Morgunblaðið - 05.03.1974, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. MARZ 1974
Maqnús Guðmundsson
Hnífsdal — Minning
Góður vinur, félagi og sam-
ferðamaður um langa ævi, hefir
nú lagt upp í hina óþekktu ferð,
sem öllum er fyrirhuguð fyrr eða
seinna álifsleiðinni.
Ég vil í fám orðum minnast að
nokkru góðs borgara í Hnífsdal,
sem lengi vann við sama fyrirtæki
og ég, enda báðir hluthafar i því.
Magnús Guðmundsson lézt á
fjórðungssjúkrahúsinu á ísafirði
20. febrúar sl. eftir skamma legu.
Magnús Guðmundsson var
fæddur að Fossum í Skutulsfirði
3. des. árið 1900. Foreldrar hans
voru myndarhjónin Elisabet
Sturludóttir, ættuð frá Aðalvík og
Guðmundur Jónsson frá Kirkju-
bóli í Skutulsfirði, sonur Jóns
Hallórssonar bónda og hrepp-
stjóraþar.
Foreldrar Magnúsar eignuðust
6 börn, en misstu fyrsta barnið í
æsku, hin komust öll til fullorðis-
ára og urðu ágætir borgarar í
Hnifsdal. Öll eru þau nú dáin
nema yngri dóttirin frú Sigríður,
sem heima á i Hnífsdal og er gift
Ingimar Finnbjörnssyni útgerðar-
manni. Magnús fluttist með for-
eldrum sinum til Hnífsdals 9 ára
gamall og átti heima þar til ævi-
loka.
Strax og hann óx úr grasi,
reyndi hann að verða foreldrum
sinum sú stoð, er þroski hans og
kraftar leyfðu. Hann byrjaði
snemma að sækja sjó, fyrst á ára-
bátum en síðar á mótorbátum og
togurum.
Á þeirri tíð var fárra annarra
kosta völ með atvinnu fyrir unga
menn á þessum hjara, sem ábata-
von var í, það var því ekki nema
að vonum, að sjórinn freistaði táp-
mikilla ungra ungra manna.
Magnús tók skipstjórapróf hið
minna og öðlaðist réttindi til að
stjórna mótorbátum í heimabyggð
sinni. Ekki leið á löngu þar til
hann gjörðist formaður á mótor-
bátum í Hnífsdal og var það um
nokkurt árabil og farnaðist það
ágætlega í alla staði og giftusam-
lega, því að hann henti aldrei slys
á mönnum eða skipi, enda mjög
gætinn og athugull formaður.
MagnúsGuðmundsson kvæntist
29. júnf 1929 eftirlifandi konu
t
SIGRÍÐUR VALDÍS
ELÍSDÓTTIR
frá Neðri-Bakka
I Nauteyrarhreppi,
andaðistá Reykjalundi 1. þ m.
Fyrir hönd föður hennar
Guðjón Guðmundsson.
sinni frú Margréti Halldórsdótt-
ur, velgefinni myndarkonu, sem
bjó honum indælt heimili. Mar-
grét var dóttir merkishjónanna
Guðríðar Mósesdóttur og Halldórs
Pálssonar, en þau hjón voru mjög
þekkt á sinni tíð í héraðinu. Hali-
dór Pálsson, sem lengi hafði verið
formaður og útvegsmaður í Hnifs-
dal fórst með bát sínum og allri
skipshöfn í marzmánuði 1933 í
aftaka veðri. Við svo váleg tiðindi
var lengi skarð fyrir skildi f
heimabyggð hinna horfnu manna
og ekki sizt formannsins, sem
hafði verið ötull og dugandi for-
maður um langa ævi og af lamaður
svo af bar.
Magnús Guðmundsson tók mik-
inn þátt i íþróttum á yngri árum
sínum f ungmennafélaginu Þrótti,
sem um þær mundir starfaði með
miklum blóma að hvers konar fé-
t Okkar hjartkæra móðir DAGBJÖRT BERGMANN, Stóragerði 18, andaðistað Borgarspítalanum 3. þ.m. Systkinin.
Eiginmaður minn og faðir ^ h
VILHJÁLMUR KRISTJÁNSSON,
Háteigsvegi 25.
andaðist í Borgarspitalanum sunnudaginn 3. marz.
Sigriður Sigurjónsdóttir,
Anna Vilhjálmsdóttir.
Maðurinn minn og faðir okkar
SIGURÐUR BREIÐFJÖRÐ ÞORSTEINSSON,
bifvélavirki, Bogahllð 1 2
Móðir okkar. t MARGRÉT JÓNASDÓTTIR,
frá Syðri-Brekkum,
i Skagafirði,
lézt í Landakotsspítala, laugardaginn 2. marz.
Pálína Guðvarðardóttir, Ingunn Guðvarðardóttir, Kristín Guðvarðardóttir.
andaðist aðfararnótt laugardagsins 2 marz.
Guðlaug Kristjánsdóttir og börn.
Móðir min
ANNE MARGRÉT GUÐMUNDSDÓTTIR,
andaðist að Hrafnistu að morgni 4. marz
Karla Nielsen.
Maðurinn minn og faðir okkar
GUOMAR JÓN KRISTINSSON,
rafvirki, Hrfsey,
sem andaðist 26. febrúar verður jarðsunginn í Hrísey, fimmtudaginn
7. marz kl 2 e h.
Ólöf Friðriksdóttir,
Sæbjörg Jónsdóttir, Kristfn Jónsdóttir.
t
Ástkæri eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
EINAR ÖGMUNDSSON,
vélstjóri,
Þórustfg 20, Ytri-Njarðvik,
lést í Borgarspítalanum, 3. marz 1 974.
Sigriður Hafliðadóttir, börn, tengdabörn og barnabörn.
...
t
Hjartkær eiginmaður minn og faðir,
SIGURÐUR E. STEINDÓRSSON,
Látraströnd 11, Seltjarnarnesi,
lést að morgni 4 marz.
Petrfna Jónsdóttir og börn.
t
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
SIGVALDI SIGURBERGUR SVEINBJÖRNSSON,
fyrrverandi skipstjóri,
Brekkugötu 1 2, Hafnarfirði,
andaðist 2. marz i Borgarspítalanum.
Ingibjörg Þorsteinsdóttir,
fris S. Sigvaldadóttir, Olgeir Friðgeirsson,
Þorsteinn S. Sigvaldason, Guðleif Jóhannesdóttir,
Árni S. Sigvaldason. Sigríður Tómasdóttir
og barnabörn.
Maðurinn minn
JÓN ARASON JÓNSSON, málarameistari, Akureyri,
sem lézt 2 6. febrúar verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju, fimmtu- daginn 7 marzkl. 1.30.
Hjördis Stefánsdóttir.
t
Jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu
ÓLAFlU G. HAFLIOADÓTTUR,
Stórholti 43,
fer fram frá Fossvogskirkju, miðvikudaginn 6. marz kl. 1 3.30.
Sigrfður Ólafsdóttir, Björn Óskarsson,
Margrét Sigbjörnsdóttir, Guðmundur Óli Ólafsson
og barnabörn.
t
Konan mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma
STEFANÍA BJARNARSON,
Hraunbæ 54. Revkiavfk
verður jarðsungin miðvikudaginn 6. marz frá Fossvogskirkju kl. 3 e h
Stefán Bjarnarson
Pétur Bjarnarson Guðrún Helgadóttir
Sigurður Bjarnarson Jóna Þorláksdóttir
Anna Bjarnarson
Björn Bjarnarson
Jón Bjarnarson
og barnabörn.
Páll Björnsson
Sigrfður Stefánssdóttir
Hulda Daníelsdóttir
lags- og menningarmálum.
Magnús var mörgum íþróttum bú-
inn, góður leikfimismaður og
glímumaður svo að eftirtekt vakti.
Hann hafði góða skemmtun af
þessu tómstundastarfi sinu. Að
eðlisfari var Magnús hlédrægur
og fáskiptinn um annarra hagi, en
traustur og vinur vina sinna.
Á tímabili stundaði hann fisk-
veiðar á togurum syðra og reynd-
ist þar mjög hlutgengur sem dug-
mikill starfsmaður og ágætur fé-
lagi. Um árabil var hann í kirkju-
kór Hnífsdalssóknar og vann þar
ágætt starf og lét sig sjaldan
vanta.
Magnús Guðmundsson kom
fljótt við sögu Hraðfrystihússins
h/f, þvi hann vann að byggingu
þess, ásamt öðrum og gerðist
fyrsti vélstjóri fyrirtækisins, er
það hóf starfsemi sína 1942. í því
starfi var hann, þar til hann gerð-
ist verksmiðjustjóri fiskimjöls-
verksmiðju fyrirtækisins, sem var
reist sumarið 1955, og gegndi því
starfi til ársins 1970, er bréyting
varð á þeim þætti fyrirtækisins.
— Þó hélt hann áfram störfum
hjá Hraðfrystihúsinu h/f allt til
hins síðasta.
Þau hjón Margrét og Magnús
eignuðust einn son barna, Hall-
dór, sem að sjálfsögðu var þeim
mjög kær. Fyrir löngu siðan hef-
ur Halldór gifst ágætri og dug-
mikilli konu, sem alið hefir hon-
um myndarleg börn, sem lengi
hafa verið augasteinar afa síns og
ömmu.
Magnús Guðmundsson lét sér
mjög annt um heimili sitt og léf
einskis ófreistað til þess að hlúa
að því. Heimilislífið var með þeim
brag, að ekki varð á betra kosið.
Þau höfðu gaman af gestakomu,
enda stundum margir vinir og
kunningjar í heimsókn, sem og
ættingjarþeirra.
Þegar Magnús Guðmundsson er
nú horfinn yfir móðuna miklu, vil
ég leyfa mér í nafni eigenda og
stjórnar Hraðfrystihússins h/f,
sem hann lengi átti setu I, að
þakka honum löng og farsæl störf
í þágu fyrirtækisins fyrr og siðar.
— Þá leyfi ég mér og að færa
honum kærar kveðjur frá vinnu-
félögum og öðrum samferða-
mönnum fyrir margar ánægju-
stundir.
Eftirlifandi ekkju Mangúsar,
frú Margréti, færi ég mínar inni-
legustu samúðarkveðjur, sem og
Halldóri syni þeirra og fjölskyldu
hans, og bið þeim blessunar Guðs
um alla framtíð. Magnúsi Guð-
mundssyni, hinum horfna sam-
ferðamanni og vini, bið ég Guðs
blessunar.
Einar Steindórsson.
t
Bróðir okkar,
HÁKON JÓNSSON,
Hringbraut 82,
verður jarðsunginn frá Fossvogs-
krikju, fimmtudaginn 7 marz kl.
13.30. Fyrir hönd aðstandenda,
Guðbjörg Jónsdóttir,
Gislína Gfsladóttir.
S. Helgason hf. STEINIDJA
tlnholtl 4 Sltnar 74677 og 142S4