs, sem hún ræddi við stundarlangt í dag. Skýrði forsetinn frá þessu I kvöld og kvað sér það mikla ánægju, að IVIeir mundi halda áfram tilraunum sfnum til stjórnarmyndunar ajn.k. fram til miðnættis nk. miðvikudag. Golda Meir sat á stöðugum fundum í allan dag með ráðherr- Mynd þessi var tekin af Haile Selassie, keisara Eþíopiu i síðustu viku er hann ávarpaði hermenn í Addis Abeba. Ennþá ólga 1 Eþiópíu Ný stjórn tekin við völdum Addis Abeba,,4. marz, AP—NTB. NY stjórn tók við völdum f Eþfópfu í dag undir forystu Endals Katchews Makonnens. Höfðu forystumenn uppreisnar- sveita hersins viðurkennt ráð- herralista Makonnens, sem hann birti í gærkveldi, og stóðu vonir til, að nú yrði endi bundinn á það óvissuástand, sem rfkt hefur f landinu eftir uppreisnina f síðustu viku. Síðustu fréttir herma hins vegar, að enn sé ólga meðal stúdenta, verkamanna og hersveita og haft er eftir áreiðan- legum heimildum, en óstaðfest, að þrjátfu fangar hafi látið lífið og þrfr fangaverðir særzt f dag f átökum, er urðu í Akakifangels- inu f Addis Abeba, höfuðborg landsins. Skothríð heyrðist frá fangels- inu, en lögreglumenn beittu kylf- urr. til að varna mönnum að komast þar nærri. Heim- ildir herma, að átökin hafi orðið af þeim orsökum að heimsóknir til fanga hafi ver- ið bannaðar frá því herinn gerði uppreisn, en fangarnir séu háðir matargjöfum skylduliðs, eigi þeir að komast af. Sjúkrabifreiðar sáust á leið til og frá fangelsinu, sem er rétt hjá aðalskrifstofu Afrísku einingar- samtakanna. í fangelsinu eru sagðir um 200 fangar í haldi. Allt var með kyrrum kjörum í Eþíópíu um helgina og á laugar- dag var tilkynnt, að einangrun hafnarborgarinnar Asmara væri á enda. Flugsamgöngur voru aftur orðnar eðlilegar og opin- berir starfsmenn og ráðherrar, sem handteknir voru, höfðu verið látnir lausir. Nú hafa ýmsir for- ystumenn námsmanna, verka- manna og hermanna lýst því yfir, að þeirmurii halda áfram baráttu fyrir endurbótum í landbúnaðin- um, stofnun stjórnmálaflokka og prentfrelsi. Einhver átök munu hafa orðið milli hermanna í norðurhluta Eþíópíu og sveita úr frelsishreyf- ingu Eritreu, sem eru sagðar hafa ætlað að notfæra sér uppreisnar- ástandið í landinu til eflingar bar- áttu sinni fyrir sjálfstæði Eritreu. Haile Selassie keisari hét á laut, dag að verða við kröfum hermanna um 40% hækkun launa og að allar kröfur þeirra aðrar skyldu teknar til athugunar. Hann hefur sömuleiðis rekið úr starfi sonarson sinn, Eskindar Destra, sem var yfirmaður flota Eþiópíu, sem í eru 1700 menn. Destra er sagður hafa flúið á náðir franskrar herstöðvar meðan á uppreisninni stóð. Haft er eftir vestrænum sendi- mönnum í Addis Abeba, að góðar vonir séu til þess, að nýju stjórn- inni takist að koma á ýmiss konar endurbótum i Eþíópfu. Tekið er fram, að tveir hinna nýju ráð- herra, innanrfkisráðherra og við- skipta- og iðnaðarráðherra, séu kunnir framfarasinnar. Farþegum sleppt úr vél í whiskylogum Sovézkir fangar 1.7 millj. — segir Sakharov Moskvu, 4. marz.NTB. SOVÉZKI kjarnorkuvfsinda- maðurínn Andrei Sakharov sagði I gær, að 1,7 milljón manna væru I fangelsum og fangabúðum I Sovétrfkjunum og sættu illri meðferð. Hann skoraði á Rauða krossinn og aðra aðila að sker- ast I leikinn og binda enda á brot á mannrettindum í Sovétrfkjunum. Vestrænir sérfræðingar hafa talið, að um 1 milljón manna sé f rúmlega 900 fang- elsum og vinnubúðum f Sovét- ríkjunum, þar af 22.000 póli- tlskir fangar. Sakharov sagði, og þótt tfma Stalínsógna væri lokið, lifði fólk ennþá í sama andlega andrúmi og þá skapaðist. Amsterdam, 4. marz.NTB. AP. HOLLENZKA Iögreglan yfir- heyrði f dag tvo arabfska hryðju- verkamenn, sem rændu brezkri flugvél á leið frá Bombay til London í gær og kveiktu í henni eftir lendingu áSchipholflugvelli skammt frá Amsterdam með því að leggja eld að whisky-birgðum hennar. Þeir segjast heita Abou Said og Abou Ali og vera félagar í sam- tökum, sem kalla sig „Þjóðfrelsis- fylking æskunnar", en hafa verið mjög tregir til að segja lögregl- unni frá ráninu. Þeir leyfðu 92 farþegum og 10 manna áhöfn vélarinnar að fara út um neyðarútgang áður en loga fór I flugvélinni, en allir urðu að skilja eftir vegabréf og aðrar eig- ur um borð. Flugstjórinn, Colin Harrison, sagði, að ræningjarnir hefðu ruðzt inn í flugstjórnarklefann tveimur timum eftir millilend- ingu I Beirút. Honum var fleygt út úr klefanum og aðstoðarflug- mennirnir urðu að fljúga vélinni til Amsterdam. Harrison flugstjóri hrósaði far- þegunum fyrir ótrúlega hugarró, þegar Arabarnir helltu úr 30 flöskum af whisky i farþegarým- inu og hótuðu að kveikja í. Blaðamaður The Times, sem var um borð, segir, að Arabarnir hafi kallað ránið hefndaraðgerð. Þeir sögðu, að bandarískar flug- vélar hefðu notað Heathrowflug- völl þjá London fyrir bækistöð til njósna yfirEgyptalandi í október- striðinu í fyrra. Áður en ræningjarnir kveiktu í flugvélinni hótuðu þeir að sprengja hana í loft upp yfir Norðursjó ef Grikkir slepptu ekki tveimur arabískum hryðjuverka- mönnum, sem hafa verið í haldi siðan fjöldamorðin á Aþenuflug- velli voru framin í ágúst í fyrra. „Mér fannst skammarlega illa farið með gott whisky,“ sagði Harrison flugstjóri um það tiltæki ræningjanna að kveikja i flugvél- inni með whisky-birgðum hennar. um og öðrum forystumönnum Verkamannaflokksins, sem hver af öðrum hvatti hana til að halda áfram starfi forsætisráðherra. Hún hafði í gær gefizt upp við stjórnarmyndun og tilkynnt, að hún mundi draga sig i hlé vegna þeirrar gagnrýni, sem minni- hlutastjórn, er hún var að mynda, mætti innan þingflokksins, eink- um af hálfu Moshe Dayans fyrrv. landvarnaráðherra, sem neitaði að gegna embætti í nýju stjórn- inni, taldi hana of veika. Tilkynning hennar um afsögn kom mjög á óvart, enda þótt vitað væri, að hún væri farin að þreyt- ast á deilunum innan flokksins og erfiðleikunum við stjórnarmynd- unina. Ljóst var hins vegar, að flokkurinn gæti ekki komið sér saman um nýjan forsætisráðherra að svo stöddu, en Golda Meir, sem er 75 ára að aldri, hefur veitt stjórn Israels forystu frá því árið 1969. Haft er eftir áreiðanlegum heimildum, að Meir hafi sagt á fundi með flokksmönnum sínum i gær, að hún hefði betur sagt af sér sl. haust, í ágúst eða septem- ber, áður en októberstyrjöldin hófst. Hún bar þó áf sér þær sakir, sem andstæðingar hennar hafa borið á hana, að stjóf nih haíi ekki verið undir stríðið búin. „Eg vísa á bug ásökunum um, að við höfum brugðizt þjóðinni," á hún að hafa sagt á fundinum. „Hvorki stjórnin né nokkrir aðrir brugð- ust.“ Sömu heimildir herma, að algert uppþot hafi orðið á fund- inum eftir að Golda Meir til- kynnti afsögn sína, eftir harða gagnrýni á skipan minnihluta- stjórnar, þar sem hún gerði ráð fyrir að Yitzhak Rabin fyrrver- andi sendiherra ísraels í Washington gegndi embætti land- varnaráðherra I stað Dayans. Hún lét uppþotið ekkert á sig fá held- ur gekk af fundi og ók burt. Eftir að hún var farin var hald- in atkvæðagreiðsla um nýju stjórnina og hún samþykkt með 50 atkvæðum gegn 11. Það, sem mun hafa valdið úr- slitum um afstöðu Goldu Meir í gær, var óvænt gagnrýni af hálfu Yitzhak Ben Aharon fyrrverandi leiðtoga verkalýðssamtakanna, sem sagði, að stjórnin, sem hún hefði í hyggju, væri of veik til að ráða við þann efnahagsvanda, sem að ísrael steðjaði. Solzhenitsyn varar við „þjóðarógæfu” Stríð við Kína ógnar París,4. marz.NTB. RITHÖFUNDURINN Alexand- er Solzhenitsyn varar I opnu bréfi, sem var birt um helgina í Parls, við þjóðarógæfu, sem geti dunið yfir Sovétrfkin ef valdamennirnir f Kreml segi ekki skilið við marxismann og reyni ekki að heyja hugsjóna- legt stríð við Kínverja. Hann segir í bréfinu, að 66 milljónum manna hafi verið út- rýmt af pólitískum, efnahags- legum eða stéttalegum ástæð- um í Sovétríkjunum síðan bolsévíkar brutust til valda 1917. Solzhenitsyn skorar á valda- mennina að innleiða mannrétt- indi, fullkomið trúfrelsi, algert prentfrelsi og gera þeim, sem aðhyllast ekki kommúnisma, færi á að verða kjörnir til opin- berra embætta. Hann óttast, að hugsanlegt strið við Kinverja standi í 10—15 ár og kosti 60 milljón mannslíf. Afleiðingin verði alger tortíming sovézku þjóðar- innar og Solzhenitsyn spyr, hvort dauð hugmyndafræði sé þess virði að greiða hana því gjaldi. Bréfið er 9.000 orð og ber yfirskriftina „Bréf til leiðtoga Sovétríkjanna". Það var skrifað I september I fyrra áður en blaðaherferðin gegn honum hófst vegna „Eyjahafsins Gulag“. Hann hefur ekki fengið svar frá sovézkum leiðtogum og heldur ekki staðfestingu á, að þeir hafilesið bréfið. í formála segir, að bréfið sé skrifað með aðeins eitt I huga: hvernig hægt sé að forðast þá þjóðarógæfu, sem ógni Sovét- ríkjunum, og hvaða raunhæfar ráðstafanir sé hægt að gera til þess að forðast hana. Rithöfundurinn segir, að Kína sé eina ógnunin, sem Sovétríkin búi við. Hann telur, að hernaðarþarfir Sovétríkj- anna séu ofmetnar og að mikinn hluta þess fjár, sem renni til hernaðarþarfa, ætti að nota tilþess að efla efnahagslif Sovétrikjanna. Solzhenitsyn telur, að bréf sitt sé sniðgengið af tveimur ástæðum: vegna blaðaher- ferðarinnar og takmarkaðs vilja sovézkra ráðamanna til að horfast í augu við fortiðina. Hann telur, að sannleikurinn muni renna upp fyrir sovézkum valdamönnum og bindur vonir sínar við nýtt „Krúsjeffskrafta- verk“, eins og hann orðar það.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.