Morgunblaðið - 05.03.1974, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 05.03.1974, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. MARZ 1974 25 félk í fréttum ÆTL’tJN SÉ GÓÐESSI? Edward Heath, sem var a.m.k. ennþá forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi íhalds- flokksins, þegar þetta var ritað, gerði vafalaust sitt bezta í kosn- ingabaráttunni, enda forsætis- ráðherraembættið og flokks- leiðtogastarfið að veði. Hann var alltaf á þönum, þegar færi gafst, úti um allt Bretland, til að heilsa upp á kjósendur og áhrifamenn i kjördæmunum. Þessi mynd var tekin í einni slíkri ferð, sem reyndar var ekki löng — til úthverfis í Lundúnum — og Heath ér hér að hefja hádegisverð sinn, sem var svart kaffi og samlokur. Hann er að kíkja inn í eina samlokuna til að sjá Hvað sé á milli laga, ostur, skinka eða eitthvað annað, þvi ekki vill hann allt áleggið, bara sumt. En óhætt er að slá þvi föstu, að Heath hafi ekki verið eins mat- vandur í sambandi við atkvæða- veiðarnar; hann hefur áreiðan- lega þegið öll atkvæði, sem buð- ust, án tillits til útlits eða inni- halds! LENNON LIGGUR EKKI í LETI — Eg sem ástarljóð, af því að ég er ástfanginn, segir John Lennon, fyrrverandi Bítill, nú orðinn 33 ára, og kærir sig koll- óttan um allan orðróminn um GETRAUNAGRÓÐINN OG BREIÐU BROSIN Skozk húsmóðir, frú Nell Fletcher, 32 ára að aldri, vann á dögunum stærsta vinninginn, sem um getur í sögu brezku knatt- spyrnugetraunanna, 680,697,50 sterlingspund. Á myndinni sést hún taka við ávísuninni á vinningsupphæðina úr hendi skozka Iandsliðseinvaldsins í knattspyrnu, Willie Ormond, í Glasgow. Hún er brosandi að vonum og Willie brosir líka breitt, því að vissulega er ánægjulegt að láta taka mynd af sér með svona fallegri konu — og ríkri í þokkabót! — íslenzkum lesendum til skýringar skal þess getið, að ef frúin hefði komið til Islands með fyrstu flugvél eftir verkfallið og skipt ávísuninni í banka hér — á gengi dagsins, sem var 197.20 kr. fyrir pundið — þá hefði hún fengið í fangið 134 milljónir 233 þúsund 547 krónur, að frádregnu einhverju smáræði i kostnað. En svo er það bara spurningin, hvort bankinn hefði átt svona mikla peninga i reiðufé! að hann ætli að skilja við Voko Ono. John hefur haldið sig í Hollywood, á meðan kona hans hefur sungið I næturklúbbi í New York. Aðskilnaðurinn merkir ekki neitt, segja þau bæði. En á meðan Lennon hamrar til skiptis á píanó, gítar og rit- vél, hamra yfirvöld þar í landi á hurðina hjá honum. Þau vilja reka hann úr landi, vegna þess, að árið 1968 hlaut hann dóm í Englandi fyrir að hafa reykt hass. John hefur þó áfrýjað þessari ákvörðun bandarískra yfirvalda og vonar, að þekktir menn í Bandaríkjunum, m.a. sjónvarpsmaðurinn Dick Cavett og John Lindsay, fyrrverandi borgarstjóri i New York, geti lagt málstað hans lið. I bili hafa þeir a.m.k. séð til þess, að lög- reglan getur ekki lengur hlerað simtöl hans. — Ég hef ekkert á móti því, að hlustað sé á mig, segir John, en helzt vil ég þó að það sé hlustað á plöturnar mínar. Útvarp Reykjavík # ÞRIÐJUDAGUR 5. marz 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kL 7.20. Fréttir kl. 7.30,8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00og 10.00. Morgunbæn kL 7.55. Morgunstund bamanna kL 8.45: Þor- leifur Hauksson heldur áfram lestri sögunnar „Elsku Míó minn” eftir AstridLindgren (4). Morgunleikfimi kL 9.20. Tilkynningar kL 9.30. Þingf réttir kL 9.45. Létt lög á milli liða. Eg man þá tíð kL 10.25: Tryggvi Tryggvason sér um þátt með frásögum og tínlist frá liðnum árum Tónlist éftir Ravel kL 11.00: Concertgebouw-hljómsveitin í Amster- dam leikur ballettsvituna „Gæsa- mömmu". 12.00 Dagskráin. tónleikar. Tilkynning- ar. 12.25 Fréttir og veðurfregn ir. Tilkynn- ingar. 13.00 Eftir hádegið Jón B. Gunnlaugsson leikur létt lög og spjallarvið hlustendur. 14.30 Gimd, ás t, kærleikur Sæmundur G. Jóhannesson ritstjóri á Akureyri fly tur erindL 15.00 Miðdegistónleikar: Islenzk tónlist a. Lög eftir Karl O. Runólfsson, Hall grim Helgason, Áma Björnsson, Björg- vinGuðmundsson og Émil Tlioroddsen. b. Kvartett op. 21 „Mors et Vita" eftir Jón Leifs. Kvartett Tónlistarskólans í Reykjavik leikur. c Lög eftir Jón G. Ásgeirsson við ljóð eftir Ei nar Braga. Guðrún Tómasdóttir, Kristinn Hallsson og hljóðfæraleikarar flytja undir stjórn höfundar. w A skjánum Þriðjudagur 5. mars 1974 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 Lftiðskákmót I sjónvarpssal Þátttakendur eru: Forintos, stórmeistari frá Júgóslaviu, Trignov, stórmeistari frá Ungverja- landi og íslendingarnir Friðrik Ölafs- son og Guðmundur Sigurjónsson. Skákskýringar flytur Guðmundur Arn- laugsson, rektor. 1. skák Forintos, hvitt, Guðmundur Sigurjónsson, svart 21.00 Valdatafl Bresk framhaldsmynd 4. þáttur. í eldlínunni Þýðandi Jón O. Edwald. Efni3. þáttar: í Bli^i-fyrirtækinu eru skiptar skoð- anir á hagkvæmni samninga, sem bjóð- ast við vegaframkvæmdir i GrikklandL Caswell Bligh vill hafna öllum tiL boðum þar að lútandi og taka þess í stað til við stórfellda vegagerð innan lands. Sonur hans er á öðru máli, en Wilder telur sig hafa fulla ástæðu til tortryggni á báðum tilvikum. Kenneth Bligh lætur einskis ófreistað til að koma Wilder í vanda. Hann kemur þvi d. FagottkonserteftirPál P. Pálsson. Hans Ploder Franzson og Sinfóniu- hljómsveit íslandsleika; höf. stj. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.15 Veður- fregnir. \ 16.25 Popphornið 17.10 Tónlistartimi bamanna Olafur Þóröarson sér um timann. 17.30 Framburðarkennsla f frönsku 17.40 Tónleikar. 18.00 A vettvangi dómsmálanna Bjöm Helgason hæstaréttarritari talar. 18.20 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. T Ikynningar. 19.25 Fréttaspegill 19.40 Tónleikakynning | Gunnar Guðmundsson framkvæmda- stjóri segir frá tónleikum Sinfóniu- I hljómsveitaríslands í vikunni. 19.50 Ljðð eftir sænska skáldið Harry Martinsson $ Jón skáldúr Vör les eigin þýðingar. 20.00 Lög unga fólksins * Ragnheöur Drífa Steinþórsdóttir kynnir. 21.00 Hæfilegur skammtur Gísli Rúnar Jónsson og Július Brjáns- son sjá umþátt með léttblönduðu efni. 21.30 A hvftum reitum og svörtum IngvarÁsmundsson flytur skákþátt. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Lestur Passíusálma (20) 22.25 Kvöldsagan: „Vögguvfsa“ eftir Elías Mar. Höfundur les (4). 22.45 Harmonikulög Reynir Jónasson leikur með félögum sínum vinsæl lög síðustu ár. 23.00 Á hljóðbe rgi Canterville-draugurinn eftir Oscar Wi lde. Anthony Quaylelessiðarilestur. 23.40 Fréttir í stuttu máli. Dagskrárlok. svo fyrir, að Pamela WiLder hittir gaml- an kunningja af tilviljun og Wilder t ekur sér það mjög nærri. 21.45 Heimshom Fréttaskýringaþát tur um erlend málefni. Úmsjónarmaður Jón Hákon Magnús- són. Þurrkami r miklu Fréttamynd um áhrif langvarandi þurrka á lif fólks í austanverðri Mið- Afríku. Myndin er að mestutekiníSómaliu. Þýðandiog þulurDóra Hafsteinsdóttir. Fóstureyðing Sænsk fraeðslumynd um fóstureyðing- ar. Greint er frá aðferðum við fóstureyð- ingar og sýndar myndir frá slíkum aðgerðum. Mynd þessi var sýnd i sænska sjónvarp- inu í desember 1969. Þýðandi og þulur Þrándur Thor- oddsen. Inngangsorð að myndinni flytur Pétur Jakobsson, yf irlæknir. (Nordvision — Sænska sjónvarpið) Dagskrárlok Þannig túlkaði brezkur skopteiknari kosningabaráttuna f Bretlandi. Sá, sem stendur fyrir neðan tréð og bfður þess, að hnossið detti f hattinn, er Jeremy Thorpe, formaður Frjálslynda flokksins. SlÐASTA atriði sjónvarpsdag- skrárinnar er sænsk fræðslu- mynd um fóstureyðingar. Mynd þessi var gerð árið 1969, þannig að hún er ekki alveg ný af nál- inni, en hins vegar hefur hún hlotið frábæra dóma þar sem hún hefur verið sýnd. Þar sem fóstureyðingar hafa verið mjög á döfinni hér að undanförnu má ætla, að mynd þessi sé sýnd á réttum tíma hér. Tekið skal skýrt fram, að þessi mynd er ekki áróðurs- mynd, og í henni er ekki tekin afstaða með éða á móti fóstur- eyðingum sem slíkum, en varp- að skýru ljósi á staðreyndir. Inngangsorð að myndinni flytur Pétur Jakobsson yfir- læknir. Útvarpsráð á þakkir skyldar fyrir að hafa fengið þessa mynd til sýningar. I Heimshorni i kvöld fjallar Björn Bjarnason um úrslit brezku kosninganna, sem komu mörgum á óvart, — sérstaklega þeim, sem mark tóku á niður- stöðum skoðanakannana, en tíð- indi af þeim bárust daglega meðan á kosningabaráttunni stóð. Þá ræðir Haraldur Ólafsson við Halldór Pálsson búnaðar- málastjóra og Dr. Jónas Bjarna- son um fæðuskort í heiminum og það, hvað við Islendingar getum lagt af mörkum í þeirri baráttu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.