Morgunblaðið - 05.03.1974, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 05.03.1974, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. MARZ 1974 Gísli, Elríkur og Helgl efllr inglblðrgu Jðnsdðtlur „Auðvitað," svaraði Gísli. „Ég fór og keypti bleikt snuð í gær og pela með bleikum hring.“ Og þá hlaut mamma að ætla að gefa þeim litla systur, því að strákar fá blátt snuð og bláan pela- hring. „Mömmu langar til að eiga stelpu,“ sagði Eiríkur mæðulega. „Ég hefði nú kosið strák í hennar spor- um. Hún er svo vön þeim.“ „Við verðum að sætta okkur við það, sem kemur, ef það er bara hraust og heilbrigt," sagði Gísli spekingslega. „Það er ekki hægt að skila börnum aftur.“ „Nei, það er víst ekki hægt,“ Eiríkur var stóra Ibróður sammála. Það voru dálítið hnípnir ungir menn, sem komu til ömmu, en þeir reyndu nú samt að bera sig manna- lega. Þeir voru eiginlega mest í forstofunni hjá | símanum. Gísli hafði lesið um það, að mömmur dæju stund- um, þegar þær væru að eignast lítil börn, en það gat ekki komið fyrir mömmu þeirra. Hún var æfð í þessu, búin að eignast þrjá stráka. Mannstu eftir því, þegar ég reiddist sem mest við mömmu, Eiríkur?“ spurði Gísli. „Já,“ sagði Eiríkur, „Þú ætlaðir að skila henni aftur og fá nýja.“ „Það strandaði allt á hví, að við gátum ekki borgað neitt á milli. Égdiélt, að okkajr mamma væri svo mikið notuð af því að hún var búin að hafa okkur.“ Þeim fannst báðum fyndið, að þeir skyldu hafa verið svona heimskir meðan þeir voru litlir. En, hvað var þetta? Síminn hringdi! Það var pabbi og hann sagði, að þeir mættu koma heim og sjá litlu systur. Ég hugsa, að þá hafi verið sett heimsmet í strætis- vagnaakstri frá vestur- til austurborgarinnar. Uss! Pabbi lagði fingur á varir sér, þegar hann opnaði dyrnar og leiddi þá inn til mömmu. í litlu vöggunni, á blúnduskreytta koddanum lá agnarlítil telpa með mikið dökkt hár og galopin augu, sem voru eins og kol á að sjá. Það var litla systir og þeir áttu hana aleinir með pabba og mömmu! Það var gaman að koma heim úr skólanum og horfa á litlu systur. Fyrst fór hún að brosa, svo að skríkja og hlæja og alltaf var hún jafnhrifin af Gísla, Eiríki og Helga og þeir af henni. Mamma þurfti ekki mikið fyrir litlu systur að hafa, því að hún hafði alltaf einhvern strákanna heima og þeir voru nú aldeilis ekki með óknytti nálægt litlu systur! Ekki aldeilis! Þeir gældu við hana og léku við hana, kölluðu hana hjartagull og litlu krús, en nafn átti hún ekki ennþá, því að það var ekki búið að skíra hana. Þeir spurðu og spurðu á hverjum degi, hvað litla systir ætti að heita, en pabbi og mamma voru alltaf jafn leyndardómsfull og vildu ekkert segja. Þau sögðu loksins: „Það fáið þið að vita á sunnudaginn. Þá verður haldin skírnarveizla!“ Það er mikið verk að halda skírnarveizlu. Meira verk en afmælisveizlu. DRÁTTHAGI BLÝANTURINN (^Nonni ogcyVlanni Jóri Sveinsson Freysteinn Gunnarsson þýddi Eftir litla stund hélt Manni áfram að spyrja: „Var ekki mikið af berjum uppi á fjallinu?“ „Jú, góði minn, en þau eru ekki fullsprottin“. „Hvaða ber spretta þar efst uppi?“ „Efst uppi spretta engin ber, en þegar kemur neðar í hlíðarnar, er dálítið af jarðarberjum og nóg af blá- berjum og krækiberjum. — Þar verður bráðum allt rautt og blátt og svart af berjum“. „Nonni“, kallaði Manni nú með gleðibragði, „þang- að verðum við að fara einhvemtíma“. „Já“, sagði ég glaðlega. „Það skulum við gera“. „Og er ekki fallegt uppi á fjallinu?“ spurði Manni. „Jú, væni minn, það er ljómandi fallegt þar“. Manni færði sig nú alveg að Haraldi og bað hann að segja sér, hvað sæist þar uppi. Og Haraldur gerði það. „Þar sést yfir fjöll og dali og falleg lönd í öllum áttum, grænar hæðir og hengiflug, gil og sprungur, ár og læki og blómskrýddar hlíðar, og svo blasir við í landnorðri blátt og endalaust Atlantshafið“. „En hvað þar hlýtur að vera fallegt“, kallaði Manni upp- „Þangað verðum við að fara einhverntíma. Finnst þér það ekki, Nonni?“ „Jú, Manni. Þangað verðum við að fara“. „Og hvað er fleira á fjöllunum?“ spurði Manni. „Þar er mikið af dýrum, mest sauðfé, hross og úti- gangsnaut. En það er nú betra að vara sig á þeim. Svo eru þar refir og ósköpin öll af fuglum“. Nú vom dyrnar opnaðar, og mamma og Bogga komu inn með mat handa gestinum. Haraldur gerði krossmark yfir matnum, eins og venja var þar um slóðir, og las stutta borðbæn. Síðan tók hann til matar. Allt í einu sneri hann sér við, leit til mömmu og sagði: „Eitt þarf ég að biðja yður um enn. Ég þarf að fara snemma af stað á morgun, og mér þætti vænt um að geta farið snemma að hátta“. IVI«Ölmor9unkoffÍnu — Geturðu ekki komið vit- inu fyrir drenginn, sérðu bara, hvernig hann er farinn að kiæðast. — Ég var að enda við að lesa kvöldbænir fyrir alla þessa viku, amma. — Þið eigið eftir að þakka mér það einhvern tíma, að ég lét ekki plata mig til þess að fara ibfó. — Maður gæti næstum þvf haldið, að iillimann væri þyrstur. — Ég hefði aldrei gifzt þér, Gísli, ef ég hefði vitað, að þú litir þannig út við dagsljós.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.