Morgunblaðið - 05.03.1974, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 05.03.1974, Qupperneq 16
J0 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. MARZ 1974 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar Áskriftargjald 360,00 í lausasölu 25, hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson. Þorbjorn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, simi 10 100. Aðalstræti 6. simi 22 4 80. kr. á mánuði innanlands. 00 kr. eintakið. Aundanförnum árum hefur athygli fólks beinzt í vaxandi mæli að málefnum aldraðra. Eins og á fleiri sviðum félags- legra málefna hefur Reykjavíkurborg, undir forystu sjálfstæðismanna, verið í fararbroddi og þær umbætur, sem orðið hafa á vettvangi borgarinnar í málum eldra fólks taka langt fram því, sem gert hefur verið á vegum ríkis- ins. Er þetta enn eitt dæmi um, að Sjálfstæðisflokkur- inn er umbótasinnaðri í félagslegum málefnum heldur en vinstri flokkarn- ir. Um nokkurra ára skeið hefur Reykjavíkurborg unnið að því að koma upp íbúðum, sem sérstaklega henta öldruðu fólki. Á ár- inu 1966 voru teknar í notkun fyrstu íbúðirnar, sem byggðar voru í þessu skyni, i háhýsi við Austur- brún. Þar voru bvggðar 69 íbúðir ætlaðar öldruðum, öryrkjum og einstæðum mæðrum. Tæplega helm- ing þessara íbúða var út- hlutað til aldraðra. Fyrir tveimur árum var svo tekið í notkun hús við Norður- brún, sem er hið fyrsta hér á landi, sem er byggt miðað við sérþarfir aldraðs fólks. í húsi þessu eru 60 íbúðir. Þá er nú stefnt að því að hefja byggingu húss við Furugerði, með 74 íbúðum, sem eru hannaðar fyrst og fremst í þágu aldraðs fólks. Birgir ísl. Gunnarsson, borgarstjóri, gerði málefni aldraðra að umtalsefni í eftirtektarveðri grein hér í Morgunblaðinu í fyrradag en í henni vakti hann at- hygli á þeirri vakningu, sem orðið hefur í málefn- um eldra fólks á síðari ár- um. 1 grein þessari bendir borgarstjóri á þá varhuga- verðu þróun, að unga fólk- ið flykkist í ný úthverfi en gamla fólkið verði eftir í gömlu hverfunum og segir í því sambandi: „Mikilvægt er, að húsnæðislánakerfið sé vakandi í þessu efni og fólk geti átt kost á jafnhá- um lánum, þótt það sé að kaupa sér eldri íbúð og það getur fengið við kaup á nýrri íbúð. Eins og kerfið er nú, hvetur það raun- verulega ungt fólk til að sækja út í úthverfin og festa kaup á nýjum íbúð- um. Margar aðrar ráðstaf- anir er hægt að gera til að auðvelda öldruðu fólki að búa sem lengst í sinum heimahúsum. I því sam- bandi er rétt að minna á, j að Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar veitir fyrirgreiðslu um útvegun heimilishjálpar og Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur um útvegun heimahjúkr- unar. Hvor tveggja þessi starfsemi er mjög mikil- væg og léttir undir með mörgu öldruðu fólki og er raunar forsenda þess í mörgum tilvikum, að það geti búið í sínum heima- húsum.“ Birgir ísl. Gunnarsson, borgarstjóri, víkur síðan í grein sinni að margvíslegri fyrirgreiðslu borgarinnar við aldraða og seg- ir: „Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar veitir öldruðum aðstoð við lausn persónu- og fjárhagslegra vandamála og gefur upp- lýsingar um velferðarmál aldraðra almennt. Mikil vinna er lögð í fyrir- greiðslu við ellilífeyris- þega og þeir aðstoðaðir við að ná sínum fyllsta rétti í tryggingakerfinu. Ýmiss konar kvenfélög safnaða Reykjavíkurborgar vinna mikið starf í þágu aldraðra og hefur borgin tekið upp skipulagt samstarf við slíka hópa. Hér má nefna Kvennadeild Rauða kross íslands, sem hefur tekið upp á sína stefnuskrá ýmiss konar þjónustu við aldraða þ.á.m. heim- sóknarþjónustu." Borgarstjóri fjallaði síð- an um framtíðarverkefni í málefnum aldraðra í grein sinni og sagði: „Langlegu- deildir skortir tilfinnan- lega við öll sjúkrahús borg- arinnar. Það er alltof al- gengt, að aldrað fólk, sem er meira og minna sjúkt, sé sent heim af sjúkrahúsum, þar sem rýma þarf til fyr- ir öðrum sjúklingum, sem þarfnast aðgerðaeðaaðkall andi meðferðar. Sjúkra- húsin verða því að koma sér upp langlegudeildum, sem geti annað þessu hlut- verki. I þessu efni er rétt að minnast áhjúkrunar- og endurhæfingardeild þá, sem komið hefur verið upp við Borgarspítalann við Grensásveg. Sú deild er að vísu ekki bundin við aldrað fólk eingöngu, heldur sjúklinga á öllum aldri, sem þarfnast endurhæfing- ar, en ljóst er, að verulegur hluti af sjúklingum þar er aldrað fólk. Þá er nú í und- irbúningi við Borgarspítal- ann bygging álmu, sem hugsuð hefur verið, sem langlegudeild, þar sem þeir sjúklingar, sem ekki þurfa stöðuga meðferð, en þó hjúkrun, geta fengið legu- rými. Þá er nauðsynlegt að koma upp dvalarheimilum fyrir einstæðinga, sem af ýmsum ástæðum geta ekki dvalið í heimahúsum, þótt þeir séu við sæmilega heilsu. Hjúkrunarheimili fyrir lasburða fólk þurfa og að rísa, þar sem fólk geti fengið sæmilega umönnun og hjúkrun, þótt ekki þurfi það stöðugrar læknismeð- ferðar við.“ Grein Birgis Isl. Gunn- arssonar, borgarstjóra, sýnir, að ráðamenn Reykjavíkurborgar gera sér glögga grein fyrir þeim brýnu verkefnum, sem vinna verður að til þess að bæta aðstöðu eldra fólks í borginni. Meirihluti sjálf- stæðismanna í borgar- stjórn hefur þegar tekið merkilegt frumkvæði í þeim efnum og bersýnilegt er, að undir forystu Birgis ísl. Gunnarssonar verður áfram haldið á þeirri braut. MÁLEFNIALDRAÐRA Helgi Hálfdanarson: Orð á glapstigum í máli voru kemur það fyrir, að einstök orð fari að ókyrrast i merkingu sinni, flosni jafnvel upp af þeim hugtökum, sem þau hafa búið á, og fari á flakk. Slíkt staðfestuleysi getur orðið vondur ljóður á ráði góðra orða. Fyrir nokkrum árum varð mér það á, að út úr mér hrökk orðið skjár um sjónvarpið. Sið- an var ég einatt að glettast með nafngift þessa við kunningja mína, að þetta yrði á skjánum í kvöld, þessi náungi hefði komið á skjáinn í gær, o.s.frv. Auðvit- að var þar höfð í frammi nokk- ur óvirðing, enda augljóst, að slikt er stílgildi orðsins í því- Iíku tali. Og aldrei hefði mér til hugar komið, að skjár ætti að festast við þetta tæki sem opin- bert og virðulegt heiti, fyrr en nú nýlega, að ég hef séð og heyrt orðið notað á þann hátt. Þá orðbeitingu tel ég harla var- hugaverða og vildi mega ráða frá henni. Orðið skjár (og kvenkyns- myndin skjá) merkir, sem kunnugt er, þunnt skinn (svo þunnt, að skín í gegn) og þess vegna einnig gluggi úr slíku skinni. Þess háttar gluggar tíðkuðust hér áður fyrr; þeir miðluðu nokkurri birtu, en gegnum þá varð ekki séð. Skjár var slæmur gluggi og lítilmót- legur; og sú staða hans setur stilsvip á orðið, þegar það er haft um annað, t.d. um augu, svo sem altítt er. I gamankvæði Jóns Helgasonar segir „bænd- urnir gienntu upp skjáina", og hafa þeir þá naumast verið ýkja fráneygir; skjáirnir eru þar í stíl við sögnina að glenna. Nú segir einhver, að ekki komi fortið orðsins að sök, það verði ekki lengur notað í fyrri merkingu og muni snarlega koma sér upp nýjum svip í svo virðulegu embætti. Víst kynni svo að fara, og væru þá framin málspjöll; þörfum málsins á einu sviði væri fullnægt með því að gera það fátækara á öðr- um vettvangi. Oft er svo kallað, að „dauð“ orð, sem breyttir þjóðhættir hafi kistulagt, skuli vakin til nýs lífs í nýrri merkingu. Sú aðferð, sem við er átt, getur stundum komið sér vel. En þar er ráðlegt að fara að öl.lu með gát. Hvað er dauð fslenzka? Er orðið skjár dauð íslenzka, þó að arkítektar nú á dögum kunni ekki á þess konar glugga? Ætti sláttuvélin að dæma til dauða orðið orf, þótt amboðið, sem það táknar, sé nú hætt að auka bændum gigt? Á það svo að bfða þess i orða-líkhúsinu að verða vakið upp tilmerkingar á einhverju tryllitæki, sem fram- tíðin kann að luma á? Eða ætti sement og rafmagn að kviksetja drjúgan orðaforða fslenzkrar menningarsögu? Nú er auðvitað, að tvíræð orð og margræð eru fjölmörg í voru máli sem öðrum, og hefur ekki þótt koma að sök. Það fyrirbæri er eðlilegt, og af því hefur sprottið mörg skemmtileg gát-. an. Þó væri þar kominn miðl- ungi góður leiðarvísir um sjálf- ráða málþróun. Að jafnaði hlýt- ur það að teljast varhugaverð ráðdeild að hlaða nýjum merk- ingum á þau orð, sem fyrir eru í málinu, enda þarflaus átroðn- ingur, því seint þrýtur islenzka tungu frjómagn. Það heyrist æði oft, að málið megi ogjafnvel eigi að breytast með breyttum tímum. Þetta er háskaleg kenning. 1 henni leyn- ist ekkert minna en afsal þeirra menningarmæta, sem vér höf- um ein fram að bera til trausts vorum tilverurétti. Og bók- menntaþjóð með fullkomið skólakerfi er allsendis vor- kunnarlaust að varðveita tungu sina óbreytta. Rétt er það vita- skuld, að málið á sí og æ að laga sig að nýjum þörfum; en ekki með því að „breytast“, heldur með því einu að vaxa. Og málið á að vaxa linnulaust, bæði fyrir orðsmfð og fyrir orðtöku þegar hennar er þörf. En gegn breyt- ingum málsins, öðrum en vexti þess, þarf að sporna með öllum ráðum. Hitt er svo annað mál, að orð- ið skjár hlaut að fá nýtt stíl- gildi, þegar glergluggar urðu algengir; þó því aðeins að merkingþess breyttist ekki. Og dapurlegt væri, ef niðjar vorir teldu, að bændurnir, sem „glenntu upp skjáina“ i kvæði Jóns Helgasonar, hefðu opnað sjónvarpið til að fá fregnir af görpum þeim, sem um var ort. Nú er margt af fjölræðum orðum til komið fyrir mynd- hvörf; en þá er einatt ekki um eiginlegan merkingamun að ræða, heldur lymsku af þvi tagi, að orð, sem merkir gluggi, er einnig haft um augu. Hin myndhverfa merking heldur síðan svip síns foreldris, þótt leiðir skilji. Af skjá er t.d. myndað orðið skjáta, sem þess vegna þýðir skinnpjatla, en fær síðan fyrir myndhvörf merkinguna horgrind (þ.e. skinnið og beinin), og loks vesall kvenmaður og lítilmót- legur. Vegna uppruna síns yrði skjáta sennilega aldrei haft um auglýsta fegurðardís eða for- mann kvenfélagsins, nema þá af dónaskap. Sama merkingar- feril þræðir orðið ræfill, sem vegna myndunar sinnar merkir rifin tuska, en fær fyrir mynd- hvörf merkinguna hræ („ræfill rifinn upp úr svelli"), og er þá skammt í að það sé haft um manneskju. Ekki gæti það þó, vegna uppruna síns, komið í stað hins skelfilega tízkuorðs framámaður, sem um sinn hef- ur kaffært mikinn sæg af prýði- legum orðum; það yrði einungis haft um alltaðra manngerð, nema illt innræti stjórnaði stíl. Sé sjónvarpstæki líkt við glugga, þaðan sem sjá má um víða veröld, skýtur skökku við, ef notað er orðið skjár, því það merkir einmitt þá sérstöku tegund glugga, sem ekkert sést i gegnum, og er bráðlifandi í þeirri merkingu. Það er eins og að kalla kvenfélagsformann skjátu eða framámann ræfil. Svo mun kallað, að orðið skjár hafi verið sett í stað töku- orðsins skermur, sem annars merkir hlíf og virðist ekki eiga hingað neitt erindi. Ekki er það í sjálfu sér illa til fundið að gripa hér til rótarinnar í orðinu skjár, sem meðal annars hefur getið af sér sagnirnar að skina og að skima, sem merkir að líta í kringum sig, horfa, skyggnast um. Þar i grennd er m.a. nafn- orðið skimi, sem orðabækur nútimamáls vilja ekki við kannast i þeirri mynd, en í fornu máli merkir ljómi eða mild birta. Ef til vill mætti þetta orð leysa skerminn af hólmi; merkingar vegna gæti það jafnvel legið beint við. Kannski mætti einu gilda, hvort forsetningin með því væri i eða á. Ur þessu gætu málfræðingar eflaust skorið. Yrði þá sagt á skimanum og á skimann (en ekki á skjáinn nema i hálfkæringi!) Vart er að efa, að urmull af nothæfum orðum liggur á lausu, ef að er hugað. Óvíst er samt, hvort hér verður aftur snúið, úr því sem komið er, þótt auðvelt væri. En þá vildi ég mega benda á þetta skjá-slys sem víti til varnaðar, þegar um er að ræða viðgang íslenzkrar tungu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.